Morgunblaðið - 21.01.1982, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.01.1982, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 1982 25 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 6 kr. eintakið. Lánsfjaðrir í dag- vistunarmálum Engin heitstrenging hljómaði oftar né hærra hjá Alþýðubanda- laginu fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en síbyljan um rúmlega 200 ný dagvistunarpláss á ári. Eftir að Alþýðubandalagið varð forystuflokkur í borgarmálum og Sigurjón Pétursson var seztur í stól borgarstjórnarforseta hljóðnuðu hinar hæværu dagvistunar- raddir snögglega — og þessi framkvæmdaþáttur skrapp saman í höndum hins nýja meirihluta. Á tveimur síðustu kjörtímabilum fyrri meirihluta Sjálfstæðisflokksins, 1970 — 1978, fjölgaði börnum á dagvistunarheimilum og leikskólum borgarinnar um 1216, eða rúm- lega 150 á ári, auk þess sem ýmsar dagvistunarframkvæmdir vóru á lokastigi framkvæmda, er vinstri meirihlutinn settist á valdastóla 1978. Nú, í lok borgarmálavertíðar vinstri meirihlutans, flaggar Sigurjón Pétursson einkum með þessum dagvistunarframkvæmdum, sem sam- þykktar vóru og unnar að mestu á fyrra kjörtímabili, þó formlega væru teknar í notkun á fyrstu 12 mánuðum hins nýja meirihluta. Hér er átt við dagheimilisdeild Vöggustofu Thorvaldsen (25 börn), skóla- dagheimili og dagheimilisdeiid í Suðurborg (72 börn) og dagheimili í Vesturborg (34 börn). Þessar stofnanir vóru teknar í notkun á árinu 1978 eða í byrjun árs 1979. Raunar má bæta við skóladagheimili í Völvukoti (20 börn), sem framkvæmdir vóru hafnar við á fyrra kjör- tímabili. Framkvæmdir, sem núverandi meirihluti hefur átt frumkvæði að og komið í notkun, eru skóladagheimilisdeild í Austurbæjarskóla, dagheimili/leiksóli í Iðuborg, Fálkaborg og Hálsaborg, skóladag- heimilið Bakki, færanleg leikskóladeild og skóladagheimili í Suður- hólum og dagheimili og leikskóli í Ægisborg. Þarna rúmast nú ríflega 240 börn í afrakstri 4ra ára starfs, sem er afgerandi lakari frammi- staða en hjá fyrri meirihluta. Yfirtaka á dagheimili/leikskóla í Asp- arfelli í september sl., sem einstaklingar ráku áður, jók ekki heildar- tölu dagvistunarplássa í borginni. Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi, gerði þessi mál að umræðu- efni á síðasta borgarstjórnarfundi. Hann vakti athygli á því að á sl. ári hefðu aðeins 60 ný dagvistunarpláss bætzt við í borginni. í stað þeirra rúmlega 200 sem heitið var. Á fjárhagsáætlun þess árs hefði verið gert ráð fyrir 6,3 m.kr. til dagvistunarstofnana, en niðurstaða nýtts fjármags verði að líkindutn 4,3 m.kr. Hin hógværa og smágerða niðurstaða, í lok borgarmálavertíðar Alþýðubandalagsins, væri því hrópandi mótsögn við allan bægslaganginn fyrir fjórum árum. Drjúg- ur hluti þeirra dagvistunarplássa, sem borgarstjórnarforsetinn gum- aði af, væri „arfur frá íhaldinu". Þetta væri árangurinn í þeim mála- flokkinum, sem forgang átti að hafa, svo ekki væri við miklu að búast á öðrum sviðum, er minni áherzla var lögð á! Fasteignaskattar eda „refsiskattar“ Eignaskattar til ríkissjóð og fasteignaskattar til sveitarfélaga hafa farið ört hækkandi, eins og raunar öll skattheimta, á næst- liðnum árum. Fólk kemur sér þaki yfir höfuð með vægast sagt yfir- þyrmandi fyrirhöfn. Kostnaðurinn er greiddur með aflatekjum, sem þegar hafa verið greiddir ærnir skattar af til ríkis og sveitarfélaga. Síðan koma þessir skattheimtuaðilar aftur og höggva í sama knérunn með eigna- og fasteignasköttum, sem hækkað hafa óhugnanlega síðan 1978. I raun þýðir þetta að hinn almenni skattgreiðandi er látinn greiða enn og aftur skatt af sömu aflatekjunum. Þessir skattar eru þó eðlilegir, innan hóflegra marka, en að því stefnir óðfluga með sama áframhaldi, að hinn almenni íbúðareigandi greiði stofnkostanð hús- næðis síns tvívegis á ævibrautinni, í hið síðara skiptið sem nokkurs konar „refsiskatt" til þjóðfélagsins — fyrir framtak sitt og fyrir- hyggju. Svo langt hefur vinstrihyggjan náð með „stjórnvizku" sinni hjá borg og ríki! Fasteignaskattar, er Reykvíkingar fá í hendur þessa dagana, tala þar skýru máli, sem óþarfi er fjölyrða frekar um. Astæða er þó til að minna enn á, að bæði útsvör og fasteignaskattar eru verulega hærri í Reykjavík en í þeim nágrannasveitarfélögum sem sjálfstæðismenn hafa meirihlutastjórn í. Fasteignaskattar eru þannig 10% hærri á íbúðarhúsnæði og 25% hærri á atvinnuhúsnæði í Reykjavík en t.d. á Seltjarnarnesi! Vinstri menn afsaka sig gjarnan með tilkomu svokallaðs „félags- legs húsnæðis", sem vissulega þarf að vera fyrir hendi, þó höfuð- áherzlu beri að leggja á sjálfseignarstefnu í húsnæðismálum. Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi, segir árangur meirihlutans á því sviði þó ekki meiri en þann á þessu kjörtímabili, að keyptar hafi verið 2 íbúðir til útleigu í borginni og teiknaðar 6 að auki. Þetta þýðir að keypt hafi verið að meðaltali hálf íbúð á ári á kjörtímabilinu — en teiknuð ein og hálf! Allt annað er í samþykkta- og áætlunarformi, sem hefur á sér meira og minna áróðursbragð, en leysir hvorki vanda eins eða neins á líðandi stund. Fjölmennur fundur kaupmanna við Laugaveg skorar á borgarstjórn: Hætt verði við að íjarlægja stöðumæla við Laugaveginn MJÍKI snarpar umræður urðu á fjöl- mennum fundi, sem Kaupmanna- samtök íslands boðuðu til með kaupmönnum við Laugaveg, vegna þeirrar samþykktar borgarstjórnar Reykjavíkur að láta taka niður 9 stöðumæla við Laugaveg, á svæðinu Klapparstígur og niður úr til að liðka fyrir umferð strætisvagna. Var það einróma álit fundarmanna, að þessi samþykkt borgarstjórnar væri til mikillar óþurftar fyrir kaupmenn og aðra þá aðila, sem veita ýmiss konar þjónustu á Laugavegi, svo ekki sé talað um hinn almenna borgara. Á fundinum var samþykkt ályktun, þar sem segir m.a.: — Fundur kaupmanna og annarra hagsmunaaðila við Laugaveg, haldinn að tilhlutan Kaupmanna- samtaka íslands 20. janúar 1982, gerir þá kröfu til borgarstjórnar Reykjavíkur, að hún breyti ákvörðun sinni um að fjarlægja stöðumæla við Laugaveg, neðan Klapparstígs og bendir á eftirfar- andi: Þessi aðgerð kemur ekki að neinum notum fyrir SVR, en mun Kemur SVR að engu gagni, segir í ályktun fundarins hugsuð sem áfangi í þá átt, að gera Laugaveg að hraðbraut. Sér- akrein fyrir SVR á Laugavegi ger- ir verzlunum ókleift að sækja og senda frá sér vörur og er því óframkvæmanleg. Bent skal á eftirfarandi atriði til úrbóta: — 1. Að löggæzla verði aukin við Laugaveg. 2. — Að stöðumælum verði fjölgað við neð- anverðan Laugaveg, þannig að þeir nái niður að Laugavegi 6. 3. — Að borgin taki á leigu og geri stórt bílastæði á Ióð Eimskips við Skúlagötu. 4. — Að allt það fé, sem kemur inn í stöðumæla, verði notað til að leigja eða kaupa lóðir, sem gera má að bílastæðum á þessu svæði. 5. — Að gangstéttir við Laugaveg, sem víða eru mjög illa farnar, verði lagfærðar og lögð í þær snjóbræðsla. í máli Magnúsar E. Finnssonar, framkvæmdastjóra Kaupmanna- samtakanna, kom fram, að hug- myndir í þessum dúr hefðu komið fram áður, en þá hefði kaup- mönnum tekizt með mótmælum sínum að koma í veg fyrir svona slys, og hann sagðist vona, að sú yrði reyndin að þessu sinni. Árni Jónsson, kaupmaður, sagði að ef þessi samþykkt næði fram að ganga, sem væri aðeins fyrsta skrefið í því að koma öllum stöðu- mælum við Laugaveg, 93 að tölu, í burtu, þá gætu menn farið að hugsa fyrir líkræðu yfir verzl- unarrekstri við götuna. Sigurður Haraldsson, kaupmað- ur, sagði að tölur um tíma strætis- vagna við að aka niður Laugaveg- inn, sem forstjóri strætisvagn- anna hefði gefið upp, væru mjög villandi. Forstjórinn segði, að tím- inn gæti verið á bilinu 10—25 mín- útur, en samkvæmt mælingu, sem hann hefði sjálfur gert, væri þessi tími á bilinu 8—11 mínútur. Sömu niðurstöður hefðu komið fram hjá Kaupmannasamtökum Islands, sem hefðu framkvæmt tímamæl- ingu. Skúli Jóhannesson, kaupmaður, sagðist hafa mælt tíma strætis- vagnanna, á þeim kafla, sem fyrir- hugað er að taka stöðumælana af. Þar hefði komið í ljós, að þeir hefðu verið 15—28,8 sekúndur að aka þennan kafla. Það væri því með ólíkindum, að þessi aðgerð myndi gera gæfumuninn fyrir strætisvagnana. Á fundinn var boðið borgar- fulltrúum, þeim Davíð Oddssyni, Sigurjóni Péturssyni, Sjöfn Sigur- björnsdóttur og Kristjáni Bene- diktssyni, sem ekki mætti. Sigurjón varði samþykkt borg- arstjórnar, sem var gerð með 8 at- kvæðum meirihlutaflokkanna og sagði það skoðun sína, að upptaka stöðumælanna myndi ekki breyta neinu fyrir verzlanir við Lauga- veg, en myndi hins vegar verða til mikilla hagsbóta fyrir strætis- vagnana. Þá lýsti Sigurjón þeirri skoðun sinni, að hann sæi Lauga- veginn fyrir sér sem göngugötu í framtíðinni. Davíð Oddsson sagði, að það væri skoðun allra sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn, að þessi samþykkt væri mistök, enda hefðu þeir allir greitt atkvæði gegn þess- um fyrirhuguðu aðgerðum. — Ég lít á þetta sem hagsmunamál allra borgarbúa, en alls ekkert sér- hagsmunamál kaupmanna sagði Davíð. Þá gat Davíð þess, að sjálfstæðismenn hefðu sl. haust lagt fram tillögu í borgarstjórn um að þegar yrði hafið átak í bíla- stæðismálum í miðborginni, en hún hefði verið felld af meirihlut- anum. Fleiri tóku til máls og var það mál allra eins og áður sagði, að mjög misráðið væri að taka um- rædda 9 stöðumæla upp, enda væri það bara upphafið að því, að allir stöðumælar við Laugaveg yrðu fjarlægðir. í lok fundarins gat Gunnar Snorrason, formaður Kaup- mannasamtakanna, þess, að hann hefði ámálgað það við borgar- fulltrúana, að því yrði frestað um sinn að taka stöðumælana upp og teknar yrðu upp viðræður milli Kaupmannasamtakanna og borg- aryfirvalda og þeir hefðu lýst sig samþykka því. I lokin var svo kos- in þriggja manna nefnd af hálfu kaupmanna til viðræðnanna. LjÓHm. Mbl. Kmilía Borgarfulltrúum var boðið til fundarins, f.v. Davíð Oddsson, Nigurjón Pét- ursson, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri KÍ. Frá fundi kaupmanna við Laugaveg. Ljósmynd Mbl. Kmilía íslensk fyrirtæki kynna vörur sínar í Bahrain: Sölusamningar tókust og markaðshorfur góðar Um miðjan janúar lauk matvæiasýningu í Arabaríkinu Bahrain þar sem íslensk fyrirtæki kynntu framleiðsluvöru sína. Vakti íslenski sýningarbásinn mikla athygli eins og segir í fréttatilkynningu frá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Var skrifað um hann í blöðin í Bahrain, bæði meðan á sýningunni stóð svo og á undan henni. íslensku fyrirtækin, sem tóku þátt, höfðu fulltrúa sinn á staðn- um. Telja þau að vörum þeirra hafi verið vel takið og að mark- aðsmöguleikar séu góðir, bæði í Bahrain og öðrum Arabalönd- um. Lýsi hf. kynnti meðalalýsi og fóðurlýsi. Vörunni var sýndur mikill áhugi og verðið var sam- keppnishæft. Gerðir voru sölu- samningar og skipaður umboðs- maður. Nú er verið að athuga með umboðsmenn í öðrum Ar- abalöndum og frekari sölu. Fyrirtækið Sól hf. kynnti ávaxtasafa á sýningunni og vakti hann athygli sem sérstök gæðavara. Nú er verið að reyna að ganga frá fyrstu sölu á þessari vöru, annars vegar til Bahrain og Kuwait og hins vegar til Saudi- Arabíu. Hér er um sendingar í gámum að ræða og verður kaup- andi að kaupa minnst einn kæli- gám til þess að hagstæður flutn- ingur náist. Sölustofnun lagmetis kynnti niðursuðu og gekk sú kynning mjög vel, segir í fréttatilkynn- ingunni. Gengið var frá sölu til Bahrain, Saudi-Arabíu, Samein- uðu furstadæmanna og Egypta- lands. Segir ennfremur að svo virðist sem Arabarnir hafi áhuga fyrir allri mögulegri niðursuðu frá íslandi, en tíminn muni leiða í ljós hvaða vara líkar best. Samband íslenskra samvinnu- félaga kynnti fyrst og fremst lambakjöt og hraðfrystan fisk. Meðan á sýningunni stóð var ís- lenskt lambakjöt á boðstólum í einu hóteli í Bahrain, Ramada Inn, og var það borið fram að arabískum hætti. Segir í frétta- tilkynningu Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins að mjög þurfi að huga að öllum reglugerðum í Arabalöndum. Sem dæmi má nefna, að ekki má selja lamba- kjöt, sem geymt hefur verið lengur en 9 mánuði. Gert er ráð fyrir að tilraunasending af kjöti fari bráðlega til Arabalandanna. Coldwater Seafood Corp., dótt- urfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, tók einnig þátt í sýningunni og kynnti unn- ar fiskafurðir steiktar. Létu full- trúar þeirra vel af þátttökunni. Ýmis önnur fyrirtæki kynntu vöru og þjónustu á sýningunni án þess að fulltrúar þeirra væru með í ferðinni. Auk þess voru viðstaddiir fulltrúar íslenska fyrirtækisins Shams Trading en þeir hafa tekið að sér umboðs- störf fyrir nokkur íslensk fyrir- tæki í Arabalöndum. Pétur Thorsteinsson, sendi- herra, átti á sama tíma viðræður við stjórnvöld um sendiherra- skipti og undirbúning útnefn- ingar ræðismanns á staðnum. Segir í fréttatilkynningunni að það hafi verið einkar gagnlegt að þessar viðræður skyldu fara fram um leið og sýningin. Tekist hafi góð tengsl við Verslunarráð Bahrain og viðskiptaráðuneytið á staðnum, en þeir síðastnefndu veittu sérstaka aðstoð. Á íslenska sýningarbásnum störfuðu 2 íslenskar flugfreyjur frá Flugleiðum hf. Segir í frétta- tilkynningunni að framkoma þeirra hafi verið rómuð og þær hafi sett mikinn svip á starfsem- ina í sýningarbásnum. Segir ennfremur að komið hafi fram mikill áhugi fyrir íslandi og Is- landsferðum. Segir að lokum, að þessi fyrsta sýningarþátttaka í Miðaustur- löndum virðist benda til þess, að athyglisverður markaður sé fyrir ýmsar íslenskar vörur og þjónustu, og að rétt hefði verið að snúa sér að þessum málum fyrr. Akureyri: Frestur til fram- boðs f Einingu rennur út næsta fimmtudag Frestur til að skila frambodslistum, vegna stjórnarkjörs í Verkalýðsfélag- inu Einingu á Akureyri, rennur út á hádegi 28. janúar næstkomandi. Að- eins listi stjórnar hefur borizt kjör stjórn, gefur Jón Helgason, formaður Einingar, kost á sér til endurkjörs. < .uðniundur Sæmundsson hefur greint frá því að hann gefi kost á sér sem formannsefni og tilkynnt lista sinn. Þar gerir hann ráð fyrir sömu mönnum í stjórn frá félagsdeildun- um á Akureyri og Ólafsfirði og eru á lista Jóns Helgasonar og sömuleiðis er 25 manna trúnaðarmannaráð á lista hans hið sama og á stjórnarlist- anum. Fram hefur komið að slíkt framboð sé ólöglegt þar sem sami maður geti ekki verið í framboði á tveimur listum — eða í framboði gegn sjálfum sér, eins og Jón Helga- son orðaði það í gær. Þar sem listi Guðmundar Sæmundssonar hefur ekki borizt til kjörstjórnar og um- sóknarfrestur er ekki runninn út hefur formleg afstaða ekki verið tek- in til slíks framboðs. Jón Helgason sagði hins vegar, að hann væri meðmæltur kosningu og bærist listi frá Guðmundi Sæmunds- syni, þá teldi hann æskilegt að kosið yrði á milli lista. Sagðist hann per- sónulega hlynntur því, að ef Guð- mundur skilaði lista, sem í einhverju væri ábótavant, þá fengi hann auk- inn frest til að breyta lista sínum. „Óþarfi að borga háa verð- ið fyrir skreiðina ef allt fer í útflutningstolla á fslandi“ Rætt við Braga Eiríksson og Hannes Hall hjá Skreiðarsamlaginu Á síðastliðnu ári voru flutt út tæplega 20 þúsund tonn af skreið eða 440 þúsund pakkar. Verðmæti þessa er um 880 milljónir króna, ef miðað er við meðalgengi dollara, 7,80 krónur. I»á voru á árinu fluttir út 235 þúsund pakkar af hausum eða 7050 tonn, að verðmæti ca. 140 milljónir króna. Samtals er því útflutningsverðmæti herzlunnar yfir 1 milljarður króna á árinu og hefur aldrei verið meiri. l»etta kom fram þegar Morgunblaðið ræddi við þá Braga Eiríksson og Hannes Hall, framkvæmdastjóra Skreiðar- samlagsins. Þeir Bragi og Hannes sögðu, að á árinu 1981 hefðu Islendingar flutt út 420 þúsund pakka af skreið til Nígeríu, en á sama tíma hefðu Norðmenn selt þangað 450 þúsund pakka, og aðrar þjóðir 50 þúsund pakka. Samtals hefðu Nígeríumenn því keypt yfir 40 þúsund tonn af skreið og hausum á árinu. Skreið frá öðrum löndum en Islandi og Noregi er ekki vin- sæl í Nígeríu en aðrar þjóðir, sem hafa reynt að selja þangað hertan fisk, eru meðal annars Spánn, Perú, Suðureyjar, Suður-Kórea og Argentína. Aldrei áður hefur verið selt jafnmikið af skreið til Nígeríu og á síðasta ári. Árið 1957 voru seld þangað 36 þúsund tonn og er það mesta magn, sem þangað hafði verið selt þar til á síðasta ári. Að meðtöldum hausunum, sem seldir voru til Nígeríu á árinu, nemur heildarinnflutningurinn 50 þús- und tonnum. — Um áramótin voru miklar skreiðarbirgðir til í Nígeríu og verðið lækkaði á árinu 1981 og enn er óvíst hvaða verð fæst fyrir skreið og hausa á þessu ári. Það eru 10 aðilar, sem fluttu út skreið frá Islandi á síðasta ári og samkeppnin um að ná í skreið til útflutnings var hörð. Er þetta bæði óþörf og hættuleg sam- keppni. Það má til dæmis benda á, að í september síðastliðnum kom upp sú staða, að 5 aðilar, auk þeirra 10 útflytjenda sem áður getur, voru að reyna að flytja út skreið. Þessir aðilar sögðu allir, að þeir hefðu möguleika á að selja 20 þúsund pakka hver. Kom þetta þannig út hjá yfirvöldum í Nígeríu, að meira en nóg væri til af skreið á Islandi og meðal ann- ars þess vegna var rætt um að lækka verðið og var það gert þeg- ar í september. Þessir 20 þúsund pakkar voru ekki til á íslandi, en Nígeríumenn töldu að verið væri að ræða um 100 þúsund pakka, þar sem hver og einn hinna 5 nýju aðila ræddi um 20 þúsund pakka. Þá er ljóst að Nígeríumenn voru ekki hrifnir af því að heyra að útflutningsgjöld á Islandi skildu hafa verið hækkuð í 10% úr 5,5% í fyrra. Reyndar stendur til að lækka þau á ný nú. Þeir hafa sagt við okkur, að það sé óþarfi að borga svona hátt verð fyrir skreiðina, ef nota eigi hana sem einhverskonar hátollaút- flutningsvöru á íslandi og til að greiða niður fisk sem fer á rík- asta markað heims. Hannes er nýkominn frá Níg- eríu, en fimm manna nefnd á veg- um viðskiptaráðuneytisins fór til Lagos fyrir skömmu, að ósk Níg- eríumanna, til viðræðna um skreiðarsölu á yfirstandandi ári. — Það kom fram á þessum fundum, að innflutningi verður háttað líkt og í fyrra. Reynt var að fá verðhækkun, en engin niðurstaða fékkst. Yfirvöld í Níg- eríu munu ákveða innan tíðar það verð sem þau samþykkja og vera má að fleiri samningafundir verði haldnir áður en endanleg niðurstaða fæst. í byrjun síðasta árs fengust um 310 dollarar fyrir skreiðarpakk- ann en verðið var komið niður í 280 dollara í árslok, sem er um 10% verðlækkun. — Markaðurinn í Nígeríu er mjög viðkvæmur og verða menn að taka fullt tillit til aðstæðna þar, ef ekki á illa að fara. Sveiflur í útflutningnum frá okkur og Norðmönnum eða skyndileg aukning á því, sem flutt er inn í landið, veldur verðfalli og er það atriði sem menn hafa ekki hugsað nægilega vel um. Hættulegustu mánuðirnir eru október-desem- ber. Kaupendur okkar í Nígeríu þola verðsveiflur illa og þegar Svo er komið, eins og nú, að þeir tapa allir, þá kvarta þeir við stjórn- völd og biðja um hjálp. Auk þess er ekki gott að senda mikið á stuttum tíma inn í landið, þar sem skreiðin geymist lengst í um 12 vikur. Það versta við skreiðarinn- flutninginn til Nígeríu á síaðsta ári var að 600—700 þús. pakkar, af tæplega milljón pakka heildar- innflutningi komu til landsins eftir að kom fram í september. Þetta stafar bæði af því að út- flutningurinn hefur gengið vel og auðvelt verið að selja. En enn- fremur stafar þetta af því, að innflutningsleyfi falla úr gildi 31. desember ár hvert, og enginn vill missa af innflutningnum af eðli- legum ástæðum, og hörð sam- keppni um að ná í skreið til sölu. Innflutningsleyfi fyrir árið 1982 hafa ekki enn verið gefin út, en við höfum heyrt frá stærstu viðskiptavinum okkar í Lagos, að einhver leyfi verði gefin út í þess- um mánuði, og reiknum við með að geta flutt eitthvert magn út af haustframleiðslunni, þ.e. skreið sem hengd var upp eftir ágúst- mánuð, en það tekur um það bil 6 mánuði að verka skreiðina svo vel sé. íbúar Nígeríu eru nú um 100 milljónir og sögðu þeir Bragi og Hannes, að skreiðarmarkaðurinn þar ætti að haldast um ókomin ár, ekki sízt þar sem fólk flytti sífellt úr sveitunum til borganna. Að lokum var aðeins vikið að skreiðarmarkaðnum á ítaliu. Þangað voru seldir um 14 þúsund pakkar á síðasta ári. Italir eru mjög kröfuharðir hvað varðar gæði og þangað verður að fara sérstaklega vel metin og vel verk- uð skreið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.