Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚÁR 1982 27 Nýleg BMW-bifreiðin var stórskemmd eftir veltuna. Mynd Mbl. Júlíus. Bræður stálu 2 bílum og stórskemmdu annan TVEIR bræÓur, 15 og 20 ára gamlir, stálu um kl. 23 í fyrrakvöld nýrri BMW-bifreið í Borgartúni, bak við Klúbbinn og endaði fór þeirra með því, að þeir veltu bifreiðinni og stór skemmdu eftir að lögreglan hafði veitt þeim eftirrör. Fyrr um kvöldið höfðu brsðurnir stolið Cortina- bifreið við Háskólabíó, á meðan eig- andinn horfði á kvikmyndasýningu, en skildu hana eftir óskemmda í Borgartúni. Aður en bræðurnir stálu BMW-bifreiðinni, höfðu þeir farið inn í nokkrar bifreiðir í Borgar- túni og stolið ýmsum hlutum úr þeim, meðal annars sjónauka, kassettum og brauði og mjólk og báru þeir við, að þeir hefðu verið svangir. Þeir höfðu reynt að kom- ast inn í nokkra bíla og gangsetja þá, áður en þeir komu að BMW-bifreiðinni, en lyklarnir höfðu verið skildir eftir í henni. Það var svo kl. 23.18 að tilkynnt var um þjófnaðinn. Við Lindar- götu voru þeir stöðvaðir en þegar lögreglumenn hugðust handtaka bræðurna, óku þeir af stað á ofsahraða og hófst nú mikill elt- ingarleikur. Þeir óku Frakkastíg- inn gegn umferðarrétti, Hverfis- götu, síðan Laugaveg og niður Höfðatún gegn umferðarrétti. Síð- an vestur Skúlagötu og á Kalk- ofnsveginum óku þeir á umferð- arskilti, en héldu áfram för sinni um hafnarsvæðið, vestur Mýrarg- ötu, og þaðan vestur á Seltjarn- arnes. Þá héldu þeir austur Nes- veg, síðan Kaplaskjólsveg, sem er lokaöur við norðurendann. Þeir áttuðu sig ekki á því, og óku á gangstétt og veltu bifreiðinni. Alls munu sex lögreglubifreiðir hafa tekið þátt í eftirförinni. Bræðurnir slösuðust ekki, en Hestamannafélagið Fákur hefur sótt, til borgarráðs, um leyfi til bygg ingar reiðhallar á svæði sínu á Víði- völlum. Bergur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Fáks, tjáði Mbl. að hugmyndin væri að byggja yfir eins konar skeiðvöll, en allt málið væri þó á frumstigi og lítið um það að segja. Bergur Magnússon sagði, að at- hafnasvæði Fáks á Víðivöllum hefði verið stækkað nokkuð, en ef bifreiðin sem er alveg ný, af ár- gerð 1982 ekin 1400 kílómetra, er mikið skemmd. Á heimili bræðr- anna fundust svo stolnir munir. Að undanförnu hefur verið mikið um bílstuldi, og verður aldrei ofbrýnt fyrir bifreiðaeigendum að ganga tryggilega frá bifreiðum sínum, þannig að óvelkomnir öku- menn komist ekki í þá. Að skilja eftir ólæstan bíl, að ekki sé talað um lyklana í honum, er sama og bjóða þjófum heim eins og reynsl- an hefur sýnt að undanförnu. ör fjölgun hestamanna héldi áfram liðu ekki mörg ár þar til svæðið yrði of lítið. Hugmyndin er sú sagði hann, að fólk geti stundað hesta- mennsku innan dyra, ekki síst börn og e.t..v. lasburða fólk hvernig sem viðraði og þarna mætti einnig hafa námskeið. Hér væri þó aðeins verið að leita hófanna hjá borgarráði og ákvarðanir yrðu teknar í framhaldi af umsögn þess. Fákur leitar hófanna um byggingu reiðhallar Leiklistarráð um Þjóðleikhússkýrsluna: Niðurstöður takmarkaðar, oft barnalegar og rangar Verður vonandi víti til varnaðar Morgunbladinu hefur borist eft- irfarandi greinargerð frá Leiklist- arráði, þar sem harðlega er gagn- rýnd nýleg skýrsla Ríkisendur skoðunar um stjórnsýslu í Þjóð- leikhúsinu og fleira: „Leiklistarráð hefur á fundi sínum 12. desember sl. falið framkvæmdastjórn ráðsins að gera athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórn- sýslu í Þjóðleikhúsinu. Að mati framkvæmdastjórn- arinnar er tilgangslaust að gera stjórnsýsluathugun á listrænni menningarstofnun eins og Þjóð- leikhúsinu án þess að í hendur haldist sérþekking á listrænu eðli starfseminnar og lærdómur á sviði stjórnsýslu. Skýrslan hlýtur að vera mark- laus a.m.k. í augum leiklistar- fólks, ef skilning og þekkingu vantar á því hvernig listrænar og menningarlegar frumforsendur starfsins móta alla þætti þess. Því miður hefur verið lagt í þessa athugun og skýrslugerð án þess að höfundar hefðu nokkra sér- þekkingu á sviði leiklistar og því verða niðurstöður skýrslunnar í besta falli takmarkaðar, oft barnalegar og jafnvel beinlínis rangar. Engu að síður freistast höf- undar til að leggja listrænt mat á starfsemi Þjóðleikhússins; talað er um vont verkefnaval, reynt að túlka sveiflur í aðsókn þessu til sönnunar, lagt er mat á störf leikstjóra, listræn sjónarmið tal- in sitja um of í fyrirrúmi í leik- myndagerð, stungið uppá að leik- ari taki að sér i hálfu starfi að gegna stöðu bókmennta- og leik- listarráðunauts o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv. Ennfremur er að finna í skýrslunni ýmsar fljótfærnisleg- ar ályktanir um störf núverandi þjóðleikhússtjóra, sem rýra gildi skýrslunnar. Harma ber að skýrsla sem þessi skuli hafa komist í hendur fjölmiðla. Þau blaðaskrif, sem af því hafa leitt, geta valdið ósanngjarnri tortryggni almenn- ings í garð leiklistarstarfsemi í landinu. Framkvæmdastjórn leiklist- arráðs varar við því að svo gölluð skýrsla verði lögð til grundvallar ákvarðana í hinum ýmsu deild- um stjórnkerfisins og biður a.m.k. um að athugasemdum leiklistarráðs verði dreift til allra þeirra er fengið hafa skýrsluna í hendur eða fjalla með nokkrum hætti um hana. Árangur þessarar skýrslu verður Ríkisendurskoðun von- andi víti til varnaðar, þannig að þess verði gætt í framtíðinni að úttekt á starfsemi menningar- stofnana sé ekki gerð á þennan hátt heldur unnin í samvinnu við sérfræðinga á viðkomandi sviði. Leiklistarráð vekur athygli á hlutverki sínu samkvæmt leik- listarlögum og lýsir sig reiðubúið til að vera Ríkisendurskoðun til ráðuneytis í leiklistarmálum." Ert þú: • einn þeirra, sem vegna stööugs tímahraks hef- ur ekki nægan tíma til nauðsynlegs lesturs? • einn þeirra, sem vegna starfs eöa náms þarft aö lesa mjög mikið? • sért þú einn þeirra, þá átt þú erindi á hraö- lestrarnámskeiö. • Næsta námskeið hefst 1. febrúar nk. Skráning í síma 16258 í kvöld og næstu kvöld kl. 20.00—22.00. Hraðlestraskólinn. HEL0 SAUNA Höfum ávallt fyrirliggjandi saunaofna og klefa á mjög hagstæöu verði. Benco, Bolholti 4, sími 21945 Konur i stjorn- unarstörfum Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiðs sem nefnist Konur í stjórnunarstörfum og verður það haldið í Kristalssal Hótels Loftleiöa dagana 8., 9. og 10. febrúar nk. kl. 09—17 hvern dag. Markmiö þessa námskeiös er að ræöa stööu kvenna í stjórnunarstörfum og kenna hvernig þær geta beitt viöur- kenndum stjórnunaraöferöum til aö ná sem bestum ár- angri í starfi. Á námskeiðinu veröur gefiö almennt yfirlit um stjórnun, skipulagningu, áætlanagerö, starfsmannahald og önnur störf stjórnenda. Námskeiö þetta er eitt af reglubundnum námskeiöum AMR-lnternational og nefnist á ensku „Management Skills and Techniques for Women in Business". Leiöbein- andi verður Leila Wendelken, en hún starfar sem fram- kvæmdastjóri eigin ráögjafafyrirtækis í Kaliforníu. Námskeiöið er ætlaö konum sem hafa meö höndum stjórnunarstörf innan fyrirtækja, stofnana eða félaga- samtaka. Þátttaka tílkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. SUÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.