Morgunblaðið - 21.01.1982, Síða 32

Morgunblaðið - 21.01.1982, Síða 32
32 MORGUNfiLAÍMÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 ' r- '■ > VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón Sighvatur Blöndahl Hampiðjan: Sala fyrirtækisins jókst um 12% 1981 Heildarútflutningurinn dróst saman um 12% janúar—nóvember 1981: Útflutningur á iðnaðar- vörum dróst saman um 5% SALA Hampiðjunnar á síðasta ári var um 67 milljónir króna, eða um 72% meiri, en árið á undan. í tonn- um talið jókst salan hins vegar um — Þá aukningu má nær að hálfu rekja til aukins útflutnings, en að öðru leyti hefur sala á vertíð- artógi og fiskilínu innanlands stað- ið undir henni. Skipting heildarveltu fyrir- tækisins er þannig, að um 49% er sala á garni, línu og köðlum, 42% trollnet og mottur og 9% plast- rör. Um 20% veltunnar fer til út- flutnings, mest net og netagarn, en einnig kaðlar og fer hlutur þeirra vaxandi. Nýbygging fyrirtækisins við Bíidshöfða var að fullu tekin í notkun í apríl á sl. ári, þegar netahnýtingardeild flutti úr hús- næðinu við Stakkholt í hinn nýja 1600 fermetra sal á annarri hæð byggingarinnar, en röradeild hafði þá þegar tekið til starfa á neðri hæðinni. SI. sumar og haust var síðan gengið frá í kringum húsið um 2000 fermetra lagersvæði og bílaplan malbikað og lagt í það snjóbræðslukerfi. Fjárfestingar í vélum urðu litl- ar á árinu 1981, enda vélakaup mikil á seinni hluta ársins 1980. Helzt er að nefna, að í árslok voru fest kaup á netahnýtingar- vél frá hnýtingarverksmiðju í Kanada, sem hætti rekstri. Um 8% samdráttur hjá ÍSAL, en 28% aukning hjá ÍSJÁ HEILDARÚTFLUTNINGUR landsnianna dróst saman um 12% fyrstu ellefu mánuði ársins 1981, en verðmætaaukningin á þessu tímabili var í kringum 48%, samkvæmt yfirliti Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Alls voru flutt út liðlega 570 þúsund tonn fyrstu ellefu mánuði sl. árs, samanborið við tæplega 644 þúsund tonn á sama tímabili árið 1980. Verðmæti útflutningsins í fyrra var tæplega 5,66 milljarðar króna, samanborið við 3.815 milljarð króna árið 1980. Á þessu ellefu mánaða tímabili við liðlega 505,6 milljónir króna ár- dróst hins vegar útflutningur iðn- aðarvara saman um 5% í magni talið, en verðmætaaukningin á þessu tímabili var um 30%. Alls voru flutt út liðlega 152,6 þúsund tonn af iðnvarningi fyrstu ellefu mánuðina í fyrra, samanborið við tæplega 159,2 þúsund tonn á sama tíma árið 1980. Verðmæti iðnaðar- vöruútflutningsins á sl. ári var 1.150 milljarðar króna, samanborið við 886 milljónir króna á sama tímabili 1980. Fyrstu ellefu mánuðina voru flutt út liðlega 58,8 þúsund tonn af áli og álmelmi, samanborið við lið- lega 63,5 þúsund tonn árið 1980, en það þýðir um 8% samdrátt. Verð- mætaaukningin var hins vegar að- eins um 16% fyrstu ellefu mánuð- ina í fyrra, en þá nam verðmæti ál og álmelmisútflutningsins tæplega 586 milljónum króna, samanborið ið 1980. Á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs jókst útflutningur ullarvara um í námunda við 7%, og verð- mætaaukningin var um 57%. Alls voru flutt úr 1410,7 tonn af ullar- vörum á sl. ári, samanborið við 1313,9 tonn árið 1980. Verðmæti út- flutningsins í fyrra var 225,4 millj- ónir króna, samanborið við 143,6 milljónir króna árið þar á undan. Um 28% aukning var á kísil- járnsútflutningi á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs, en þá voru flutt út liðlega 29 þúsund tonn, samanborið við liðlega 22,6 þúsund tonn árið 1980. Verðmætaaukning- in fyrstu ellefu mánuðina í fyrra var í kringum 60%, en heildarverð- mæti kísiljárnsútflutningsins i fyrra var tæplega 113 milljónir króna, samanborið við liðlega 70,8 milljónir króna á árinu 1980. Útflutningur á skinnavörum jókst um 27% fyrstu ellefu mánuð- ina í fyrra, en alls voru flutt ut liðlega 29,5 þúsund tonn af skinna- vöru á fyrstu ellefu mánuðunum í fyrra, samanborið við tæplega 23,3 þúsund tonn á sama tímabili árið 1980. Verðmætaaukning fyrstu ell- efu mánuðina í fyrra var liðlega 43%, en heildarverðmæti útflutn- ings skinnavara í fyrra var liðlega 186,3 milljónir króna, samanborið við liðlega 129,7 milljónir króna á árinu 1980. Þá má geta þess, að útflutningur á kísilgúr jókst um 11% fyrstu ell- efu mánuðina 1981, en alls voru flutt út tæplega 18,2 þúsund tonn, samanborið við 16,4 þúsund tonn á árinu 1980. Verðmætaaukningin varð um 50% fyrstu ellefu mánuð- ina, en heildarverðmæti útflutn- ings á kísilgúr fyrstu ellefu mánuð- ina 1981 var liðlega 30,7 milljónir króna, samanborið við tæplega 20,4 milljónir króna á sama tíma árið 1980. Hafskip opnar fjórar eigin svæðisskrifstofur erlendis Félagið er nú med 7—8 skip í rekstri að staðaldri MIKILI. uppgangur hefur verið hjá Hafskip hf. á undanförnum misserum og er nú svo komið, að félagið er með 7—8 skip að staðaldri í siglingum milli íslands og Evrópu og Bandaríkjanna. í sumar sem leið var svo tekin ákvörð- un um það af stjórnendum fyrirtækisins, að gera allsherjarúttekt á erlendri starfsemi fyrirtækisins. Úttektin hefur verið unnin undir forystu annars framkvæmdastjóra félagsins, Björgólfs Guðmundssonar, og í henni hafa tekið þátt þeir Guðmundur Baldur Sigurgeirsson í Þýzkalandi og Baldvin BErndsen í Bandaríkjunum, ásamt ýmsum erlendum ráðgjöfum. Ég ræddi fyrir skömmu við framkvæmdastjóra félagsins, Björgólf Guðmundsson og Ragnar Kjartansson, og spurði þá fyrst hver tilgangurinn hefði verið með þessari úttekt. Aukin þjón- usta við mat- vælaiðnaðinn SÍVAXANDI eftirspurn er eftir þjónustu Iðntæknistofnunar ís- lands við efna- og matvælaiðnað og er í því sambandi fyrirhugað, að auka mannafla efnaiðnaðar- deildar á þessu ári, m.a. fá til starfa matvælaefnafræðing. Þess- ar upplýsingar koma fram í fréttabréfi Iðntæknistofnunar. — Deildin vinnur nú að þróun- arverkefni fyrir sælgætisiðnaðinn, auk ýmissa verkefna fyrir fyrir- tæki í matvæla- og efnaiðnaði. Er þar aðallega um að ræða ráðgjöf í sambandi við nýjar tegundir og ný framleiðslukerfi, val véla, upp- skrifta og vörutegunda, segir ennfremur. Samdráttur í svissneskum iðnaði 1982 Samkvæmt spá svissneska bankans „Union Bank of Switzer- land“, mun eftirspurn eftir svissn- eskum iðnaðarvörum enn dragast saman á fyrsta ársfjórðungi árs- ins, en nokkur samdráttur var í eftirspurninni allt síðasta ár. — Hagfræðingar bankans segja, að vélaframleiðendur, úraiðnaður- inn og málmiðnaðarfyrirtækin eigi hvað mest undir högg að sækja á erlendum mörkuðum. Samkvæmt yfirliti bankans munu aðeins 25% svissneskra iðnfyrirtækja auka sölu sína á fyrsta ársfjórðungi ársins, þ.e. janúar-marz. — Tilgangurinn er nokkuð margþættur, en það má t.d nefna, að við viljum lækka kostnað við afgreiðslu og þjónustu við skip fé- lagsins erlendis. Við höfum áhuga á að lækka innanlandskostnað er- lendis fyrir viðskiptamenn félags- ins, þ.e. erlendan innanlands- kostnað í innkaupsverði vöru. Þá hefur félagið áhuga á að þjálfa ís- lendinga í störfum erlendis, sem færa aukna þekkingu og reynslu í flutningsmálum til landsins. Við viljum veita alhliða viðskipta- og upplýsingaþjónustu fyrir inn- og útflytjendur erlendis og loks má nefna, að við höfum áhuga á að athuga möguleika á flutningum milli hafna erlendis með skipum félagsins. Allt þetta teljum við okkur geta gert og á stjórnarfundi 14. janúar sl. var ákveðið að hefja lokaund- irbúning að opnun fjögurra svæð- isskrifstofa félagsins erlendis. Fyrsta skrifstofan verður opnuð innan tíðar í Bretlandi og aðrar verða í Skandinavíu, meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Við gerum ráð fyrir, að á hverri skrifstofu starfi um fimm manns og að forstöðumaður og hluti ann- ars starfsfólks verði Islendingar. Við erum sannfærðir um að rekstrarkostnaður þessara skrifstofa sé töluvert minni en fé- lagið greiðir til þeirra erlendu að- ila, sem sjá um þessa þjónustu í dag fyrir félagið, auk annarrar hagkvæmni sem vænst er af þess- um breytingum. Við teljum okkur ótvírætt ná betri tökum á þeirri þjónustu, sem við viljum veita með stofnun þess- ara svæðisskrifstofa félagsins. Það hefur alveg vantað að Islend- ingar sæju um sína hagsmuni sjálfir erlendis, auk þess sem við teljum alveg bráðnauðsynlegt, að starfsfólk okkar geti kynnzt starfseminni erlendis. Okkar stefna í því, er að geta sent okkar starfsmenn af aðalskrifstofu til starfa á þessum svæðisskrifstof- um til lengri eða skemmri tíma. Þá má ekki gleyma því, að talið er að 60% af kostnaði skipafélags- ins sé erlendur. Þá er talið að 10—20% af vöruverði erlendis sé flutningskostnaður frá framleið- anda til skips, og hefur þessi flutningskostnaður hækkað til muna hin síðari ár. Við höfum áhuga á að koma inn í keðjuna, þ.e. taka við vörunni fyrr. Með eig- in skrifstofum gætum við leitað tilboða í þessa flutninga frá verk- smiðju til skips fyrir viðskiptavini okkar. Þannig myndu háar fjár- hæðir sparast, sögðu þeir félagar Björgólfur og Ragnar. Hafskip er með fjórar megin línur, þ.e. Norðursjávarlínuna, Skandinavíulínuna, Eystrasalts- línuna og ferðir til Bandaríkj- anna. Skip félagsins koma einu sinni í viku til Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Halmstad og Fred- riksstad í Skandinavíu, Hamborg- ar, Rotterdam, Antwerpen og Ipswich í Norðursjó og síðan á þriggja vikna fresti til Helsing- fors og Gdynia í Eystrasalti og New York og Norfolk í Bandaríkj- unum. Félagið á í dag fjögur skip, Selá, Langá, Skaftá og Laxá, en er auk þess með 3—4 skip á leigu að staðaidri. Björgólfur Guðmundsson, sem hefur verið staðsettur að meira eða minna leyti erlendis í vetur fer nú utan að nýju og mun undirbúa stofnun framangreindra svæðis- skrifstofa og mun byrja í Bret- landi. Hjá Hafskip störfuðu tæplega 300 manns á síðasta ári og hafa starfsmenn ekki í annan tíma ver- ið fleiri. Aðalskrifstofur félagsins eru í Hafnarhúsinu í gömlu höfn- inni, en í henni er aðalathafna- svæði félagsins. Framkvæmdastjórar Hafakips, f.v. Ragnar Kjartansson og Björgólfur Guð- mundsson. Ljrámrnd. Mbl. ÓI.K.M. Annað tveggja fjölhæfniskipa félagsins, en félagið hafði þau á leigu um nokkurt skeið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.