Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 33 Gunnar Snorrason, t.h. afhendir Stefáni Sigurðssyni, fyrrverandi kaupmanni í Stebbabúð gullmerki Kaupmannasamtaka fslands. Gunnar Snorrason, formaður KÍ, t.v. Stefán Sigurdsson, fyrrverandi kaup- maður í Stebbabúð, hinn nýi gullmerkishafi félagsins og Magnús E. Finns- son, framkvsmdastjóri KÍ. Kaupmannafélag Hafnarfjarðar, elzta kaupmannafélag landsins, 60 ára: Mestöll hagsmunamál stéttarinnar hvíldu á félaginu um nokkurt skeið — þar sem engin heildarsamtök smásölukaupmanna voru þá starfandi KAUPMANNAFÉLAG Hafnarfjarðar var stofnað 22. april 1921, af 13 kaupsýslumönnum í Hafnarfirði og var Ólafur Böðvarsson síðar sparisjóðsstjóri í Hafnarfirði fyrsti formaður þess. Félagið lét þá þegar mörg hagsmunamál bæjarbúa og kaupmanna til sín taka, sagði Marías Sveinsson, formaður Kaupmannafélags Hafnarfjarðar, m.a. í ávarpi sínu, þegar þess var minnst fyrir nokkru, að 60 ár voru liðin frá stofnun félagsins. — Það kom t.d. á reglum um lokun sölubúða í Hafnarfirði. Einnig gekkst það fyrir og samdi um bættar skipasamgöngur til bæjarins, það annaðist ýmsar samningagerðir fyir félagsmenn, bæði við heildsala og banka. Fé- lagið beitti sér fyrir, að fá stofnað útibú frá Landsbanka íslands í Hafnarfirði, sem síðar varð Spari- sjóður Hafnarfjarðar. Það annað- ist stundum sameiginleg innkaup á vissum vörum fyrir félagsmenn sína, það stofnaði styrktar og ekknasjóð. Þá má geta þess að fé- lagið stóð fyrir stofnun Kaffi- brennslu Hafnarfjarðar og það beitti sér fyrir jarðabótum. Á framansögðu sézt, að félagið lét mörg og margvísleg málefni til sín taka þegar í upphafi. Endurvakið 1928 Nokkur lægð var í starfi félags- ins um tíma, en það var svo endur- vakið á fundi árið 1928 og sátu þann fund 12 kaupmenn. Olafur H. Jónsson var þá kjörinn formað- ur félagsins. Hann var formaður um nokkurt skeið eða þar til Gísli Gunnarsson tók við og var í for- mannsstóli í ein 20 ár. Við for- mennsku af honum tók svo Ólafur H. Jónsson að nyju og var formað- ur til ársins 1956. Þessi tveir menn Ólafur og Gísli unnu mikið og gott starf fyrir félagið og um leið hafn- firzka kaupmenn. Lengst af þeim tíma, sem þeir störfuðu voru engin heildarsamtök smásölukaup- manna til í landinu og þar af leið- andi hvíldu mest öll hagsmunamál stéttarinnar á félagsstjórninni. Þetta breyttist að sjálfsögðu þeg- ar Kaupmannasamtök íslands voru stofnuð. Síðan að Ólafur hætti for- mennsku í félaginu hafa verið fimm formenn, þeir Stefán Sig- urðsson, Jón Mathiesen, Elís Árnason, Guðmundur Guð- mundsson og núverandi formaður, sem er undirritaður, sagði Marías Sveinsson, formaður Kaupmanna- félags Hafnarfjarðar að síðustu. Bær verzlunar og viðskipta — Hafnarfjörður hefur verið bær verzlunar og viðskipta frá fyrstu tíð. Á sínum tíma var hann mikið stærri, sem slíkur en Reykjavík, sagði Gunnar Snorra- son, formaður Kaupmannasam- taka íslands, m.a. í ávarpi sínu í tilefni afmælisins. — Hafnarfjörður var ensk Noregur: Spá \% samdrætti í þjóðarframleiðslu NORÐMENN reikna með, að heild- arþjóðarframleiðsla þeirra dragist saman um í námunda við 1% á yfir standandi ári, en hins vegar muni iðnaðarframleiðsla aukast um í kringum '/?%. Útflutningur Norðmanna dróst saman um 3% á sl. ári og búizt er við að hann muni enn dragast saman um í kringum \% á yfirstandandi ári. Greiðslujöfnuður Norðmanna við útlönd var á sl. ári hagstæður um 1700 milljónir dollara, eða í námunda við 16 milljarða ís- lenzkra króna, en hins vegar spá hagfræðingar Félags norskra iðnrekenda því, að greiðslujöfnuð- urinn verði óhagstæður um í ná- munda við 500 milljónir dollar á yfirstandandi ári, eða um 4,7% milljarða íslenzkra króna. Iðnaðarframleiðsla í Noregi dróst saman um 1,5% á sl. ári, en mun ef að líkum lætur aukast um % % á þessu ári eins og áður sagði. Hagvöxtur varð ekki nema 0,25% í Noregi á sl. ári og á þessu ári er því spáð, að hann verði neiðkvæð- ur um 1%. Hagfræðingar iðnrekenda spá því, að fjárfesting í iðnaði muni dragast saman um 15% á þessu ári. Innflutningur stóð nokkurn veg- inn í stað milli áranna 1980 og 1981, en hins vegar er því spáð, að hann muni aukast um 7% á þessu ári. Einkaneyzla jókst um 1,5% á sl. ári og því er spáð, að hún muni aukast svipað á þessu ári. verzlunarhöfn í byrjun 15. aldar, en í lok aldarinnar verður hann Hansakaupstaður eftir að Þjóð- verjar höfðu sigrað Breta í sjóor- ustu á Hafnarfirði og var hann aðaihöfn þeirra alla 16. öldina. í byrjun 17. aldar lauk tímabili þýzkra kaupmanna í Hafnarfirði, þegar einokun danskra kaup- manna hófst á íslandi. Hafnar- fjörður varð þá dönsk verzlunar- höfn og var það um langt skeið. Danakonungur hætti verzlun í Hafnarfirði árið 1787 og tóku þá við sem fastakaupmenn ýmsir Danir, en einnig verzluðu þar lausakaupmenn, sagði Gunnar Snorrason. Lausakaupmenn — Verzlun lausakaupmanna varð landsmönnum til hagræðis, en að henni varð þó skammgóður vermir, því hún varð fljótlega bönnuð. Tveir siðustu lausakaup- mennirnir í Hafnarfirði, sem höfðu verzlað á Langeyri voru reknir þaðan 1793. Bjarni Sívertsen Þá kom til sögunnar íslenzkur maður Bjarni Sigurðsson frá Nesi í Selvogi. Hann sigldi til Kaup- mannahafnar árið 1793 og fékk verzlunarleyfi og fjármagn til þess að geta byrjað að verzla í Hafnarfirði, en þegar hann hóf að verzla, var verzlun í kaldakoli. Um þetta leyti breytti Bjarni nafni sínu og kallaði sig Sívertsen. Er skemmst frá því að segja, að þessi Kaupmannahafnarför Bjarna varð upphafið að stórbrotnu lífs- starfi hans. Auk þess að verzla í Hafnarfirði verzlaði hann einnig í Reykjavík. Hann réðst einnig í að koma sér upp skipasmíðastöð í Hafnarfirði og þegar mest var átti Heildarflutningar SAS drógust saman um \% fyrir reiknisárið 1980—1981, sem endaði 30. sept- etnber 1981, en samkvæmt spá fé- lagsins aukast flutningar þess um :2% fyrir reiknisárið 1981—1982, sem endar 30. september nk. Forsvarsmenn SAS segja aðal- ástæðuna fyrir þessum samdrætti á síðasta ári vera efnahagsástandið í hann 10 haffær skip, sem hann hafði í siglingum til annarra landa og það meira að segja til Miðjarðarhafslanda. Þess má geta að Bjarni var sæmdur riddara- krossi af Danakonungi árið 1812, en hann andaðist árið 1833. Knudtzonverslun Árið 1835 keytpi Knudtzon allar verzlunarfasteignir af dánarbúi Bjarna Sívertsen, og stóð Knudt- zonverzlun með blóma fram undir aldamótin 1900. Um síðustu aldamót voru engar götur til í Hafnarfirði. Þar voru bara göngustígar og götuslóðir. Helztu verzlanirnar voru þá: Ein- ar Þorgilsson á Óseyri, nokkru vestar Sigfús Bergmann & Co, Linnetverzlun J.P.T. Bryde og verzlunin Edinborg, sem Ágúst Flygering átti, sagði Gunnar Snorrason ennfremur. Stefán Sigurdsson sæmdur gullmerki Þá kom fram í máli Gunnars, að VIÐ ATHUGUN á skiptingu gjald- eyrisöflunar landsmanna kemur í Ijós, að árið 1980 kom um 76,6% gjaldeyris inn vegna „vara“, sjávar afurða, iðnaðarvara, landbúnaðar vara og annarra vara, og um 23,3% vegna þjónustugreina, s.s. sam- gangna, vegna Varnarliðsins, ferða- laga, trygginga, vaxta og fieira. Þetta sama hlutfall var árið 1979 72,2% vegna ýmiskonar vöru- heiminum og þá alveg sérstaklega á mörkuðum félagsins í Evrópu og Bandaríkjunum. Félagið flutti alls 8.413.000 far- þega á síðasta reiknisári, en það er um 20.000 farþegum minna en árið áður. Nýtnistuðull félagsins var á þessu síðasta reiknisári í kringum 60,9%, þ.a. nýtnin í hverri ferð. Þar er um 1,5% betri árangur að ræða heldur en á árinu á undan. Marías Sveinsson, formaður Kaup- mannafélags Hafnarfjarðar flytur ávarp sitt. einn hafnfirzkur kaupmaður hafi verið sæmdur gullmerki Kaup- mannasamtaka Islands, en það var Jón heitinn Mathiesen, sem sat lengi í fulltrúaráði og fram- kvæmdastjórn samtakanna. — Stefán Sigurðsson fyrrverandi kaupmaður í Stebbabúð sat einnig lengi í fulltrúaráði og fram- kvæmdastjórn samtakanna og var gjaldkeri þeirra um árabil. Um leið og ég þakka Stefáni á þessum tímamótum Kaupmannafélags Hafnarfjarðar, gott starf í þágu Kaupmannasamtaka íslands, vil ég biðja hann að veita viðtöku gullmerki samtakanna, sem orðu- nefnd og framkvæmdastjórn voru sammála um að veita honum við þetta tækifæri, sagði Gunnar Snorrason, formaður Kaup- mannasamtaka íslands að síðustu. útflutnings og 27,8% vegna þjón- ustugreina. Árið 1970 var hlutfall- ið 61% vegna ýmis konar vöruút- flutnings og 39% vegna þjónustu- greina. Af einstökum greinum aflar sjávarútvegur mests gjaldeyris, eða 57,5% hans á árinu 1980. Næstur kemur iðnaðurinn með um 16,6% þá samgöngur með um 10,7%. Vöruflutningar félagsins dróg- ust hins vegar nokkuð saman og J>eir þe.ss fyrst og fremst vald- ancíi, aft um samdrátt er að ræða í heildina. Á yfirstandandi ári gerir félagið ráð fyrir 2% aukningu eins og áð- ur sagði og búizt er við, að stærst- ur hluti hennar verði á leiðum innan Evrópu. Um 57,5% gjaldeyrisöfl- unar vegna sjávarútvegs Um 1% samdráttur hjá SAS 1980—1981: Reikna með 2% aukningu á tímabilinu 1981—1982

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.