Morgunblaðið - 21.01.1982, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982
39
félk f
fréttum
+ Hún gæti verið úr ævintýra-
landi þessi íshöll í Chicago, en
þar hefur verið undanfarið yfir
þrjátíu gráðu frost. Húsið tók á
sig þessa mynd, eftir að kviknaði
í því og slökkviliðsmenn mættu
með slöngur sínar og slökktu
eldinn. Þennan dag sem myndin
var tekin, var 32 gráðu frost í
Chicago og strekkings vindur
þar að auki og töldu veðurfræð-
ingar að kuldinn væri í rauninni
63 gráðu frost. Þrír létust vegna
kuldans þennan dag í Chicago. Á
Englandi var víðast hvar yfir
tuttugu gráðu frost þennan dag
og kalt um alla Evrópu — en
hinu megin^á hnettinum var dá-
lítið hlýrra: Það var 40 gráðu
hiti í Melbourne í Ástralíu ...
13 ára stúlku
misþyrmt af
skólasystr-
um sínum
+ Francescu Shone, fallegri 13 ára
gamalli stúlku, var misþyrmt illi-
lega af skólasystrum sínum fyrir
skömmu í Englandi. Hún var á
leið heim úr skólanum, þegar sex
stúlkur á fimmtánda ári réðust að
henni og slógu hana og spörkuðu í
hana miskunnarlaust, svo hún
missti meðvitund og féll í snævi
þakta jörðina, en stúlkurnar
spörkuðu í hana og trömpuðu á
henni góða stund eftir það. Loks
rann af þeim æðið og villimennsk-
unni lauk, en þær skildu Franc-
escu eftir liggjandi í blóði sínu.
Hún fannst skömmu síðar fyrir
tilviljun og liggur nú á sjúkrahúsi
með ýmsa alvarlega áverka. At-
burður þessi vakti óhug manna í
Coventry, þar sem hann átti sér
stað. Francesca lá meðvitundar-
laus í þrjár klukkustundir og móð-
ir hennar sagði: „Það er hreint
ótrúlegt að svo ungar stúlkur skuli
eiga til slíkan hrottaskap. Barnið
var þannig útleikið, að það var
greinilegt að þær höfðu sparkað í
hana miskunnarlaust þar sem hún
lá meðvitundarlaus á jörðinni.
Francesca verður lengi að jafna
sig eftir þessa villimennsku."
Lögreglan hefur nú málið til
meðferðar, en líklegt þykir að rifr-
ildi í leikfimitíma hafi verið
kveikjan að þessum hrottaskap.
Diana
+ Slúðurdálkahöfundum í enskum
blöðum þykir sem prinsessa
þeirra, hún Díana, sé nú öll sett-
legri í framkomu eftir brúðkaupið,
heldur en í tilhugalífinu, og ætti
það nú ekki að koma á óvart. Þess-
ar tvær myndir birtu þeir því til
sönnunar og myndatextinn var:
„Febrúar — Trúlofunin opinberuð.
Núna — hvílík breyting!"
+ Fyrir 25 árum var Ivan Blatny vel þekkt skáld í heima-
landi sínu, Tékkóslóvakíu. Hann var af kynslóð frábærra
tékkneskra skálda, ljóðrænna og surrealískra, sem Stalín-
isminn bældi niður og árið 1948 flúði Blatny til Englands.
Flestir tékkneskir rithöfunduar héldu að Blatny væri löngu
látinn — en nú er karl fundinn á sálsýkisspítala í Ipswich
og yrkir hann enn.
Það var ensk hjúkrunarkona sem komst að uppruna
hans, en hún hafði haft kynni af honum í nokkur ár.
Frances Meacham heitir hún, nú sest í heilgan stein, og
heimsækir hún Blatny reglulega á spítalann og fyrir til-
stuðlan hennar var honum útveguð vinnuaðstaða þar og
ritvél. Blatny hefu” farið hirðuleysislega með verk sín og
hjúkrunarfólkið kastaði jafnan þessum blaðsneplum sem
hann skildi eftir sig og hann virtist ekki kæra sig um að
bjarga þeim. En engu að síður hefur kanadískt bókaforlag
nýlega gefið út nokkur ljóð Blatnys og önnur bók mun vera
á leiðinni.
Tékkneski skáldsagnahöfundurinn, Milan Kundera,
sagði, er hann sá þessi nýju ljóð: „Ivan Blatny var einn
hinna mestu. Og það leiftrar enn af snilld hans í mörgum
þessara ljóða."
Ljósaperur
lUlli Þeimgeturðu
I • ■ treyst
Einkaumboð á íslandi
SEGULLHF. Nýlendugötu 26
N-
N.
'sh
CT)
CTj
O
CD
O
oo
Sinfóníuhljómsveit Islands
Sala og endurnýjun
áskriftarskírteina
síðara misseris þessa starfsárs er hafin á
skrifstofu hljómsveitarinnar, Lindargötu
9A, (Edduhúsinu), sími 22310.
Áskrifendur hafa forkaupsrétt að skírtein-
um sínum til og með 1. febrúar nk.
Sinfóníuhljómsveit Islands
Vetrarhvítt
Laugalæk, sími 33755.