Morgunblaðið - 26.01.1982, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.01.1982, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 11 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir á föstudaginn næsta nýjasta leik- rit breska leikskáldsins Peter Shaffers, Amadeus. Segir þar frá samskiptum tveggja tón- skálda, Antonio Salieris og Wolfgang Amadeus Mozarts. Leikstjóri er Helgi Skúlason, leikmynd og búningar eru eftir Björn G. Björnsson, lýsingu annast Arni Baldvinsson og Þorkell Sigurbjörnsson hefur unnið hljóðband með tónlist eftir Mozart og Salieri. Þýðing verksins var í höndum Katrínar Fjeldsted og Valgarðs Egils- sonar. LjÓNm. ÓLK.M. Heigi Skúlason leikstjóri og Sveinn Einarsson Þjóóleikhússtjóri. Þjóðleikhúsið: Leikrit um Mozart og Salieri verður frumsýnt á föstudaginn Á fundi með fréttamönnum kynntu forráðamenn leik- hússins verkið og sögðu það hafa hlotið mikla frægð og vinsældir um allan hinn vest- ræna heim sl. ár. Hefur það verið sýnt í Evrópu og Amer- íku og gengur enn í London og New York. Það var frumsýnt í London 1979 og kosið besta nýja leikritið í Bretlandi það ár. Tvö fyrri leikrit Peters Shaffers hafa aflað honum verðlauna og viðurkenninga, „Equus", sem LR hefur sýnt hérlendis, og „The Royal Hunt of the Sun“. Annað verk Shaffers hefur LR sýnt, Svarta kómedíu, og Ferða- leikhúsið sýndi fyrir allmörg- um árum tvo einþáttunga hans. I leikriti Shaffers rekur Salieri, sem var eitt þekkt- asta tónskáld samtíðar sinn- ar og hirðskáld Austurríkis- keisara, sögu samskipta sinna og Mozarts, sem lést 35 ára að aldri og komst þá fljótlega upp sá kvittur að Salieri hefði byrlað honum eitur. Ekkert mun hafa sannast né afsann- ast, en leikrit Shaffers er eins konar játning Salieris. Róbert Arnfinnsson leikur Salieri og er það hlutverk mjög viðamikið, eitt stærsta hlutverk Róberts. Sigurður Sigurjónsson leikur Mozart og Guðlaug María Bjarna- dóttir Konstönsu, eiginkonu Mozarts. Alls eru hlutverkin 16, en að öllum aukahlutverk- um meðtöldum koma alls 30 leikarar fram í sýningunni. Athugasemd Eftir Siguró E. Haral dsson í Morgunblaðinu í dag gerir for- stjóri Strætisvagna Reykjavíkur, hr. Eiríkur Ásgeirsson, ummæli mín á fundi, sem boðað var til að frumkvæði Kaupmannasamtaka Islands, að umræðuefni. I frásögn af fundinum gætir nokkurrar ónákvæmni, þegar sagt er að ég hafi framkvæmt þær tímamæl- ingar, sem ég ræddi á fundinum. Ég sagði að einstakir kaupmenn hefðu gert athuganir á því, hvað vagnarnir væru lengi niður Laugaveginn. Auk þess hefðu Kaupmannasamtökin fengið til þess menn og sú tímataka átt sér stað, þegar hvað mest umferð var um götuna. I þessar heimildir vitnaði ég og í því sambandi sagði ég, og get endurtekið hér, að ég áliti ummæli forstjóra SVR um tímalengd 10—20 mín. ámælis- verð, svo ekki væri fastara að orði kveðið. Auðvitað á ekki að þurfa að deilá um þessa hluti, auðvelt er að fá hlutlausan aðila til að ganga úr skugga um, hvað rétt er. Það virð- ist sjálfsagt að gera það. Þá fæst úr því skorið, hvort tölurnar 8—11 mín. sem ég nefndi eða 10—20 mín., sem Eiríkur Ásgeirsson læt- ur hafa eftir sér, eru nær lagi. Þrautalendingin gæti orðið sú, að við Eiríkur fengjum okkur frí í vinnunni einn dag og gerðum sjálfir þessar athuganir. Úrsmiðir við Laugaveginn myndu efalaust lána okkur skeiðklukkur, þannig að slík lausn gæti vel leitt menn í einhvern sannleika. Að lokum vildi ég beina tveim spurningum til forstjóra SVR: Hvaða rök liggja til þess að um helgar renna þeir vagnar fjórir að tölu, sem aka Laugaveginn, í einni halarófu niður götuna á hálfrar klukkustundar fresti? Frá hvað tíma er leiðakerfi SVR, sem tímamælingar á ein- stökum eru miðaðar við? Hvað hefur bifreiðum í borginni fjölgað mikið frá þeim tíma. 23. ian. 1982. Sigurður E. Haraldsson Konur f meirihluta á Grund á liðnu ári í fréttatilkynningu frá Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund kemur fram að af vistmönnum þar í fyrra voru konur þrisvar sinnum fleiri en karlar. í byrjun síðasta árs voru vistmenn 314, þar af 229 konur og 85 karlar, en í árslok voru vistmenn 306, 231 kona og 75 karlar. Á árinu komu 116 nýir vistmenn, 82 konur og 34 karlar, 29 konur og 17 karlar fóru af vistheimilinu á árinu eða alls 46. Þeir sem létust voru alls 78, þar af 51 kona og 27 karlar. Á Dvalarheimilinu Ási, Ásb- yrgi, var skipting milli kynja nokkur jöfn, í ársbyrjun voru þar 91 kona og 95 karlar, eða 186 ein- staklingar og í árslok voru vist- menn 155, 76 konur ðg 79 karlar. Á árinu 48 nýir vistmenn, 75 fóru af heimilinu og 4 létust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.