Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 Portúgal: Tveim- ur Rúss- um vísað úr landi l.issaúon. 2."». janúar. Al'. SOVESKA sendirádið í Lissa- bon dró í dag í efa þær fullyrð- ingar portúgölsku stjórnarinn- ar, að tveir rússnesku sendi- ráðsmannanna hefðu „gengið lengra eh staða þeirra leyfði“, en þeim var vísað úr landi fyrir tveimur dögum af þeim sökum. I yfirlýsingu frá sendiráðinu sagði, að brottrekstur mannanna væri „ástæðulaus" og myndi skaða mjög samskipti þjóðanna, Sovét- manna og Portúgala. Portúgalska stjórnin hefur vísað samtals sjö Rússum úr landi síðustu tvö árin og hún hefur nú orðið til þess fyrst ríkisstjórna í NATO-ríki að fækka í starfsliði rússnesks sendiráðs eins og samþykkt var á utanríkis- ráðherrafundi handalagsins í Brússel fyrir skömmu. Ekki var þó vikið að Póllandi þegar greint var frá ástæðum brottrekstrarins að þessu sinni. I fyrri viku neitaði stjórnin að hleypa inn í landið sendinefnd háttsettra manna frá rússneska kommúnistaflokknum, sem port- úgalski kommúnistaflokkurinn hafði boðið til sín. ERLENT Hernaðarráðu- nautur veginn llernaðarráðunautur bandaríska sendiráðsins í París, ('harles Rob- ert Ray, var veginn fyrir utan heimili sitt í síðustu viku. Bana- maður hans komst undan. Hér breiða lögreglumenn teppi yfir lík- ið á morðstaðnum. Tekið á móti kistu (’harles Robert Rays á Andrews-herflugvellinum. Hermenn mynduðu heiðursvörð á flugvellinum og sveit hermanna bar kistuna úr flugvél í líkflutn- ingabfl. Rússneskir tæknimenn aftur til Egyptalands Kairo, 25. januar. Al*. EGYPSKA utanríkisráðu- neytið skýrði frá því í dag, að von væri á 66 sovéskum tæknifræðingum til Egypta- lands og virðist nú sem stjórnvöld vilji bæta sambúð- ina við Sovétríkin. Hún hefur verið afar stirð lengi eða síð- an Sadat heitinn vísaði úr ítalskir kommúnistar skammaðir í Prövdu Moskvu. Kóm. 25. janúar. Al'. PRAVDA, málgagn sovéska komm- únistaflokksins, réðist í dag mjög harkalega á forystumenn ítalska kommúnistaflokksins fyrir afstöðu til ástandsins í Póllandi og sagði, að þá greindi á við rússneska kommún- ista og handamenn þeirra í „öllum meiriháttar málum" og að þeir væru að bregðast óbreyttum flokksfélög- um með því að ausa Sovétríkin „óhróðri". Italski kommúnistaflokk- urinn vísaði í dag þessum ásökunum á bug. „Stórkostleg tíðindi berast okkur,“ sagði í Prövdu. „Leiðtogar ítalska kommúnistaflokksins tala fjálglega um friðarást sína á sama tíma og þeir úthrópa sjálfa brjóstvörn friðarins, Sovétríkin, og hina sósíölsku bandamenn þeirra, hinn sósíalska heim.“ Sagt var, að endurteknar yfirlýsingar ítalskra kommúnista á síðustu ár- um um sérstöðu í ýmsum málum, væru ekki til vitnis um annað en að þeir væru smám saman að fjar- lægjast „hinn marx-leníníska grundvöll". ítalski kommúnistaflokkurinn vísaði í dag á bug ásökunum Rússa og sagði í yfirlýsingu hans, að það væri „ekkert kommúnískt vatikan til og það getur enginn bannfært okkur“. „Herlögin í Póllandi eru ósamræmanleg hugsjónum okkar um lýðræði og sósiaiisma,“ sagði í yfirlýsingunni, sem talið er að Enrico Berlinguer, formaður kommúnistaflokksins, hafi sett saman að mestu. landi hundruðum rússneskra ráðgjafa. Tilkynnt var, að tæknifræð- ingarnir kæmu til starfa við Aswan-stífluna og nokkrar járn-, stál- og álbræðslur, sem reistar voru fyrir rússneskt fé á sjöunda áratugunum. Árið 1972 rak Sadat heitinn úr landi 700 rússneska ráðgjafa um iðnaðarmál, og 17.000 hernaðarráðgjafa og er það hald vestrænna sérfræðinga, að brotthvarf tæknimannanna hafi valdið Egyptum meiri erfiðleikum en þeir hafa viljað viðurkenna. Haft er eftir heimildum í Eg- yptalandi, að endurkoma rússn- esku tæknimannanna hafi ein- göngu verið ósk viðkomandi iðn- greina og að hún muni ekki hafa hin minnstu áhrif á vaxandi sam- starf Bandaríkjamanna og Eg- ypta. í viðtali, sem þýskt timarit hafði við Hosni Mubarak forseta og birt var í egypskum dagblöðum i gær, sunnudag, sagði hann, að Sovétmenn hefðu um ófyrirsjáan- lega framtíð engu hlutverki að gegna við lausn vandamálanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Njósnari í innsta hring kommúnista í Bretlandi hmdon, 25. janúar. AP. FIMMTÍU og fjögurra ára gömul brezk kona, Betty (lordon, laum- aði sér til áhrifa í æóstu stjórn hrezka kommúnistaflokksins fyrir brezku gagnnjósnaþjónustuna MI5 á árunum 1950 til 1960 og dvaldist eitt ár í Austur Þýzka- landi á vegum flokksins og njósn- aói fyrir Breta að sögn „Sunday Timcs“. Frú Gordon var ráðin ti) starfa hjá MI5 1949, þegar hún var 22 ára gömul og svaraði auglýsingu í The Times, þar sem sagði: „Velmenntaðar stúlkur óskast til starfa í London. Góðir framtíðarmöguleikar og mögu- leiki á starfi erlendis." Hún játaði í síðasta mánuði fyrir fyrrverandi vinum sínum í flokknum, þar á meðal háttsett- um flokksstarfsmönnum, að hún hefði njósnað um þá þar sem hún fyndi til „svo mikillar sekt- arkenndar“, að sögn blaðsins. „Ég hafði enga hugmynd um að hún væri í MI5,“ sagði Betty Reid, einn fyrsti félagi hennar og fulltrúi í framkvæmdastjórn flokksins. „Mér var talsvert hlýtt til Betty Gordon.“ „Hún vann ágætt starf fyrir okkur,“ sagði Clanmorris lávarð- ur, fyrrverandi starfsmaður MI5 og yfirmaður hennar. „Hún var flokksstarfsmaður í fullu starfi í aðalstöðvunum i London og hafði sambönd við öll kommún- istasendiráðin." Frú Gordon sagði að frú Reid hefði útvegað henni starf hjá flokksblaði í Austur-Berlin 1958. En eftir eitt ár „fór ég að missa kjarkinn", sagði hún, og hún sagði af sér þrátt fyrir mótbárur MI5. Á árunum 1950 til 1960 var hætta á undirróðri talin stafa frá brezka kommúnistaflokkn- um. Frú Gordon var ráðin þegar Clement Attlee forsætisráðherra hafði fyrirskipað algert eftirlit með flokknum 1949. Nú eru aðeins nokkur þúsund manns félagar í flokknum, sem hefur haft lítil áhrif á brezk stjórnmál og brezkt þjóðfélag. í stuttu máli Samsæri í Salisbury ('hilungwiza, /imhahwp. ROBERT Mugabe, forsæt- isráðherra Zimbabwe, segir að einn þingmanna Ian Smiths fyrrum forsætis- ráðherra, Stuttaford, hafi verið handtekinn fyrir sam- blástur með fyrrverandi skæruliðum um að steypa ríkisstjórninni. Minnst 11 aðrir hvítir menn hafa verið handteknir fyrir sömu sakir. Mugabe sagði Stuttaford hafa leitað eftir stuðningi byltingarhers Joshua Nkomo, ZIPRA. Fleiri verkföll hindon. BRKZKIR lestarstjórar hófu aftur vinnu í gær, mánudag, eftir verkfall sitt á sunnudag, hið fjórða síðan 13. janúar. Horfur eru á fleiri verkfallsað- gerðum brezkra lestarstjóra. Óvelkomnir Sanliafo. JAIME ('astillo, forseti mannréttindanefndar Chile, sem var rekinn úr landi í ág- úst, og tveir aðrir útlagar fcngu ekki að fara úr flugvél- um sínum þegar þeir komu til Santiago á sunnudaginn til þess að vera viðstaddir útför Kaduardo Frei fyrrum forseta. Nureyev ger- ist Austur- ríkismaður Vín, 25. janúar, AP. RUDOLF Nureyev, ballett- dansarinn frægi, sem missti borgararéttindi sín í Sovétríkj- unum árið 1961, þegar hann flúði vestur yflr, fékk ríkis- fang í Austurríki. Að sögn stóð honum til boða að gerast borgari í nokkrum öðrum löndum, en hann kvaðst hafa valið Austurríki. „Ég hef alltaf horið hlýjan hug til þessa lands,“ sagði hann. Verkfall á Kastrup Kaupmannahofn, 25. janúar, Al*. Flugvallarstarísmenn hjá SAS-flugfélaginu í Kaup- mannahöfn leyfðu í dag vél- um frá félaginu að fljúga frá Kaupmannahöfn en komu hins vegar í veg fyrir lend- ingu og varð af þeim sökum að vísa SAS-vélum til ann- arra flugvalla. Samtals 1600 manns eru í verkfalli og veldur því ágreiningur milli þeirra og stjórnar fyrirtæk- isins. Týnd í Sahara Al.sírhorg, 25. janúar, Al*. Björgunarmenn frá Alsír og Malí hafa síðustu dagana ver- ið við leit að tveimur þýskum hlaðamönnum, sem hefur ver ið saknað síðan 22. des. sl. Blaðamennirnir, hjónin Manfred og Monica, ætluðu að fara á eigin jeppa frá Ah sírborg til Túnis en hafa ekki komið þar frá. Á þessum tíma er mikið um sandstorma í Norður Afríku og hitinn að jafnaði um 30° á C.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.