Morgunblaðið - 26.01.1982, Síða 23

Morgunblaðið - 26.01.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 KR-INGAR héldu áfram sigurgöngu sinni í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik á sunnudagskvöldið, er liðið sigraði Val 81-78 í hnífjöfnum leik. Staðan í hálfleik var jöfn, 41-41. Leikur þessi var allan tímann hnífjafn og það var ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins, sem KR tókst að gera út um leikinn. Hljóp skyndilega mikil spenna í leikinn þarna undir lokin, því þrátt fyrir mikið jafnræði fékk maður á til- finninguna að leikurinn færi fram á hálfum hraða. Það er hægt að fara fljótt yfir sögu í sambandi við gang leiksins, um miðjan fyrri hálfleik var staðan 16-16, í hálf- leik 41-41 og um miðjan síðari hálfleik 62-62. Þegar 59 sekúndur voru til leiksloka var staðan 79-77 fyrir KR og þá fékk Kristján Ág- ústsson þrjú vítaskot. Hann náði aðeins að skora úr síðasta kastinu • Jón Sigurðsson lék mjög vel með KK gegn Val og var stigahæsti leik- maður liðsins. KR nýtti vel síðustu mínútuna og í stað þess að jafna leikinn, skoraði Jón Sigurðsson glæsilega körfu og hirti síðan frákast undir eigin körfu. Tókst KR-ingum síð- an að halda knettinum til leiks- loka og sigurinn var í höfn. KR-liðið var ívið sterkari aðil- inn og vann samkvæmt því sann- gjarnan sigur. Þó mátti vart á milli sjá. Besti maður liðsins var Jón Sigurðsson sem skoraði marg- ar glæsilegar körfur auk þess sem hann var fastur fyrir í vörninni. Stu Johnson sótti sig er á leið, var mjóg góður lokakaflann, en slakur framan af. Ágúst Líndal átti einn- ig mjög góðan lokakafla en Krist- ján Rafnsson góðar upphafsmín- útur. Var hann síðan lítið með af einhverjum sökum. Garðar var með að nýju eftir nokkra fjarveru, en var ekki sannfærandi og ungu mennirnir voru ekki eins áberandi í síðustu leikjum. Torfi Magnússon og Ríkharður Hrafnkelsson voru sterkustu menn Vals að þessu sinni og fram- lag Torfa í vörninni var Val dýr- mætt. Ramsey var með betra móti að þessu sinni, en alltaf hefur maður það á tilfinningunni að hann sýni ekki nema hluta af raunverulegri getu sinni. Aðrir Valsmenn komu minna vð sögu, Kristján og Gylfi áttu þó góða spretti annað slagið. Stig KR: Jón Sigurðsson 26, Stu Johnson 24, Garðar Jóhannsson 10, Ágúst Líndal 9, Kristján Rafnsson, 6 Birgir Mikaelsson 4 og Stefán Jóhannsson 2 stig. Stig Vals: John Ramsey 22, Ríkharður Hrafnkelsson 20, Torfi KvL, 81-78 Magnússon 17, Kristján Ágústs- son 11, Gylfi Þorkelsson 4, Jón Steingrímsson og Valdemar Guð- laugsson 2 stig hvor. Dómarar voru Þráinn og Gunn- ar Valgeirsson. Misstu þeir af slatta af villum. gg- PSV er efst í Hollandi ÞAÐ ER víðar en í Englandi sem leikjum er frestað í knattspyrn- unni. Aðeins þrír leikir fóru fram í Hollandi um helgina og urðu úrslit þessi: Tilburg — Twente 0—2 NEC, Nijmegen — Ajax 1—3 RODA Kerkrade — Sparta 2—0 Staða efstu liða: PSV 16 12 2 2 42-17 26 Ajax 17 11 2 4 58-27 24 AZ ’67 16 10 3 3 37-17 23 Sparta 16 8 4 4 30-19 20 Bikarmót f skíðagöngu BIKARMÓT í skíðagöngu fullorð- inna og unglinga fer fram 30. janúar 1982 í Bláfjöllum. Mótið hefst laug- ardaginn 30. jan. kl. 13.00. Þátttak- endur verða bestu skíðamenn lands- ins. 96 tóku þátt í Arnarmótinu í borötennis. Hjálmtýr og Ragnhildur sigruðu SPILAÐ var í Laugardalshöll um I helgina og voru 96 þátttakendur. Þetta var í 11. skiptið sem keppt var um bikarinn og 2. skiptið sem Hjálmtýr Hafsteinsson, KR, sigrar (áður 1980). MEISTARAFLOKKUR KARLA: 1. Hjálmtýr Hafsteinsson KR vann 21-15, 21-19 2. Jóhannes Hauksson KR 3. Stefán Konráðsson Víkingi Meistaraflokkur kvenna: 1. Ragnhildur Sigurðardóttir UMSB vann 21-12, 21-13 2. Ásta Urbancic Erninum 3. Kristín Njálsdóttir UMSB 1. flokkur kvenna: 1. Arna Sif Kærnested Víkingi vann 21—11, 21—17 2. Elísabet Ólafsdóttir Erninum 3. Elín Eva Grímsdóttir Erninum 1. flokkur karla: 1. Björgvin Björgvinsson KR vann 21—10, 21 — 16 2. Árni Gunnarsson UMFK 3. Gunnar Birkisson Erninum 2. flokkur karla: 1. Kristján Viðar Haraldsson HSÞ vann 21-16,18-21, 21-8 2. Gunnar Hall Erninum 3. -4. Sigþór Haraldsson HSÞ og Guðmundur I. Guðmundsson Víkingi Punktastaða BTÍ að loknu Arnarmóti 24.1. 1982: MKISTAKAKL. KAKLA: I'unktar 1. Tómas (iuðjónsKon KK Hf> 2. Tómas Sölvason KK 47 3. Iljálmtýr llafsu*ins.s. KK 42 4. Bjarni Kri.s(jánss. l’MKK 33 5. Jóhanncs llauksson KK 27 6. (iunnar Kinnhjörnss. ()rn 2« 7. Krislján Jónasson Vík. 1K K. Stefán konrádsson Vík. 17 9. (iuðmundur Maríuss. KK Ifi 1«. Ililmar KonráAss. Vík. 1» MKISTAKAKL. KVKNNA: Kunklar 1. Kagnhildur Sigurðard. I MSH 1K 2. Ásta l'rbancic <)rninn 13 3. Kristín Njálsdótfir l'MSII 4 4. Ilafdís Ásgeirsdóttir KK 2 i>. Krna Sigurðardóttir HMSB I I. KLOKKI K KVKNNA: Kunktar 1. Arna Sif Kærncsted Vík. 5 2. (fuðleif Jonna Kristjánsd. I'MSB 4 3. Klín Kva (■rímsdóttir Örninn 3 I. KLOKKI K KAKLA. I'unktar 1. Björgvin Björgvinsson KK 20 2. Kristinn Már Kmilss. KK 16 3. Árni (.unnarsson l'MKK 13 4. —5. (Jylfi l*álss. HiyiKK II 4.-5. Kmil Pálsson Örninn II 2. KLOKKI K KAKLA: 1‘unktar 1. Kriðrik lk*rndsen Vík. ^ 20 2. Stefán Stefánsson Vík. 13 3. —í>. Andri Marteinss. Vík. 12 3.-5. Bergur Konráðss. Vík. 12 3.-5. (iuðmundur I. (fuðmundss. Vík. 12 mpi • Halldór Guðbjörnsson leggur andstæðing sinn með fallegu bragði. Halldór Guðbjörnsson JFR sigraði í 71 kg flokki á afmælismóti JSÍ um síðustu helgi. Góð þátttaka í afmælismóti JSI FYRRI hluti afmælismóts Judosam- bands íslands fór fram sl. sunnudag, 24. janúar, í íþróttahúsi Kennara- háskólans. Keppt var í 6 þyngdar flokkum karla og var þátttaka mikil. Úrslit urðu sem hér segir: - 60 kg 1 Gunnar Jóhannesson, UMFG 2. Þorsteinn Jóhannesson Árm. 3. Ágúst Egilsson Gerplu og Sigurður Kristinsson UMFG - 65 kg 1. Karl Erlingsson Árm. 2. Magnús Jónsson Árm. 3. Rögnvaldur GUðmundsson Gerplu og Hallur Sigurðsson UMFG (veitt er tvenn 3. verð- laun þar sem keppendur eru 8 eða fleiri.) - 71 kg 1. Halldór Guðbjörnsson JFR 2. Gunnar GUðmundsson UMFK 3. Hilmar Jónsson Árm. - 78 kg 1. Ómar Sigurðsson UMFK 2. Magnús Hauksson UMFK 3. Gísli Wíum Árm. - 36 kg 1. Gísli Þorsteinsson Árm. 2. Kári Jakobsson JFR 3. Sigurður Hauksson UMFK Tvöfalt hjá stúdentum TVEIR leikir voru leiknir í fyrstu deild karla á íslandsmótinu í blaki um helgina. Fyrri leikurinn var á milli UMSE og Þróttar og lauk hon- um með sigri Þróttar 3—0. Þróttarar léku nú án Guðmundar E. I’álsson- ar, en hann er nú á förum til Noregs og mun ekki leika meira með Þrótti í vetur. í fyrstu hrinu náðu Þróttarar strax afgerandi forystu en þegar líða tók á hrinuna jafnaðist lcikurinn og um tíma voru heimamenn með forystu en Þróttur var sterkari á endasprett- inum og sigraði 16—14. í upphafi annarrar hrinu komst IJMSE í 4—1 en smátt og smátt söxuðu Þróttarar á forskotið og unnu öruggt 15—8. Síðustu hrinuna unnu Þróttarar svo 15—12 eftir að staðan hafði verið 11—4 þcim í hag. Bestu menn Þrótt- ar voru Leifur Harðarson og Sveinn Hreinsson en hjá IIMSE var Aðal- steinn Bernharðsson bestur. Á sunnudag áttust síðan við Víkingur og ÍS og var það fremur daufur leikur eins og reyndar flestir leikir í fyrstu deild karla hafa verið í vetur. Fyrstu hrinuna vann IS örugglega 15—9. Næsta hrina var mun jafnari og voru Blak Víkingar yfir 12—10 en ÍS-menn léku lokakaflann af miklu öryggi og sigruðu 15—12. í þriðju hrinu sýndu Víkingar hvers þeir eru megnugir og sigr- uðu örugglega 15—3. Það var sama hvað Víkingar gerðu, allt gekk upp. Sömu sögu er ekki hægt að segja um ÍS því hjá þeim gekk allt á afturfótunum. I fjórðu hrinu tryggðu ÍS-menn sér sigur í leikn- um með því að vinna hrinuna 15—10 eftir að staðan hafði verið 13-3. Víkingar léku þarna sinn besta leik í vetur og munar þar eflaust mest um að Páll Ólafsson er mættur til leiks að nýju. Þrátt fyrir að hann sé ekki í góðri æf- ingu þá stendur hann ávallt fyrir sínu og drífur félaga sína áfram. Bestu menn Víkings auk Páls voru Skjöldur Vatnar og Björgólfur Jó- hannsson. ÍS-liðið var mjög jafnt en Frið- bert Traustason og Sigurður Þrá- insson voru hvað bestir, einnig átti Kjartan Páll Einarsson góð- ann leik. Dómari var Þorvaldur Sigurðs- son og dæmdi hann ágætlega. Strax að leik Víkings og IS lokn- um léku ÍS og UBK í kvennaflokki. Margir bjuggust við spennandi leik og góðu blaki þar sem að þetta eru tvö bestu liðin á landinu, en þar urðu menn fyrir miklum vonbrigðum því bæði liðin léku langt undir getu og var leikurinn hreint og beint leiðinlegur. Ekki verður gangur leiksins rakinn hér, en úrslitin urðu þau að ÍS sigraði 3-0 (16-14, 15-5, 15—13). Sem dæmi um hversu slakur þessi leikur var þá voru misheppnaðar uppgjafir alls 31, þar af 18 hjá Breiðabliki. Bestar hjá ÍS voru þær Ursula Juhneman og Þóra Andrésdóttir en hjá UBK voru Þorbjörg Rögnvaldsdóttir og Sigurborg Gunnarsdóttir bestar. Leikinn dæmi Björgólfur Jó- hannsson og gerði hann það mjög vel. SUS + 86 kg 1. Bjarni Friðriksson Árm. 2. Kolbeinn Gíslason Árm. 3. Hákon Halldórsson JFR Þátttaka var mjög góð í öllum flokkum, Bjarni Friðriksson sigr- aði með yfirburðum í þyngsta flokknum, en í öllum hinum flokk- unum var mjög jöfn barátta um úrslitasætin. Næstkomandi sunnudag verður seinni hluti afmælismótsins Verður þá keppt í opnum flokki karla, unglingaflokkum og kvennaflokki. Athugasemd UNDIRRITAÐUR vill mótmæla um- sögn um dómgæslu mína sem birtisi í Morgunblaðinu á þriðjudaginn. í mótabók HSÍ stendur hvaða dóm- arapar eigi að dæma hvern leik á mótinu. Til þess að leikur Þórs og Fylkis gæti farið fram var ég til- neyddur til þess að dæma þennan leik ásamt dómara úr Yestmanna eyjum. Hefði verið betra að fella leikinn niður þar sem ekki fékkst dómara par. Heimamenn eru sárir vegna þess að 4 lcikmcnn þeirra voru rekn ir af leikvelli í 2 mínútur. Virðingarfyllst: Steingrímur Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.