Morgunblaðið - 26.01.1982, Page 27

Morgunblaðið - 26.01.1982, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 27 525*^55 i 1 n | H Arabarnir fengu Kádilják i verðlaun KUWAIT er upprennandi knatt- spyrnuveldi, en í sumar tekur landið þátt í lokakeppni HM á Spáni í fyrsta skipti, en það er vert að geta þess, að það eru aðeins 25 ár síðan Kuwait-búar hófu að leika knatt- spyrnu. Olíujöfrarnir vilja allt fyrir íþróttina gera, sem dæmi má geta þess, að hver einasti leikmaður í 22 manna landsliðshópi Kuwait fékk sem svaraði tæpun 500.000 krónum í • Hennes Weisweiler, knattspyrnu- þjálfarinn góðkunni, sem starfar hjá New York ('osmos, neitaði fyrir skömmu tilboði frá spænska stórlið- inu Valencia, en það var samningur sem hefði gefið Weisweiler 7 millj- ónir króna á þremur árum. Þeir hjá Valencia voru fljótir að ná sér af hryggbrotinu, leituðu til Luis (’esar Menotti, landsliðsþjálfara Argentínu og bíða nú eftir svari hans. • Það eru ótrúlegustu „týpur" sem taka sér ýmis konar íþróttir fyrir hendur og ein þeirra er þessi tenn- iskappi sem margir munu kannast við þegar að er gáð. Þetta er jú eng- inn annar en söngvarinn heimsfrægi Luciano Pavarotti sem mundar spað- ann á tennisvelli í San Francisco fyrir skömmu, en hann var þá að hvfla sig eftir að hafa slegið í gegn sem Rasdames í óperunni „Aida". „bónus" fyrir að vinna sæti í loka- keppninni, auk þess sem þeir fengu glænýjan Kádilják ... Hér má sjá fyrirliða landsliðs Kuwait í knattspyrnu er hann sótti nýja Kádiljákinn sinn, eftir að lið hans komst áfram. Knattspyrna 1 • Sá sem þjálfar landslið Kuwait er enginn annar en fyrrverandi heimsmeistari í knattspyrnu, Bras- ilíumaðurinn Carlos Alberto. Hann hefur litlar 150 þúsund ísl. krónur í árslaun. Lið Kuwait hefur unnið einn heimsmeistaratitil. Það er HM-titill herliða í knattspyrnu. • Fahad Al Sabah, forseti knatt- spyrnusambands Kuwait, er forrík- ur olíukóngur. • Þegar menn eru orðnir of gamlir til að hlaupa á fótboltavellinum má breyta til og fá sér mótorhjól og leika mótorhjólaknattspyrnu eins og gert er víða í Þýskalandi. Notaður er stór gúmmíbolti, keyrt á fullri ferð á hjólunum og sparkað í boltann og reynt að skora að sjálfsögðu. (Eng- inn markvörður er í leiknum.) • Georg Buschner, hefur nú hætt störfum sem landsliðsþjálfari austur þýska knattspyrnulandsliðsins, en hann starfaði sem slíkur í 11 ár og stjórnanði liðinu í 113 landsleikjum. Buschner gekk svona upp og ofan með liðið, en hápunkturinn var Olympíugull árin 1976 og 1980. • Olíklegt verður að teljast að línuvörðurinn á myndinni hafi í huga að gæla við hundinn sem veitist þarna að honum. Þá er það nokkurn veginn víst, að hundurinn er ekki að sýna þeim svartklædda blíðuhót, enda þrautþjálfaður lögregluhundur, sem sloppið hefur úr gæslu lögreglumanns. Hundarnir eru ekki vanir að þeim sé sleppt nema til þess að snúa einhvern óþokka niður. Snati vissi því ekki sitt rjúkandi ráð og réðist bara á næsta mann sem var umræddur línuvörður. Það fylgdi þó fréttinni, að línuvörðurinn slapp án teljandi meiðsla ... • Ekki eru allir á eitt sáttir meó aó nautaat se íprott, en Spanverjar kalla nautaatið þjóðaríþrótt sfna og næst á eftir knattspyrnunni er nautaatið mjög vinsælt. Nautabanar á Spáni eru þjóðhetjur. Hér má sjá einn þeirra vera að ögra nautinu. En eftir að hafa fengið margar stórar stungur frá nautabanan- um virtist krafturinn þrotinn. Enda hné nautið niður rétt eftir að myndin var tekin. d 3U9 301 30013111153 ?[330i311|318l309|160 9278l260l277|247|132 S 2 8 012 6 5|2 7 9l2 61113 7 4294l269fls|282|145 7 272]24J&|249i128 0 353.3 JHÍ42'173 • Hvað skyldi ég nú hafa fengið mörg stig í keppninni. Það er eins gott að reiðmennirnir þekki vel inná stigagjöfina og viti hvernig lesa á af töflunni. • Gary Mills þykir vera einn af efnilegustu lcikmönnum Notthing- ham Forest. Nýiega gerði Brian Clough honum þriggja ára samn- ingstilboð og Gary skrifaði undir. Þá hefur bakvörðurinn sterki Viv And- erson endurnýjað samning sinn við Forest. • Hann Berti gamli Hemstock (lengst til hægri) getur svo sannar lega leyft sér þann munað að púa risavindil, enda nýbúinn að vinna rúmlega 370.000 sterlingspund hjá Littlewoods-getraunafyrirtækinu. Berti gamli, sem er reyndar ekki svo ýkja gamall, aðeins 64 ára, er götu- sópari og vikulaun hans hafa verið um 400 krónur. Aðspurður um hvað hann ætlaði að gera við peningana sagði Berti: „Ekkert sérstakt. Ég ætla jú að kaupa hús handa dóttur minni, en annað er óráðið." Lengst til vinstri er Brian Carey, einkabfl- stjóri, sem datt einnig í lukkupottinn og vann 381.000 pund ásamt fimm vinnufélögum. A milli þeirra stendur reffilegur vörður laganna, enda ekki hættulaust að stilla upp slíkum fjár upphæðum á götu úti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.