Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 29 Hvað segja sjómenn á stóru togurunum „Viljum hærra kaup, öðr um kröfum lftt hampað“ - segir Bárður Sigurðsson bátsmaður á Karlsefni „Kg er sáróánægdur með stöð- una eins og hún er í dag. Ég tel þessa hækkun á fastakaupi smán- arlcga litla, því þar hefur 10% hækkunin ekki meira vægi en 4,5% en auðvitað fer það eftir því hvort vel eða illa aflast,“ sagði Bárður Sigurðsson, bátsmaður á Karlsefni. Hverjar eru aðalkröfurnar nú? „Aðalkrafan er að kaupið hækki, öðrum kröfum er lítt hampað. Við fengum litla launa- hækkun við síðustu samninga og munum ekki standa upp frá samningaborði með svo slæm býtí.“ Hvernig líst þér á þá tillögu útgerðarmanna að fækka mannskap á dekki og þannig hækka hlut hásetans? „Ég er ekkert hrifinn af þess- ari tillögu útgerðarmanna. Þetta þýðir meira vinnuálag fyrir þá sem eftir eru. Ef mönnum yrði fækkað þyrfti að gera breytingar á togurunum og búast má við að slíkt yrði mjög kostnaðarsamt. En það er greinilegt að útgerð- armenn vantar ekki peninga í þær framkvæmdir. Ég og við allir erum orðnir dauðleiðir á barlóminum í út- gerðarmönnum. Eftir því sem þeir segja þá hefur ekkert skip borið sig síðan 1901 er vél var sett í fyrsta bátinn, hver tekur slíkar harmatölur trúaniegar!" Hvernig hefur þú varið tíma þínum meðan þú hefur verið í landi? „Tíminn hefur að mestu farið í samninga og bið þess á milli. En það er alltaf gaman að vera í faðmi fjölskyldunnar. Enda þótt segja megi að svona löng land- lega virki sem stöðulækkun fyrir Bárður Sigurðsson konuna, því maður fer að skipta sér af því sem verið hefur henn- ar yfirráðasvið, þá held ég að henni þyki samt ákaflega gott að hafa mig í landi!" „Við erum sárir út í Sjó- mannafélag Eyfirðinga“ - segir Valdimar Sigþórsson háseti á Snorra Sturlusyni „Það ríkir sama ástand nú og þegar við komum í land. Kf útgerð- armenn vilja ekkert ræða við okkur, líst mér illa á þetta,“ sagði Valdimar Sigþórsson, háseti á Snorra Sturlusyni. Telur þú að útgerðarmenn eigi eftir að láta undan kröfum ykkar um hærra kaup? „Það er ómögulegt að segja. Útgerðarmenn hafa viðurkennt að okkur beri hærri laun en þeir segjast ekki geta hækkað kaupið nema að fækka um borð. Ég tel að sjómenn eigi ekki eftir að ganga að slíkum skilyrðum í þessum samningum." Hver er afstaða þín til samn- inganna fyrir norðan? „Við sjómenn á stóru togurun- um hérna fyrir sunnan urðum afar sárir út í Sjómannafélag Eyfirðinga. Félagið gekkst fyrir því að greidd voru atkvæði sam- eiginlega um bátakjarasamn- ingana og samningana við minni og stærri togarana. Þar með samþykktu þeir sömu sáttatil- lögu og felld var í Reykjavík þar sem stóru togararnir sömdu sér.“ Hvernig heur þér svo liðið í landi? „Ég er í samninganefnd svo tími minn hefur aðallega farið í fundi og að bíða eftir símahring- ingum og má því segja að ég hafi lítið aðhafst annað en vona og bíða. Mér líkar annars alltaf vel í landi og fer að vinna þar ef kjörin batna ekki. Á síðasta ári hafði ég 13 þúsund krónur á mánuði fyrir 84 stunda vinnu- viku og er þá miðað við besta Valdimar Sigþórsson „túrinn“. Ég gæti haft miklu betra upp úr því að afgreiða kók og prins póló með 15 þúsund krónur á rnánuði," sagði Valdi- mar Sigþórsson. „Rosalegt að ota sjó- • • u monnum svona saman - segir Anton Helgason háseti á Snorra Sturlusyni „Auðvitað er ég óhress með að við sem framkvæmum crfiðustu vinnuna berum minnst úr býtum. Fyrst það er svona erfítt að gera stóru togarana út, hvers vegna hafa þeir þá ekki verið seldir," sagði Anton Helgason, háseti á Snorra Sturlusyni. „Það er líka rosalegt hvernig búið er að ota sjómönnum saman með því að skapa aðstöðumun á milli þeirra, sem vinna á minni togurunum annars vegar og þeirra sem vinna á stærri togur- unum hins vegar, en munur á kaupi er orðinn allverulegur." Er aðstöðumunur á fleiri svið- um? „Já, aðstöðumunur er líka á milii Akureyrartogaranna og þeirra sem gerðir eru út fyrir sunnan. Akureyrarskipin geta nýtt alla sína þorskveiðidaga, þar eð þeir fiska fyrir Ameríku- markað. Bæjarútgerðartogar- arnir eru aftur á móti á skrap- fiskeríi, það er að segja á karfa- og ufsaveiðum, þar eð þeir veiða fyrir Rússlandsmarkað. Þorsk- veiðidagarnir eru því ekki allir nýttir. Þorskurinn er rúmlega helmingi verðmeiri, þannig að við berum minna úr býtum. Við teljum það því mikið hagsmuna- mál að allir þorsveiðidagarnir séu nýttir," sagði Anton. Hvernig hefur þér gengið að lifa af hásetalaununum? „Það gengur ekki betur en svo, að ef ég vildi byggja yfir mig og fjölskyldu mína, þá myndi ég ekki hafa efni á að taka mér frí. Ég þyrfti að kaupa að alla vinnu, þar eð ég er út á sjó og get ckki unnið í byggingunni sjálfur og yrði húsbyggingin því mun dýr- ari.“ Hvernig hefur þú svo eytt tím- Anton Helgason anum í landi? „Ég hef verið að ditta að einu og öðru heima hjá mér. Einnig hef ég sinnt mínu áhugamáli, sem er frimerkjasöfnun." „Lýst illa á fækkunina, hún myndi þýða aukna vinnu“ - segir Júlíus Gíslason háseti á Ögra RE „Mér líst illa á ástandið, en það er lítið hægt að segja að svo stöddu, sáttascmjari á næsta leik,“ sagði Júlíus Gíslason, háseti á Ögra RK 72. „Kröfur okkar, sem við settum fram í upphafi eins og hækkun á fastakaupi, starfsaldurshækkan- alla „rauða daga“, eru óhreyfðar. Ymsar smærri kröfur, eins og að fá vasahnífa endurgjaldslaust, hafa heldur ekki gengið fram, en við teljum það sjálfsagt að út- gerðin leggi okkur til verkfæri, en hver hnífur kostar um 100 krónur og við þurfum 4—6 hnífa yfir árið.“ Hvernig líst þér á að fækkað yrði á stóru togurunum? „Mér líst illa á það. Þetta myndi þýða aukna vinnu fyrir þá sem eru á dekkinu auk þess sem varla er hægt að gera ráð fyrir að hægt sé að ná fullri nýtingu," sagði Júlíus Gíslason. Júlíus (ííslason ir, fatapeningar og að fá greidda mu hii i mn.M'unn.n'i nii i .m'biLi im i iiii birrmmi'i biu.itM Skákmótid í Wijk aan Zee: Jóhann í 4. -7. sæti JÓHANN Hjartarson er í 4.—7. sæti að loknum 4 umferðum í B-flokki alþjóðlega skákmótsins í Wijk aan Zee í Hollandi. Jóhann gcrði jafn- tefli í tveimur fyrstu umferðunum, við alþjóðlega meistarann Iskov frá Danmörku og Jan V'ogel, Hollandi. í þriðju umferð tapaði hann fyrir alþjóðlega meistaranum Van der Sterren, Hollandi en vann Vlam, Hollandi í 4. umferð. Van der Sterren hefur forustu með 3V4 vinning, Scheeren, Hollandi hefur 3 vinninga, Ligterink, Hollandi hefur 2'/2 og síðan koma Jóhann, Kindermann, Hollandi, Davies, Englandi og Iskov, Danmörku, með 2 vinninga. Að loknum 8. umferðum í stór- meistaraflokki hefur Englending- urinn John Nunn forustu með 5V4 vinning. Hann gerði jafntefli við Lubomir Kavalek. Önnur úrslit. urðu: Syunye, Brazilíu, vann van der Wiel, Hollandi, Yuri Balashov, Sovét, vann Murrey Chandler, Nýja Sjálandi, Vlastimil Hort, Tékkóslóvakíu og Pedrag Nikolic, Júgóslavíu, gerðu jafntefli, Hans Ree og Larry Christiansen, Bandaríkjunum, gerðu jafntefli, Jan Timman vann Robert Húbner, V-Þýzkalandi, og var það fyrsti sigur Timmans í mótinu og Mikhail Tal vann Gerd Sosonko, Hollandi. Staðan er nú: 1. Nunn 5V4, 2.-4. Van der Wiel, Balashov og Hort með 5, Húbner og Nikolic eru í 5. -6. sæti með 4V4 vinning, Kav- alek, Ree og Sosonko hafa 4 vinn- inga, Tal og Christiansen 3V4, Sunye og Timman 3 og Chandler rekur lestina með 1V4 vinning. 13 nauðgunar kærur í fyrra Á SÍÐASTLIÐNU ári bárust 13 nauðgunarkærur til Rannsóknar lögreglu ríkisins. Af þessum 13 kær um eru 6 enn í rannsókn, en af þeim eru 3 taldar tilraunir til nauðgunar, sem ekki náðu fram að ganga. Tvær kærur voru lagðar til hlið- ar, þar sem ekki sýndist vera um sök að ræða. Ein var send út á land og fjórar til Rikissaksóknara. Af þessum fjórum nauðgunarkær- um hefur saksóknari fellt tvær niður. „Fjöldi kæra síðastliðið ár er svipaður og undanfarin ár, og eins virðist um hlutfal! brota,“ sagði Arnar Guðmundsson, deildar- stjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríksins í samtali við Mbl. Skákþing Reykjavíkur: Margeir efstur MARGKIR Pétursson hefur forustu á Skákþingi Reykjavíkur að loknum 7 umferðum. Hann hefur 5Ví vinn- ing, en Sævar Bjarnason er í öðru sæti með 5 vinninga en hefur aðeins teflt 6 skákir. Yiðurcign hans við Asgeir Inir Árnason í 7. umferð var frestað. Af helstu úrslitum í 7. umferð á sunnudag má nefna að Margeir Pétursson vann Róbert Harðarson í 7. umferð á sunnudag. í 6. um- ferð sem tefld var á föstudag vann Sævar Hilmar Karlsson, Margeir vann Lárus Jóhannesson og Rób- ert og Ásgeir Þór gerðu jafntefli. Staða efstu manna er: 1. Margeir Pétursson 5V4 2. Sævar Bjarnason 5 og 1 frestað 3. Róbert Harðarson 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.