Morgunblaðið - 26.01.1982, Síða 44

Morgunblaðið - 26.01.1982, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 ,,Ég Hef kanna^ mái þifct, og ég held ,aS besta ÍQusnin -Pyrir þ/g sé oá> graía göng!" Ast er. o lC-tí-ö .., að rera heima hjá fjölskvldunni á jólun- um. TM Rea U.S. Pat Off — all rights reserved • 1980 Los Angeles Times Syndicate . yí'' - Þú hofur staðið þig vel. Þú hefur ' þj gefið fyrirtækinu öíl bestu ár ævi •" ~ þinnar. Vid munum ekki fara fram á meira. Þú skilur hvad ég er að fara? HÖGNI HREKKVlSI MrNaught Synd., Inc. , /V'CTT'C/ /Ac3Sc//ut .. " Kristilegt efni á útvarpsdagskrá: „Ég held að fólk hafi fagnað þess- um stuttu þáttum“ Kæri Velvakandi! Þaö er þakkarvert, hve þeir útvarpsmenn eru fúsir að birta ýmislegt kirkjulegt og kristi- legt efni í dagskránni. Messur eru á hverjum sunnudegi, og svo hafa verið fluttir margir þættir, fastir eða lausir, um trúarleg efni. Svo bættust við fyrir nokkru „Morgunorð" og „Orð kvöldsins". Ég held, að fólk hafi fagnaö þeim stuttu þáttum. Einkum þykja mér „Orð kvöldsins" oft góð, þar er yfirleitt aðeins biblíuorð og svo bænir í bundnu máli. I „Morgunorði" eru líka oft flutt uppbyggileg orð. Þó vil ég biðja þá, sem annast um þann þátt, að vanda betur val sitt á flutningsmönnum. Lífiþ er nú alvara og lífsbaráttan oft erfið, og við þörfnumst einhvers meira en léttvægra orða t.d. um hlátur eða um að gera gott og vera svo ánægður með sjálf- an sig að kvöldi („Við vorum ekki sem verstir í dag“ — er það ekki hugsunarháttur far- íseans?). Margt fólk er handgengið Biblíunni. Fáið það til að fara með „Morgunorð" — því að þetta „eitthvað meira", sem við þurfum, er einmitt orð frá Guði í heilagri ritningu. Ég endurtek þakklæti mitt. Lesandi Launamál — Stjórn eða stjómleysi? „Líkt og þegar hundur eltir skottið á sér“ Heiðraði Velvakandi. Það er mikið rætt og ritað um sjómennina okkar um þessar mundir og ekki að ástæðulausu. Ekkert kemur þó útúr þessu öllu saman nema sama hringavitleys- an og hefur verið ríkjandi um áratugi. Þetta er líkt og þegar hundur eltir skottið á sér, nema hvað hundurinn gerir það af kæti og öðrum til skemmtunar. Þessi vinnubrögð sem við höfum í ís- lenzku þjóðlífi eru öllum til skamnaar og engu líkara en fávit- ar séu að verki, sem aldrei geta lært af mistökunum. Öfundsykin er svo yfirþyrm- andi að engu tali tekur. Lág- launafólk má ekki fá nokkrar krónur í kjarabót, þá er verk- fallsvopnið reitt til höggs af öll- um launahópum. Mig langar til að benda á nokkur atriði varð- andi sjómenn fyrst, þeir eru í há- sætinu núna. Sjómenn segjast ekki hafa sambærileg laun og fólk sem vinnur í landi. Nú vill svo til að ég veit um sjómenn sem vildu gjarnan fara að vinna í landi, en hvað gerist þá — þeir hafa sára- lítinn afgang af sköttum sem þeir verða að borga og neyðast til að fara á sjóinn aftur til að bjarga fjármálunum. Af hverju skyldi þetta stafa? Þetta getur hver reiknað út sem vill. Hvers vegna geta sjó- menn byggt lúxusibúðir eftir nokkurra ára veru á sjónum? Geta verkamenn þetta? Ég held nú síður — ekki einu sinni staðið í skilum af lánum til ibúðabygg- inga. Nú hafa verkamenn gert verkföll til leiðréttingar kjara- samningum um áratuga skeið. Hver er svo árangurinn? Hreint enginn. Þó kauphækkun hafi fengist þá hefur hún horfið og meira en það eftir fáa daga í stór- felldum verðhækkunum. Svo eru menn að því er virðist farnir að trúa því að kauphækkanir hafi ekki áhrif til aukinnar verðbólgu. Verkföll eru til skammar. Hvers vegna? Vegna þess að Svar til Þórðar varðandi Bubba: „Víst hef ég heyrt skífuna þá arna“ Hr. Flinkur skrifar: Kæri Velvakandi! Þann 21. jan. sl. spyr Þórð- ur nokkur Jónsson mig að því hvers vegna ég sé að dæma Pláguna hans Bubba án þess að hafa heyrt hana(?) Víst hef ég nú heyrt skíf- una þá arna og það oftar en einu sinni, en hins vegar er það greinilegt, að UB 40 + co. hafa ekki hlustað vel á bestu piötu síðasta árs „Ricochet" með The Rollers, en samt hafa þeir (þó aðallega UB 40) óspart rakkað hana niður og meira að segja líkt henni við gamla Chinnichap bubble- gum-ið — það var hámark vitleysunnar. Víst hef ég líka heyrt bestu íslensku rokkplötuna „... en hún snýst nú samt“ með Start. Og annað: Nei, ég hef ekki heyrt í þungarokks- hljómsveitinni Egó, en hins- vegar neita ég ekki að mig langar örlítið til þess, þar sem ég hef aldrei heyrt ís- lenskt bárujárn, og líka þar sem eftirfarandi hljómar undarlega fyrir mér: „Teen- idol gerist bárujárnsrokk- ari“. En á meðan ég hef ekki heyrt í Egó (væntanlega fyrstu ísl. bárujárnsgrúpp- unni), þá læt ég öðrum eftir að dæma þá (þó UB 40 myndi líklega gera annað í mínum sporum). Jæja, en ég vona að þú, Þórður, hafir fengið full- nægjandi svar við spurningu þinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.