Morgunblaðið - 26.01.1982, Síða 48
Síminná QOfjOO
afgreiðslunni er OOUOO
Sími á ritstjórn
og skrifstofu:
10100
JtlorDunX>Ifltiit>
I>RIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982
Fimm skip
fengu loðnu
um helgina
l>AU FIMM loðnuskip, sem enn
hal'a lejTi til loðnuveiða Tengu öll
ada um helj>ina. Loðnuna fenjju
skipin í Berufjarðarál, en þar er
loðnan nú í litlum torfum. Segja sjó-
menn að loðnan sé nú á mótum
heita oj! kalda straumsins, sem eru
|>arna og við þær aðstæður dreifi
loðnan sér oft og þéttist síðan ekki á
ný fvrr en hún kemur upp að land-
steinum.
Skijiin'sem fengu loðnu um
helgina eru Huginn VE með 520
lestir, Krossanes SU með 100 lest-
ir, Kap 2. VE með 400 lestir, Sæ-
herg Sll með 450 lestir og Heima-
ey VE með 300 lestir. Skipin lönd-
uðu öll á Eskifirði.
Skiptu
á hassi
og bjór
TVKIK piltar af Suðurnesjum
voru skömmu eftir áramót úr
skurðaðir í gæzluvarðhald fyrir
ávísanamisferli, svo sem skýrt
var frá í Mbl. I»eir stálu ávísana-
hefti og framvísuðu ávísunum í
verzlunum. Alls munu þeir hafa
gefið út ávísanir úr hinu stolna
hefti fyrir um 20 þúsund krónur.
I*eir framvísuðu skilríkjum, sem
ekki voru þeirra.
Þá urðu piltarnir uppvísir
að að skipta á hassi og bjór.
Þeir keyptu bjór af varnarliðs-
mönnum og greiddu annars
vegar með hassi og hins vegar
í bandarískum dollurum, sem
þeir keyptu fyrir fé, sem þeir
komust yfir með því að falsa
ávísanir. Þannig munu þeir
hafa keypt 21 bjórkassa. Munu
þeir hafa fengið sem næst tvo
kassa fyrir hvert gramm af
hassi. I gær var maður hand-
tekinn af Fíkniefnalögregl-
unni í Reykjavík fyrir dreif-
ingu fíkniefna, meðal annars
mun hann tengdur þessu máli.
Biðskák hjá
Guðmundi
SKÁK (íuðmundar Sigurjónsson-
ar við Israelann Kagan í 8 manna
úrslitakeppni svæðamótsins í
Kanders í Danmörku fór tvívegis í
bið í gær. ísraelinn á ieik og getur
vakið upp drottningu í næsta leik.
Möguleikar Guðmundar felast í
þráskák.
Guðmundur var eini Islend-
ingurinn, sem komst í úrslita-
keppnina. Hann tryggði sér
sæti á laugardag með því að
gera jafntefli við Rantanen. Jón
L. Árnason og Helgi Ólafsson
eru báðir úr leik.
Önnur úrslit í úrslitakeppn-
inni urðu, að Grúnfeld, Israel,
vann Karlsson, Svíþjóð; Murey,
ísrael, vann Borik, V-Þýzka-
landi, og Tiller, Noregi, vann
Lobron, V-Þýzkalandi.
ÞESSAR myndir sýna vel hver ógnarkraftur býr í brimskaflinum þegar
úthafsaldan æðir að ströndinni, en myndirnar tvær tók Sigurgeir í Kyjum
með sólarhrings millibili á strandstað belgíska togarans l’elagusar. Myndin
af skipinu í briminu er tekin á laugardag um hádegi, en hin myndin er tekin
24 stundum síðar þegar aðeins voru tægjur eftir af togaranum. Það er
stefnið og netageymslan sem eru þarna eins og krumpaður bréfpoki og
brakið hafði færst um nokkur hundruð metra á einni nóttu norður með
lleimaey í l’restahót. í fjarska sjást menn á hraunbrúninni þar sem skipið
strandaði.
Efnahagspakkinn kynntur í útvarpsumræðum á Alþingi á fimmtudagskvöld:
Stefnir í 400—500 millj. kr.
halla á viðskiptakjörum
EFNAHAGSTILLÖGUR ríkisstjórnarinnar, sem beðið er og nefndar hafa
verið „efnahagspakki**, verða iagðar fyrir Alþingi nk. fimmtudagskvöld.
Tillögurnar verða þar lagðar fram í skýrsluformi og forsætisráðherra fylgir
þeim úr hlaði. límræðunum á Alþingi á fimmtudagskvöld verður útvarpað.
Samkvæmt heimildum Mbl. er hér að meginefni til um að ræða auknar
niðurgreiðslur til að ná vísitölunni niður um 3% 1. febrúar nk. og um önnur
:i% 1. maí og mun kostnaður nema um 400 millj. kr., og þess fjár aflað með
niðurskurði o.fl. Þá er og Ijóst að nú stefnir í 400—500 millj. kr. halla á
viðskiptakjörum við útlönd, samkvæmt endurskoðuðum útreikningum Þjóð-
hagsstofnunar.
Helstu þættir þessara tillagna eru
eftirtaldir samkvæmt heimildum
Mbl.:
• Launaskattur i fiskiðnaði og iðn-
aði lækki úr 3‘/z% í 2V4%, sam-
tals um 40 millj. kr.
• Auknar niðurgreiðslur (375 millj.
kr.) og tollalækkanir á heimilis-
tækjum (25 millj. kr.) samtals 400
millj. kr., til niðurfærslu vísitölu
um 3% 1. febrúar og önnur 3% 1.
maí. Niðurgreiðslur fara með
þessu í a.m.k. 11% úr 5,2%.
• 400 millj. kr. verður aflað með
niðurskurði fjárlaga upp á 150
millj. kr.; nýtingu 125 millj. kr.
sem tilgreint er „til sérstakra
efnahagsaðgerða" á fjárlögum;
einnig verða nýttar eftirstöðvar
niðurgreiðslufjár upp á 30 millj.
kr. Til viðbótar komi: Jöfnunar-
tollur upp á u.þ.b. 10 millj. kr.,
tekjuskattur á bankastofnanir 30
millj. kr., breyting skattvísitölu
25—30 millj. kr. o.fl.
• Tollkrít um áramót. Veittur verð-
ur frestur á greiðslu tolla frá um
áramót, að meðaltali til tveggja
eða þriggja mánaða.
• Yfirlýst verðbólgumarkmið í árs-
lok verður 35%.
• Yfirlýsing verður væntanlega í
tillögunum um endurskoðun við-
miðunarreglna hvað varðar vísi-
tölugrundvöll. Engar breytingar
ákveðnar á þessum tímapunkti,
en boðaðar viðræður um breyt-
ingar.
• Peningamálin verða liklega
óbreytt, en boðaðar breytingar
síðar.
• Þá mun fylgja tillögunum niður-
staða endurskoðaðrar áætlunar
Þjóðhagsstofnunar frá í lok síð-
asta árs, sem segir að nú stefni í
400—500 millj. kr. halla á við-
skiptakjörum við útlönd.
Tillögurnar leiða af sér a.m.k.
þrenns konar lagabreytingar, þ.e.
hvað varðar niðurskurðinn, verð-
lagslög og skattlagningu á banka-
stofnanir. Samkvæmt heimildum
Mbl. verða fyrstu lagabreytingarnar
ekki lagðar fram á Alþingi fyrr en á
mánudag. Það munu þó ekki verða
breytingartillögur við fjárlög vegna
niðurskurðarins, enda niðurskurð-
ardæmið enn ekki að fullu frágengið
og samkvæmt heimildum Mbl. vefst
það enn mjög fyrir stjórnarliðum
hvernig standa skuli að því. Þó er
nokkuð ljóst að stefnt er að u.þ.b. 6%
niðurskurði opinberra sjóða og
framkvæmda.
Fleiri þættir þessa „efnahags-
pakka" voru ekki að fullu afgreiddir
síðari hluta dags í gær. „Pakkinn"
verður til afgreiðslu á ríkisstjórn-
arfundi í dag. Mbl. er kunnugt um að
á þingflokksfundi Framsóknar-
flokksins í gær voru samþykktar til-
lögur til breytinga á „pakkanum",
eins og hann lá þá fyrir.
Stjórnarandstöðunni var tilkynnt
fyrirhuguð meðferð málsins á fundi
með forsætisráðherra, forsetum og
skrifstofustjóra Alþingis í gær.
Þeim var einnig tilkynnt þar að
stjórnarandstaðan fengi tillögurnar
afhentar sem trúnaðarmál á morg-
un, miðvikudag.
Ólafur Jóhannesson vegna ummæla Svavars Gestssonar:
Olfutankarnir fara á Hólms-
víkurbjarg við Helguvík
Utanríkisráðherra var í lokin
spurður álits á ummælum Svavars
um að skipulagsyfirvöld hafi ekki
samþykkt staðsetningu við Helgu-
vík. Hann svaraði: Málið verður auð-
vitað tekið fyrir á ný þegar hönnun-
arframkvæmdum er lokið og þá af
hálfu utanríkisráðuneytisins. Ef
Svavar á við, að skipulagsyfirvöld
samþykki ekki þessar hugmyndir,
má benda á að fyrstu hugmyndir um
þennan flutning geymanna komu frá
skipulagsyfirvöldum á Suðurnesjum.
Svavar er kannski að hugsa um að
breyta reglum hvað þetta varðar.
„ÉG KK búinn að afgreiða málið, eins oj< éj» lýsti jTir, og sú afgreiðsla mín byggir
á samþvkkt Vlþingis, — þingsályktun frá 23. maí sl. þar sem mér sem ulanríkis-
ráðherra er falið að hraða afgreiðslu þessa máls eins og unnt er. Olíutankarnir
fara samkvæmt afgreiðslu minni á llólmsvíkurhjarg við Helguvík," sagði Olafur
Jóhannesson, utanríkisráðherra, er hann var spurður álits á yfirlýsingu Svavars
Gestssonar, formanns Alþýðuhandalagsins þess efnis, að hans mat á afgreiðslu
Olafs væri það að hún fæli eingöngu í sér ákvörðun um hönnun framkvæmda en
ekki endanlega niðurstöðu um að olíugeymarnir yrðu fluttir í lielguvík.
Ólafur sagði einnig, að í afgreiðslu
hans á málinu fælist að geymarými
yrði óbreytt, en alþýðubandalags-
menn hefðu verið hvað mest á móti
auknu geymarými á sínum tíma.
Ólafur var þá spurður álits á yfirlýs-
injjxi Svavars um að hann væri mót-
fallinn staðsetningu við Helguvík og
að hann vildi að tankarnir yrðu inn-
an vallargirðingarinnar. Ólafur
svaraði: „Helguvík var valin vegna
þess að allar jarðvegsrannsóknir
sýna að geymarnir eru bezt staðsett-
ir þar. Jarðlagamyndun og berglög
innan vallargirðingarinnar eru
þannig, að ef olíuslys yrði þar væri
mikil hætta á að olían rynni í
vatnsból á svæðinu. Slíku er ekki til
að dreifa við Helguvík."
Þá sagði Ólafur að samkvæmt af-
greiðslu hans á málinu yrði auðvitað
fyrst staðið að hönnunarfram-
kvæmdum, slík væri venjuleg af-
greiðsluleið, en síðan kæmu fram-
kvæmdir í kjölfarið. í tilefni af um-
ræðum um olíuhöfn í Helguvík sagði
hann að höfn væri ekki endanlega
ákveðin og bætti því við að höfn væri
reyndar teygjanlegt hugtak. Það
væri þó ljóst að einhvers konar lönd-
unaraðstaða yrði til að koma í
•Helguvík.