Morgunblaðið - 20.02.1982, Page 14

Morgunblaðið - 20.02.1982, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. PEBRÚAR 1982 SÝRLAND Sú óljra sem nú er í Sýrlandi þarf ekki að koma þeim á óvart, sem hafa reynt að fylgjast með þróun mála í því landi. I>ó svo að Sýr land hafi í mörgu tilliti verið lok- að land hvað fréttir þaðan varð- ar, er þó greinilegt að Sýrlend- ingar hafa hleypt inn í landið fréttamönnurn frá helztu frétta- stofunum eftir að átökin, sem einkum virðast þó að sinni bund- in við borgina Hama, brutust út. I>essi átök gætu með litium fyrir vara orðið að algerri borgara- styrjöld, því að Assad Sýrlands- forseti er ekki jafn traustur í sessi og menn vilja vera láta. I»eir Múslímabræður, sem jafn- an fá sökina þegar hryðjuverk Assad forseti Sýrlands FRÉTT ASKÝRIN G gjöfum til landsins. Þetta hef- ur að nokkru leyti átt sinn þátt í að sambúð Sýrlendinga við ýms Arabaríki hefur kólnað töluvert. Enda þótt Arabaþjóð- irnar séu ekki allar sérstaklega sáttar við stefnu Bandaríkj- anna, allra sízt með tilliti til stuðnings þeirra við ísrael, er þó fjarri hugmyndafræði Islam að þeir geti hallað sér að Sov- étríkjunum nema að tak- mörkuðu leyti. Þá má geta þess að 65 prósent Sýrlendinga eru sunni-múhameðstrúarmenn, en Assad tilheyrir minnihluta- hópi alawita og þó svo að Músl- imabræður játi flestir sunni- trúna, er það ekki einhlít skýr- leiðar til að bæta stöðu kon- unnar í þjóðfélaginu. I Sýr- landi verður það sem annars staðar æ algengara að konur stundi langskólanám og vinni utan heimilis síns og þykir ekki nema sjálfsagt mál, einkum í borgunum. Úti á landsbyggð- inni gætir meiri íhaldssemi hvað varðar framgöngu kvenna í störfum. llm hríð var talið að það myndi þjappa Sýrlendingum saman að ísraelar innlimuðu Golan- hæðir í ríki sitt, enda hefur ísrael verið gagnrýnt á al- þjóðavettvangi fyrir vikið. En þeir Múslimabræður og aðrir þeir sem berjast gegn stjórn Assads hafa kannski einmitt talið þetta kjörið tækifæri til að láta til skarar skríða. Andstaðan gegn Assad komin fyrir alvöru upp á yfirborðið eru framin, hvað þá heldur ef eitthvað gerist alvarlega, eru ekki einu andstæðingar forset- ans. Þegar ég var í Sýrlandi á haustnóttum sögðu mér ýmsir ónafngreindir aðilar, að þeir spáðu því að Sýrland yrði næsta Líbanon, sumir gengu svo langt að halda því fram að milli 5—10 prósent þjóðarinnar styddu for setann. Stjórn Assads hefur sætt ámæli innanlands fyrir kúgun og harðræði og mikil grimmd hef- ur verið sýnd í því að brjóta á bak aftur þá sem hafa gagn- rýnt stjórnina. Blöð og fjöl- miðlar eru uppfull af lofi og prísi um Assad, en það þarf ekki að fara langt undir slétt og fellt yfirborðið til að skynja að óánægjan grefur um sig í æ ríkara mæli. Sýrlendingar hafa einnig brugð- ið á það ráð að skella hluta af skuldinni á Bandaríkjamenn, saka þá um undirróðursiðju í landinu. Það er hins vegar býsna takmarkað, hvað Banda- ríkjamenn gætu haft mikil áhrif á gang mála í landinu, svo sterkar eru þær hömlur sem eru lagðar á að bandarísk- ir menn komi til landsins og sýrlenzkir námsmenn leita ekki nema í afar takmörkuðum mæli til náms í Bandaríkjun- _ um og á Vesturlöndum. A þeim tólf árum sem Assad for- seti hefur setið við stjórn, hef- ur hann hallað sér æ meir að Sovétmönnum, enda eru þeir fyrirferðarmiklir í landinu og hafa sent mikið af vopnum, hergögnum og hernaðarráð- ing; margir Sýrlendingar skynja óréttlætið sem felst í því að alawita-múhameðstrú- armenn séu alisráðandi og nánast eins konar yfirstétt í landinu. Þrátt fyrir andstöðu gegn Assad og hún sé ekki að ófyrirsynju, er ekki neinum vafa undirorp- ið, að stjórn hans hefur unnið mörg ágæt verk. Hún hefur gert athyglisvert átak í mennt- unar- og heilbrigðismálum, og Kvenréttindasamtök Sýrlands hafa komið ótrúlega miklu til Zaha Jannan, yfirmaður frétta- deildar upplýsingamálaráðu- neytisins í Damaskus (bygging ráðuneytisins reyndar sprengd í loft upp á fimmtudaginn), og fulltrúi hans Constanti Ham- ati, sem báðir voru mér einkar hjálplegir þegar ég var á ferð í Sýrlandi sl. haust, sögðu mér söguna af þeim Múslimabræðr- um og ég er handviss um að þeir trúðu henni báðir sjálfir og þeir voru líka sannfærðir um að ég tryði henni; ungir menn á aldrinum 17—21 árs eru tældir með víni, eiturlyfj- um og kvenfólki til að ganga samtökunum á hönd. Þeir verða fljótlega háðir þessum lystisemdum og víla þá ekki fyrir sér að fremja hin ferleg- ustu hryðjuverk. Því miður fer stuðningurinn vaxandi, því að ungmennin sækja í eiturlyfin af þeirri fýsn sem fljótlega Meginsteftia SL að fttllvinna útflutningsvöru hérlendis og koma henni á markað Eftir Heimi Ifannes- son framkvœmda- stjóra Sötu- stofnunar lapmetis Ólafur Jónsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri sjávarafurða- deildar Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, ritar grein í Morgun- blaðið 5. febrúar sl. um sölufyrir- komulag grásleppuhrogna, verð- ákvörðun og fleiri tengd mál. í grein sinni víkur Ólafur Jónsson lítilsháttar að þætti Sölustofnun- ar lagmetis og innlendrar niður- lagningar á grásleppukavíar. Ekki skal gert lítið úr þeim vanda, er mikil birgðasöfnun grásleppuhrogna hefur haft í för með sér, sem að hluta stafar af þeirri verðákvörðun, sem tekin var og hefur orsakað þá sölu- tregðu sem greinarhöfundur gerir grein fyrir. E.t.v. er þó offram- leiðsla á þessari afurð enn ríkari orsök þessa vanda. Skýrt skal fram tekið, að hvorki Sölustofnun né einstakir framleiðendur voru, né hafa verið þátttakendur í verð- ákvörðunum á þessari útflutn- ingsvöru, þó að þeim sé e.t.v. málið nokkuð skylt. Það er ennfremur ekki heldur ákvörðun SL með hvaða hætti eða á hvaða verði og kjörum innlendir framleiðendur tryggja sér hráefni, en um þetta hlýtur greinarhöfundi að vera vel kunnugt. Þetta er þó ekki kjarni málsins. Meginstefnan af hálfu Sölustofnunar er og hefur verið sú, að fullvinna hérlendis útflutn- ingsvöru og koma henni á markað erlendis. Þetta hefur verið gert í harðri samkeppni við erlenda að- ila, sem kaupa íslenskt hráefni, oft á tíðum með betri kjörum en fáanleg hafa verið fyrir innlenda framleiðendur. Varðandi hráefniskaup inn- lendra framleiðenda hefur það verið meginreglan, að hráefnið hefur verið greitt hæsta verði og miðað við það útflutningsverð, er ákveðið hefur verið hverju sinni. Geta má þó þess, í sambandi við spurningu aðstoðarframkvæmda- stjórans um 1500 króna greiðslu innlendra framleiðenda fyrir hverja tunnu, að slík upphæð á ekki við rök að styðjast og skal ekki nánar út í það farið. Það má vafalaust um það deila hvort markaðsárangur hafi náðst eins skjótt og menn hefðu kosið, en á það skal minnt, að um árabil voru þessi viðskipti torvelduð á helstu mörkuðum Vestur-Evrópu með tollamúrum, er sérstaklega voru reistir gagnvart Islending- um. Á sl. ári nam útflutningur Sölustofnunar lagmetis á fullunn- inni vöru tæpum 100 tonnum sem samsvarar u.þ.b. 1100 tunnum af grásleppuhrognum og fob-verð- mæti var rúmar 4,6 milljónir króna. Fullunninn íslenskur grá- sleppuhrognakavíar hefur þegar unnið sér talsverðan sess á Vest- ur-Evrópumarkaði, einkum í Frakklandi og markaðssókn er framundan í öðrum löndum, m.a. Bandaríkjunum. Stofnunin telur það ekki þjóna íslenskum viðskiptahagsmunum að karpa opinberlega um mikil- væg viðskiptaleg atriði eins og hráefnisverð. Markaðsstarfsemi SL að undanförnu hefur þó a.m.k. haft þau áhrif, að fiestir stærstu samkeppnisaðilar okkar í Vestur- Evrópu hafa formlega og óform- lega snúið sér til stofnunarinnar og óskað eftir samstarfi í sölu- og markaðsmálum. Um þau mál ætl- um við að ræða við þá, en ekki skrifast á við þá eða viðsemjendur þeirra með blaðagreinum á ís- landi. Eins og marglýst hefur verið yf- ir af hálfu Sölustofnunar hefur hún fullan hug á góðu samstarfi bæði við Samtök gráleppuhrogna- framleiðenda, hinn stóra hráefnis- útflytjanda, Sjávarafurðadeild Sambandsins og aðra þá aðila, sem hráefnisöflun annast. Ekki verður öðru trúað, en að jafn mik- ilvægur og ábyrgur aðili í íslensk- um útflutningsmálum eins og Samband íslenskra samvinnufé- laga vilji leggja sitt af mörkum til að styðja að fullvinnslu þeirrar út- flutningsvöru, sem hér er til um- ræðu. Það er áreiðanlega hollara fyrir íslenska útflutningshagsmuni, að bæði framleiðendur og seljendur meti í sameiningu hvað þjónar ís- lenskum viðskiptahagsmunum best þegar til lengdar lætur, og að frumkvæðið verði okkar en ekki þeirra erlendu samkeppnisaðila, sem fyrst og fremst hafa það að markmiðið að tryggja sér íslenskt hráefni á sem lægstu verði. 9. febrúar 1982, Heimir Hannesson. Eftirmáli 11. febrúar Eftir að framanrituð grein var send Morgunblaðinu til birtingar, ritar Óttar Yngvason, fram- kvæmdastjóri íslensku útflutn- ingsmiðstöðvarinnar, grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann gerir grein fyrir sínum sjónarmið- um í tilefni af umræddri grein að- Heimir Hannesson .. frumkvæðið verði okkar en ekki þeirra erlendu sam- keppnisaðila, sem fyrst og fremst hafa það að markmiði að tryggja sér íslenskt hráefni á sem lægsta verði.“ stoðarframkvæmdastjóra Sam- bandsins. Sölustofnunin blandar sér ekki inn í nokkuð hefðbundin skoðana- skipti þessa greinarhöfundar um afstöðu Sambandsins og/ eða viðskiptaráðuneytisins um fram- kvæmd útflutningsmála en vegna þeirra fullyrðinga, er greinarhöf- undur lætur frá sér fara um Sölu- stofnun er óhjákvæmilegt að leið- rétta vanhugsuð ummæli hans og er hér einkum um tvö atriði að ræða. í fyrsta lagi fullyrðir fram- kvæmdastórinn að SL hafi „víst aldrei náð endum saman í rekstri sínum, enda þótt beinn og stór rík- isstyrkur um margra ára skeið sé með talinn". Staðreyndirnar eru allt aðrar. Rétt er að samkvæmt ákvörðun Alþingis á sínum tíma naut stofnunin opinbers framlags í upphafi starfstíma síns, eða 25 milljóna gkr. í fjögur ár, en nokkru lægri upphæðir á 5. árinu. Þegar tekið var tillit til þessa framlags varð hagnaður á rekstri stofnunarinnar á árunum 1973, ’75, '76 og ’77. Ef þessa framlags hefði hins vegar ekki notið við hefði stofnunin verið rekin með nokkru tapi á þessum árum, en fullyrðing framkvæmdastjórans er jafn röng eftir sem áður. Á ár- inu 1980 tókst hins vegar að reka stofnunina með hagnaði í fyrsta skipti í sögu hennar án þess að til kæmi nokkurt framlag af opin- berri hálfu, og þó að reikningsskil- um fyrir 1981 sé ekki endanlega lokið má telja víst að þrátt fyrir óvanalega erfiðar aðstæður á sl. ári muni rekstrarafkoman verða viðunandi. Síðara atriðið í ummælum greinarhöfundar varðar framlag grásleppumanna í Þróunarsjóð lagmetisiðnaðarins, sem líka var ákveðið með lögum. Fullyrðir hann að grásleppumenn hafi „að mestu safnað í þennan sjóð með því að borga til sjóðsins sérstakan skatt af framleiðslu sinni“. Hér er líka rangt með farið. Á árinu 1981 námu greiðslur grásleppumanna 7,16% af heildartekjum sjóðsins á sama tíma sem lagmetisútflutn- ingurinn greiddi 33,5% til Þróun- arsjóðs. Rétt er að um nokkurt árabil hafa umtalsverið fjármunir runnið til Þróunarsjóðs vegna fullvinnslugjalds, sem samkvæmt lögum var sett á útflutning óunn- inna grásleppuhrogna, en þess má geta í leiðinni, að önnur útflutn- ingsgjöld voru á sama tíma felld niður. Rétt væri, að næst þegar fram- kvæmdastjórinn ákveður að tjá sig opinberlega um útflutnings- mál, hvort sem um er að ræða málefni SL eða önnur, þá kynni hann sér rétta málavexti. H.H.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.