Morgunblaðið - 20.02.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.02.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20- FEBRÚAR 1982 Sýrlendingar lýsa sök á hendur CIA Pólskur hermaður skoðar skilríki vörubílstjóra við einn hinna varanlegu vegtálma, sem settir hafa verið upp á E-6 þjóðveginum frá Varsjá. Sprengingar í San Salvador San Salvador, 19. febrúar. AP. WALLACE Nutting hershöfðingi, æðsti handaríski herforinginn í Róm- önsku Ameríku, sagði eftir tveggja sólarhringa kynnisferð í dag, föstu- dag, að engar ráðagerðir væru uppi um að senda bandaríska bardaga- hermenn til Kl Salvador til að hjálpa ríkisstjórninni þar í baráttu hennar gegn vinstrisinnuðum skæruliðum. Hann sagði að þótt engum leið- um hefði verið lokað væri ekki al- varlega íhugað að senda fleiri hernaðarráðunauta og hann fengi ekki séð á þessu stigi að bandarísk- ir hernaðarráðunautar yrðu sendir út á vígvöliinn. I Washington hefur Ronala Reagan forseti sagt að hann hafi engin áform uppi um að senda bandaríska bardagahermenn til að- gerða í E1 Salvador eða annars staðar, en hann taldi tilgangslaust að ræða aðrar leiðir sem væru í athugun til að hjálpa stjórninni í El Salvador. Sex sprengjur sprungu í höfuð- borginni, San Salvador, í nótt, en ekki bárust fréttir um manntjón. Ein sprengjan sprakk í almenn- ingsvagni samkvæmt óstaðfestum fréttum. Nokkrar af sprengjunum sprungu í hverfum verkamanna. Skæruliðar eyðilögðu nokkur há- spennumöstur í gærmorgun nálægt Santa Ana, 48 km norðvestur af San Salvador, svo að rafmagns- laust varð í borginni. Þeir kváðust einnig hafa fellt eða sært 372 stjórnarhermenn í átökum í síð- asta mánuði og sögðu að „stund þjóðaruppreisnar nálgaðist". Seinna eyðilögðust a.m.k. sex strætisvagnar og benzínstöð í sprengingum skæruliða í höfuð- borginni, aðallega í verkamanna- hverfum. I )ama.skus, 19. febrúar. AP. RÍKISFJÖLMIÐLAR í Sýrlandi kenndu Bandaríkjamönnum í dag, róstudag, um aukna sprengju- og morðherferð Bræðra- lags múhameðstrúarmanna gegn stjórn Hafez Assad forseta. Öll þrjú blöðin í Damaskus héldu því fram í ritstjórnar- greinum að Reagan-stjórnin styddi „ógnarherferð" Bræðra- lagsins til að neyða Sýrlendinga til þátttöku í Camp David-sam- komulaginu. Ríkisstjórnin segir í yfirlýs- ingu að sjálfsmorðsárás hryðju- verkamanns á upplýsingaráðu- neytið í Damaskus í jgær hafi verið verk „útsendara Israels og CIA og meðlims Bræðralags Múhameðstrúarmanna". Tólf ráðuneytismenn særðust og mikið tjón varð á byggingunni. Málgagn Baath-flokksins, „Al-Baath“, sem hafði skrifstof- ur á þremur neðstu hæðum byggingarinnar, segir Banda- ríkjamenn telja Bræðralagið handhægt verkfæri til að kúga Sýrlendinga. Þrenn samtök sögðust bera ábyrgð á sprengingunni. Sím- hringjandi í New York sagði sprenginguna verk „Islömsku fylkingarinnar í Sýrlandi", sím- hringjandi í Beirút sagði hana verk „Fylkingarinnar til frels- unar Líbanon frá útlendingum" og símhringjandi í París sagði áður óþekkt samtök, „Syni Maisaloun", eiga heiðurinn. Haldið er leyndum öllum upp- lýsingum um ástandið í Hama þar sem uppreisnarmenn úr Bræðralaginu í hinum gamla hluta borgarinnar hafa orðið fyrir árásum skriðdreka, eld- flaugaskotpalla og árásar- þyrlna. Vestrænir fulltrúar telja að 4.000 uppreisnarmenn og 400 hafi fallið eða særzt síðan um- sátrið hófst fyrir 18 dögum. Tekin af lífi fyrir æðis-akstur Peking, 19. febrúar. AP. TIÍTTIIGU og þriggja ára kona, sem starfaði sem leigubílstjóri í 1‘eking, var tekin af lífi í gær fyrir að hafa ekið inn í hóp manna í reiði sinni yfir að hafa ekki fengið kaupuppbót. Fimm manns úr hópnum létust, að því er segir í frétt opinberu kínversku frétta- stofunnar Xinjua. Fréttastofan segir að leigu- bílstjórinn, Yao Jinyun, hafi verið fundin sek og dæmd til dauða 30. janúar, en það var þremur vikum eftir reiðikastið. Auk þeirra fimm, sem létust, særðust 19 manns. í dómnum yfir Yao Jinyun segir að hún hafi harðlega gagnrýnt stjórnendur leigu- bílstöðvarinnar, þar sem hún starfaði. „í stað þess að fara lögiegar leiðir til að koma kvörtunum sínum á framfæri, braut hún lögin, virti mannslíf að vettugi, ógnaði almannaör- yggi og lífi vegfarenda," segir fréttastofan. Yao Jinyun játaði á sig sök, og áfrýjaði ekki dómnum. Dauðadómi er venjulega full- nægt í Kína með skoti í hnakk- Deng boðar nýja byltingu Þotuflugstjóri sakaður um óviljandi manndráp Tókýó, 19. febrúar. AP. KITT AF stærri blöðum Japan sagði í dag, að lögreglan væri í þann mund að Ijúka rannsókn á þotuslysinu við llaneda-flugvöll fyrir tíu dögum, og yrði því haldið fram að Seiji Katagiri flugstjóri væri sekur um óviljandi manndráp. Alls fórust 24 farþegar og yfir 80 slösuðust alvarlega þegar DC-8-þota JAL hrapaði í sjóinn þegar um 300 metrar voru eftir í flugbraut- ina á llaneda. Blaðið Asahi Shimbun segir rannsókn lögreglunnar leitt í ljós að flugstjórinn, sem er 35 ára, hafi ýtt stýri þotunnar fram og lækkað trjónu hennar, með þeim afleiðing- um að hún stakkst í sjóinn, þegar hún átti skammt ófarið niður á flugbrautina. Einnig leikur sterkur grunur á, að flugstjórinn hafi gervent tveim- ur hreyflum þotunnar af fjórum og þannig dregið verulega úr hreyfil- afli hennar er hún kom inn til lendingar. Flugstjórinn hefur nýlega verið settur í flugbann vegna heilsu- brests, en það hefur m.a. spurst út að hann hafi verið þjakaður af ofskynjunum. Seiji Katagiri flugstjóri maó einni flugfrayju DC-8-þotunnar um borð í gúmbjörgunarbáti klukkustundu eftir aö þota Hans steyptist í sjóinn er hún átti skammt ófarið niður á Haneda-flugvöll. Flugstjórinn er ekki í einkennisbúningi, og hefur þaó vakið athygli, þótt engar skýringar hafi verið gefnar. Peking, 19. febrúar. AP. FRKMSTI leiðtogi Kínverja, Deng Xiaoping, kom aftur fram á stjórnmála- sviðið í Kína í dag, jafnvaldamikill sem fyrr að því er virtist, og beitti sér fyrir víðtækri umbyltingu á mestu skrifræð- isstjórn heimsins. Deng sagði Wu að samskipti Kína og Bandaríkjanna væru „ekki góð“ og sagði að Bandaríkjamönnum skjátlaðist ef þeir héldu að Kínverj- Ráðherra fer úr stjórn Zimbabwe Salisbury, 19. febrúiir. AP. RÁDHKRRA úr flokknum ZAPU, Clement Muchachi verkamálaráð- herra, hefur ákveðið að segja sig úr stjórn Zimbabwe til að lýsa yfir stuðningi við leiðtoga sinn, Joshua Nkomo, sem Robert Mugabe forsæt- isráðherra rak á miðvikudaginn. Muchachi, sem er annar tveggja ráðherra ZAPU sem enn eru í stjórninni auk tveggja aðstoðar- ráðherra, sagði fréttamönnum að ekki gæti gengið að helmingur flokksins stæði að stjórninni, en hinn helmingurinn ekki. Nkomo og stuðningsmenn hans sem voru reknir ásamt honum úr stjórninni, tveir ráðherrar og einn aðstoðarráðherra, hafa neitað ásökunum Mugabe um að þeir væru viðriðnir samsæri um að steypa honum af stóli. Oljóst var í dag, föstudag, hvar Nkomo væri niðurkominn. Frétta- stofan Ziani sagði að hann hefði farið til Bulawayo í gær að heim- sækja veika konu sína, Joanna, en blaðafulltrúi hans sagði að hann væri enn í Salisbury. Bulawayo er höfuðborg Mata- belelands, heimkynna Matabele- ættflokksins, 18,2% íbúa Zimba- bwe, sem hafa fylgt Nkomo og ZAPU að málum. Flokkur Mugabe, ZANU, styðst við Shona-ættflokk- inn sem er í meirihluta. ar þörfnuðust þeirra. Hann útskýrði þetta ekki nánar og minntist ekki á vopnasölu Bandaríkjamanna til Tai- wan eða samningaviðræður Banda- ríkjamanna og Kínverja sem eru á viðkvæmu stigi. Hann hitti að máli bandarískan verkfræðing, K.S. Wu, og ræddi við hann um kínversk efnahagsmál. Þetta er í annað skipti á einum sól- arhring sem Deng kemur fram opinberlega, en hann hvarf sjónum 13. janúar. Deng gaf út þá tilskipun þegar hann kom aftur fram á sjónarsviðið að hagræðingar yrðu gerðar á stjórninni, að hún yrði gerð starfhæf og að gamlir valdamenn yrðu látnir víkja fyrir yngri mönnum. Hann sagði að yfir stæði bylting á stjórnsýslukerfinu, en fullvissaði fórnarlömbin, tugir þúsunda rikis- og flokksstarfsmanna, um að þeim yrði ekkert gert mein. Starfsmenn flokks og ríkis í Kína kunna að vera rúmlega ein milljón talsins, þar af rúmlega 1.000 ráð- herrar og vararáðherrar, og 200.000 verður sagt upp. Endurbæturnar hófust fyrir einum mánuði. Afríkuför páfa lokið Libreville, (iabon, 19. febrúar. AP. JÓHANNKS Páll páfi II hélt í dag heim til Rómar að lokinni átta daga ferð sinni um Nígeríu, Benín, Mið- baugs-fiuíncu og Cabon á vesturströnd Afríku. Á öllum viðkomustöðum sínum söng páfi messur, og flutti alls 35 ávörp. Að sögn fréttamanna virtist hann þreytulegur við heimförina frá Gabon í dag, en ljómaði þó af ánægju þegar lítil stúlka kom til hans og bað hann að blessa talna- band sitt. Meðal viðstaddra við brottför páfa var Albert-Bernard Bongo, forseti Gabon. Fylgdi hann páfa að flugvélinni, og stóð síðan úti við flugbrautina þar til vélin hvarf í skýjabólstra. Tollvörður einn, múhameðstrúar, hleypti öllu fylgdarliði páfa úr landi án tollskoðunar. Á eftir sagði hann: „Páfinn er góður maður. Jafnvel þótt hann eigi enga eiginkonu, elskar hann allt mannkyn."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.