Morgunblaðið - 14.03.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982
19
Þú hefur ef til vill í hyggju
að fara út á þá braut að semja
ballett?
„Hver veit, það er alltaf
spennandi að prófa eitthvað
nýtt en fyrst er að sjá hvernig
þessi frumsmíði mín tekst.“
Ásdís og Ólafía
Ásdís Magnúsdóttir dansar
hlutverk Giselle, en Ólafía
Bjarnleifsdóttir hefur einnig
æft hlutverkið. — Hvað segja
þær um Giselle?
„Þetta er stærsta danshlut-
verk sem ég hef farið með og
jafnframt það yfirgripsmesta.
Það má segja að Giselle sé
draumahlutverk hverrar ball-
erínu." sagði Ásdís Magnús-
dóttir,
„Hlutverkið er krefjandi og
ég tel að til að geta túlkað það
þurfi viðkomandi að hafa
gengið í gegnum ákveðinn
þroska, ég hefði til dæmis
ekki getað dansað Giselle
fyrir átta árum.“
„Danshlutverkið er erfitt en
ákaflega fallegt," sagði Ólafía
Bjarnleifsdóttir. „I þessu
hlutverki þarf að samræma
leikræna tjáningu og dans og
koma innihaldinu til skila til
áhorfenda. Annars vegar felst
hlutverkið í því að túlka Gis-
elle lifandi en hins vegar
dána. Það er nokkuð strembið
að ná þarna fram samteng-
ingu, þannig að úr verði heil-
steypt mynd.“
í fyrsta þætti Giselle dansa
þau Ólafía og Einar Sveinn
Þórðarson Pas de Deux eða
tvídans.
Einar Sveinn
Einar Sveinn er líka kom-
inn sérstaklega frá New York
til að taka þátt í sýningunum,
en hann stundar ballettnám í
School of American Ballet,
Ólafía Bjarnleifsdóttir og Einar
Sveinn Þórðarson
sem rekinn er í tengslum við
New York City Ballet. Hvern-
ig líst Einari á danshlutverk
sitt, en hann og Ólafía eru í
hlutverkum þorpsbúa, en at-
burðarásin gerist í sveitaþorpi
í Rínardalnum.
„Mér finnst hlutverkið
spennandi. Þetta er fyrsta
stóra sýningin, sem ég tek
þátt í hérna heima. Ég hef
dansað meira erlendis, þá
einkum á nemendasýningum.
Síðastliðið vor var ég í Tokyo
þar sem ég dansaði með jap-
önskum ballettflokki. Dansaði
ég meðal annars í Hnotu-
brjótnum og Faust. Þetta kom
þannig til að auglýst var eftir
dansara og var ég svo heppinn
að verða fyrir valinu."
Þú staldrar hér fremur
stutt við, ekki svo?
„Jú, ég kom fyrir fimm dög-
um svo ég hef ekki haft mik-
inn tíma til að æfa með
flokknum. Auðvitað var ég bú-
inn að æfa danshlutverkið úti
Morgunblaöiö/ Emilía
Ádís Magnúsdóttir og Helgi Tóm-
asson í danshlutverkum sínum í Gis-
elle. Hjá þeim stendur Sigmundur
Örn Arngrímsson, sem fer með
leikhlutverk í ballettinum. í baksýn
er hluti íslenska dansflokksins.
í New York, en það þurfti að
breyta ýmsu, þó ekki neinu
stórvægilegu. Héðan fer ég
svo aftur í skólann.“
Hvenær lýkur námi þínu
hjá School of American Ball-
et?
„Ég sé fram á að ljúka því
innan eins árs og auðvitað
langar mig til að koma heim,
en ef mér byðist eitthvað gott
í New York, þá yrði ég áfram
þar.“
Þar með lauk þessum við-
tölum við dansarana í helstu
hlutverkum Giselle og hver
fór að huga að sínu enda stór
stund framundan.
— HE