Morgunblaðið - 14.03.1982, Side 23

Morgunblaðið - 14.03.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 23 Deildakeppnin á skák: N/V-sveit TR sigurvegari í 1. deild TAFLFÉLAG Reykjavíkur, sem um árabil hefur átt á að skipa sterkustu skákmönnum landsins, fékk heimild til að senda 2 sveitir í 1. deild sveita- keppni Skáksambands íslands. Skipað var í sveitir TR eftir búsetu innan höfuðborgarinnar. Þannig að aðra sveitina skipuðu skákmenn sem búa í norð/vesturhluta borgar innar og hina skákmenn sem búa í suð/austurhluta borgarinnar. N/V-sveit Taflfélags Reykjavík- ur bar sigur úr býtum í 1. deild eftir harða baráttu við S/A-sveit TR. Sveitir þessar mættust í 1. umferð og þá sigraði N/V-sveitin með 5 % vinning gegn 2'/2. Þessi munur hélst síðan út keppnina. Þannig að N/V-sveitin sigraði í 1. deild, hlaut 43% vinning af 56 mögulegum en S/A-sveitin hlaut 40% vinning. Taflfélag Seltjarnarness hafm aði í þriðja sæti með 29 vinninga. I fjórða sæti er Taflfélagið hans Nóa með 23 vinninga. Jafnar í 5-6. sæti eru Skáksveit Akureyrar og Skáksamband Vestfjarða með 21 vinning en í 7—8. sæti eru sveitir Hafnafjarðar og Kópavogs með 19 vinninga. En Hafnfirðingar og Kópavogsbúar eiga eftir að mæt- ast og geta forðað sér frá falli. Ein sveit fellur í 2. deild. Keppnin í 2. deild er ekki lokíð en þar berjast sveitir frá Suðurlandi og Akranesi harðri baráttu um sigur. Westinghouse hitavatnsdunkar Höfum fyrirliggjandi Westinghouse hitavatnsdunka í 4 stæróum: TR 221 20 gallon - 80 Iítrar TL 522 52 gallon - 200 lítrar TL 622 66 gallon - 250 lítrar TL 822 82 gallon - 300 lítrar Vandlátir velja Westinghouse KOMIÐ-HRINGIÐ-SKRIFIÐ viö veitum allar nánari upplýsingar. Kaupfélögin um allt land Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900 Háskólafyrir- lestur um skozk- ar bókmenntir WILLIAM R. McQuillan, sendi- herra Breta á íslandi, flytur opinber an fyrirlestur í boði heimspekideild- ar Háskóla íslands, mánudaginn 15. mars 1982 kl. 17.15, í stofu 422 í Árnagarði, segir í fréttatilkynningu frá Háskóla íslands. Fyrirlesturinn nefnist „An Introduction to Scottish Litera- ture“ og fjallar um skozkar bók- menntir frá miðöldum til okkar daga með hliðsjón af sögu Skot- lands og þróun tungunnar. William R. McQuillan lauk BA- prófi frá Edinborgarháskóla í enskri tungu og bókmenntum, með sérstakri áherzlu á skozkar bók- menntir. Hann var síðan við Yale-háskóla, þar sem hann lauk MA-prófi, en meistaraprófsritgerð hans fjallaði um skotann James Boswell er reit ævisögu Samuel Johnsons. Húsavík: Tveir hestar drepast við ákeyrslu FOLKSBÍL var ekið á tvo hesta um 30 km sunnan Húsavíkur nýverið og drápust hcstarnir báðir, en bifreiðin gjöreyðilagðist. Að sögn lögreglunnar á Húsavík urðu engin eða smávægileg slys á mönnum. Slysið varð með þeim hætti, að maður var á ferð með fjóra hesta og rak hann þrjá þeirra. I förum með honum var bifreið, sem nýverið hafði ekið fram úr hestunum, þannig að bíl- stjóri Toyota-jeppabifreiðar sem kom úr gagnstæðri átt sá ekki til ferða hestanna þar sem ljós bif- reiðarinnar blinduðu hann. Bif- reiðin er stórskemmd eins og að framan segir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.