Morgunblaðið - 14.03.1982, Síða 24

Morgunblaðið - 14.03.1982, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 fHttrgtu Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakið. Einkennilegt upphlaup varð í ríkisstjórninni nú í vikunni. Á þriðjudag tók Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, sig til og gerði harða hríð að Ólafi Jóhannessyni á ríkisstjórnarfundi vegna fyrirhugaðra framkvæmda í þágu varnarliðsins í Helguvík. Þóttist Svavar þá hafa í fullu tré við Ólaf Jóhannesson. Þetta sama kvöld samþykkti síðan bæjar- stjórn Keflavíkur samning við varnarmáladeild utanríkisráðu- neytisins um makaskipti á landi vegna framkvæmdanna í Helgu- vík. Næsta dag, miðvikudag, sagði Svavar Gestsson, ráðherra skipu- lagsmála, í Þjóðviljanum: „... allt land er skipulagsskylt, og það er af og frá að taka hvaða land sem er undir herinn hér á landi. Að sjálfsögðu hlýtur ríkisstjórnin í heild að fjalla um slík mál.“ Gaf Svavar í sömu andrá og hann sagði þessi orð við málgagn sitt út reglur um skipulagsmál á Suður- nesjum og hélt, að hann hefði náð fótfestu gagnvart utanríkisráð- herra. Ólafur Jóhannesson sagðist hræddur um að þessar reglur væru markleysa, enda hefur Svav- ar Gestsson reynt að fela þessa embættisgjörð sína, sem hann framkvæmdi á svig við skipulags- stjórn ríkisins og þar með skipu- lagslög. Eftir ríkisstjórnarfund á fimmtudag sagði Ólafur Jóhann- esson: „... ég held mínu striki og sagði þeim það á ríkisstjórnar- fundinum í morgun." Ummæli Svavars Gestsson eftir þann fund gefa til kynna, að hann hafi gefist upp innan ríkisstjórnarinnar, en flokksformaðurinn setur það síðan í vald utanríkisráðherra, hvort Al- þýðubandalagið sitji áfram í ríkis- stjórninni, þegar hann segir: „Ég trúi því ekki að utanríkisráðherra gangi það langt í málinu" að al- þýðubandalagsráðherrarnir fari úr stjórninni. Við svo búið hættir Alþýðu- bandalagið að treysta á eigin mátt í stjórnarsamstarfinu tekur upp skæruhernað. Á föstudag lét Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, til sín taka og bannaði Orkustofnun að láta verkfræðing- um í té tæki til að kanna jarðveg- inn, þar sem ætlunin er að elds- neytisgeymarnir rísi. Var þó ekki vitað, að ráðherrann hefði skipað starfshóp til að fjalla um málið. Skæruhernaðurinn beinist gegn Ólafi Jóhannessyni og höfða kommúnistar meðal annars til flokksbræðra utanríkisráðherra. í forystugrein Þjóðviljans á föstu- dag segir svo: „Á það að vera hlut- verk Framsóknarflokksins að heimta ný og ný íslensk landsvæði lögð undir bandaríska herinn? ... Það er Framsóknarflokkurinn, sem hér verður að segja til. Vill flokkurinn auka hér hernaðar- umsvif og festa herinn frekar í sessi? Við bíðum svara, og kjós- endur Framsóknarflokksins bíða skýrra svara." Hvers vegna er Þjóðviljinn allt í einu farinn að tala fyrir munn kjósenda Fram- sóknarflokksins? Af hverju leggur hann sig ekki fram um að efla bar- áttuþrek kjósenda Alþýðubanda- lagsins? Svarið við þessum spurn- ingum er einfalt: það er ekki unnt að fylkja liði, þegar forystuna vantar. Þannig er komið fyrir Al- þýðubandalaginu eftir hrakfarir þessarar viku. Málgagn flokksins er hætt að höfða til eigin kjósenda eða styðja við bakið á eigin for- ystumönnum, því að enginn er lengur í fylkingarbrjósti. Fyrir nokkrum árum gerðist það á ráðstefnu, sem haldin var á vegum Norðurlandaráðs um lýð- ræði, að þar kvaddi Baldur Óskarsson, núverandi fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalags- ins sér hljóðs. Eins og vænta mátti var ræða hans dálítið á skjön við umræðuefnið, svo að ekki sé meira sagt, því að hann tók sér sérstaklega fyrir hendur að ráðast á ESSO eða Olíufélagið hf., sem er eign samvinnuhreyfingar- innar, og úthrópa fyrirtækið fyrir hermang og undirgefni undir er- lent vald. Nú gerist það hins veg- ar, að pólitískur samherji Baldurs Óskarssonar, sem hefur orðið hon- um samferða úr einum flokknum í annan, Ólafur R. Grímsson, for- maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, telur, að í Helguvíkurmál- inu eigi að fylgja stefnu Olíufé- lagsins hf. og Sambands íslenskra samvinnufélaga. Má skilja orð þingflokksformannsins og raunar Svavars Gestssonar á þann veg, að Olíufélagið hf. hafi mótað stefnu Alþýðubandalagsins í þessu máli, þegar öll kurl koma til grafar. Ýmislegt bendir til þess, að Ólafur R. Grímsson telji eftir reynslu sína í flokksstarfi innan fram- sóknar, að með því að etja Sam- bandinu gegn utanríkisráðherra geti hann komið ráðherranum á kné. Ólafur Jóhannesson segir hins vegar, að hann hafi ekki séð samvinnuhreyfinguna láta neitt uppi um þetta mál. Hrakfarir Alþýðubandalagsins í þessu máli eru með eindæmum. Segja má, að starfsaðferðir for- ystumanna þess séu í góðu sam- ræmi við málstaðinn og því hvor- ugt sigurstranglegt. Raunar má færa að því rök, að upphlaup Alþýðubandalagsins síðustu daga hafi verið hrein sýndarmennska. Ráðherrar þess eru ekki reiðbúnir að setja stóla sína að veði í þessu máli, en í langan tíma hafa þeir vitað, hvað í vændum væri. Það er hrein hræsni hjá forystusveit Al- þýðubandalagsins, þegar hún læt- ur eins og sú niðurstaða, sem nú er fengin, komi sér á óvart. Hitt er ljóst, að hin nýja stétt í Alþýðu- bandalaginu hefur í lengstu lög vonað, að aðrir losuðu hana úr vandanum. Enn lifir Þjóðviljinn í þeirri von. Þó gerðist það 21. maí 1981, að samþykkt var samhljóða á Alþingi og með sérstökum stuðningsyfirlýsingum þeirra Ólafs R. Grímssonar og Guðrúnar Helgadóttur, svo að aðeins tvö nöfn séu nefnd, þingsályktun um að fela utanríkisráðherra að hraða svo sem kostur er framkvæmdum til lausnar á vandamálum, er skapast hafa fyrir byggðarlögin í Keflavík og Njarðvík vegna eldsneytisgeyma varnarliðsins. Með því að flytja eldsneytisgeym- ana til Helguvíkur er einmitt ver- ið að framkvæma þessa þings- ályktun. Skæruhernaður kommúnista gegn Ólafi Jóhannessyni er háður með ósæmilegum hætti. Athygli vekur þó, að formaður Framsókn- arflokksins, Steingrímur Her- mannsson, þegir þunnu hljóði og Þjóðviljinn þykist geta rótað til innan þingflokks framsóknar- manna. Sé einhver manndómur í forystusveit framsóknar, hlýtur hún að bregðast hart gegn áhlaupi kommúnista á fyrrum formann flokksins. En kannski eru forkólf- ar framsóknar sama sinnis og Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sem ekkert vill um mál- ið segja? Hrakfarir Alþýðu- bandalagsins Rey kj av íkurbréf Laugardagur 13. mars 4* 25% fækkun í ABR Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu hefur félagsmönnum í Alþýðubandalagsfélagi Reykja- víkur fækkað um meira en 25% á síðustu tveimur árum. Komið hef- ur fram við undirbúning fram- boðslista undir bæjar- og sveitar- stjórnakosningarnar í vor, að al- mennt áhugaleysi er innan Al- þýðubandalagsins á skipan list- anna. Alþýðubandalagið er orðið að minnsta stjórnmálaflokki landsins, ef marka má síðustu skoðanakönnun DV. Allar þessar upplýsingar gefa vísbendingu um flokkslega kreppu í Alþýðubandalaginu og er svo sannarlega tími til þess kominn, að kjósendur snúi baki við hinni hrokafullu nýju stétt, sem nú fer með öll völd í flokknum. Til marks um „lýðhylli" þessara manna má benda á, að Sigurjón Pétursson, forystumaðurinn í borgarstjórn Reykjavíkur, fékk aðeins fylgi 0,2% þeirra, sem greiddu Alþýðu- bandalaginu atkvæði í síðustu borgarstjórnarkosningum, þegar kosið var um skipan framboðslist- ans að þessu sinni í svokölluðu forvali hjá Alþýðubandalagsfélag- inu í Reykjavík. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, reynir af veik- um mætti að bera í bætifláka fyrir vinsældaleysi flokksins í Þjóðvilj- anum um síðustu helgi. Hann minnist á sameiginleg prófkjör t.d. á Akranesi, Egilsstöðum, Siglufirði og ísafirði og þátttöku Alþýðubandalagsins í þeim. En alls staðar hefur flokkurinn fengið illa útreið sökum lítils áhuga á frambjóðendum hans. Svavar við- urkennir hrakfarirnar með þess- um hætti: „... hefur Alþýðu- bandalagið ekki lagt áherslu á smölun út fyrir hóp félagsbund- inna.“ (!) Og síðan bætir flokksfor- maður við: „Það tel ég misráðið vegna þess að í fjölmiðlum eru úr- slit notuð sem mæling á styrk flokkanna, hversu óraunhæft sem það er. Þess vegna er það von mín að Alþýðubandalagsmenn í Kópa- vogi láti hlédrægni ekki há sér um of í prófkjöri flokkanna sem fer fram í dag.“ Líklega lesa alþýðubandalags- menn í Kópavogi alls ekki Þjóð- viljann, að minnsta kosti taka þeir ekkert mark á Svavari Gestssyni, ef þeir gera það, því að Alþýðu- bandalagið fékk sömu útreið ef ekki verri í prófkjörinu í Kópavogi og annars staðar. Heitar umrædur í vikunni hafa verið heitar og langar umræður í þingflokki AI- þýðubandalagsins um störf og stefnu flokksins. Ólafur R. Grímsson er formaður þingflokks- ins, en hann sagði, þegar skoðana- könnun DV lá fyrir, að nú þyrfti að taka stefnu og starfshætti til umhugsunar og umræðu. Skömmu síðar var miðstjórnarfundur hjá Alþýðubandalaginu. Þar ræður Svavar Gestsson öllu, enda kom- ust sjónarmið Ólafs R. Grímsson- ar ekki að á þeim vettvangi. Miðstjórnarfundurinn snerist að mestu um stöðu iðnaðarráð- herra, Hjörleifs Guttormssonar, gagnvart Alusuisse. Urðu heitar umræður um það mál á fundinum. Töldu ýmsir, að Hjörleifur Gutt- ormsson hefði gleymt hinum „þjóðlegu atvinnuvegum" og flaðr- aði þess í stað upp um útlendinga í stóriðjudekri. Miðstjórnarfundin- um lauk síðan með ályktun um „Alusuissemálið", sem Þjóðviljinn hefur verið að skrifa sig frá síðan og Hjörleifur túlkar með mismun- andi hætti eftir því hver á í hlut. Ólafur R. Grímsson fékk sem sé ekki að njóta sín á miðstjórnar- fundinum. Hins vegar ákveður hann dagskrá þingflokksfundanna og þar hefur hann verið að reyna að koma á umræðum um stefnu og starfshætti flokksins. Greip hann tækifærið til að undirbúa þær, á meðan allir ráðherrar flokksins voru á Norðurlandaráðsfundi. Og eins og venjulega ræðst Ólafur R. Grímsson ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, þegar hann tekur sér fyrir hendur að gagnrýna störf og stefnu þeirra flokka, sem hann er í þá stundina. Spjótunum hefur verið beint að Svavari Gestssyni á þingflokksfundunum. Ólafur R. Grímsson hefur eins og kunnugt er lagt sig fram um að vera mál- svari Alþýðubandalagsins í utan- ríkis- og varnarmálum. En hlutur flokksforystunnar á því sviði þyk- ir ekki síst ámælisverður. Eftir fundina í þingflokki Alþýðubanda- lagsins er svo Svavar Gestsson kominn í sviðsljósið í þessum málaflokki. Er Ólafur R. Gríms- son að kasta ábyrgðinni yfir á Svavar eða hefur Svavar ákveðið að ýta Ólafi til hliðar? Varnarmálin ordin ad skipu- lagsvanda? Ljóst er, að málefnalega hefur Alþýðubandalagið tapað vígstöðu sinni í baráttunni gegn aðild ís- lands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamvinnunni við Banda- ríkin. — Fleiri en þeir, sem utan flokksins standa, gera sér grein fyrir því, að stefna flokksins í þessum efnum gæti verið samin af hugmyndafræðingum Varsjár- bandalagsins og skoðanir þeirra höfða ekki til íslenskra kjósenda. Forystumönnum Alþýðubanda- lagsins er hins vegar ljóst, að þeir geta ekki játað opinberlega skipbrot þessarar grundvallar- stefnu flokksins. Þeir sjá einnig, að allt tal Ólafs R. Grímssonar um ísland og kjarnorkuvopn eða kjarnorkuvopnakerfi höfðar hvorki til þeirra eigin flokks- manna né annarra. Hvað er eftir hjá þeim, sem tapað hafa öllum málefnalegum forsendum? Jú, þeir geta beitt valdi, séu þeir í að- stöðu til þess. Þetta er einmitt úrræði Svavars Gestssonar. Hann lætur eins og unnt sé að færa umræðurnar um varnir Islands yfir á verksvið fé- lagsmálaráðherra og gera dvöl varnarliðsins í landinu að skipu- lagsvanda. Má segja, að ekki skorti þá alþýðubandalagsmenn hugmyndaflugið. Minna fer þó fyrir forsjálni og virðingu fyrir því, sem í landslögum stendur. Óðagotið í Svavari Gestssyni var svo mikið, að hann tók fram fyrir hendur á skipulagsstjórn ríkisins og fór ekki að skipulagslögum, þegar hann setti reglur fyrir sam- vinnunefnd um skipulagsmál á Suðurnesjum. Hann ætlaði einnig að taka sér vald, sem er í höndum utanríkisráðherra. Loks tókst honum að koma illu af stað milli bæjarfélaganna á Suðurnesjum. Ingvar Jóhannsson í Njarðvík sagði um ráðstöfun Svavars: „Þetta eru fráleit vinnubrögð og eiga vafalaust eftir að draga dilk á eftir sér, þau skapa úlfúð og ósamlyndi, sem síst var þörf á.“ Ummæli Zóphóníasar Pálssonar, skipulagsstjóra ríkisins, verða ekki skilin á annan veg en þann, að hinar nýju reglur félagsmála- ráðherra verði hafðar að engu. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 25 Dulítið er alltaf dapurlegt að lenda við heimkomuna frá út- landinu fyrst í flugstöðvarskúr- unum gömlu frá stríðsárunum á Keflavíkurflugvelli. Fyrir 30 ár- um var þetta bara brúkleg flugstöð. Þá voru aðrar þjóðir ekki enn búnar að byggja upp hjá sér eftir eyðileggingu stríðs- ins. Og nýfrjálsu þjóðirnar ekki í metnaði sínum enn farnar að flikka upp á andlitið, sem þær vildu snúa að umheiminum. Þá mátti víða sjá slíkar bráða- birgðastöðvarbyggingar á al- þjóðaflugvöllum. Lengi hefur læðzt að mér and- styggilegur grunur, í hvert sinn sem einhver hefur samræður á ókunnum stað með orðunum: „Jæja, ertu frá Islandi? Þangað hefi ég komið!" Sorglega oft verður nefnilega framhaldið, án nokkurrar uppörvunar frá mér: „Við millilentum um hávetur á aðalflugvellinum ykkar, hvað hann nú heitir. Já, Keflavík! Urðum að bíða þar í marga klukkutíma!" Talið fellur niður. Sem ég kom nú um daginn heim, nýbúin að lesa í blöðunum að þeir íslenzkir fyrirfinnist enn, sem ekkert þyki liggja á að drífa upp brúklega flugstöð fyrir okkur, þá kom fram í hugann nýlærð grúkka eftir Piet Hein, sem svo hljóðar í þýðingu Ingva Jóhannessonar: Já, nægjusamt ertu staka stráið í steinholu og hafa ekki dáið. I mesta bruðlsamfélagi á norðurhveli er sú nægjusemi að vísu með ólíkindum, að treysta sér ekki til að koma upp einni sæmilega rúmri og þægilegri flugstöðvarbyggingu. Ekki sízt þar sem við sluppum alveg við járnbrautarstigið. Hlupum frá hestaflutningum yfir í bíla og flugvélar. Eigum ekki eitt ein- asta farþegaskip í förum til út- landa. Flugið er okkar leið til umheimsins. Og við fengum flugvellina meira að segja gef- ins. Ætli það sé af eintómri hóg- værð að við sættum okkur við að bíða með morgunhrollinn í mjó- hryggnum í þessu húsaskjóli, eftir að hafa fyrir kl. 6 að morgni — því flug af fslandi er oftast á ókristilegum tíma — beðið eftir flugvallarbílnum á sætislausum ganginum á Hótel Loftleiðum og ekið í myrkrinu suður eftir. Eða þá við heimkom- una í troðningnum í brennivíns- sölunni, með pakkana í þrönga skotinu framan við vegabréfa- skoðunina með hendur niður með síðunum til að gefa ekki næsta manni olnbogaskot, í kraðakinu við að ná töskunum og loks úti á hálum tröppunum í basli við að koma farangrinum til bílstjórans. Á síðasta stiginu iðulega að leiðbeina ókunnugum flugfarþegum og fullvissa þá um að þeir séu á réttri leið. Og að óeinkennisbúni maðurinn, sem þreif af þeim töskuna sé hinn hjálpsamasti flugvallarbílstjóri og alveg óhætt að láta eigur sín- ar hverfa í hans hendur. Kyndugt er að meðan við ráð- um ekki við að byggja eina flugstöð sakir auraleysis, þá sit- ur vel meinandi skipulagsfólk með umboð á ráðstefnu og ræðir um það í alvöru að skynsamleg- ast sé að leggja niður Reykjavík- urflugvöll til að fá byggingarlóð- ir fyrir einbýlishús og skella sér bara snarlega í að gera auka- flugvöll einhvers staðar mitt á milli Reykjavíkur og Keflavíkur- flugvallar. Skrifaðu einn flug- völl! sagði þingmaðurinn á kosn- ingafundi við aðstoðarmann sinn, og afgreiddi þannig málið. Fyrir fyrri stjórnendur Reykjavíkurborgar þótti slíkt a.m.k. talsverður biti. Þeir gerðu sér ljóst að Reykjavíkurflugvöll- ur yrði þarna óhjákvæmilega fram undir 1995. Flugumferð milli höfuðborgarinnar og lands- byggðarinnar gæti ekki án hans verið. í okkar umhleypingasama landi er í raun varla hægt að ætla ferðafólki að bíða á flug- velli allan daginn, þegar tíðin er óhagstæð, eða fara ótal ferðir á fjarlægan flugvöll. Hitt blasir við. Málið mun í framtíðinni leysast af sjálfu sér. Þegar hraðbrautin fyrirhugaða er komin í framhaldi af Breið- holtsbraut fyrir neðan Vifils- staði og tengd hinni greiðfæru Reykjanesbraut, tekur varla meira en 30—40 mínútur að aka til Keflavíkur. Um það leyti verður meiri hluti þéttbýlisins kominn inn að og inn fyrir Ell- iðaár og flugfarþegarnir líka. Styttra fyrir flesta að aka eftir greiðfærum vegi til Keflavíkur en gegn um miðbæjarumferðina vestur í bæ. Keflavíkurflugvöll- ur getur því áður en langt um líður tekið við megninu af flug- umferðinni út á land jafnt sem til útlanda. Myndarleg og rúm- góð flugstöð þar ætti því að nýt- ast okkur sjálfum og þeim sem sækja vilja okkur heim. Hvað um það. Gangan gegn um flugstöðvargarminn á Kefla- víkurflugvelli tekur fljótt af, hvort sem hún fer fram í morg- unSárið við brottför eða í troðn- ingi gegn um aðkomuleiðir að landinu. Beiti maður Pollýönnu- aðferðinni og leiti að björtu hlið- unum, þá hafa ýmsir ferðamenn svosem verri aðstæður. Sumir fá alls ekki að ferðast. í blöðunum las ég samt þau tíðindi að nú væri farið að rýmka um ferða- leyfi frá Póllandi. Sönnun: Jar- uzelski hafði flogið til Moskvu! Á ýmsu gengur í ferðalögum. Á útleið urðum við sakir þoku á Kaupmannahafnarflugvelli að bíða lengi dags á flugvelli á Jót- landi. I rúmgóðri flugstöð, þar sem meira að segja voru næg þægileg sæti fyrir tvo óvænta þotufarma. Á heimleiðinni hitti ég svo í flugstöðinni í Kaup- mannahöfn landa á leið til Moskvu, á harðahlaupum við að byrgja sig upp af sápu og klós- ettpappír til ferðarinnar. Ýmsar uppákomur verða á langri leið annars staðar en á flugvöllum. í hanastélsboði fyrir pressuna í Finnlandi, vék sér að mér maður um fertugt, og kvaðst hafa haft samviskubit síðan hann var fimm ára. Með and- varpi sætti ég mig við að hlusta á dapra persónusögu. Ekki al- deilis. Hann hafði bara aldrei fengið tækifæri til að þakka manni af Islandi. Faðir drengs- ins hafði fallið í vetrarstríðinu í Finnlandi. Móðirin stóð uppi allslaus með barnið. Eftir stríð tók að berast af íslandi mánað- arleg peningasending til þeirra gegn um hjálparstarf. Milli- göngufólkið sagði að ekki væri ætlazt til persónulegs sambands. Því fengu mæðginin aldrei tæki- færi til að þakka velgerðar- manni sínum. Nú væri þessi maður sennilega á áttræðisaldri, og kannski jafn hjálparþurfi og ungi drengurinn á sínum tíma. Er hann það? Er hann á lífi? Nafn sitt og heimilisfang skrif- aði maðuriiin á miða: Pertki Párssiner, SF 00102 Indusdisk, Finnland, sýnist mér standa þar. Vel á minnzt. Hvað veit ungt fólk á Islandi nú um vetrarstríð- ið, þegar Finnar í baráttunni við Sovétherinn áttu samúð allra ís- lendinga? I öðru boði hitti ég Aarna Krohn, sem hyggst koma til íslands og fræða okkur um það í Norræna húsinu. Húsnæöismálin og kommúnistar í félagsmálaráðherratíð Svav- ars Gestssonar hefur markvisst verið unnið að því að slæva frum- kvæði einstaklinga í íbúðabygg- ingum. Öllum eru ummæli Sigur- jóns Péturssonar, forystumanns Alþýðubandalagsins í borgar- stjórn Reykjavíkur, um eignar- réttinn á íbúðarhúsnæði í fersku minni. Hann vill taka leigunámi „of stórt" húsnæði fólks, sérstak- lega þess, sem er komið á efri ár. En hver er forsenda stefnu Al- þýðubandalagsins í húsnæðismál- um. Hana er að finna í stefnuskrá þess. Þar segir á bls. 59: „Skipan húsnæðismála hér á landi er glöggt dæmi um það hvernig auðvaldsskipulagið knýr almenning til að fullnægja þörf, sem er orðin félagsleg í eðli sínu, með einkaframtaki í þágu einka- gróða. í stað þess að tryggja al- menningi öruggt húsnæði gegn sanngjörnu leigugjaldi er honum gefinn kostur á að kaupa íbúðir eins og hverja aðra markaðsvöru eða búa ella við öryggisleysið sem fylgir leiguhúsnæði í einstaklings- eign. Hver meðalfjölskylda er þannig knúin til að stofna fjárhag og félagslegri tilveru sinni í háska til þess eins að „eignast þak yfir höfuðið" — með öllum búnaði sem fylgir heimilishaldi nú á tímum. Gróðahagsmunir skipulagsins stuðla jafnframt að því að hin fámenna borgarfjölskylda (tveggja ættliða fjölskylda) verði sem sjálfstæðust neyslu- og fé- lagseining er fullnægi sem flest- .um þörfum sínum innan veggja heimilisins. Sambýlishættirnir draga dám af eignarskipaninni; í skjóli einkaeignarinnar, sem fjöl- margir verða að gjalda fyrir með heilsutjóni, er hætt við útúrboru- hætti og smámunalegri einstakl- ingshyggju sem girðir fyrir að kostir sambýlis og grannskapar séu nýttir. Með því að standa sýknt og heilagt gegn félagslegri lausn á húsnæðismálum eru full- trúar skipulagsins ekki einungis að tryggja „einkaframtakinu" gróðaaðstöðu heldur einnig að ýta undir andfélagslega hegðun þann- ig að samskipti manna einkennist sem mest af sérhyggju.“ Ýmsum kann að þykja ótrúlegt, að þetta séu forsendur stefnu fé- lagsmálaráðherra, formanns hús- næðismálastjórnar, forseta borg- arstjórnar Reykjavíkur og for- manna bygginganefndar og skipu- lagsnefndar höfuðborgarinnar í húsnæðismálum. Málum er þó þannig háttað. Markmiðið er ekki einvörðungu að ráðast gegn eign- arréttinum heldur skapa „hinn nýja mann“, „hina nýju fjöl- skyldu“, sem er takmark kommún- ista jafnt hér og í Kreml. Aðförin að framtaki einstaklinga í hús- næðismálum er engin tilviljun, hún er „háleitt" markmið Alþýðu- bandalagsins í baráttu þess fyrir sósíalísku stjórnkerfi á Islandi. Hugsjóninni lagt lið Meðal þeirra, sem sátu þing WFTU, alþjóðasambands verka- lýðsfélaga, á Kúbu 10. til 15. febrúar voru þeir A.I. Shibayev, forseti sovéska alþýðusambands- ins, og Benedikt Davíðsson, for- maður Sambands byggingamanna og forvígismaður Álþýðubanda- lagsins í verkalýðsmálum. Siðan hefur það gerst, að Shibayev hefur verið sviptur háu embætti sínu og er ástæðan almennt talin sú, að hann hafi ekki verið nógu harð- neskjulegur í garð verkamanna. Nú hefur þess ekki gætt, að verka- menn í Sovétríkjunum hefðu frelsi til að láta í ljós óskir um eitt eða neitt. Engu að síður þótti vissara að kasta Shibayev út í hin ystu myrkur og setja annan meiri harðjaxl í hans stað. WFTU er í hópi þeirra alþjóða- samtaka, sem aldrei eru á önd- verðum meiði við Kremlverja, sama á hverju gengur. Mátti þó ætla, að á þingi þessara samtaka, sem kenna sig við verkalýðinn hefði þótt við hæfi að láta að minnsta kosti í það skína, að ekki væri sjálfsagt og eðlilegt að kúga verkalýðinn í Póllandi með her- valdi. Hvergi vottar fyrir slíku í ályktunum þingsins. Þvert á móti var Leonid Brezhnev sérstaklega heiðraður með gullmedalíu á þing- inu og að sjálfsögðu Fidel Castro, en hinum kúbanska leiðtoga vott- ar Benedikt Davíðsson virðingu með þessum hætti í Þjóðviljanum: „Ég varð var við það að hann er mjög óumdeildur sem leiðtogi og almenningur á Kúbu lítur mjög upp til hans, en ég er ekki viss um að það sé sama og persónudýrkun. Til dæmis sjást hvergi myndir eða styttur af honum á almanna- færi.“ (!) Meðal þeirra samtaka, sem starfa á sama grundvelli og WFTU, er WPC eða Heimsfriðar- ráðið, en sérlegur fulltrúi þess á íslandi er enginn annar en Hauk- ur Már Helgason, blaðafulltrúi Alþýðusambands íslands. Þá eru einnig í sama hópi WFDY eða samtök þau, sem efna til heims- móta æskunnar, IUS, alþjóðasam- tök stúdenta, WIDF, alþjóðleg kvennasamtök, IOJ, alþjóðasam- tök blaðamanna og CPC, kristileg friðarráðstefnusamtök. Er ástæða fyrir alla þá, sem vinna að alþjóð- asamskiptum fyrir hin ýmsu sam- tök hér á landi að átta sig á því, að með þátttöku í fundum eða starfi einhverra þessara samtaka eru þeir í raun að leggja áróðursvél heimskommúnismans lið. Sumir gera það auðvitað af hugsjón eins og Benedikt Davíðsson, sem sagði við heimkomuna frá Kúbu: „Ég held, að þetta sé tvímælalaust merkasta ferð, sem ég hef tekist á hendur."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.