Morgunblaðið - 14.03.1982, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982
33
Betri skuldari með betri
tryggingar og góðan rekstur
- sagði Albert Guðmundsson um kaup Arnarflugs á Iscargo
ALBERT Guðmundsson, alþm. og formaður bankaráðs
IJtvegsbankans, gerði viðskipti Utvegsbankans við ís-
cargo að umtalsefni á Alþingi sl. fimmtudag, eins og
skýrt var frá í Morgunblaðinu í fyrradag. í ræðu sinni
sagði Albert Guðmundsson, að Iscargo væri 15 ára
gamalt fyrirtæki og hefði verið í viðskiptum við bank-
ann þessi 15 ár.
Albert Guðmundsson
sagði, að það hefði þótt saga
til næsta bæjar, ef fyrirtæki,
sem hefði verið svo lengi
viðskiptavinur bankans,
hefði ekki fengið nauðsyn-
legar ábyrgðir til þess að
endurnýja flugflota sinn og
fyrirtækið hefði orðið að
leita til annars banka. Ef
þannig hefði verið á málum
haldið, hefði bankastjórn
Utvegsbankans ekki verið
starfi sínu vaxin.
Þingmaðurinn sagði, að
könnun hefði leitt í ljós, að
þær tryggingar sem bankinn
hafði vegna þessara
ábyrgða, voru nægar og
bankinn hefði engu tapað, ef
gengið hefði verið að veðun-
um. Þá rakti Albert Guð-
mundsson tilraunir Iscargo
til þess að selja eina vél sína
úr landi til Perú, þegar það
lá fyrir, að af þeim kaupum
yrði ekki, tilkynnti bankinn
forsvarsmönnum fyrirtækis-
ins, að ekki yrðu veittir frek-
ari frestir og á ákveðnum
degi yrði gengið að veðum og
tryggingum, sem bankinn
hafði í vörzlu sinni. Þá fór
fyrirtækið fram á viðbótar-
frest til þess að kanna aðra
sölumöguleika. Á síðustu
stigum kom Arnarflug inn í
málið.
Albert Guðmundsson
sagði, að það félag hefði
gengið mjög vel síðustu ár
og með því að fá veð og
tryggingar til viðbótar því
að halda gömlum trygging-
um frá Iscargo teldu banka-
stjórn og bankaráð, að kom-
inn væri betri skuldari með
ekki verri tryggingar og góð-
an rekstur og hefðu banka-
stjórar og bankastjórn gætt
hagsmuna bankans mjög vel
með þessum nýju samning-
um.
Bridgehátíðin á Hótel Loftleiðum:
íslenzku pörin
standa sig vei
GÍSLI Hafliðason og Gylfi Italdursson höfðu forystu í
afmælismóti Bridgefélags Reykjavíkur þegar 19 umferð-
um af 35 var lokið. Höfðu þeir fengið 151 stig yfir
meðalskor. í öðru sæti voru bretarnir Willie Coyle og
Barnet Shenkin með 148 stig en þeir höfðu leitt keppnina
síðustu umferðirnar.
Það vakti nokkra athygli að
6 íslenzk pör voru í sjö efstu
sætunum og var auðsætt að ís-
lenzku pörin höfðu enga minni-
máttarkennd gagnvart erlendu
andstæðingunum.
Jón Baldursson og Valur Sig-
urðsson voru í þriðja sæti með
136 stig og í 20. umferðinni tók
þeir forystu í mótinu en nú
þegar hafa mörg pör vermt
fyrsta sætið eina eða tvær um-
ferðir.
Mótinu lauk í gær en vgna
þess hve blaðið fer snemma í
prentun er ekki hægt að greina
frá úrslitum fyrr en eftir helgi.
í dag hefst stórmót Flugleiða
en það er sveitakeppni með
þátttöku þriggja íslenzkra
sveita, brezka landsliðsins,
norska landsliðsins og Dallas
Ásanna. Hefst keppnin kl.
13.15. Mótinu lýkur á mánu-
dagskvöld.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Akranes
Félags- og sljórnunarnámskeið veröur haldið í SjálfslaBöishúsinu
Heiöarbraul 20 dagana 14—16 mars.
Namskeiöiö hefst kl. 14, sunnudaginn 14. mars. Kennt veröur ræöu-
mennska, fundarsköp og félagsstörf. Flutl veröur erindi um sjálfstæö-
isstefnuna.
Leiöbeinandi á námskeiöinu veröur Inga Jóna Þóröardóttir.
Þátttaka tilkynnist til Ragnheiöar Ólafsdottur í sima 2448.
Fræóslunefnd Sjálfstæóisflokksins.
Blaðanámskeið
A vegum fræöslunefndar Sjálfstæðisflokksins veröur efnt til nám-
skeiös föstudaginn 19. marz og laugardaginn 20. marz nk , ætlaö
þeim, er starfa aö útgáfu landsmálablaða og rita, sem gefin eru út i
nafni sjálfstæöismanna.
Námskeiöiö veröur haldiö í Valhöll viö Háaleitisbraut og hefst kl. 9
árdegis föstudaginn 19. marz. Námskeiöiö er byggt upp meö þaö i
huga aö gefa sem besta innsýn í uppbyggingu almennra frétta- og
greinaskrifa, svo og undirstööuatriöi pólitiskra skrifa.
Áriöandi er, aö þátttaka á námskeiðiö veröi tilkynnt sem allra fyrst á
skrifstofu Sjálfstæöisflokksins, sími 82900.
Fræöslunefnd Sjálfstæðisflokksins.
Miðneshreppur
Sjálfstæöisfélag Miöneshrepps heldur al-
mennan félagsfund, sunnudaginn 14. marz
kl. 14.00 í barnaskólanum í Sandgeröi.
Fundarefni: Tillaga aö framboðslista vegna
hreppsnefndakosninga 1982.
Önnur mál.
Stjórnin.
Hvað er framundan í
orkumálum Reykvíkinga?
Landsmálafélagiö Vöröur heldur almennan
fund um orkumál, miövikudaginn 17. marz
nk.
Fundurinn veröur haldinn í Valhöll, Háaleit-
isbraut 1 og hefst kl. 20.30.
Frummælandi: Birgir ísleifur Gunnarsson,
alþingismaöur.
Reykvíkingar hvattir til aö fjölmenna.
Stjórnin.
Hvöt félag
sjálfstæðiskvenna
Málefnanefnd um sveitarstjórnarmál tekur
fljótlega til starfa. Þeir sem áhuga hafa á aö
taka þátt i störfum nefndarinnar vinsamlega
láti skrá sig i Valhöll á skrifstofu Hvatar, sem
fyrst.
Elín Pálmadóttir, formaður nefndarinnar,
veröur til viötals i Valhöll, mánudaginn 15.
mars frá kl. 17 til 18.
Stjómin.
Fella- og Hólahverfj
Bakka- og Stekkjahverfi
Skóga- og Seljahverfi
Félagsvist
Félög sjálfstæöismanna í Breiöholti halda
spilakvöld fimmtudaginn 18. febrúar kl.
20.30 aö Seljabraut 54 (hús Kjöts og fisks).
Spiluð veröur fyrsta umferö af þremur. Spila-
verölaun eftir hvert kvöld. Allir velkomnir.
Stjórnirnar.
Njarðvík
Fulltrúaráö sjálfstæöisfélaganna i Njarövik boöar til fundar i Sjálf-
stæöishúsinu laugardaginn 13. mars kl. 2.00 e.h. Tekin veröur
ákvöröun um framboö til bæjarstjórnar, enn fremur veröur kosið í
kjördæmisráö.
Onnur mál.
Sjálfstæðisfólk
Siglufirði
Sameiginlegur fundur félaganna veröur hald-
inn þriöjudaginn 16. marz kl. 20.30 í Sjálf-
stæðishúsinu. Ákvörðun veröur tekin um
framboðslistann. Allt stuöningsfólk listans
velkomið. Sjálfstæðisfélögin.
Sauðárkrókur
Bæjarmálaráð
Bæjarmálaráö Sjálfstæðisflokksins á Sauð-
árkróki heldur fund í Sæborg þriðjudaginn
16. marz nk. kl. 20.30.
Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun Sauöárkróks
1982 og önnur bæjarmálefoi.
2. Önnur mál.
Kaffiveitingar. Allt stuöningsfólk Sjálfstæöis-
flokksins er velkomið á fundinn.
Ath! Breyttan fundardag.
Stjórn Bæjarmálaráós.
Ráðstefna um skattamál
Skattamálanefnd Sjálfstæöisftokksins heldur ráöstefnu um skattamál
i Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavik, dagana 25. marz og 1. april nk.
Dagskrá:
Fimmtudagur 26. marz.
Kl. 17.30 Ráöstefnan sett: Geir Hallgrimsson. tormaöur Sjálfstæöis-
flokksins.
Kl. 17 40 Hversu stór hluti þjóöartekna er æskilegt aö renni til hins
opinbera? Framsögumaöur: Árni Árnason, framkvæmda-
stjóri.
Kl. 18.40 Hver er eólileg verkaskipting rikis og sveitarfélaga?
Framsögumaöur Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaöur.
Kl. 20.00 Hvaöa tekjustofnar koma til greina og hvernig skal skipta
þeim á milli rikis og sveitarfélaga?
Framsögumaöur: Ólafur Nilsson, lögg. endurskoöandi.
Fimmtudagur 1. april.
Kl. 17.30 Opinber fjármálastjórn. Valddreifing, abyrgð. ákvaróanir og
eftirlit. Framsögumenn: Matthías Á. Mathiesen, alþingis-
maður. Þorvaröur Eliasson, skólastjóri.
Kl. 18.30 Opinber umsvif. Framsögumaöur: Víglundur Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri.
Kl. 20.00 Réttlát nýting tekjustofna. Lagabreytingar. Framsögumenn:
Björn Þórhallsson, viöskiptafræöingur, Pétur H. Blöndal,
forstjóri.
Umræóur og ályktanir.
Ráöstefnustjórar. Friörik Sophusson, alþingismaöur,
Eyjólfur K. Jónsson, alþingismaöur.
Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Sjálfstæöisflokksins í sima 82900.
Gögn vegna ráðstefnunnar veröa jafnframt afhent þar og send þeim,
sem þess óska. Skattamálanefnd Sjáltstæóistlokksins.
Geir Hallgnmsson. Ami Arnason Salome Þorkelsdóttir.
Olatur Nilsson. Matthías Á Mathiesen. ÞorvarOur EUasson.