Morgunblaðið - 14.03.1982, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982
Tryggvi Gunnarsson hvatti til
byggingar slipps í Reykjavík
í upphafi þessarar aldar. Hann
sá í hendi sér þörfina fyrir drátt-
arbraut — en þá voru í Faxaflóa
nálaegt 65 þilskip. Stofnfundur
Slippfélagsins var haldinn hinn
15da mars 1902 og voru þrír
menn kjörnir í stjórnina: Tryggvi
Gunnarsson, Asgeir Sigurðsson
Jón II. SigurÓNson foratjóri Sigurdur Jónswon foratjóri
1968—79 og núverandi Htjórnar 1932—67.
maóur.
Hjalti Jónsson stjórnarformad- Geir Zoega stjórnarformadur
ur 1937—49. 1949—59.
Slippurinn í Reykjavík á
80 ára afmæli á morgun,
hinn 15da mars. I>etta mikla
þjóðþrifafyrirtæki er öldung-
ur meðal íslenskra fyrirtækja
— að sögn elsta skráða hluta-
félag Reykjavíkur. Með
stofnun Slippfélagsins árið
1902 var rennt gildri stoð
undir framtíðarreisn Reykja-
víkur, jafnframt því sem fyrir
tækið var til nytja fyrir út-
gerðina í öllum landshlutum.
Síðan hefur fyrirtækið vaxið
og dafnað með borginni, og
borgin með því. Og nú á 80
ára afmælinu stendur Slipp-
urinn í stórum framkvæmd-
um. Miklar endurbætur er
verið að gera á allri aðstöðu
félagsins. Um þrjú þúsund
fermetra uppfyllingu hefur
verið komið fyrir á athafna-
svæði þess og reist hefur ver
ið setningsbryggja fyrir vest*
an Ægisgarð, og nokkru vest-
ar er í byggingu setnings-
bryggja fyrir 2500 tonna
dráttarbraut félagsins. Þess-
ar miklu framkvæmdir eru
komnar langt á veg, en heild-
arkostnaður þeirra er áætl-
aður um fimm milljónir
króna.
80 ÁRA
O. Kllingsen forstjóri
1902—1916.
Th. Krabbe stjórnarformaóur
1930-37.
SLIPPURINN
í REYKJAVÍK
Stjórn Slippfélagsins á 80 ára afmælinu: Tryggvi Ófeigsson, Jón Cunnarsson og Hjalti Geir
Kristjánsson. Einnig er í stjórninni Jón H. Sigurðsson.