Morgunblaðið - 14.03.1982, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982
35
Tryggvi Gunnarsson stjórnar
formadur 1902—17.
Jes Ziemaen stjórnarformadur
1917—30.
Kristján Siggeirsson stjórnar Tryggvi Ófeigsson stjórnarfor
formadur 1959—75. maður 1975—.
og Jes Ziemsen. Keypt var efni
utanlands frá til smíði drátt-
arbrautar, sem siðan var fleytt
vestur í Hlíðarhúsasand, þar sem
henni var komið fyrir — og þar
hefur Slippurinn verið síðan.
Slippurinn hefur alla tíð reynt
að fylgja stærðarþróun fiski-
flotans í smíði dráttarbrauta,
jafnframt því sem færslubrautir
hafa verið endurnýjaðar og
stækkaðar. Nú eru brautirnar
þrjár: ein fyrir 400 lesta skip,
önnur fyrir 1500 lesta skip og sú
þriðja fyrir 2500 lesta skip. Og
hliðarfærslur eru fyrir fimm
skip. Þannig geta átta skip staðið
uppi í Slippnum í einu og er hann
því langstærsta dráttarbraut
landsins. Síðastliðin fimm ár
hafa verið tekin upp um 700 skip
að brúttórúmlestatölu um 500
þúsund lestir. Er það geysilegt
stökk frá fyrstu árum Slippsins.
Vélsmiðjur í Reykjavík annast
alla járn- og vélsmíði í Slippnum
en Slippurinn trésmíðina, málun
og hreinsun. Hefur sú verka-
skipting haldist frá upphafi
járn- og stálskipa hérlendis.
Timbursalan og Slippbúðin hafa
síaukið umsvifin hin seinni ár og
málningarverksmiðja Slippfé-
lagsins er nú í stóru og glæsilegu
húsnæði að Dugguvogi í Reykja-
vík. Fastir starfsmenn Slippfé-
lags Reykjavíkur eru nú orðið
oftast um 100, en auk þess er
jafnan fjöldi lausráðinna starfs-
manna að störfum og fer starfs-
mannafjöldinn iðulega upp í 160.
Þá vinnur, ein« og áður greinir,
fjöldi járniðnaðarmanna í
Slippnum og þar eru allt að 300
manns við vinnu, þegar mest er
að gera. Framkvæmdastjórar
Slippfélagsins hafa verið þessir:
O. Ellingsen 1902—1916, Daníel
Þorsteinsson 1916—1931, Sigurð-
ur Jónsson 1932—1968,
1968—1979 Jón H. Sigurðsson og
frá 1968 núverandi forstjóri, Þór-
arinn Sveinsson.
egar flett er sögu þessa
gamalgróna fyrirtækis sem
hefur staðið af sér öll veður ís-
lensks þjóðlífs í 80 ár og lifir
góðu lífi — þá blasir við einn
rauður þráður: Það hefur alltaf
verið byggt eftir þörfum og aldr-
ei umfram þarfir. Þannig hefur
hver nýr vagn eða önnur endur-
bót gagnast að fullu strax. Verk-
efnin hafa jafnan legið fyrir, svo
sem þegar kútterana vantaði
braut, eða gömlu togarana síðar,
ellegar verkefnin svo aUgljós að
hægt var að gera sér fulla grein
fyrir höfninni, svo sem þegar
byggð var braut sem ætluð var
nýsköpunartogurunum. Þetta er
sá galdur í fjárfestingu sem við
Islendingar hefðum betur fest
okkur í minni. Gamalgróið fyrir-
tæki með miklar og verðmætar
eignir, eins og Slippurinn, á að fá
að byggja áfram eftir þörfum á
sínum gamla og trausta merg —
auka starfsemi sína með viðráð-
anlegum hætti og eftir þeim
þörfum sem við blasa. Sagan hef-
ur sýnt að það má treysta Slipp-
félaginu í Reykjavík.
Uppfyllingin mikla sem mun stækka athafnasvædi Slippsins
verulega.
Splunkunýr
aaaa x 1/9
Getum útvegað nokkra splunkunýja Fiat X 1/9 árgerö 1981 frá
Danmörku á verðbilinu
120-130
þús.
Sérstaklega glæsilegur og kraftmikill 5 gíra, bíll með öllu tilheyrandi.
Afgreiöslutimi áætlaöur 1 mánuöur.
Þeir sem áhuga hafa hafi samband við okkur sem fyrst.
EGILL FIAT
/ VILHJÁLMSSON HF. / / UMBOÐIÐ
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Simi 77200.
NÝJA HCISQVARNA 6690
TÖLVCIVÉUN
„Hún er svo ótrúlega einföld
- bara að ýta á hnapp”
Munurinn á „venjulegri” saumavél og Husqvama 6690
er, að í Husqvama 6690 er litil ör-tölva. Þessi ör-tölva getur í raun og vem
hjálpað þér að búa til eigin mynstur,
skrifað orð og setningar og saumað af mikilli nákvæmni.
Allt sem þarf að gera, er að ýta á hnapp! Þetta er saumavél sem hefur hlotið
margar viðurkenningar um heim allan.
0k
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 Simi 91352ÓÖ
Akurvik. Akureyri