Morgunblaðið - 14.03.1982, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982
45
sem fól í sér 7% árlega hækkun
hefur verðbólgan hjaðnað og er nú
um 8% og býst ég við frekari
hjöðnun.“
Hvernig hafa þessar hækkanir
launa haft áhrif á heildarfjár-
hagsstöðuna?
„Ef við hefðum ekki greitt neina
kauphækkun á síðastliðnu ári
hefðum við verið nær jafnvægi á
fjárlögum okkar, sem hefði verið
öllum fyrir bestu, en flest lyf
bragðast illa!“
Þú segir að efnahagsvandann
megi rekja meðal annars til
þróunar velferðarríkisins og til
olíuverðhækkana?
„Já, Svíþjóð og önnur lönd búa
við svipað efnahagskerfi, sem má
rekja til þess að þau eru byggð upp
á svipaðan hátt. Annars vegar er
að finna í þessum löndum mikla
velferðarþjónustu, sem leiðir af
sér of mikil ríkisafskipti, sem er
efnahagslífinu ekki hollt. Hins
vegar má rekja vandann til olíu-
verðshækkana, sem komið hafa á
misvægi. Heimurinn er ekki snið-
inn til þess að eiga viðskipti við
svo öfluga einokunaraðila og
OPEC. Þar af leiðandi eru efna-
hagssérfræðingar eða efnahagslíf
þjóðanna ekki undir það búið að
eiga viðskipti við þá.
Ef lögð er saman sjálf samfé-
lagsgerðin og utanaðkomandi erf-
iðleikar eins og til dæmis olíu-
verðhækkarnir, þá lítur dæmið
ekki vel út. Það er nógu slæmt að
hafa annað hvort, en báðir þessir
þættir skapa heilmikinn vanda."
Hvað er til úrbóta?
„I fyrsta lagi þurfa þjóðirnar að
virkja orkulindir sínar í ríkara
mæli. í öðru lagi á að hætta opin-
berum styrkjum til iðnaðar. í
þriðja lagi að ríkið hætti afskipt-
um af fyrirtækjum, sem þegar eru
í miklum fjárhagsörðugleikum og
einsýnt þykir að lítil breyting
verði þar á.“
En hvað með félagslegar bætur
til einstaklinga?
„Tökum dæmi. Það er fjöldinn
allur af fólki, sem borgar opinber
gjöld, sem eru í engu samræmi við
þau eftirlaun, sem það síðan fær.
Fyrst verið er að hafa almanna-
tryggingar á annað borð, þá er
æskilegt að hafa samband á milli
þess sem viðkomandi fær í laun og
þess sem hann síðar fær í eftir-
laun. Auðvitað er til fólk sem get-
ur ekki borgað fyrir sig, látum það
njóta ókeypis þjónustu. Hvers
vegna ætti fólk að vera að fleygja
peningum út og suður án þess að
það sjái nokkurn árangur af því
sjálft?
Ef sænskur launþegi fær 1000
krónum meira í laun, verður hann
að borga fyrir að fá hærri lífeyri,
hann verður líka að borga meira
fyrir tannlæknaþjónustu, sjúkra-
húsvist, betri vegi og svo framveg-
is, það er að segja hann verður að
borga meira í opinber gjöld. Það
getur verið að hann kæri sig ekk-
ert um þetta. Það er tvennt til í
þessu, annars vegar að borga
meira og fá þannig viðunandi líf-
eyri, ellegar að fólk borgi trygg-
ingar og fái út úr þeim einhverja
lágmarksupphæð en borgi síðan
restina úr eigin vasa.
Aftur á móti er kerfið þannig,
að það takmarkar hvað fólk getur
fengið út úr einkatryggingum, því
það má aðeins nota lítinn hluta af
tekjunum til að setja í eigin líf-
tryggingu, síðan bætist við það
sem fólk fær út úr almannatrygg-
ingum. I staðinn fyrir að veita
fólki frelsi til að meta sínar eigin
framtíðarþarfir, þá er takmarkað
hvað það má gera.“
Að lokum þessa viðtals sagði
Curt Nicolin: „Hin vestrænu þjóð-
félög hafa aldrei verið eins auðug
af veraldlegum gæðum og nú.
Samt sem áður glíma þjóðirnar
við fjöldann allan af efnahags-
vandamálum. Það er ef til vill ekki
nauðsynlegt fyrir okkur að verða
ríkari, heldur ættum við að reyna
að verða hamingjusamari." HE
Félag ísl. síma-
manna ályktar:
Sammingsatr-
iði sniðgengin
FÉLAG ísl. símamanna hélt nylega
félagsfund um kjaramál og gerði
samninganefnd félagsins þar grein
fyrir stöðu varðandi sérkjarasamn-
ing. Ekki hefur tekist samkomulag
við fjármálaráðherra og hefur mál-
inu verið vísað til úrskurðar Kjara-
dóms.
í frétt frá félaginu kemur fram
að einhugur hafi ríkt um þá af-
stöðu samninganefndar að semja
ekki á þeim grundvelli sem fjár-
málaráðherra hafi krafist. í fund-
arlok var samþykkt ályktun þar
sem segir m.a.:
„Almennur fundur í Félagi ís-
lenskra símamanna haldinn 11.
mars 1982 mótmælir harðlega af-
stöðu fjármálaráðherra, sem fram
hefur komið í samningaviðræðum
við félagið að undanförnu um nýj-
an sérkjarasamning, að neita að
samræma launakjör símamanna
kjörum sambærilegra starfshópa
annars staðar þrátt fyrir ákvæði í
nýgerðum aðalkjarasamningi, sem
kveður skýrt á um að það skuli
gert.
Telur fundurinn að með þessari
afstöðu sinni séu ákveðin samn-
ingsákvæði sniðgengin og fyrir-
heit sem gefin voru í viðræðum
um aðalkjarasamninginn að engu
orðin.“
Stofnað félag
um tölvutækni
f BORGAKNESI hefur verið stofnað
Félag áhugamanna um tölvutækni,
skammstafað FAT. Voru stofnfélag-
ar 27 og samhliða stofnfundinum
voru sýndar 8 heimilistölvur af 5
gerðum. Voru sýningargestir alls um
7°.
í frétt frá „FÁTI“ segir að til-
gangur félagsins sé að auðvelda
félagsmönnum að auka þekkingu
sína á tölvum og tölvuforritun,
einnig að útbreiða þekkingu á
þessu sviði meðal almennings.
Stjórn félagsins skipa: Björgvin
Oskar Bjarnason formaður, Sæ-
mundur Bjarnason, Reynir Ás-
berg, Ragnar Torfi Geirsson og
Sólrún Anna Rafnsdóttir og geta
áhugamenn um heimilistölvur
sem vilja fræðast um félagið haft
samband við stjórnarmenn.
Bútasauma-
sýning á
Kjarvals-
stöðum
BÚTASAUMSSÝNING var opnuð á
Kjarvalsstöðum föstudaginn 12.
mars en hún er á vegum verslunar-
innar Virku sf. Teppin eru um 40
talsins og flest yfir 100 ára gömul og
frá hinum ýmsu ríkjum Bandaríkj-
anna. Við opnun sýningarinnar mun
Mrs. Marti Michell, eigandi safnsins
sem á sýningunni er, segja frá búta-
saumi í Bandaríkjunum. Sýningin
verður opin daglega frá kl. 14.00 til
22.00 til 21. mars.
Bjögun (WRMS): 0,005%
Tíðnisvörun frá 25 riðum og upp í 18 þús. rið
S/N hlutfall (með Dolby CA): 79.dB
Tækiö er útbúiö meö nýjasta Dolby kerfinu sem kallast Dolby C og eyöir þaö
algerlega öllu suði.
Tækiö er útbúiö með léttrofum þannig aö aðeins þarf aö styöja létt á takkana (soft
touch). Fínstillir fyrir tónhausa (fine Bias) en þaö gerir þér kleift aö stilla tónhaus-
ana, í samræmi viö þá tónspólu, sem þú notar, en þaö stendur aftan á betri
tónspólu, á hvaöa stillingu á aö stilla (t.d. Maxell).
Tækiö er hlaðið mörgum athyglisveröum nýjungum, sem of langt mál væri að telja
upp svo sem „Peak Protection Systern"
Rúsínan í pylsuendanum:
Verö 6.302.-
Greiðsluskilmálar.
Útborgun: frá 1.500 og rest á 2-6 mánuðum.
3ja ára ábyrgð.
VERSLIÐ I
SÉRVERSLUN
MEO
LITASJÓNVÖRP
OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SlMI 29800
Eldstæði
655
Leitið upplýsinga.
Sýnishorn á staönum.
iíiekutcud
Símar 18160 — 12902, Laufásvegi 17.ig
Box 689, Reykjavík.
651
641
717 716
Þessi
fallegu
eldstæði
(arnar)
úr potti
fyrir
sumarbústaði
og heimahús
eru væntanleg.
708 709 710