Morgunblaðið - 14.03.1982, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982
Jaz úr Killing Joke hefur nú
bæet við.
ur því eins og þruma úr heið-
skíru lofti. Enn hefur ekkert ver-
ið fjallað um þessa óvæntu ferð
hans til Islands í bresku mús-
íkpressunni en varla verður þess
langt að bíða að Þeysarar birtist
á síðum poppblaðanna bresku.
Þeysarar fóru nýverið í tón-
leikaferð um Austurland og
tókst sú ferð ágætlega að sögn
Guðna Rúnars Agnarssonar,
talsmanns hljómsveitarinnar.
Áheyrendur voru að vísu í færra
lagi á öllum stöðunum en ljúfar
móttökur þeirra, sem alténd
mættu, bættu það upp.
Jaz úr Killing Joke geng-
ur til liðs við Þeysara
— undir nafninu
lceland mun flokkur-
inn halda í hljómver
í næstu viku — Tony
Cook kemur gagn-
gert til landsins til að
stjórna upptökum
STÓRTÍÐINDI berast oss nú úr
hinum íslenska poppheimi jafnt
sem hinum breska. Jaz úr Killing
Joke hefur sagt skilið við félaga
sína og gengið til liðs við Þeysara.
Hefur hann að undanfórnu verið
hérlendis ásamt vinkonu sinni og
er verið að svipast um eftir íbúð
fyrir hann. Kftir heimildum, sem
Fokahornið telur enga ástæðu til
a<l vantreysta, hafa okkur borist
þau tíðindi, að Jaz hafi svo að
segja hlaupist á brott frá félögum
sínum í Killing Joke í miðjum upp-
tökum. Sömu heimildir herma
ennfremur að uppstokkun standi
fyrir dyrum hjá Þey. Jaz mun sjá
um sönginn, Magnús taki við gít-
arnum af Þorsteini Magnússyni og
að hann hafi í hyggju að ganga til
liðs við Kgó Bubba Morthens.
Vissulega kann ofangreind
klausa að hljóma harla ótrúlega,
en þannig er staðan nú samt.
Þeysarar, eins og þeir voru fyrir breytinguna.
Víst er að Jaz er kominn í Þey,
en hinar breytingarnar á
flokksskipaninni eru ekki stað-
festar. Þeysarar með Jaz í far-
arbroddi hafa undanfarið verið
að æfa af fullum krafti og fara í
hljóðver í næstu viku. Munu þeir
líkast til taka upp þrjú lög þar
og kemur Tony Cook, upptöku-
maður, gagngert til landsins til
að stjórna þessu verkefni. Munu
drengirnir ætla að nota nafnið
Iceland á „prójektið".
Það sem meira er vitað um
þessar hræringar, sem vægast
sagt hafa farið ákaflega leynt, er
að Þeyr/Iceland hyggst troða
upp í byrjun næsta mánaðar á
tónleikum. Mun Jaz leika með
hljómsveitinni þar og væntan-
lega áfram. Killing Joke nýtur
geysilega mikils fylgis í Bret-
landi og virðist nú sem það sé
enn að aukast. Brottför Jaz kem-
Stórtíðindi í íslenskum og breskum poppheim
Þrumuvagninn er enn í fyrsta gír...:
Rokkbylgjan á eftir aö
rísa miklu hærra hérna
— segja meölimir kvartettsins í síðkvöldsspjalli
„l»ú færð þrjá í mínus fyrir þetta.“
„lleyrðu góði minn, býrðu til reglurnar jafnóðum, eða hvað? I*ú kannt nú ekkert
í þessu greinilega."
l'msjónarmaður Pokahornsins mátti hafa sig allan við til að forðast líkamsmeið-
ingar af einu eða öðru tagi, er meðlimir Þrumuvagnsins meðhöndluðu billjardkjuð-
ana af mismunandi mikilli snilld. Við höfðum mælt okkur mót í veglegri byggingu
á höfuðborgarsvæðinu, en til að byrja með snerist málið um það að vera ekki fyrir
meðlimum flokksins þar sem þeir léku billjard, eða knattborðsleik, eins og það ku
víst heita á móðurmálinu, af alefli. Ilmmælin í upphafí greinarinnar eru eign
Kinars Jónssonar, gítarleikara, og Kiðs Kiðssonar, söngvara. Þar sem hinir tveir,
Brynjólfur Stefánsson, bassaleikari, og Kyjólfur Jónsson, bróðir Kinars trymbils,
urðu útundan í þeim umræðum þótti réttast að svífa á þá fyrst og rekja úr þeim
garnirnar.
J í l
c; p
Þrumuvagninn í viðtali. Eiftur, Einar, Eyjólfur og Billy. Hann vildi
ekki láta sjást nema í hárió á sér. Nb"d í ínnbogi.
Eyjólfur held ég hafi orðið hálf-
móðgaður að ég skyldi ekki vera
fróðari en raun bar vitni um fortíð
hans. Hann verður bara að virða það
til betri vegar. „Ég og Brynjólfur
vorum t.d. saman í hljómsveitinni
Cobra 1977. Síðan lék ég með Reykja-
vík og þá kom Stormsveitin. Þar lék
Einar bróðir líka með okkur Billa.“
Brynjólfur er einn fárra rokk-
bassaleikara, sem nota bandalausan
bassa. I svipinn minnist ég aðeins
eins, og það var Ed King gamli úr
Lynyrd Skynyrd. En af hverju
bandalaus bassi spurði ég hann?
„Ég viidi bara sanna það fyrir
sjálfum mér, að ég gæti leikið á
bandalausan bassa. Mig vantar hluta
á einn fingurinn og það var búið að
segja mér að ég gæti aldrei náð að
spila á bassa, hvað þá bandaiausan,
sem er erfiðari í meðförum. Ég
komst upp á lagið með það og hef
ekki sleppt honum síðan.“
Við tylltum okkur niður fyrir
framan sjónvarpið og horfðum á þátt
um fyrsta kvöldið á afmælishátíð
FÍH. Þar var rifjuð upp saga síðasta
áratugar í grófum dráttum. Vissu-
lega vantaði margar góðar hljóm-
sveitir þar inn í og synd og skömm
var, að enginn eftirtalinna: Þeyr,
Utangarðsmenn eða Grýlurnar
skyldu geta spilað þarna. Það sem
vakti mesta athygli mína var að gít-
arleikararnir í Start, Friðryk og
Þrumuvagninum höfðu allir svipaða
takta. Við frekari athugun má rekja
þá til Van Halen og ekki kemur á
óvart að heyra að sá flokkur er í
miklu uppáhaldi hjá þeim Tryggva
Hubner, Kristjáni Edelstein og Ein-
ari Jónssyni.
Þrumuvagninn heldur í hljóðver
innan skamms og verða þar hljóðrit-
uð 5 lög og gefin út hjá Steinum. Um
tíma stóð jafnvel til.að Fálkinn gæfi
plötuna út, en datt svo út úr mynd-
inni. „Steinar hafa miklu betri að-
stöðu til að koma okkur á framfæri
erlendis,“ sagði Eiður Eiðsson söngv-
ari er þetta bar á góma.
Rokkið sem hljómsveitin leikur er
líkast til það þyngsta sem getur að
heyra hérlendis. Þó vantar nokkuð
upp á að það geti talist í sama flokki
og það þyngsta sem kemur að utan.
Tónlist Þrumuvagnsins er öðruvísi,
rokkið dálítið eldra en gerist og
gengur hjá stórstjörnum bárujárns-
rokksins í heiminum.
„Þetta rokk er alls ekkert nýtt,
mikil ósköp,“ segja þeir Eiður og
Brynjólfur nær samtímis. „En það er
betra en það var hér áður. Það ríkir
annað viðhorf og umfram allt er
betra sánd. Lögin í dag eru í sjálfu
sér ekkert betri en mörg hver, sem
samin voru hér áður fyrr. Enda taka
hljómsveitir aftur og aftur upp eldri
lög á plötur sínar. Færa þau í nú-
tímalegri búning.“
Þeim félögum bar saman um að
smæð landsins og lítið fjárstreymi
innan poppsins ætti helst sök á því
hversu erfiðlega gengi að skapa þá
réttu stemmningu, sem þarf að ríkja
í kringum rokkið. „Mér fyndist það
t.d. ekki vitlaus hugmynd hjá fyrir-
tæki eins og Steinum að verða sér úti
um toppgræjur fyrir hljómflutning á
tónleikum. Fyrirtækið gæti átt þessi
tæki og notað þau síðan til að
„prómótera” þá hljómsveit, sem það
legði mesta áherslu á hverju sinni.
Almennilegt sánd og gott „show“
hefur ekki svo lítið að segja.“ Það er
Eiður sem hefur verið að tjá sig hér
að ofan.
„Annað atriði í þessu rokki hér er
hversu lítið af þessari tónlist er leik-
ið í útvarpi. Það vantar meiri spilun.
Útvarpið hefur prýðisgott fólk í
þessum syrpum sínum, en það er allt
á svipuðu aldursskeiði og leikur þar
af leiðandi keimlíka tónlist. Það
vantar einhvern yngri þarna inn til
að kýla á þá tónlist, sem nú sprettur
upp, rokkið,“ segir Eiður. „Útvarp og
sjónvarp eru fjölmiðlar dagsins í
dag. Diskóið náði að drepa rokkið
niður um tíma vegna þess að það
dundi sífellt í útvarpinu. Rokkið
gleymdist hreinlega, en hefur náð
sér á strik á ný og er nú eins og
holskefla. Rokkbylgjan á eftir að rísa
miklu hærra hérlendis,” bætir hann
enn við.
„Þungarokkið er farið að taka við
sér af fullum krafti. Ég er búinn að
vera í rokkinu í 10 ár eða meira og
það hefur aldrei verið grundvöllur
fyrir þessari tónlist fyrr en nú. Ég
man svo vel þegar ég var í Pops í
gamla daga og lagði til að við tækj-
um nokkur Zeppelin-lög á pró-
grammið. Það var ekki við slíkt kom-
andi. Nú hefur þetta loksins náð ein-
hverri fótfestu.“
Einari fannst greinilega tími til
kominn að hann fengi að segja
eitthvað.
„Ég og Eyjó bróðir ólumst upp í
þungarokkinu. Við fluttum til
Bandaríkjanna þegar við vorum
smápollar. Þar var þetta allt í kring-
um okkur. Þegar heim kom tókum
við hins vegar að leika jazzrokk, fus-
ion, með Billa.“
„Við semjum okkar lög yfirleitt í
sameiningu,“ segir Eiður, er ég spyr
þá félaga hverjir séu ábyrgir fyrir
útkomunni. „Þ.e. ég og Einar. Við
náum upp einhverri laglínu og síðan
byggjum við lagið smám saman upp.
Yfirleitt lögum við lagið að textan-
um.“
„Fusion er mín tónlist," segir
Brynjólfur og hefur næstur orðið.
„Hins vegar á ég miklar rætur í
rokkinu.“ „Veistu hvað,“ segir Eiður
og grípur frammí: „Það var Janis
Joplin, sem maður reyndi að ná fyrst
og hennar lög. Plantarinn kom svo
seinna."
„Þú mátt láta það koma fram, að
við viljum endilega þakka Sigga
Reynis fyrir samveruna,“ skýtur
Einar inní. „Já, hann gaf bandinu
mikið á meðan hann var í því. Hann
hafði góðar hugmyndir en var ein-
faldlega ekki reiðubúinn að axla þær
skuldbindingar, sem fylgja því að
æfa stíft.“
Það fór að líða að lokum spjallsins.
Klukkan var farin að teygja stóra
vísinn yfir á nýjan dag svo ég lagði
þá spurningu fyrir strákana hver
væri raunveruleg staða hljómsveit-
arinnar i dag.
„Við byggjum fyrst og fremst á því
að allir fái að njóta sín í hljóm-
sveitinni. Við gætum allir, faktískt
séð, verið á látlausum egó-trippum,
en viljum láta sterka heild tala fyrir
Þrumuvagninn. Við erum rétt að
byrja. Bandið er enn á bleyjuskeið-
inu. Við erum svona að komast á
koppinn ef hægt er að orða það svo.“
Við svo búið þakkaði ég þeim
drengjum fyrir og bauð góða nótt.
— SSv.
Þrumuvagninn hristir innviöi Óöalsins.