Morgunblaðið - 14.03.1982, Side 47

Morgunblaðið - 14.03.1982, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 47 Breyttir tímar krefjast breyttra starfsaðferða - segir Povl Hjelt, fyrrum aðalforstjóri dönsku ríkisjárnbrautanna, sem flytja mun fyrirlestra um stjórnunarstörf á ráðstefnu Stjórnunarfélags íslands 17. og 18. mars „Efnahags- og þjóðfélagsleg þróun á þessum áratug mun hafa það í for með sér, að atvinnurek- endur jafnt sem stjórnmálamenn verða að laga sig að nýjum og breyttum tíma. Ekki gengur lengur að hafa þær hugmyndir að leiðar Ijósi, sem voru góðar og gildar Fyrir nokkrum árum, og atvinnu- rekendur og aðrir stjórnendur verða að gera sér grein fyrir því, að umsvif annarra setja þeim æ þrengri skorður. Hér veldur ekki minnstu, að efnahagslegt sam- hengi og viðmiðun um heim allan hefur farið úr böndunum og ekki er víst, að það sem talið hefur ver ið sjálfsagt við stjórn efnahags- mála, komi nú að nokkru haldi. Við lifum á óvissum tímum og þeir, sem veita fyrirtækjum forstöðu eða öðrum rekstri, eiga erfitt með að gera sér grein fyrir framvind- unni.“ Það er Povl Hjelt, formanni danska stjórnunarfélagsins (Dansk Management Center), sem þannig farast orð í viðtali, sem átt var við hann nokkru áð- ur en hann hélt hingað til lands í boði Stjórnunarfélags Islands. Þar til fyrir þremur mánuðum var Povl Hjelt aðalforstjóri dönsku ríkisjárnbrautanna en lét af störfum þegar hann hafði náð 60 ára aldri að eigin ósk. Það gerði hann til að geta helgað tíma sinn hugðarefni sínu, sem eru stjórnunarstörf, auk þess sem honum gæfist þá meira ráð- rúm til að sinna störfunum í stjórnum ýmissa stórra danskra fyrirtækja. Povl Hjelt hefur verið sæmdur virðingarheitinu „Besti stjórn- andi áttunda áratugarins" og á 11 ára ferli sínum sem aðalfor- stjóri dönsku ríkisjárnbraut- anna endurskipulagði hann rekstur þeirra frá grunni. Upp- bygging þeirra þykir nú vera með mjög nútímalegu sniði og hafa hinar ýmsu einingar alveg sjálfstæðan fjárhag. Erfiðir tímar „Við lifum á erfiðum tímum," segir Povl Hjelt, „sem einkenn- ast þó ekki bara af vonleysi og smámunasemi, þvert á móti, því að þeir fá okkur einnig í hendur verðugt viðfangsefni og gera til okkar miklar kröfur, ekki síst til þeirra, sem hafa stjórnunarstörf á hendi. Hins vegar skulum við ekki ganga að því gruflandi, að vandamálin eru erfiðari úr- ÞU AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU lausnar nú en áður og að við, sem stjórnendur, verðum að taka höndum saman við ýmsa þá, sem við hingað til höfum ekki haft beint samstarf við. Árangurinn af slíku samstarfi er oft með miklum ágætum og það er lífsnauðsynlegt fyrir einka- fyrirtæki og opinber að komast klakklaust frá þeirri umbylt- ingu, sem óhjákvæmileg er um allan hinn vestræna heim." Fyrirlestrar Povl Hjelts utn stjórnunarstörf Povl Hjelt hefur tekið mikinn þátt í því, sem Danir kalla „Dönsk stjórnunarstörf á níunda áratugnum", og mun flytja fyrir- lestur um reynslu sína af því á ráðstefnu, sem Stjórnunarfélag íslands efnir til 17. og 18. mars nk. í hátíðarsal Háskóla íslands. Fyrirlesturinn verður fluttur fyrri daginn en á öðrum degi Povl Hjelt, fyrrum aðalforstjóri dönsku ríkisjárnbrautanna og nú- verandi formaður stjórnunarfélags- ins danska. verður haldið námskeið á Hótel Loftleiðum þar sem Povl Hjelt mun taka fyrir ýmsa þætti stjórnunarstarfanna. Meðal umræðuefnanna þá verða t.d. einkafyrirtækið and- spænis ríkisfyrirtækinu með sérstöku tilliti til þróunar dönsku ríkisjárnbrautanna á síðasta áratug; áætlanir til langs og skamms tíma; yfirstjórn fyrirtækja; stjórnun á kreppu- tímum; val stjórnenda; samstarf stjórnenda og starfslið; þátttaka stjórnenda í þjóðfélagsumræð- unni; upplýsingastarf innan fyrirtækis og utan og tækni- þróunin og menntun stjórnenda. „Með öðrum orðum," segir Povl Hjelt. „Nútíma stjórnun- arstörf krefjast þess, að menn hasli sér nýjan vettvang. Það er hættulegt að staðna í gömlum starfsaðferðum, sem breyttir tímar hafa varpað fyrir róða.“ SAMBANDSVERKSMIÐJANNA Á AKUREYRI ÞESSA VIKU AÐEINS í SÝNINGARHÖLUNNIBÍLDSHÖFÐA. EKKERT KOSTAR AÐ LÍTAINN - OG LÍTIÐ MEIR PÓTT PÚ VERSLIR VBÐ NEFNCIM: Gallabuxur, úlpur, peysur, sokka og skó, bamafatnað allskonar og mokkafatnað EINNIG: Herraföt og kvenkápur, kjóla, pils og tískuvörur úr ull. PÁ: CJllarteppi og teppabúta, áklæðisefni og gluggatjöld buxnaefni oq kiólefni. AÐQGLEYMDG: Garni, loðbandi og lopa Komdu í 20 kall homið og sjáðu hvað þér býðst 4* ' - —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.