Morgunblaðið - 16.03.1982, Page 29

Morgunblaðið - 16.03.1982, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 37 Attræðisafmæli: Jensína Björnsdóttir Móðursystir mín, Jensína Björnsdóttir, er áttræð í dag. Þegar ég horfi til liðinna stunda og hugsa um kynni mín af henni, þá er sem vorbjört heiðríkja setj- ist að völdum í sál minni. Birta og fegurð eru eðlisþættir, sem eru henni órjúfanlega tengdir í vitund minni. Jensína frænka mín er fædd að Miklabæ í Blönduhlíð. Foreldrar hennar voru sr. Björn Jónsson prófastur og Guðfinna Jensdóttir, kona hans. Þau eignuðust 11 börn og var Jensína næst yngst af þeim stóra hópi, ásamt tvíburasystur sinni, Ragnheiði, sem lést rúmlega tvítug. Fimm systkinanna eru enn á lífi. Jensína ólst upp á Miklabæ hjá foreldrum sínum. Heimilið var rómað fyrir rausn og myndarskap, mikið menningarsetur í þess orðs bestu merkingu. Þar fengu börnin það veganesti út í lífið og hina margvíslegu baráttu þess, sem reyndist þeim nytsamt, varanlegt og blessunarríkt. Skólamenntun hlutu Miklabæj- arsystkinin bæði mikla og góða í heimahúsum. Faðir þeirra var mikill og góður fræðari og nutu börnin þess í ríkum mæli. Og göfgi hjartans voru bæði hjónin samhent í að innræta þeim. Um eins vetrar skeið stunduðu þær tvíburasystur, Jensína og Ragnheiður, nám við Hvítár- bakkaskólann í Borgarfirði. Þegar sr. Björn lét af embætti árið 1921, sökum heilsubilunar, þá fluttu þau hjónin að Sólheimum í Blönduhlíð. Þangað flutti Jensína með þeim og var þeirra hjálp og styrkur síðustu árin sem þau lifðu. Einkum kom það í hennar hlut að stunda móður sína, sem varð há- öldruð og mikill sjúklingur síðustu æviárin. Um langt árabil átti Jensína við mikla vanheilsu að stríða. En hin síðari árin hefir í þeim efnum mjög brugðið til hins betra á ný. Þrautir sínar bar hún með þol- gæði og trúarstyrk, sem áreiðan- lega átti sinn þátt í að ieiða hana til sigurs í sjúkdómsstríðinu. A sínum tíma var Jensína talin, af þeim sem til þekktu, ein glæsi- legasta unga stúlkan í Skagafirð- inum, og þótt víðar væri leitað. Og samfara ytri fegurð var innri tign og göfgi. Hún átti áreiðanlega mjög margra góðra kosta völ, ef hún hefði kosið sér það hlutskipti að stofna eigið heimili sem eigin- kona og húsmóðir. En hún valdi sér aðra leið, leið hinnar hljóðu kærleiksfórnar. Hún eignaðist einn son, Ragnar Fjalar Lárusson, sem nú er sókn- arprestur við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Honum helgaði hún hug sinn og hjarta. Fyrir framtíð- argæfu hans barðist hún í bæn og starfi. Og vissulega hefir hún orð- ið þeirrar hamingju aðnjótandi að sjá vonir sínar og bænir varðandi framtíð sonarins verða að björtum veruleika. Eftir að sr. Ragnar kvæntist og stofnaði heimili, hefir Jensína átt heimili og öruggt athvarf hjá hon- um og konu hans, Herdísi Helga- dóttur. Og alla tíð hefir hún verið heimilinu blessunargjafi og gæfu- valdur. Það eru þó ekki fyrst og fremst störfin hennar í þágu heimilisins, sem ég á við, svo ágæt sem þau eru, heldur þau góðu, hlýju og göfgandi áhrif, sem hún, með nærveru sinni einni saman, breiðir yfir umhverfi sitt. Miklir kærleikar voru milli Jensínu og foreldra minna, og þá ekki síður milli okkar drengjanna. Það var alltaf hátíð á heimili okkar, þegar Jensína og Ragnar komu í heimsókn. Ég minnist þess á meðan ég lifi, hve mjög hún gat rætt við okkur af djúpum og víðfeðmum skilningi á þeim hugðarefnum, sem hæst gnæfðu hjá okkur hverju sinni. Og aldrei lét hún það undan falla að beina hugsunum okkar og athöfn- um að einhverju því marki, sem birta og fegurð settu svipmót sitt á og haft gætu göfgandi áhrif á ómótaðar barnssálir. Þannig var Jensína og þannig er hún enn í dag. Þess vegna fylgir henni sú hlýja birta, sem lætur öllum líða vel í návist hennar. Og sjálf hefir hún í sinni fögru og hljóðlátu fórnarþjónustu fundið þann tilgang í lífinu, sem hefir gert hana að gæfukonu. Elsku Jensína mín, ég óska þér af alhug til hamingju á merkum áfanga æfi þinnar. Guð blessi þig og gefi að geislar kvöldsólarinnar megi verða þér bjartir og hlýir og vermandi blíðir. Þess skal að lokum getið, að Jensína er heima hjá sér í dag að heimili sr. Ragnars sonar síns, að Auðarstræti 19. Björn Jónsson Þjóðverji, búsettur í V-Þýzka- landi, skrifar á íslenzku. Hann langar að eignast pennavini hér á landi. Segist hafa venjuleg áhuga- mál, og tali sænsku, norsku, ensku og „dálitla íslenzku", auk móð- urmálsins: Volker Weskamp, TheodorStorm-Strasse 27, d—2447 Heiligenhafen, W-Germany. Tólf ára ensk stúlka óskar eftir bréfasambandi við stúlkur á aldr- inum 11—14 ára. Mörg áhugamál: Nicky Lindsay, 13 Osborn Gardens, Mill Hill, London NW7, England. Frá Ghana skrifar 23 ára karl- maður, sem óskar að eignast pennavini hér á landi. Hann er 23 ára, hefur mikinn áhuga á íþrótt- um, tónlist, bókalestri, o.fl.: Jake Adams, P. O. Box 258, Sekondi, Ghana. Nítján ára piltur í Ghana, m.a. með áhuga á íþróttum og tónlist: Anthony Togbegah, Kristo-Asato Mission, P.O. Box 686, ('ape Coast, Ghana. Námstefna 1 „Nýsköpun og hagræðing í opinberum rekstri" í tilefni af heimsókn Povl Hjelt, stjórnarformanns Dansk Management Center og fyrrum forstjóra Dönsku ríkisjárnbrautanna, til íslands, mun Stjórnun- arfélagiö efna til námstefnu um „Nýsköpun og hag- ræöingu í opinberum rekstri". Námstefnan verður haldin í Kristalssal Hótels Loftleiða fimmtudaginn 18. mars kl. 09.30—18.00. Á námstefnunni mun Povl Hjelt fjalla um: — nýsköpun opinberra tyrirtækja og breytingar á stöðu þeirra á næstu ár- um. — hagræöingaraögeröir hjá Dönsku ríkisjárnbrautunum á sl. áratug og árangur þeirra, — samanburö á stjórnunaraöferðum opinberra tyrirtækja og einkafyrir- tækja, — þjálfun stjórnenda og viöhald á stjórn- unarþekkingu. Námstefna þessi er ætluð alþingismönnum, ráðu neytisstjórum og yfirstjórnendum stærstu einka fyrirtækja, sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja. ÞÁTTTAKA TILKYNNIST TIL SKRIFSTOFU STJÓRNUNARFÉLAGSINS í SÍMA 82930. ASHÓRNUNARFÉtAG ÍSIANDS SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 Fjórar 16 ára stúlkur í Uganda skrifa og gefa aðeins upp heimil- isfang skóla síns. Eins og nærri má geta hafa þær mörg og marg- vísleg áhugamál: Justine Zziwa, ('aroline Opit, Vincencia Amuge eða Bessie Namuddu: Mt. St. Mary’s Namagunga, P.O. Box 18, Lugazi, tlganda. Sextán ára japönsk skólastúlka, hefur m.a. talsverðan sundáhuga: Takashi Ata, 114 Yanaka-machi, Takasaki City, Gumma, 370 Japan. fyllir og þéttir á frábæran hátt Evonor 165 - polyúreþan sem fyllir og þéttir milli veggeininga, við glugga- karma, huröarkarma, kringum rör, rafmagnsleiöslur o.fl. o.fl. Einstakt efni, sem einangrar ótrulega vel. Evonor 165 er sprautað í fljótandi formi, en þenst út og harðnar á skömmum tima. Polyúreþanið rotnar hvorki né myglar, brennur ekki við eigin loga og þolir flest tæringarefni auk vatns, bensins, olíu, hreingerningarefna og sýra. Úreþanið binst flestum efnum, s.s. steypu, pússningu, tré, spónaplötum og plastefnum. Fjöldi annarra þéttiefna og áhalda til þéttingar GLERBORG HF OALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 53333

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.