Morgunblaðið - 16.03.1982, Side 39

Morgunblaðið - 16.03.1982, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 47 Landsbyggðarverzlun og verð- lagsmál aðalmál fundarins - segir Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri samtakanna AÐALFUNDUR Kaupmannasamtaka íslands verdur haldinn fimmtu- daginn 18. marz nk., en að sögn Magnúsar E. Finnssonar, framkvæmda- stjóra samtakanna má búast við, að landsbyggðarverzlunin og verd- lagsmál verði aðalmál fundarins, auk venjulegra aðalfundarstarfa. Fundurinn hefst klukkan 10.00 að Hólel Sögu. Gunnar Snorrason, formaður mun flytja ræðu í upphafi fund- Kaupmannasamtaka íslands, arins, en síðan mun ég flytja Menntaskólinn á Laugarvatni set- ur Leynimel 13 upp LEIKRITIÐ Leynimelur 13 eftir Þrídrang var frumsýnt að Laugar vatni laugardaginn 13. marz síð- astliðinn. Leikritið er sett upp af nemendum Menntaskólans á Laugarvatni og taka um 20 manns þátt í sýningunni. Æfingar hafa staðið yfir und- anfarnar 6 vikur undir stjórn Höllu Guðmundsdóttur. Halla lauk prófi frá Leiklistarskóla ís- lands vorið 1972. Hún er nú bú- sett að Asum í Gnúpverjahreppi og hefur starfað mikið að leiklist í uppsveitum Arnessýslu undan- farin ár. Leynimelur 13 er gamanleikur saminn á 5. áratugnum. Hann er að mestu byggður upp á vanda- málum síns tíma, en þó er ýmis- legt, sem heimfæra má upp á þjóðfélagsaðstæður vorra daga. Fyrirhugðuð er leikför með sýninguna um Suðurland og verð- ur sýnt á eftirtöldum stöðum: Selfossbíói þriðjudagskvöld 16. marz klukkan 21.00, Aratungu miðvikudagskvöld 16. marz á sama tíma, Árnesi fimmtu- dagskvöld 18 marz á sama tíma og í Vestmannaeyjum laugardag- inn 20. marz klukkan 16.00. KrétUtilkjrnninK. INNLENT skýrslu mína og í kjölfar þess mun gjaldkeri samtakanna skýra reikninga þeirra, sagði Magnús E. Finnsson ehnfremur. Þá kom það fram hjá Magnúsi, að á fundinum færu fram kosn- ingar, m.a. yrðu formaður og varaformaður kosnir þar. Á fundinum mun viðskiptaráð- herra, Tómas Árnason, ávarpa fundarmenn og með tilliti til þeirra tillagna, sem liggja fyrir Alþingi um verðlagsmál, má reikna með, að ráðherra hafi ein- hvern boðskap fram að færa á fundinum, sagði Magnús E. Finnsson ennfremur. Magnús sagði, að atkvæðis- bærir á fundinum væru rétt- kjörnir fulltrúar hinna einstöku aðildarfélaga, sem eru 24 að tölu, en fjöldi fulltrúa fer eftir stærð félaganna. Hins vegar er auðvit- að öllum kaupmönnum heimilt að sækja fundinn og reyndar ætl- ast til þess. Þeir hafa málfrelsi, en ekki atkvæðisrétt. Þá má geta þess, að í tengslum við fundinn halda kaupmenn árshátíð sína á laugardaginn og er hún jafnan fjölsótt, sagði Magnús E. Finns- son, framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtaka íslands að síð- ustu. Magadansmær fri Túnis lætur vel að Guðjóni Einaresyni, Ijósmyndara Tímans, á blaðamannafundi sem ferðaskrifstofan Úrval stóð að. Einnig má sjá Knút Óskarsson og Stein Lárusson á myndinni. Sumarleyfis- ferðir til Túnis FORSTÖÐUMENN Úrvals hf. efndu til blaðamannafundar í gær til að kunngera sumarleyfisferðir, sem ráðgerðar eru til Túnis á sumri kom- anda á vegum ferðaskrifstofunnar. Þessi fundur var hið mesta augna- gaman þar sem túnískar magadans- meyjar skemmtu viðstöddum við undirleik trumbuslagara. Eru þessir listamenn hingað komnir á vegum ferðamálaráðs — og flugfélags Tún- is. Þeir munu koma fram á ýrasum skemmtistöðum landsins þessa viku og sýna listir sínar. Steinn Lárusson, framkvæmda- stjóri Úrvals, sagði m.a. á þessum fundi að Túnis sé sífellt að verða vinsælli sumarleyfisstaður fyrir Evrópubúa, enda séu aðstæður þar betri en í flestum öðrum Afríku- ríkjum. Ennfremur kom fram að fyrirhuguð er 12—13 daga ferð til Túnis hinn 24. apríl nk. En þriggja vikna sumarferðir Úrvals til Túnis hefjast 28. maí og standa yfir til 10. sept. Patreksfjörður: 44% kjörsókn í sameiginlegu prófkjöri þriggja flokka l'atrt ksfjordur, 15. mars. PRÓFKJÖR þriggja flokka, Alþýðu- flokks, Framsóknarfiokks og Sjálfstæðisfiokks var haldið hér um helgina. Alþýðuflokkurinn fékk fiest atkvæði, samtals 142, Sjálfstæðis- fiokkurinn 88 og Framsókn 62 at- kvæði. Alls kusu 306 af 685 á kjör skrá eða um 44%. 11 atkvæðaseðlar voru ógildir og 2 auðir. Hjá Sjálfstæðisflokknum urðu í 5 efstu sætunum Stefán Skarphéð- insson, Erna Aradóttir, Pétur Sveinsson, Ingimar Andrésson og Haraldur Karlsson. Hjá Alþýðu- flokknum urðu efstir Hjörleifur Guðmundsson, Björn Gíslason, Guðfinnur Pálsson, Birgir Pét- ursson og Gunnar Pétursson. 5 efstu sæti Framsóknar skipuðu Sigurður Viggósson, Magnús Gunnarsson, Snæbjörn Gíslason, Erna Hafliðadóttir og Sveinn Arason. Alþýðubandalagið hafnaði boði um þátttöku í prófkjörinu og óvíst er hvort það býður fram sér, það hefur boðið fram ásamt óháðum að undanförnu. I núverandi hreppsnefnd Pat- reksfjarðar eiga sæti 2 frá AI- þýðuflokknum, 2 frá Sjálfstæðis- flokki, 2 frá óháðum og einn frá Framsókn. — Fréttaritari Aðalfundur Kaupmannasamtaka Islands á fimmtudag: Kynning á Invile System INVITE SYSTEM er stílhreint og haganlegt innréttingakerfi. Þaö hentar vel í ganga og anddyri sem í svefnherbergi, -eöa jafnvel á skrifstofur. Höfum sett upp sérstaka sýningu á INVITE SYSTEM í verslun okkarað Síöumúla34. Þar séröu kerfiö uppsett í allri sinni reisn. Allt frá einum snaga í heilar veggsamstæöur. Auk þess símaborö og svefnsófar í sama stíl. Sýningin er opin á venjulegum búðartíma -og um helgar. INVITE SYSTEM er hágæöavara á hagstæöu verði. Hönnuöur: Pétur B. Lúthersson húsgagnaarkitekt FHÍ Framleiöandi: Smíöastofa Eyjólfs Eðvaldssonar. Komdu vid í Sídumúlanum og kynntu þér INVITE SYSTEM Síðumúla 34. Sími 84161

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.