Morgunblaðið - 23.03.1982, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982
11
Jónas, Chopin og
Mussorgski á Selfossi
ÞEIR komu hingað þrír í kvöld þann
21. mars, og það er Guðmundur sem
skrifar, því að ég er einn þeirra
mörgu, sem rann á hljóðið, vestur í
bíósal núna, þar sem l'etrov-flygill-
inn bíður alla daga eftir snillingi —
að fara sólstormi, éli og blíðum blæ
um sína þöndu strengi. Svo hittist á,
þetta var þeirra 9. ferð út til fólksins
með afmarkað prógramm sitt: tva r
pólonesur, ópus 40 númer 1 og 2, sex
etýður og Ballöðuna sem Chopin
samdi á flóttafór sinni til vesturs,
meðan kósakkarnir voru að hertaka
hans elskuðu Warsjá á öldinni sem
leið. Kftir hléið galdraði Jónas svo
fram myndir á sýningu, 10 talsins,
eftir herra Mussorgski.
Ég á auðvelt með að verða hissa,
og venjulega trúi ég því sem ég
heyri, þó að ótrúlegt sé. Ég hef
þekkt Jónas Ingimundarson frá
því hann var drengur og Ágústu
konu hans frá því hún var telpa.
Ágústa leikur vel á píanóið, en
hún lék alls ekki núna, hún lét
Jónas einan um það, og hún hlýtur
að hafa brosað út að eyrum. Aldr-
ei hef ég heyrt Jónas leika jafn
vel, ég er sannfærður um að sjálf-
ur Liszt hefði ekki gert það betur.
En það er alveg sérstakt með
virtuós eins og Jónas Ingimund-
arson er, að hann skuli um leið
vera margfaldur ferðalangur sam-
anborið við Sindbað, sem fór
eitthvað sjö ferðir. Ég held Jónas
sé búinn að fara tuttugu og tvær
langferðir um Islandsfjöll ogdali í
vetur með undraverða snillinga
sína í farangrinum og blása í þá
rauðglóandi lífi hver sem hann
finnur flygel eða píanó upp á palli,
en eins og ég sagði áðan var Sel-
fosskonsertinn sá 9. í röðinni með
þeim Chopin og Mussorgski.
Helga Ingólfsdóttir semballeikari og
('amilla Söderberg flautuleikari.
Þær eru meðal flytjenda í Útskála-
kirkju á sunnudaginn kemur.
Garöur:
Musica Antica í
Útskálakirkju
<>arAi, 22. mars.
NK. SUNNUDAG 28. marz verða
árlegir tónleikar Tónlistarskólans í
Garði fyrir nemendur og velunnara
skólans á Suðurnesjum. Kemur
fimm manna hópur sem kallar sig
Musiea Antica fram en sú hefð hefir
skapast að fá þekkta listamenn á
þessa tónleika. I fyrra komu Manu-
ela Wiesler og llelga Ingólfsdóttir
en á fyrsta starfsári skólans kom
Hamrahliðarkórinn í heimsókn til
skólans.
Musiea Antica er skipuð fimm
listamönnum: Camilla Söderberg
spilar á blokkflautu, Michael
Shelton á fiðlu, Ólöf Sesselía
Óskarsdóttir á gömbu, Helga Ing-
ólfsdóttir á sembal og í hópnum er
einnig ung og upprennandi sópr-
ansöngkona Signý Sæmunds-
dóttir. Tónleikarnir verða í Út-
skálakirkju og hefjast kl. 14.
í tónlistarskólanum eru nú um
50 manns og er starfið með mikl-
um blóma. Á síðasta hausti fékk
skólinn blásturshljóðfæri og hefir
verið stofnuð blásarasveit við
skólann. Eru 14 nemendur í sveit-
innu en kennari er Herbert H. Ág-
ústsson.
Formaður skólanefndar Tónlist-
arskólans í Garði er Edda Karls-
dóttir en hún hefir verið formaður
frá upphafi.
Arnór
Jónas er hinn sannkallaði trú-
boði tónlistarinnar á okkar tím-
um. Honum nægir ekki að leika
fyrir spesíalistana í Reykjavík,
eða segjum þá sérfróðu, heldur
sækir hann heim þá fátæku í anda
og þá sem eiga ekki margra kosta
völ, og sjálfur er hann svo óspillt-
ur og hjartahreinn, að hann vílar
ekki fyrir sér að túlka í orðum efni
þess sem hann ætlar að fara að
leika. Það er bæði skemmtilegt og
þakklætisvert, því það auðveldar
áheyrandum að njóta verkanna,
og skilja þau þegar þau flæða und-
an fingurgómum meistarans við
hljóðfærið.
Fögur kona færði Jónasi rósir
Yfirdýralæknir:
Jóna-s Ingimundarson
frá okkur hinum, Hafsteinn Þor-
valdsson flutti honum þakkir í
ræðu. G.D.
KUEÐNING
ÁPÖK
Oft er utanáliggjandi einangrun besta
lausnin til að einangra þök, bæði
tæknilega og hagrænt. Er i mörgum
tilfellum sú eina lausn sem finnst.
Þessvegna höfum við framleitt þak-
einangrunarplötur sem leggja má á
þök bæði flöt, sem og önnur, i þykkt-
um frá 100 mm — 400 mm. Þakein-
angrunarplöturnar er hægt að fá
sniðnar til að fá fram yatnshalla, jafn-
framt þvl að um góða einangrun er að
ræða. Einangrunarplöturnar eru með
sterku asfaltlagi.
Glerullar
ÞRÍHYRNA
Þegar einangra á eldra húsnæði. er
oft erfitt að koma einangrun út undir
þakskeggið. Þessvegna framleiddum
við þríhyrnuna, hana er hægt að fá i
þrem mismunandi stærðum eftir halla
þaksins og þykktar þeirrar einangrun-
ar sem nota á, á loftplötuna. Þríhyrn-
an er framleidd úr samanþjappaðri
glerull og varin með plastlagi (gatað
til útgufunar).
Glerullar
GÖNGUBRÚ
Þegar endureinangrun á sér stað
ofaná gömlum eða nýjum loftum, þarf
að styrkja þann hluta endureinangr-
unarinnar sem ganga skal á, eða það
svæði sem er notað til geymslu.
Glerullar-göngubrúin er framleidd úr
samanþjappaðri glerull sem er kant-
skorin, með hörðu yfirlagi. Glerullar-
göngubrúin fæst í þrem mismunandi
þykktum.
Glerullar
BATTINGAR
Hingað til hefur verið svo til ómögu-
legt að endureinangra eldra húsoæði
án kuldaleiðara. En með framleiðslu
glerullar-battinga hefur þetta orðið
mögulegt. Glerullar-þattingar notast á
stað trégrindar, og eru settir upp á
sama hátt. Báttingarnir eru búnir til úr
samanþjappaðri glerull, og klæddir
með krossviði. Einangrunin er lögð á
milli að venju og er þá veggurinn ein-
angraður án kuldaleiðara. Engin
hætta er á að glerullar-battingur vindi
sig.
Sölustaðir : Husasmiöjanhf. Reykjavik
Burstafell. Reykjavik
Þ. Þorgrimsson hf. Reykjavik
J. L. Byggingavörur, Reykjavik
T. Hannesson, Byggingavörur, Reykjavik
J. Þorláksson & Norðmann hf. Reykjavik
Blikksmiðjan Vogur, Kópavogi
Sesam hf. Hafnarfirði
Gin- og klaufaveikin
í Danmörku mun tæplega
hafa áhrif hér á landi
„ÞAD eru nánast engar líkur á að
gin- og klaufaveikin í Danmörku
komi til með að hafa áhrif hér á
landi. Allur innflutningur kjrtts frá
Danmörku er bannaður og þar sem
þetta veikindatilfelli er ekki útbreitt
eru engar líkur á því, að til komi ð
banna þurfi innflutning trjáplantna
og garðávaxta frá Danmörku," sagði
yfirdýralæknir, l’áll A. Pálsson, í
samtali við Morgunblaðið.
„Breiðist veikin hins vegar út
gæti það orðið, en Danir eru vanir
að fást við svona tilfelli, því þeir
bólusetja ekki gegn veikinni að
staðaldri. Þessi í stað skera þeir
niður þar sem veikin kemur upp
og hefta síðan útbreiðslu hennar
með því að bólusetja í kringum
þann stað, sem veikinnar hefur
orðið vart,“ sagði Páll ennfremur.
RÚLLUR-
MOTTUR
GLERULLAR-RÚLLUR OG MOTTUR I
ÖLLUM STÆROUM. A-gerð, B-gerð,
með ál-lagi. með pappa-lagi.
s:
Glerull
Leysir
vandann
Glerull
A-GERÐ
Nýja A-gerðin er mjög sterk. Hægt er
að rúlla ullinni út i langar lengjur.
Varla finnst betri einangrun á mark-
aðnum. Skjótur árangur og minni
kuldaleiðarar. A-gerðin vegur minna
en önnur jarðefnaeinangrun. Það fer
minna fyrir þjappaðri glerull i flutn-
ingi, sem þýðir lægri flutningskostn-
aður. Einnig er A-gerðin mjög teygjan-
leg. Stigi einhver á ullina færist hún í
fyrra horf og heldur fullu gildi. Alls
þessa getur maður ekki vænst að ann-
arri jarðefnaeinangrun.
RÖRA HÓLKAR
I öllum stærðum og þykktum
HLJÓÐ
EINANGRUN
Fyrir skóla, skrifstofur, verslanir, verk-
smiðjur og stofnanir o.fl.
Jón Fr. Einarsson, Bolungarvík
Tlmburverslunin Björk, ísafirði
Versl. Sigurðar Pálmasonar. Hvammstanga
Stuðlafell hf. Akureyri
Hiti hf. Akureyri
Fjalar hf. Husavik
Trésmiðja Fljótsdalshéraðs. Fellabæ (Egilstööum
S. G. Einingahús, Selfossi
Trésmiðja Þórðar, Vestmannaeyjum
^Supertosfl
Glérull
Gerir búsetu á Istandi htýtegrí
Umboð: O. Johnson & Kaaber hf.,
Steintúni — Sími 24000
| Hringið og fáið senda upplýsingabæklinga varðandi allskonar einangrun. Hugsanlega höfum við lausnina sem þú ert
i