Morgunblaðið - 23.03.1982, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982
ptagtnil>fftfrU>
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 110 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö.
Rætt við Alusuisse
Nú í vikunni kemur Dr. P.H. Maller, formaður framkvæmdastjórnar
Alusuisse, til viðræðna við íslensk stjórnvöld. Nauðsynlegt er, að í
þeim viðræðum náist tvennt fram. I fyrsta lagi fáist niðurstaða um það,
hvernig farið skuli með súrálsmálið svonefnda. Og í öðru lagi takist á ný
eðlileg samvinna milli Alusuisse og íslenskra stjórnvalda, sem leiði til
viðræðna um áframhaldandi samstarf á viðunandi grundvelli fyrir báða
aðila, með hækkun á raforkuverði og stækkun verksmiðjunnar í
Straumsvík.
Eins og málum er háttað er lausn á fyrra atriðinu forsenda fyrir, að
hið síðara komi til álita. Til að spara tíma og tryggja hlutlæga málsmeð-
ferð er skynsamlegast að vísa súrálsmálinu og öðrum deilumálum út af
fyrri viðskiptum í gerð. Samningar íslands við Alusuisse veita fulla
tryggingu fyrir því, að báðir aðilar geti sett öll sjónarmið sín fram
gagnvart gerðardómi.
Giftusamleg nauðlending Fokkers með 25 manns um borð:
„Ég bjóst við mei
um í nauðlending
Deilur í Fram-
sóknarflokknum
Málefnaágreiningur innan þingflokkanna, sem styðja ríkisstjórnina,
setti svip sinn á stjórnmálaumræður síðustu viku. Tvö mál leiddu
þennan ágreining í ljós, annars vegar undirritun samkomulags um
Blönduvirkjun og hins vegar tillaga iðnaðarráðherra í ríkisstjórninni
um að steinullarverksmiðja verði reist á Sauðárkróki. Fyrra málið leiddi
einkum til deilna innan þingflokks framsóknarmanna, þar sem þeir hafa
tekist á þingflokksformaðurinn og flokksformaðurinn. Hefur ekki feng-
ist niðurstaða í málinu, þegar þetta er ritað. Agreiningurinn um stein-
ullarverksmiðjuna setur svip sinn á samstarf allra aðilanna að stjórn-
arsamstarfinu, jafnvel hinn fámenni hópur, sem kjörinn var á þing af
sjálfstæðismönnum og stjórnina styður, er klofinn í málinu. Þingmaður
Alþýðubandalagsins hefur þó látið stærst orð falla um málið.
Nú er það síður en svo algilt, að ólík sjónarmið innan þingflokka verði
að hávaðadeiium utan þeirra og flokksbræður skiptist á heitingum á
opinberum vettvangi. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa til dæmis
ekki getað bent á málefnaágreining innan þingflokks hans, þegar þeir
leggja stund á þá iðju að halda því á loft, að ekki sé samstaða meðal
sjálfstæðismanna. Stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar í Sjálfstæð-
isflokknum tóku fyrst til við það eftir myndun stjórnarinnar, að skýra
þátttöku sína í samstarfi við framsóknarmenn og kommúnista með
vísan til málefnaágreinings. Þeir hafa fyrir löngu hætt öllu slíku og á
landsfundi sjálfstæðismanna sl. haust var staðfest, að ágreiningurinn
innan flokksins er um ríkisstjórnina og þá stefnu, sem hún fylgir.
Það er ekki síst alvarlegt fyrir Framsóknarflokkinn, að þar skuli
menn bæði deila um Blönduvirkjun og steinullarverksmiðju. Flokkurinn
sækir afl sitt í að standa sameinaður um það, sem talsmenn hans kalla
byggðastefnu. Nú klofnar þingflokkurinn einmitt um mál, sem um er
deilt milli hreppa og landshluta. í raun er nú tekist á innan Framsókn-
arflokksins um aðra meginstoð hans, landsbyggðarstefnuna, og í Helgu-
víkurmálinu reyna kommúnistar að vega að hinni stoðinni með því að
halda því á loft, að framsóknarmenn gangi á hagsmuni SÍS með stefnu
utanríkisráðherra.
Er það tilviljun, að iðnaðarráðherra efnir til stórdeilna innan Fram-
sóknarflokksins með tveimur ákvörðunum í síðustu viku? Iðnaðarráð-
herra telur sig hafa í fullu tré við Garðar Sigurðsson í eigin þingflokki,
enda nýtur ráðherrann stuðnings fjármálaráðherra og flokksbroddanna
allra í steinullarmálinu. Kommúnistum hefur lengi verið það ljóst, að
bæði Blönduvirkjun og steinullarverksmiðjan væru viðkvæm mál innan
Framsóknarflokksins. Iðnaðarráðherra hefur þessi mál formlega í hendi
sinni. Nú hefur hann beitt valdi sínu til að koma af stað óeiningu í
Framsóknarflokknum. Slík vinnubrögð kommúnista eru þekkt um heim
allan og sagan sýnir, að kommúnistum duga þau jafnan b'est, þegar
ráðlausir miðjuflokkar, sem sækja afl sitt til þröngra hagsmuna, eiga í
hlut.
Sauðárkrókur eða
Þorlákshöfn
Iðnaðarráðherra hefur lagt til innan ríkisstjórnarinnar, að reist verði
steinullarverksmiðja á Sauðárkróki. Þingmenn Suðurlands hafa flutt
um það tillögu á Alþingi, að ríkisstjórnin gangi nú þegar til samninga
um steinullarverksmiðju í Þorlákshöfn.
í öllum vestrænum löndum fara nú fram miklar umræður um afskipti
stjórnmálamanna af ákvörðunum, sem forystumenn í atvinnulífi telja
eðlilegast að séu í sínum höndum. Miðað við fast verðlag í september
1981 er stofnkostnaður við steinullarverksmiðju frá um 100 milljónum
upp í 120 milljónir eftir stærð. Þingmenn Suðurlands segja, að þeim
finnist „sjálfsagt", að ákvörðun um stað fyrir steinullarverksmiðju verði
tekin á Alþingi. Þessi skoðun þingmannanna er í andstöðu við þær
forsendur, sem auðvitað eiga að ráða ákvörðunum í þessu efni. Það getur
ekki verið sjálfgefið, að verksmiðju sem þessa sé ekki unnt að reisa án
fjármagns úr ríkissjóði — sé hún arðbær, ætti að vera unnt að afla fjár
með öðrum hætti. Sá aðili, sem vill taka áhættuna, útvegar fjármagn,
tækni og markaði á að reisa þessa verksmiðju. Síst af öllu er skynsam-
legt, að hún verði reist sem minnisvarði um framtak þingmanna fyrir fé
skattgreiðenda.
„I»ETTA tókst giftusamlega og ég er þakklátur samstarfs-
mönnum mínum, Hallgrími flugmanni og Guðrúnu flugfreyju,
fyrir góda samvinnu þegar við þetta óhapp var að glíma,“ sagði
Gunnar Arthursson, flugstjóri hjá Flugleiðum, í samtali við
Mbl., en hann stjórnaði Fokkernum sem nauðlenti í Keflavík á
einu hjóli og einum mótor eftir að sprenging eyðilagði mótorinn
skömmu eftir flugtak frá Isafirði sl. laugardag og náðist annað
hjól vélarinnar ekki niður eftir sprenginguna.
„Mikill hvellur og vélin
hnykktist til“
Nauðlendingin tókst með afbrigð-
um vel og varð engum meint af, en
um borð voru 22 farþegar og þriggja
manna áhöfn, auk Gunnars, Hall-
grímur Viktorsson, aðstoðarflug-
maður, og Guðrún Gunnarsdóttir,
flugfreyja. Slökkviliðið á Keflavík-
urflugvelli undir stjórn Sveins Ei-
ríkssonar, slökkviliðsstjóra, hafði
gert allt klárt fyrir nauðlendingu,
kvoðað brautina og fleira og voru
allir farþegarnir komnir út úr vél-
inni heilu og höldnu um það bil
einni mínútu eftir að vélin lenti.
„Þetta var mikill hvellur og vélin
hnykktist aðeins til þegar spreng-
ingin varð," sagði Gunnar flug-
stjóri. „Turninn á ísafirði kallaði
um leið og tilkynnti að eldur væri
laus. Við sáum að það var í vinstri
hreyfli og gerðum strax ráðstafanir
til þess að slökkva eldinn. Við ráð-
gerðum fyrst að lenda aftur á ísa-
firði, en þar sem við náðum hjólinu
ekki niður var ákveðið að fara til
Keflavíkur þar sem mjög góð örygg-
issvæði eru meðfram flugbrautinni
og heppileg við þær kringumstæð-
um sem við þurftum á að halda.
Þessi staða olli mér ekki svo miklu
hugarangri, því það er jú komin
reynsla á slíkar nauðlendingar og
þær hafa heppnast mjög vel, en það
liggur ekkert fyrir ennþá hvað hef-
ur valdið þessari sprengingu sem
varð í um það bil 150 metra hæð.
„Bjóst við meiri látum
í nauðlendingunni“
„Þetta var vissulega sérstæð lífs-
reynsla, en fólkið var mjög rólegt og
ég held að flestir hafi haft trú á því
að þetta tækist allt vel,“ sagði
Kristín Bjarnadóttir frá Bolungar-
vík, sem var með tvö börn sín í flug-
vélinni, Viktor Jónmundsson og
Ernu Jónmundsdóttur, 5 og 6 ára
gömul. „Vélin var rétt komin í loftið
og kastaðist til þegar sprengingin
varð og það var megn brunalykt í
vélinni, enda gaus eldur úr hreyflin-
um,“ sagði Kristín, sem var að
skreppa til Reykjavíkur í skemmti-
ferð. „Flugfreyjan sagði okkur
vendilega hvernig við ættum að
haga okkur í lendingunni, en að
Lengst til hægri er Gunnar Arthursson
Gunnarsdóttir, flugfreyja, og Hallgrímu
in er tekin skömmu eftir nauðlendingui
öðru leyti var flugið til Reykjavíkur
ekkert óvenjulegt. Ég bjóst hins
vegar við meiri látum en raun bar
vitni í sjálfri nauðlendingunni. Það
voru allir ósköp rólegir í vélinni, en
helzt að það hafi komið einhver
skjálfti í mann þegar þetta var um
garð gengið."
„Var svo hræddur
um að deyja“
Erna litla, sem er 6 ára, kvaðst
Helgi Tómas-
son tognaði
á sýningu
IIKLGI Tómasson, ballcttdansari,
tognaöi á sýningu Þjóðleikhússins á
ballcttinum Gisellc á sunnudaginn. Að
sögn Svcins Kinarssonar, Þjóðlcikhús-
stjóra, hafði Helgi fundið fyrir cymsl-
um i fa'ti i fyrra þætti og afráðið að
koma ckki fram eftir hlc af þcim sök-
um.
Svo heppilega vildi til að Svíinn
Per Arthur Segerström, sem taka
átti við hlutverki Helga á sjöundu
sýningu, var af tilviljun staddur í
húsinu meðan á sýningu stóð. Hljóp
hann í skarðið fyrir Helga eftir hlé.
Þó hann hefði aldrei dansað á móti
Maríu Gísladóttur, komst hann
glæsilega frá sýningunni að dómi
Sveins. Sveinn sagði ennfremur, að
meiðsli Helga væru ekki alvarlegs
eðlis, ef marka mætti orð Helga
sjálfs. En þó yrði nokkra daga hvíld
nauðsynleg.