Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 85. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Falklandseyja-deilan: Pym með gagntil- lögur til Washington Washington, 20. apríl. Al'. ÞEGAR Ijóst varð í dag að siðustu friðarumleitanir Haigs utanrikisráðherra Handaríkjanna bæru ekki árangur beindi Reagan forseti þvi til stjóma Bret- lands og Argentínu að þær veittu Bandarikjastjórn lengri tima til að afstýra átökum vegna Falklandseyjadeilunnar. „Ég vona bara að okkur takist að halda friðarumleitunum áfram og að báðar þjóðirnar haldi aftur af sér og grípi ekki til örþrifaráða sem gerðu þessar umleitanir að engu,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi sem hann efndi til er hann hafði fengið skýrslu frá Haig um viðræður hans i Buenos Aires, en fyrr um daginn hafði Thatcher forsætsiráð- herra Breta kveðið upp úr með það að tillögur Argentínustjórnar væru óað- gengilegar. Francis Pym, utanríkisráðherra í brezku stjórninni, er á förum til Washington þar sem hann leggur gagntillögur fyrir Haig á fimmtudag. Brezki flotinn nálgast nú Falk- landseyjar og ættu þau fyrstu af þeim 70 herskipum sem þar eru á ferð að verða komin í skotfæri við eyjarnar um næstu helgi. Samtök Ameríkuríkja samþykktu með átj- án atkvæðum gegn engu að efna til fundar utanríkisráðherra sinna í næstu viku til að fjalla um kröfu Argentínu um refsiaðgerðir gegn Bretum. Fulltrúar Bandaríkjanna, Kólumbíu og Trinidad sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. A blaðamannafundinum lauk Reagan lofsorði á Haig fyrir frammistöðu hans í máli þessu. Forsetinn vísaði því ákveðið á bug að Bandaríkin hefðu haft af því álitshnekki að blanda sér í málið, — slík hefði hins vegar orðið raun- SAMKVÆMT niðurstöóum Gallup- könnunar hafa Samlingsflokkurinn, sem er i stjórnarandstöóu, og Jafnaö- armannaflokkur Koivistos forseta in hefðu Bandaríkin ekki sýnt ábyrga afstöðu með því að freista þess að afstýra ófriði. Margaret Thatcher vildi ekki greina frá einstökum efnisatriðum í tillögum Argentínustjórnar, en hún sagði í ræðu sinni á þingi að þar væru veigamikil atriði sem Bretar gætu með engu móti fallizt á, t.d. það að Argentínustjórn gerði ekki ráð fyrir því að tillit yrði tekið til vilja 1.800 íbúa eyjanna, en þeir eru af brezku bergi brotnir. aukið fylgi sitt miöað við það sem var í síðustu þingkosningum. Þessi fylgisaukning hefur orðið á kostnað Kommúnistaflokksins, sem er klofinn, og ýmissa borgaralegra smáflokka. Fylgi Samlingspartiet virðist hafa aukizt um 3,9% og fylgi Jafnaðarmanna um 3,6%. í forseta- kosningunum í janúar hlutu Jafn- aðarmenn 43,1% atkvæða, en sam- kvæmt niðurstöðu Gallup fengju þeir 27,5% væri efnt til þingkosn- inga nú. Samgönguverkfall hófst í nótt í Noregi Osló, 20. apríl. Frá Jan Krik Lauré frétUriUra MorgunhlaAsinN. Finnland: Kratar og Samlings- partiet auka fylgi sitt lielNÍnki, 20. apríl. AP. AP-MÍmamynd. Brezki flotaforinginn Sandy Woodward (til vinstri), yfirmaður flotans sem er á leið til Falklandseyja. Myndin var tekin er flotaforinginn kom um borð í herskip hennar hátignar, Hermes, í námunda við eyna Ascens- ion, en sú eyja lýtur brezkum yfirráðum og er á miðju Suður-Atlantshafi. VERKFALL um 18 þúsund manns er starfa við samgöngur hefst í Noregi á miðnætti, en verkfallið mun gera það að verkum að athafnalíf heilla landshluta lamast á fáeinum dögum. Benzínafgreiðslumenn eru meðal þeirra sem verða í verkfalli, þannig að flugsamgöngur leggjast fyrirsjáanlega niður innan fárra daga. Allt bendir til þess að verkfallið geti orðið langvarandi þar sem mikið ber á milli launþega og vinnu- veitenda. Einungis járnbrautasamgöngur verða með eðlilegum hætti, en rútubílstjórar, strætisvagnastjór- ar og fjöldi vörubílstjóra er í verk- falli. Meðal atvinnugreina sem lenda í miklum erfiðleikum er sjávarútvegur. Fæstir útgerðar- menn eru birgir af eldsneyti, þannig að ekki verður hjá því komizt að leggja fiskveiðiflotan- um þar til verkfalli verður aflýst. Rætt hefur verið um að gerðar- dómur verði settur til að útkljá þessa vinnudeilu, en í kvöld lýsti Káre Willoch forsætisráðherra því yfir að til slíkra örþrifaráða yrði ekki gripið að sinni. Sínaí: íbúar Yamit vígbúast bærinn verður jafnaður við jörðu Kerem Shalom, 20. apríl. AP. MIKIL ólga var í bænum Yamit á Sínaískaga í dag en ísraelska útvarpið skýrði frá Schmidt í vanda Helmut Schmidt, kanslari V Þýzkalands, á nú undir högg að sækja í flokki sínum, ekki sízt vegna afstöðu sinnar til kjarnorkuvarna í Evrópu. Á flokksþingi Jafnaðarmanna- flokksins flutti kanslarinn ræðu á þriðjudagsmorgun þar sem hann lýsti þvi yfir að ekki kæmi til mála að hvika frá áformum um að setja niður kjarnorku- flaugar þær í Evrópu sem mest- um ágreiningi valda, en kanslar- inn hefur haft á orði að segja af sér standi flokkurinn ekki með honum í því málí. AP »ím«mynd. því í dag aö herinn mundi jafna bæinn við jöröu áður en Austur-Sínaí yrði afhent Ggyptum nk. sunnudag. Út- varpið skýrði frá því um leið að sennilega hæfust nauð- ungarflutningar um 2 þúsund bæjarbúa þaðan á morgun, miðvikudag. Lausafregnir eru af vígbúnaði bæjarbúa og er talið aö þeir muni snúast hart gegn ísraelskum her- mönnum er þeir halda inn- reið sína á morgun. Einn leiðtogi ísraelsmanna, sem andvígir eru brottflutningi frá Sínaí, lét svo ummælt í dag að hreyfingin hefði gjörsamlega misst öll tök á fólkinu sem væri mótfallið brottflutningi frá Sínaí og ástandið væri á suðupunkti. Beatrix áminnir Bandaríkjastiórn Wa.shington, 20. apríl. AP. BEATRIX drottning í Hollandi varaði Bandaríkjastjórn við „einsýni og einhliða afstöðu“ til flókinna mála í ræðu sem hún flutti í blaðamannaklúbbi í Washington í dag, en hin hollenzka drottning er í opinberri heimsókn í Bandaríkjun- um. Þessi áminning drottningarinn- ar hefur mælzt misjafnlega fyrir, en í ræðu sinni bar hún saman stórveldið Bandaríkin og Holland, og kvað styrk Hollendinga e.t.v. fólginn í árvekni og því að vera þess umkomnir að vara við einsýni og einhliða afstöðu, eins og að ofan getur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.