Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 33 Frá heimsókn I liakáká Nokkrir af eldri ungmennaféWjfum á afmjelisfnndinum 1. apríl sl. Frá sundæfingu í wimHanginnL Skíðalyftan í Tradarhvammi. dag var teflt á 6 borðum og hver keppandi hafði tvær klst. til umráða. Þeirri viðureign lauk einnig með sigri Bolvík- inga með 5% vinningi gegn xk. Á sunnudag voru fyrst tefld- ar 15 mín. skákir. Þá unnu heimamenn með 23 vinningum gegn 13 og í lokin voru tefldar 5 mín. skákir. Þá fengu heima- menn 28Vfe vinning en skák- konur 7'Á. Eins og ég gat um áðan er skáklífið hér í miklum blóma og reglulegar skákæfingar í viku hverri. Það er eitt sem ég vildi koma hér á framfæri að lokum. Und- anfarin ár höfum við verið með þá kröfu, að UMFB verði sér- stakt íþróttahérað, en UMFB er aðili að ÍBÍ (íþróttabanda- lagi Isafjarðar). Þrátt fyrir samþykki UMFB og ÍBÍ hefur þetta réttlætismál ekki fengið náð fyrir dyrum Iþróttanefnd- ar ríkisins. Bolvíkingar eru óánægðir með það að þeirra keppnisfólk þurfi að keppa undir nafni ÍBÍ t.d. á mótum Sundsambands Islands og Skíðasambands ís- lands. Hvítasunnusöfnuðurinn: Evrópumót á Islandi Á sumardaginn fyrsta, 22. apríl, hefst Evrópumót stjórnarnefndar Evrópumóta hvítasunnusafnaðanna. Mótin eru haldin þriðja hvert ár í ýmsum löndum álfu okkar. Það síð- asta var haldið í Helsingfors, Finn- landi sl. sumar. Sóttu það fjórir Is- lendingar, en tugir þúsunda þátt- takenda frá öllum þjóðlöndum Evr- ópu, nema Tékkóslóvakíu og Al- baníu. í undirbúningsnefnd mótanna eru rösklega 40 meðlimir, leiðtogar og prédikarar í hvítasunnusöfnuðum landa sinna. Af þeim mæta nú til móts í Reykjavik um 30 menn. For- seti nefndarinnar er Dr. Jakob Zofi frá Sviss. Hlutverk mótsins er und- irbúningur næsta Evrópumóts sem haldiö mun verða í V-Þýskalandi sumarið 1983. Með þessu móti er Islandi sýndur sómi og sæmd. Margir kunnustu prédikarar landa sinna eru í þessum hópi. Leiðtogar tuga þúsunda manna og forstöðumenn í stærstu kirkjum mótmælenda álfunnar. Þátttakend- ur munu koma frá löndum Austur- Evrópu, valinkunnir ræðuskörungar. Ef áætlanir standast, þá mun ræðumaður á sumardaginn fyrsta verða Karl-Erik Heinerborg frá Fíladelfíukirkjunni í Stokkhólmi. En það er ein stærsta kirkja og söfnuð- ur lands síns og þó víðar væri leitað. Á föstudagskvöld, 23. apríl, mun dr. Hermann von Amerom frá Hollandi verða ræðumaður, á laugardag Melv- in Jörgensen frá Belgíu. Á sunnudag fyrstan í sumri, 25. apríl, verða guðs- þjónustur kl. 14.00 aðeins fyrir söfn- uðinn í Fíladelfíu og svo almenn guðsþjónusta að kvöldinu kl. 20.00. Ræðumaður verður þá Eric Dando frá Wales. Hann er ritstjóri tíma- ritsins „Pentecost" og leiðtogi Elim- hvítasunnusafnaðanna á Bretlands- eyjum. Fundahöld halda svo áfram frá þriðjudeginum 27. 4. og reynt verður að ljúka nefndarstörfum fimmtu- daginn 29. 4. Almennar guðsþjónust- ur verða hvert kvöld kl. 20.00 í aðal- sal Fíladelfíukirkjunnar. Organisti verður Árni Arinbjarnarson og kór kirkjunnar mun syngja. Jafnframt munu erlendu gestirnir taka þátt í söng og hljóðfæraleik, svo og aðrir kraftar safnaðarins, með blönduðum þrísöng og söngtríói ungra stúlkna. Fólk er hvatt til þess að koma og njóta þess sem fram verður boðið í Fíladelfíu framangreind kvöld. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, biskup hinnar islensku þjóðkirkju, séra Pétur Sigurgeirs- son, og dóms- og kirkjumálaráð- herra, herra alþingismaður Friðjón Þórðarson, munu sýna gestum móts- ins móttökur á vegum embætta sinna. Allir gestir mótsins munu búa á heimilum safnaðarfólks í Fíla- delfíu. Einar J. Gíslason REF. 6550 65x31 cm H. 130 cm Verö kr. 988,- Verö kr. 540,- Verö kr. 813,- REF. 148/F 53x40 cm H. 78 cm Verö kr. 725,- Hillur — Stólar Borö — Sófasett Mikiö úrval Verð við allra hæfi. VöruroarkaHurinn hf. Armula 1 A. Sinv 86112.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.