Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 Leikriminokkur árid 1932, talið fri vinstri, fremri röd: Leifur Jónsson, Gísli Kristjánsson þjálfari og Sverrir Torfason. Aftari röð: Kristján Jensson, Gissur Jónsson, Salamon Kristjánsson, Bernodus Finnboga- son og Guðmundur Guðmundsson. Magnús Maraldsson skjaldarhafi 1934. 4 Sundnámskeið í Bolungarvik 1933 UMF Bolungarvíkur 75 ára UNGMENNAFÉLAG Bolungarvíkur varö 75 ára þann 1. apríl, en þaö er meö elztu starfandi ungmennafélögum landsins. Fréttaritari Morgunblaösins í Bolungarvík. Gunnar Hallsson, hefur í þessu tilefni sent eftirfarandi yfirlit um sögu félagsins og viötal viö talsmann þess, Benedikt Kristjánsson. Iþróttir eru núna helzta verkefnið Fréttaritari Mbl. ræddi við Benedikt Kristjánsson, blaða- fulltrúa félagsins, um starf- semi þess. — Hún er mjög fjölþætt, sagði Benedikt. Það sem helst háir okkur er slæm aðstaða á sumum sviðum og þá helst á sviði frjálsra íþrótta. Starf- semi félagsins nú snýst nánast eingöngu um hinar ýmsu íþróttagreinar, knattspyrnu, skíði, sund, skák og frjálsar íþróttir. — Hvað geturðu sagt mér um starfið í hinum ýmsu íþróttagreinum? — Ef við tökum knattspyrn- una fyrst þá er hún einungis stunduð að sumrinu, en með tilkomu íþróttahúss sem er í byggingu, verður hægt að iðka knattspyrnu allt árið. Knattspyrnumenn okkar þurfa þá ekki að detta niður í þjálfun yfir vetrartímann. Það er ljóst, að verði fram- kvæmdahraðinn við byggingu íþróttahússins svipaður og verið hefur, og fjármagn fæst, ætti húsið að vera tilbúið til notkunar eftir um það bil ár. Við erum ánægðir með það, hversu bæjarstjórnin hefur unnið vel að þessu máli undan- Ungmennafélagar önnuðust húslestra í prestsleysinu Aðalstofnfundur Ungmenna- félags Bolungarvíkur var haldinn 1. apríl 1907, stofnendur voru 22. Á þessum fundi var lagt fram frumvarp til félagslaga í 18 grein- um, þar segir m.a. í lögum þessum í annarri grein: „félagið styður bindindi og kristilega menningu að því er hag ættjarðarinnar snertir" og í áttundu grein er vikið að fjármálum og inntökugjald ákveðið ein króna og ársfjórðungs- gjald tuttugu og fimm aurar. Fyrsti formaður félagsins var kos- inn Jóhann Jónsson. Það gekk á ýmsu á bernskuárum félagsins en það sést þegar litið er yfir sögu þess, að mikill hugur var í mönnum og skoðanaskipti með líflegra móti, enda fundarsókn með ágætum. Á fyrsta ári félags- ins er rætt um verkefni fyrir fé- lagið á sviði íþróttaiðkana. Efst á baugi voru glíma, leikfimi, fót- knöttur og skíðaferðir á vetrum. Formanni var falið að útvega fé- laginu fimm pör af skíðum. Allt frá fyrstu tíð hefur félagið stuðlað að andlegri og líkamlegri velferð samborgaranna. Til gam- ans má nefna, að hér fyrr á árum, þegar prestlaust var, önnuðust ungmennafélagar húslestra, götur voru mokaðar þegar mikið snjó- aði, haldnar skemmtanir með söng og upplestrum. Síðast en ekki sist var þar leiklistin. Félagið starfaði mikið að leiklistarmálum og í mörg ár í samvinnu við kvenfélag- ið. Langvinsælasta leikverkið var Skugga-Sveinn og hafði einn af eldri ungmennafélögunum það á orði við mig á dögunum þegar ver- ið var að rifja upp starf félagsins að það hafi ævinlega verið gripið til þess ráðs að setja upp Skugga- Svein þegar félaginu vantaði pen- inga í sjóðinn. Það er einkum þrennt, sem menn minnast, þegar horft er til baka yfir starfsemi fé- lagsins þau 75 ár, sem það hefur starfað. Það er i fyrsta lagi gamla sundlaugin sem tekin var í notkun árið 1932. Sú laug var byggð og rekin af félaginu allt til ársins 1968. Þetta var útilaug og fyrsta kolakynta sundlaugin á Íslandi. Þá átti félagið frumkvæðið að byggingu félagsheimilis, sem var vígt 1952. Sú bygging var heilmik- ið átak og var byggð að verulegu leyti í sjálfboðavinnu meðlima hinna ýmsu félaga staðarins. Ungmennafélögin lögðu þar dyggilega hönd á plóginn og oft var úr litlu að spila. Árið 1977 keypti félagið nýja 500 m skíðalyftu sem það staðsetti í svokölluðum Traðarhvammi sem er spölkorn frá bænum, og hefur félagið séð um rekstur á þessari lyftu síðan. Hún er opin eftir há- degi alla daga sem skíðafært er. Ungmennafélag Bolungarvíkur á sér mjög merka sögu, en á 75 ára tímabili hlaut að verða breyting á starfsemi félagsins og kemur þar margt til. Starf félagsins er nú fyrst og fremst bundið íþróttaiðk- unum, kanttspyrnu, skák, sundi og skíðaiðkun. Á árunum 1910 til 1940 var íslenska glíman í miklum blóma innan félagsins og í um 30 ár var keppt í svokallaðri Skjald- arglímu UMFB. Þó starfsemin hafi verið sveiflu- kennd á stundum þá hefur hún aldrei fallið alveg niður og í dag er félagsstarf Ungmennafélags Bol- ungarvíkur rekið á traustum grunni. Núverandi stjórn Ungmennafé- lags Bolungarvíkur er þannig skipuð í dag: Formaður Björgvin Bjarnason, gjaldkeri Ásgeir Sól- bergsson og aðrir stjórnarmenn Laufey Karlsdóttir, Sólrún Geirsdóttir og Unnsteinn Sigur- jónsson. farin ár. íþróttahúsið bætir einnig verulega aðstöðuna til iðkunar frjálsra íþrótta, a.m.k. hvað varðar sumar greinar, en það er brýn nauðsyn að bæta aðstöðuna á íþróttasvæðinu á Skeiði. Þar sem ég var að tala um knattspyrnuna er rétt að geta þess, að helstu verkefni knattspyrnustrákanna eru þátttaka í íslandsmótinu og Vestfjarðamótinu. Um þessar mundir er verið að vinna að ráðningu þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Skíðaíþróttinni hefur vaxið mjög fiskur um hrygg undan- farin ár og þá sérstaklega eftir að við réðumst i kaup á 500 m skíðalyftu sem við settum upp hér rétt fyrir ofan bæinn. Lyftan er rekin af félaginu og er opin alla daga eftir hádegi meðan færi gefst. Á síðasta ári keypti bæjar- sjóður skíðalyftu sem staðsett er í svokölluðum Kolum út undir Skálavíkurheiði. Sú lyfta er opin um helgar og kemur hún sér vel, einkum á vorin, þar sem snjór helst lengur við þar útfrá. Nú nýlega keypti bæjarsjóð- ur notaðan snjótroðara frá ísafirði. Með tilkomu hans hef- ur gönguskíðaiðkun aukist verulega. Árlega efnir skíðadeild fé- lagsins til grunnskólamóts, Bolungarvíkurmóts, auk firmakeppni. Þá hefur hún séð um Vestfjarðamót í yngri flokkum. Fyrsta skíðalands- mót barna var haldið hér að frumkvæði UMFB árið 1975 eða 1976. Þetta mót var án efa undanfari Andrésar Andar- leika sem síðan hafa verið haldnir á Akureyri. Af sundstarfinu er það að segja að með tilkomu sund- laugar árið 1967, skapaðist mjög góð aðstaða og mikill áhugi á þeirri grein vaknaði. Árangurinn lét ekki á sér standa. Það sannar árangur bolvísks sundfólks á hinum ýmsu mótum sem það hefur keppt á. Frá því að sundlaugin var tekin í notkun hefur Guð- munda Ólöf Jónasdóttir ann- ast þjálfun sundfólks ásamt þeim íþróttakennurum sem verið hafa hér á þessu tímabili. Ekki má gleyma skákstarf- inu innan félagsins sem er með miklum blóma. Nýlega var hér í heimsókn kvennalandsliðið í skák og kepptu þær við bolvíska skákmenn yfir eina helgi. Þessi heimsókn kvennaliðsins var liður í afmælishaldi félags- ins. Það er ánægjulegt að segja frá þessari skákkeppni sem hófst á föstudegi. Þá var teflt á 5 borðum og hafði hver kepp- andi klukkustund til umhugs- unar. Þeirri viðureign lauk með sigri Bolvíkinga með 3 vinningum gegn 2. Á laugar- Nýkjörin stjórn UMFB fyrir næsta starfsár. Talið frá vinstri: Daði Guð- mundsson, Benedikt Kristjánsson, en þeir eru úr síðustu stjórn og hætta nú stjórnarstarfi eftir mikið og gott starf. Ásgeir Sólbergsson, Unnsteinn Sigur- jónsson, Laufey Karlsdóttir og Björgvin Bjarnason form. Á myndina vantar Sólrúnu Geirsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.