Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 Hvers vegna sýna Sunnlend- ingar þennan áhuga og ákafa - svo eftirsótt, að henni á nú að ráðstafa til bjargar öðrum fall- völtum fyrirtækjum. Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Miss America eftir Gorm Rasmussen Stundum berast manni skrítnar bækur í hendur, svo eru þær lesn- ar og að svo búnu veit maður ekki meira í hausinn á sér, af hverju var verið að skrifa þessa bók, hvað vakti fyrir höfundi og hvað vill hann sagt hafa? Þetta á til dæmis við um smábók Miss America eftir Gorm Rasmussen, gefin út hjá Modtryk. í fréttatilkynningu, langri og skilmerkilegri segir að þetta sé fyrsta bók höfundar og þar segir líka að „það sé óskaplega sjaldgæft að höfundur sýni jafn stílrænt hugrekki og fagurfræði- Iegt öryggi í byrjunarverki". Auð- vitað verður maður forvitinn að lesa bók, sem kynnt ermeð slíkum orðum, þótt gjálfurslega hljómi. Gorm Rasmussen mun vera danskur höfundur en bók hans gerist i Bandaríkjunum. í bókinni er stillt upp tveimur gömlum kon- Lýsa fylgi við Blindrabókasafn Á almennum félagsfundi í Blindrafélaginu nýlega var eftirfar- andi tillaga samþykkt samhljóða og er henni hér með komið á framfæri: „Almennur félagsfundur hald- inn í Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskertra á íslandi, miðvikudaginn 10. mars 1982, lýsir eindregnu fylgi við frumvarp um Blindrabókasafn Islands sem nú liggur fyrir alþingi og skorar á hæstvirta þingmenn að hraða framgangi þessa máls.“ tuss A um Miss America og Miss Trude- au. Miss America er áttræð og geðveik, hin er hjúkrunarkona hennar og þær búa saman i lítilli íbúð einhvers staðar í New York. Líf þeirra er heldur snautlegt á ytra borði, en hugmynda- og draumaheimur þeirra því frjórri: eiginlega lifir og hrærist Miss America í því að gæla við þetta eina ævintýri í lífi sinu, á unga aldri gerði svertingi hana ófríska og þegar það rennur upp fyrir bræðrum hennar eru höfð snör handtök og meintur skaðvaldur tekinn af lífi án dóms og laga. Lík- lega hefur þó hinn „seki“ komist undan og rifjar upp hreystiverk sín gamall og útbrunninn drykkjumaður. Eða kannski það gerist sömuleiðis í hugarheimi Miss Americu. Það er ekki gott að segja. Miss Trudeau hefur þá hug- sjón í lífinu að hlú að hinni sjúku og þegar til þeirra tíðinda dregur, að sennilega á að setja hana á hæli verður það Miss Trudeau óbærileg tilhugsun og hún fyrir- kemur sjúklingi sínum til að forða honum frá þeim örlögum sem ella bíða hans. í áðurnefndri fréttatilkynningu segir að „smám saman skynji les- andi útlínur sögunnar. Og sam- tímis því verði sagan að mynd af sögu Bandaríkjanna ...“ Bókin hefur þann kost að hún er stutt, 96 síður. Fréttatilkynningin sem enn skal vitnað til ef fagur- lega skrifuð og sannfærandi. Að öðru leyti fann ég ekki tengsl hennar við bókina og sagan sjálf bæði óskipuleg og upphafin í „stílrænu hugrekki sínu“. Eftir Hjört Þórarinsson Mörg orð falla þessa dagana um atvinnuuppbyggingu og iðnþróun- aráform Sunnlendinga. Á Suðurlandi hefur staðið yfir undirbúningur og könnun um syk- urverksmiðju og ylræktarver í Hveragerði, hafnargerð við Dyr- hólaey, vegna Kötluvikurs, stein- ullarverksmiðju í Þorlákshöfn, auk útflutnings á Hekluvikri. Þessi verkefni okkar eru á gjör- ólíku vinnslustigi. Undirbúningur þeirra tekur ár og áratugi. Þau eru á engan hátt safn verkefna augna- bliksins. Þarna eru langtímaverk- efni. Ekkert þessara verkefna verður sett til hliðar. Samanburður á milli þeirra kemur ekki til greina. Tímaskekkjan á þeim er þannig að hér gildir ekki „annað hvort eða reglan“. Eg er ekki sammála því sjón- armiði, sem blaðamaður DV hefur eftir Ófeigi Hjaltested sl. miðviku- dag, að sykurverksmiðja og yl- ræktarver séu vonlaus fyrirtæki um aldur og ævi. Heimsmarkaður og hagsmunir kaupenda eru sveiflukenndir samfara orkuverði. Það er ekki ofsögum sagt að nú sé hiti í mönnum sunnanlands. Vafalaust falla ógætileg orð en þá hjálpast margt að. • Hið þrauthugsaða og vel undir- búna verkefni Sunnlendinga, steinullarverksmiðjan, er orðin GRÆNLENSKA STÚLKAN MÍN Ljóðabók eftir Ásgeir Þórhallsson. Frjálst orð gefur úr 1982. „Þú grænlenska stúlka/ hífðir mig/ upp úr gryfju vonleysis og/ einmanaleik./ Þín vegna er ég til.“ Þannig yrkir Ásgeir Þórhallsson um grænlensku stúlkuna sína sem hann fann eftir ástarævintýri með svikulli íslenskri stúlku. Sú ís- lenska fer til Kaupmannahafnar og finnur þar annan vin, vonsvikið skáldið leitar á náðir Bakkusar uns grænlenska stúlkan gefur lífi hans tilgang. Ástarsorg og ástarsælu er lýst í þessum Ijóðum, ýmist eru ljóðin • Annað verkefni, sem Sunnlend- ingar, sér í lagi Hvergerðingar hafa unnið að, er sykurverk- smiðja. Nú á að setja hana sem skiptimynt á móti steinullar- verksmiðju og reyna að sundra samstöðu Sunnlendinga. • Þriðja verkefnið, sem veifað er með, ylræktarverið, tengist sykurverksmiðjunni vegna hag- kvæmrar nýtingar afgangs- orku. • Fjórða verkefnið, stálbræðslan, bættist svo í hópinn. Sýnir það aukna kaldhæðni að veifa því á sama tíma og jarðvegsundir- búningur er hafinn við það í Straumsvík. • Þá er það skemmtileg tilviljun, sem greint er frá í Tímanum 1. apríl. Nú er verið að kanna að- stæður á Suðurlandi fyrir álver. Þessi uppsetning mála undir- strikar hvílíkt öryggisleysi Sunn- lendingar eiga við að búa, af hálfu stjórnvalda. Verkefni þau, sem hér um ræðir og Sunnlendingar hafa unnið að, hafa misjafnt félagslegt gildi í hugum okkar. Unnið hefur verið að þeim á ólíkan hátt. Hagkvæmni þeirra er bundin sitt hverjum for- sendum. Undirbúningur sykurverksmiðj- unnar og að hluta til ylræktar- versins hefur verið unninn í lokuð- um hópi. Enda nógu bitur reynsla af öðru verklagi. þunglyndisleg eða full gáska, sum hrá og illa ort, önnur bera þroska vitni og eru hnitmiðaðri að bygg- ingu. Hreinskilni er kostur þeirra, vilji til að koma til dyranna eins og skáldið er klætt, hafna tilgerð. Ásgeir Þórhallsson á langt í land til að geta talist efnilegt skáld, en hver veit nema honum eigi eftir að takast að rækta ljóðmál sitt. Ég las Grænlensku stúlkuna mína fyrst og fremst sem lífsreynslubók og sem slík er hún Dyrhóleyjarhöfn er gamall draumur, rnikið stórvirki, og lang- tíma verkefni. Öll þessi verkefni eru fyrirliggj- andi og njóta stuðnings Sunnlend- inga til frekari rannsókna. Félagslegar vonir eru lang mest bundnar við steinullarverksmiðj- una. Steinullarverksmiðjan var sett sem móðurhlutverk, lífæð Iðnþróunarsjóðs Suðurlands til frekari iðnaðar og iðnþróunar auk áhættusamra rannsókna. Það hefur mikið verið rætt um þetta skipulag í iðnþróun. Sunn- lendingar eru ekki á einu máli, hvorki með röð, né vægi þeirra. Við njótum þeirrar raunhæfu gagnrýni, sem fram kemur á ráðstefnum okkar, aðalfundum og manna á milli. Undir lokin gæti manni dottið í hug, að sú stórkostlega hugmynd að reisa útflutningshöfn við Dyr- hólaey fyrir Mýrdalsvikurinn, verði efni í næstu veifu. Verði Sunnlendingar ekki auðsveipir í viðskiptum, má reisa Dyrhólaeyj- arhöfnina í öðrum landshluta. Spurningin er endurtekin: Hvers vegna eru Sunnlendingar með þennan orkuákafa og iðn- þróunaráhuga? Hafa þeir ekki allt sem aðra landshluta vantar? Iðjuver sem reist eru jafnóðum og ný virkjun og vélasamstæða er sett í gang? Nóg af höfnum og fjölgandi togaraflota? Hjörtur Þórarinsson. ekki verri en hver önnur. Það eru að vísu hræðileg ljóð í bókinni, samanber Dásamlegi djöfull (um Þórskaffisævintýri), en líka ljóð sem lofa góðu og lýsa með einföld- um hætti mannlegri tilfinningu. Ég tel Óttann meðal síðarnefndu ljóðanna: Huu drejmir heim til GrKnlaada ú hrerri nottu IIúb sér mommu sín ojf pabba o* dll ■jstkiau. ■Sro á húa litla stúlku sem spyr eftir mdmmu siaai. Ilún sér sajó, huadasleda of ameriskar nugrélar. Aldrei er ég i hessum draamum. Húa togar mig aidur i rúmid og faguar eias og músagildra. Kossar heaaar brmda steiahjarta mitt Stuadum <r hrtta of gott til ad rera satL Ég reit húa fer. Ekkifara. Kossar bræda steinhjartað Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Óvígð sambúð gerist æ algengari í Evrópu í Svíþjóð er orðið algengt að ógift fólk búi saman áður en það gengur i hjónaband, en í Dan- mörku nær það til 80% hjónaefna. í öðrum löndum er hlutfall óvígðr- ar sambúðar jafnan að aukasL 44% franskra hjóna, sem giftust árið 1974, höfðu búið saman og sama gilti um 25% þýskra hjóna, er vígð voru 1978. Óvígð sambúð er algeng í miðálfulöndum Evrópu- ráðsins og hætt að vera fágæt á Ítalíu, Spáni og Portúgal og þá meðal borgarbúa, nemenda og vel stæðs fólks. Sumt af þessu fólki gengur í hjónaband þegar fram líða stundir, en talsverður fjöldi býr saman án þess að hafa hjóna- band í huga. Sumir eru í sambúð vegna fjárhagsástæðna eða hug- sjóna og synja þá hjónabandi eða spotta það sem þjóðfélags- stofnun. Aðrir óska að ráða sam- bandi sínu sjálfir óháðir lögum vegna hindrana á vegi hjóna- bands, t.d. ef maka reynist óger- legt að fá skilnað. Þá eru og þeir aðilar, sem verið hafa í hjóna- bandi er slitnað hefur upp úr, en í Frakklandi tekur fimmti hver fráskilinn karlmaður saman við aðra konu. Þróun þessara mála hefur mikilsverðar félagslegar afleið- ingar og leiðir til þess að hjóna- vígslum fækkar í Vestur-Evr- ópu. Á sjöunda áratug aldarinn- ar giftust um 90% ungra kvenna um síðir, en 1978 var hlutfallið komið ofan í um 60% í nokkrum löndum (Vestur-Þýskalandi, Danmörku, Sviss og Svíþjóð). Þá er og þess að geta að ungt fólk í óvígðri sambúð kýs yfir- leitt að vera barnlaust. í Frakk- landi á t.d. aðeins tíundi hluti þess börn. Undanþágur eru þó í Svíþjóð og Danmörku þar sem mestmegnis fólk innan þrítugs- aldurs á börn utan hjónabands, þ.e. 45% í Svíþjóð og 27% í Danmörku. Ekki er rétt að ætla að fólk þetta sé almennt reikult í rás- inni með því meiri hluti fólks í óvígðri sambúð hefur trú á lang- varandi sambandi og tryggð. Samkvæmt athugun er Efna- hagsbandalag Evrópu gerði árið 1975 töldu 23% fólks í óvígðri sambúð sig mjög hamingjusöm og 41% sögðu sig hamingjusöm. Mikilsvert er að athuga laga- lega þáttinn og þann þátt er að þjóðfélagsstofnunum snýr, þ.e. stöðu barna, sem fæðast utan hjónabands, ættarsamband, framfærslu þeirra ef sambúð er slitið, eignir og erfðir, skatt- greiðslur, skipti sameiginlegra eigna, lögvernd óstyrkari aðilans og almannatryggingar svo fátt eitt sé nefnt. Almennt ber nauðsyn til að skilgreina og lögskrá þetta flókna og óstöðuga fyrirbæri, svo og að leitast við að samræma evrópska löggjöf á þessu sviði. Evrópuráðið gerði sér grein fyrir mikilvægi þessa vandamáls og fól 11. lagaráðstefnu álfunnar að ræða lögfræðileg vandamál varðandi fólk í óvígðri sambúð. Ráðstefnan var haldin í Messina á Ítalíu í júlímánuði 1981 og sóttu hana fjölmargir sérfræð- ingar aðildarríkja Evrópuráðs- ins, sem eru 21 að tölu. Þótt ekki þætti vænlegt að sinni að semja lagafrumvarp um frjálsa sam- búð, sem vissir aðilar telja ein- skonar annars flokks hjónaband, var fallist á að hvergi yrði litið fram hjá hinu raunverulega ástandi. Það yrði spor í rétta átt ef aðildarríkin settu sameiginleg ákvæði um sérstök vandamál, t.d. félagslega aðstöðu, sem hjón fá að njóta. (FrétUtilkynning frá Kvrópurádinu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.