Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 43 Sími 78900 Lögreglustöðin í Bronx (Fort apahe the Bronx) Nýjasta myndin meö Paul Newman. Bronx-hverfiö í New York er illraemt, þaö fá þeir Paul Newman og Ken Wahl aö | finna fyrir. Frábær lögreglu- mynd. Aöalhlutverk Paul Newman, Ken Wahl, Edward Asner. Leikstjóri: Daníel Petric. Bönnuð innan 16 ára. fsl. texti. Sýnd kl. 3, 5.15, 9 og 11.20. Lífvörðurinn (My bodyquard) Every kki should have one... MY BOmCUUU) Lifvörðurinn er fyndin og frá- bær mynd sem getur gerst hvar sem er. Sagan fjallar um ungdóminn og er um leið | skilaboö til alheimsins. Aöal- hlutverk: Chris Makepeace, Adam Baldwin. fal. texti. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Fram í sviðsljósið (Being There) r\ Aöalhlutverk: Peter Sellers, Shirley MacLane, Melvin Douglas, Jack Warden. Sýnd kl. 3. 5.30 og 9. Vanessa I. I Djörf mynd um unga stúlku I sem lendlr í ýmiskonar I ævintýrum. Sýnd kl. 11.30 fsl. texti. Bönnuð innan 16 ára. Snjóskriðan ROCK HUDSON^ MiA FARROW CUM NU mt CHT Mll luaaiMt'. noicakk Stórslysamynd tekin í hinu hrífandi umhverfi Klettafjall- anna. Mynd fyrir skiöaahuga- fólk og þá sem stunda vetr- I arlþróttirnar. | Aöalhlutverk: Rock Hudson, Mia Farrow, Robert Foster. fsl. texti. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Allar meö íal. texta. ■ Árásir og hjáseta: Er Alþýðubandalagið að hefna sín á Hafnfirðingum? eftirPál. V. Daníelsson Álverið í Straumsvík hefur ver- ið allmikið í umræðu að undan- förnu og hefur verið vegið að því á hinn furðulegasta hátt undir for- ystu iðnaðarráðherra. En er þar um furðulegheit að ræða, þegar al- þýðubandalagsmenn eru annars vegar? Það er ekki úr vegi að rifja upp sögu hafnfirskra alþýðu- bandalagsmanna í sambandi við álverið. Alltaf á móti Á árinu 1966 þurftu Hafnfirð- ingar að taka afstöðu til staðsetn- ingar og samninga um álbræðsl- una. Þegar haínar- og lóðarsamn- ingur var tii afgreiðslu í bæjar- stjórn þá greiddi Alþýðubandalag- ið atkvæði á móti. Þegar tillaga kom fram um að veita bæjarstjórn umboð til þess að undirrita samn- inga greiddi Alþýðubandalagið at- kvæði gegn slíku umboði. Þegar tillaga um byggingaleyfis- og gatnagerðargjald var afgreidd greiddi Alþýðubandalagið enn at- kvæði á móti. Þannig hafði Al- þýðubandalagið þrisvar sinnum möguleika til þess að styðja að auknu atvinnulífi í Hafnarfirði en greiddi alltaf atkvæði gegn því. Hvaðan er rótin runnin? Sé þannig horft um öxl kemur óneitanlega í hugann að iðnaðar- ráðherra sé að hefna harma Al- þýðubandalagsins í Hafnarfirði og þaðan sé rótin runnin. Alþýðu- bandalagið skiptir ekki máli, hvort fleiri hundruð manns hafa atvinnu eða ekki. Það skiptir held- ur ekki máii, þótt ýmis viðskipti við álverið hafi aukið og eflt ann- að atvinnulíf í bænum. Auknar tekjur Bæjarfélagið hefur haft tals- verðar tekjur af framleiðslugjaldi ÍSAL. Tekjurnar vegna aukinnar atvinnu, bæði beint hjá ÍSAL og hjá aðilum, sem ISAL kaupir þjónustu af hafa verið miklar. IS- AL hefur þannig stutt að aukn- ingu og eflingu atvinnulífs í Hafn- arfirði og nágrenni. Er þetta í samræmi við það, sem sagt var í upphafi, að ISAL mundi renna traustum stoðum undir atvinnu- lífið í bænum. En slíkt er ekki að óskum alþýðubandalagsmanna. Ofagur viðskilnaður Bærinn hefur rekið stórt at- vinnufyrirtæki, sem fjölmörgum veitir vinnu, en það er Bæjarút- gerðin. Hún hefur oft átt í miklum fjárhagserfiðleikum, sem orðið hefur að leysa. Einna dýpst var hún sokkin í niðurníslu og skulda- fen á árunum fyrir 1962. Verður það mál ekki rakið að sinni en í kosningunum 1962 breyttist stað- an þannig í bæjarstjórn að hægt var að losna við áhrif Alþýðu- bandalagsins og hefja viðreisn bæjarfélagsins og þar með Bæjar- útgerðarinnar. Hjásetan Síðast liðin ár hefur Bæjarút- gerðin átt við fjárhagserfiðleika að stríða, sem þó er barnaleikur hjá því sem orðið var 1962. Þann vanda verður að leysa. En það verður ekki gert með hjásetu í bæjarstjórn eins og Aiþýðubanda- lagið gerði, þegar tillaga kom fram um að leggja fram í auknum mæli fjármagn Bæjarútgerðinni til styrktar. Þar þarf annað og meira að koma til sé mönnum ekki sama um hlutina. Að vilja ekki gera neitt, bara að sitja hjá í hinni mestu fýlu sýnir mikla óskamm- feilni í garð starfsfólks Bæjarút- gerðarinnar. Nokkrar tölur til fróðleiks Ef við nú tengjum saman að- stoðina við Bæjarútgerðina síðast liðin ár og tekjurnar af fram- leiðsiugjaldi ISAL, þá kemur þessi mynd út. Tölum er breytt í nýkr. Árið 1979 var framleiðslugjald af ÍSAL 1.797 þús. kr. og framlag til Bæjarútgerðarinnar 1.630 þús. kr. Árið 1980 var framleiðslugjaldið 2.400 þús. kr. og framlag til Bæj- arútgerðarinnar 2.000 þús. kr. og árið 1981 var framleiðslugjaldið 3.186 þús. kr. og framlag til Bæj- arútgerðarinnar 2.000 þús. kr. Þetta sýnir að tekjur af fram- leiðslugjaldi ISAL hafa gert held- ur betur en nauðsynlegur stuðn- ingur við Bæjarútgerðina og sýnir því ljóslega hver stoð álverið hef- ur verið í sambandi við að halda uppi og efla atvinnulífið í bænum. En Alþýðubandalagið var á móti álverinu í upphafi og þrjóskast við að halda áfram á sömu braut. Páll V. Daníelsson Kemur þér þetta við? — eftir Indriða Indriðason Oft er minnst á áfengisvanda- málið í blöðum og fjölmiðlum og er það ekki undrunarefni, jafn víð- tæk sem áhrif þess eru á efnahag, tilfinningalíf og sambúðarhætti manna. Og eins og löngum fyrr, eru menn ekki á eitt sáttir hvernig bregðast eigi við vandanum og. hvaða hömlum háðar skuli þær reglur er settar séu af stjórn- völdum um dreifingu þess og sölu. Á síðustu árum hafa vísinda- legar rannsóknir kveðið skýlaust upp úr með það að áfengi sé vímu- gjafi, sá eini meðal hinna sterkari tegunda sem enn er lögleyfð sala á í öllum velferðarríkjum hins vest- ræna heims, þó með margvísleg- um og mismunandi hömlum, um sölu, dreifingu og neyzlu. Það er einnig staðreynd sem margir virðast ekki átta sig á, að það tjón er áfengisneyzlan veldur þjóðarheildinni er í beinu hlutfalli við neyzluna. Þess vegna eru þær reglur er stjórnvöld setja, um fjölda útsölustaða og opnunartíma þeirra, um aldurstakmark kaup- enda og neytenda, fjölda vínveit- ingastaða o.fl., nauðsynlegar og sjálfsagðar hömlur af ríkisins hálfu til verndar sjálfu sér. Allt spjall áfengisneytenda um að meira frjálsræði varðandi notkun og fleiri tegundir svo sem áfengt öl o.þ.h., mundi skapa betri meðferð áfengis, aukna „áfengis- menningu“, er oftast sprottið af óskhyggju einstaklingsins er hef- ur það mál uppi, að sveigja alla meðferð þessara mála að sínum þægilegheitum, og er þá gengið framhjá þeirri höfuðstaðreynd sem ráðamenn hljóta að taka mið af í þessum efnum, að hverskonar takmörkun á sölu og neyzlu áfeng- is, með sjálfsögðum hliðarráðstöf- unum, dregur úr þeim vanda sem þessi vímugjafi skapar í samfélag- VERÖLD O ÁN VÍMU ÍUT - IOGT inu. Minni áfengisneyzla, minni vandræði af hennar völdum þegar á heildina er litið; færri umsækj- endur um Sogn og Silungapoll. Þess vegna set ég orðið áfengis- menning í umfjöliun hér á undan í gæsalappir, að ég skoða það rang- nefni. Sá lífsmáti, er afsidar stórt hlutfall iðkenda sinna, getur naum- ast talizt til menningar. Það er næsta eðlilegt með tilliti til þess sem að framan segir, að starfandi séu í landinu félaga- samtök er vilji veita viðnám og leita að leiðum til að draga úr vanda áfengisneyzlunnar. Sá vandi snertir okkur öll samfélagá- lega og fjölmörg persónulega. Því er næsta eðlilegt að ýmsar spurn- ingar komi í hugann og séu bornar fram, eins og til þess að þreifa fyrir sér. Ætti ekki nútímamaðurinn með sína fjölbreyttu menntun og ým- islega möguleika til forsjár sér og sínum og sköpunar fegurra mannlífs, að finna sig megnugan þess að vera án þessa vímugjafa? Sú staðreynd er kunn, að áfengi er engum einstaklingi nauðsynlegt. Það er öllum kunnugt, að neytend- ur þess valda slysum og dauða. Það er vitað að neyzla þess er bein orsök stórs hluta þeirra lögbrota sem framin eru. Það er á allra vit- orði að það hryggilegasta og ör- lagaríkasta í sambandi við áfeng- isneyzluna, er sú vissa, að í mörg- um tilfellum veldur áfengisneyt- andinn börnum sínum, maka eða venzlaliði þeirri sáru kvöl og óhamingju er aldrei verður að fullu bætt. Þá kemur manni einnig í hug, að notkun vímuefna sé ekki samræm- anleg þeirri vélvæddu og tölvu- stýrðu tilveru sem er orðin þýð- ingarmikill þáttur í lífi okkar. Þá er eðlilegt framhald máls míns á þessa leið: Indriði Indriðason „Sú staðreynd er kunn, að áfengi er eng- um einstaklingi nauð- synlegt. Það er öllum kunnugt, að neytendur þess valda slysum og dauða. Það er vitað að neyzla þess er bein orsök stórs hluta þeirra lögbrota sem framin eru.“ Sérhver einstaklingur er sér og viðurkennir vandann, en beygir sig fyrir siðvenjum aldarinnar, hjálpar til að viöhalda venjunni sem skapar vandamálið, og tekur þar með á sig hluta af ábyrgðinni á ríkjandi ástandi. Bindindissamtökin í landinu hafa tekið félagslega afstöðu gegn siðvenjum áfengisneyzlunnar. Og þú sem stendur hjá, og hefur ekki tekið afstöðu með áfengisvenjun- um. Hvers vegna ekki að ljá liö þeim félagasamtökum er reyna að veita viðnám og leita að leiðum til öflugri sóknar gegn þessari lífs- venju, fremur en að standa hjá, yppta öxlum og segja: Þetta kem- ur mér ekki við. Vtaslciafe. STAÐUIU?INN^ANDLATU ________Opið í kvöld til kl. 3. GHLDMKnRLKR leika fyrir dansi Viö höfum gert gagnger- ■r breytingar á diskótek- inu hjá okkur, komió, sjá- íó og hlustiö á góóa mús- ik I splunkunýju græjun- um okkar. Fjölbreyttur matseóill aó venju Boróapantanlr eru í síma 23333. Áskiljum okkur rétt til að ráóstafa boröum eftir kl. 21.00. Velkomin í okkar huggulegu salarkynni og njótiö ánægju- legrar kvöldskemmtunar. Spariklæðnaóur eingöngu leyföur. Ath: Annaö Kvöld veröur Feröamiöstööln meö teröakynningu og aö sjálfsögöu okkar vinsæli Þórskabarett.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.