Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 25 Ljósm.: Kmilía Bj. Björnsdóttir. 4 blaðamannafundinum í Norræna húsinu í gær. Talið frá vinstri: Björg Elling- *n, eiginkona Ragnars, þá Ragnar Jónsson, útgefandi, Ragnheiður Jónsdóttir er myndskreytti bókina og Marteinn Viggósson, frá Prentsmiðjunni Grafík er irentaði bókina. Grna Ragnarsdóttir, Valva Árnadóttir, Auður Ragnarsdóttir og Sigríður Ella tlagnúsdóttir. Erna og Auður eru dætur Ragnars í Helgafelli, Valva er starfs- naður forlagsins og Sigríður Ella mun syngja Ijóð eftir Laxness á tónleikunum á iumardaginn fyrsta. tíð r betri ■ .* -4 | Kápusíða nýju bókarinnar. Eins og sjá má er myndskreyting Ragnheiðar Jónsdóttur gerð í kringum glugga. f þessum gluggum sést skáldið áttrætt, og á bernskualdri. „Ég sé hann þarna fyrir mér sem ungan dreng er horfir til hins áttræða manns, eins og hann spyrji sem svo, hvað varð nú úr mér?“ sagði Ragnheiður. okkur að horfa út um,“ sagði Ragnheiður. Hin nýja bók er vönduð að allri gerð, í stóru broti, 80 blaðsíður. Hún er sett í Bliki, bundin í Bók- felli, en litgreind, brotin um og prentuð í prentsmiðjunni Grafík hf. Sem dæmi um þá vinnu sem lögð hefur verið í prentunina má nefna, að svarthvítar myndir Ragnheiðar við sum ljóðin, voru litgreindar og prentaðar í fjórum umferðum eins og litmyndirnar, til að gefa þeim rétta áferð, til sam- ræmis við litmyndirnar. „Það má því segja að prentunin sé nokkurt afrek einnig, ekki síður en efnið sjálft," sagði Erna Ragnarsdóttir, sem stjórnaði blaðamannafundin- um fyrir hönd Helgafells. Hún sagði bókina koma í verslanir á föstudaginn, 23. apríl, á afmælis- dag Laxness. Upplag bókarinnar er takmarkað við 1000 eintök. Við mörg kvæða Laxness hefur verið samin tónlist, og hafa mörg þeirra laga náð vinsældum. í til- efni afmælis skáldsins efnir Helgafell til tónleika í Norræna húsinu á morgun, fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Þar mun listafólkið Kristinn Sigmundsson og Sigríður Ella Magnúsdóttir syngja lög við ljóð eftir Halldór, við undirleik Jónínu Gísladóttur og Jórunnar Viðar. Lögin eru eftir tónskáldin Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Jón Þórarinsson, Karl 0. Runólfsson, Þorkel Sigur- björnsson, Þórarin Guðmundsson, Jón Nordal og Jórunni Viðar. Ljóðin eru, í sömu röð og höf- undar laganna við þau: Bráðum kemur betri tíð, Maístjarnan (Sól), Vögguljóð á hörpu, Dans (Viki- vaki), Lagstúfur úr Atómstöðinni, Vor hinsti dagur er hniginn, Hvert örstutt spor og tvö hin síðustu við lög Jórunnar Viðar, Glugginn og Unglingurinn í skóginum. Lag Jór- unnar við hið síðastnefnda er sam- ið sérstaklega í tilefni afmælisins nú, að beiðni Ragnars Jónssonar í Helgafelli (í Smára). Þá verða einnig sungin ljóð úr „Söngbók Garðars Hólrn", við lög Gunnars Reynis Sveinssonar. — AH mennan skilning á mikilvægum málefnum þjóðlífsins? Það getur verið, en er þá víst, að mennta- skólar séu rétti staðurinn fyrir slíka fræðslu? Gætu ekki frjáls námskeið, í skólum og utan þeirra, sinnt þessu hlutverki bet- ur fyrir þá, sem á annað borð hafa áhuga? Þá skiptir kennslan ekki minna máli. Það er mikil- vægara í þessum greinum en nokkrum öðrum, að hún sé í höndum manna, sem auk há- skólanáms hafa öðlazt þekkingu og innsæi í virku starfi og eru vaxnir upp úr þeim hugmynda- fræðum, sem menn iðulega ánetjast í háskóium. Eiga menntaskólar völ á kennslu slíkra manna og leita þeir eftir henni? En gildi bókar Gylfa Þ. Gísla- sonar er jafnmikið, hvort sem hún verður kennd í menntaskól- um eða ekki. Hún leiðir hvern þann, sem áhuga hefur, á vit fræðigreinar, sem fjallar um einn mikilvægasta þátt mann- legs lífs og samfélags. Þessi grein er frábrugðin náttúruvís- indum að því leyti til, að við- fangsefni hennar er síbreytilegt. Það samhengi fyrirbæra, sem verið er að leita að, er ekki var- anlegt. Þróun fræðigreinarinnar sjálfrar er jafnvel orsakavaldur síns eigin viðfangsefnis. Þeir tímar hafa komið, þegar hag- fræðin virtist geta gefið grein- argóð svör við spurningum manna og leyst á hagnýtan hátt þau verkefni, sem fyrir hana voru lögð. Slík skeið voru í upp- hafi klassíska tímabilsins í byrj- un nítjándu aldar eða á blóma- skeiði jafnvægiskenninga í byrj- un þessarar aldar. En það hafa komið aðrir tímar, þegar hag- fræðin virtist ekki fjalla um sjálfan veruleikann. Á slíkum tímum hafa nýjar stefnur skotið upp kollinum, ágreiningur magnast og áhrif greinarinnar þorrið. Slíkt skeið var á fjórða tug þessarar aldar og í upphafi þess fimmta, á námsárum og fyrstu starfsárum okkar Gylfa Þ. Gíslasonar og jafnaldra okkar. En upp úr því róti spratt, öllum að óvörum, nýtt blóma- skeið hagfræðinnar. Hagfræð- ingar voru að nýju sammála um grundvallaratriði, ágreiningur stjórnmálaflokka minnkaði stór- lega, og stjórnmálamenn og hag- fræðingur unnu saman með góð- um árangri. Það er þetta blómaskeið, sem er baksvið bókar Gyifa Þ. Gísla- sonar um þjóðhagfræðina. Það eru viðhorf þess og hugmyndir, sem til okkar tala svo til á hverri síðu. Líklega í of ríkum mæli. Það getur víst ekki farið á milli mála að nýtt skeið ólgu og um- brota er gengið í garð, og það fyrir nokkru síðan, að þær lausnir, sem áður dugðu, hafa nú brugðist, að hagfræðingar eru ekki lengur sammála, og stjórn- málaátök fara vaxandi. Um það getur enginn spáð, hvort úr þess- um jarðvegi sprettur ný sam- hæfing kenninga innan hagfræð- innar, sem á raunsæjan hátt fjallar um þann veruleika, sem við blasir, og getur orðið farsæll leiðarvísir í efnahagsmálum. Það er að sjálfsögðu til of mikils ætlazt, að bók sem þessi geti tek- izt á við málefni af slíkum toga og varpað ljósi á þá óvissu, sem við blasir. En það hefði mátt gefa lesendunum öllu meira hugboð um það, sem er á ferð- inni, en raun hefur á orðið. En þótt margt virðist nú ekki á rökum reist, sem áður voru augljós sannindi, stendur þó sjá kjarni hagfræðinnar óhaggaður, sem byggir á grundvallareigin- leikum manna, því hátterni, sem ætíð virðist koma í ljós, hvernig sem aðstæður breytast og stjórnarfari er háttað. Það voru þessi atriði, sem frumherjar hagfræðinnar sinntu umfram allt. Þess vegna hafa þeir nú meira að segja okkur en margir þeirra, sem síðar komu til sög- unnar, og sá skilningur og inn- sæi getur komið okkur að góðum notum, þegar við reynum, um stundarsakir, að finna á ný fót- festu í heimi og í fræðigrein, sem er á hverfanda hveli. Gekk vel og áheyrend- ur tóku mér hlýlega segir Unnur María Ingólfsdóttir sem hélt tónleika í Wigmore Hall í London — Þessir tónleikar gengu mjög vel, áheyrendur tóku mér hlýlega og ég fékk mikið af blómum, sagði Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleik- ari í samtali við Mbl. í gær, en í fyrrakvöld hélt hún tónleika i Wig- more Hall í London. Með Unni Maríu spilaði píanó- leikarinn Ian Brown og á efn- isskrá þeirra voru sónata eftir Geminiani, Chaconna í D-dúr eftir Bach, Vorsónatan eftir Beethoven og sónata eftir Franck. Unnur María Ingólfsdóttir hefur sl. 4 ár verið búsett í London og var hún spurð hvað helst væri á döfinni hjá henni á næstunni: — Ekki eru ráðgerðir sérstakir tónleikar alveg á næstunni, en í júní kem ég til íslands og spila m.a. á Listahátíð með nýju kamm- ersveitinni og síðar fer ég til Spánar með Pólýfónkórnum og spila einleik með kammersveit í Bach-konsertum. Annað er ekki á dagskrá í sumar, en í mars sl. var ég á ferð í Stokkhólmi og Osló og lék þar m.a. með Þorkatli Sigur- björnssyni íslenska tónlist. Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleikari Fæðingarorlof feðra: Er einn mánuður RÉTTUR feðra til fæðingarorlofs hefur verið rýmkaður nokkuð með sérstakri lagatúlkun er breyttist frá 24. febrúar 1982, en áður miðaðist fæðingarorlofsgreiðsla loður við vinnuframlag móður. Samkvæmt nýju lagatúlkuninni á faðir nú rétt á kr. 8.073 í einn mánuð hafi hann unnið 1032 dagvinnustundir síðustu 12 mánuði og felli hann niður störf sín. Móðir, sem rétt á til fæðingar- orlofsgreiðslu almannatrygginga, getur samþykkt að faðir taki síðasta mánuð fæðingarorlofsins, þ.e. þriðja mánuð þess, og fellur þá greiðsla til móður niður. Samkvæmt upplýsingum er og allt að 8.032 kr. Mbl. aflaði sér hjá Trygginga- stofnun ríkisins er fæðingaror- lofsupphæðinni skipt í þrjá flokka og er framangreind tala greiðsla eftir 1. flokki. í 2. flokki fá menn kr. 5.382 hafi þeir unnið 516—1031 dagvinnustund og í 3. flokki kr. 2.691 hafi menn unnið 515 dag- vinnustundir eða minna síðustu 12 mánuðina. Þá upplýsti Trygg- ingastofnunin m.a. eftirfarandi: Faðir sem hyggst neyta réttar síns til fæðingarorlofs almannatrygg- inga skal tilkynna það atvinnurek- anda með 21 dags fyrirvara og hve lengi hann verður frá störfum. Skal hann leggja inn sérstaka um- sókn sem fylgi vottorð vinnuveit- anda um vinnu hans síðustu 12 mánuði og yfirlýsing þess efnis að hann leggi niður launuð störf þann tíma sem fæðingarorlof verður greitt. Er umsókn aðeins gild að móðir samþykki og faðir á því aðeins rétt til fæðingarorlofs almannatrygginga að móðir hafi átt þann rétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.