Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 Fimm mánuðir í fáein svör: „Hefiir tekið hressi- lega á í ráðuneyti sínu u — sagði Þjóðviljinn um iðnaðarráðherra Samkvæmt 32. grein þingskapa ber ráðherra að svara fyrirspurnum þar sem skriflegra svara er krafizt innan viku. Hinn 10. desember 1981 lagði Kriðrik Sophusson (S) fram beiðni til iðnaðarráðherra um skriflegt svar við 6 fyrirspurnum, sem enn hefur ekki verið svarað: I) Hvaða nefnda og starfshópa hefur iðnaðarráðuneytið stofnað til í tíð núverandi ríkisstjórnar til að vinna að sérstökum verkefnum? 2) Hvaða sérfræðinga hefur ráðuneytið feng- ið til slíkra verkefna? 3) Hver eru verkefni þessara nefnda og sér- fræðinga, starfshópa og sérfræð- inga? 4) Hvaða menn eru í þessum nefndum og starfshópum? 5) Hver var kostnaðurinn við þessa starf- semi árið 1980 og hvað er áætlað að hann verði í ár (þ.e. 1981)? 6) Hvernig hefur iðnaðarráðuneytið varið eftirfarandi tekjum fjárlaga- ársins 1981: aðstöðugjaldi kr. 10,5 m.kr., efling iðnþróunar og tækni- nýjungar 400 þús. kr., orkusparnað- ur 450 þús. kr., ullar- og skinna- verkefni 180 þús. kr.? Tólf nefndir með sjö tugi manna lagðar niður! Friðrik Sophusson (S) sagðist margoft hafa ítrekað þessar fyr- irspurnir, sem svara hefði átt sex dögum síðar en þær vóru fram lagðar, 10. desember fyrra árs, en nú væru brátt 5 mánuðir liðnir — án svara. Ég á ekki annars kost en kveðja mér hljóðs um þing- sköp og knýja á þagnarmúrinn. Ég spyr iðnaðarráðherra nú, hvort er svara að vænta fyrir þinglausnir? Skömmu eftir að Hjörleifur Guttormsson tók við embætti iðnaðarráðherra, sagði Friðrik, kom mikil uppsláttarfrétt í Þjóð- viljanum, í desember 1978, þar sem þau afrek vóru tíunduð, að nýr og ferskur ráðherra í iðnaðarráðuneyti, sem tekið hafi við af Gunnari Thoroddsen, hafi heldur betur hreinsað til eftir hann, lagt að velli hvorki meira né minna en 12 nefndir með sjö tugi manna innanborðs. Þessari frétt hafi síðan verið fylgt eftir í forystugrein í Þjóðviljanum þar sem hafi m.a. verið komizt svo að orði: „Hjörleifur Guttormsson hefur tekið hressilega á í ráðu- neyti sínu. Það heyrir til tíðinda, þegar ráðherra tilkynnir á einu bretti, að hann hafi lagt niður tólf nefndir á vegum ráðuneytis síns og leyst frá störfum sjötíu og tvo nefndarmenn og ritara. Er þessi tiltekt skýr vottur um Friðrik Sopusson Gunn#r Tboroddwn: Aramótaskaup iðnaðarráóherrans „Tekió til í ráóuneyti" Hjörleifur Guttormsson ir manna innanborðs. Hefur margur orðið frægur af minna tilefni!" í svari Gunnars Thor- oddsen er það hinsvegar ekki tal- ið til tíðinda þó nefndir, sem lokið hafi störfum, séu lagðar niður. Og í niðurlagsorðum segir hann m.a.: „í auglýsingastarfsemi sinni hefur iðnaðarráðherra láðst að geta um eitt: Það er, hverjar nefndir hann hefur sjálfur skip- að...“ Það er einmitt um þetta efni sem nú hefur verið spurt, nefndir og sérfræðinga, starfssvið og kostnað, sem iðnaðarráðherra hefur hlaðið utan um sig í tímans rás, en vefst tunga um tönn við að svara. Sumir segja fimm mínútna verk að taka það saman, sem um er spurt, enda liggi öll svörin fyrir, sumir fimm daga, en eng- inn að það þurfi þá fimm mánuði, sem liðnir eru síðan spurt var! Svar mjög fljótlega Hjörleifur Guttormsson, iðnaðar- ráðherra, sagði að svör hefðu dregizt úr hömlu, en myndu væntanlega liggja fyrir mjög fljótlega. Ég hefi ýtt á eftir þessu máli í mínu ráðuneyti, sagði ráðherra, en þessar spurningar kalla á nokkra vinnu, þar sem m.a. er beðið um tölulegar upp- lýsingar. Þetta liggur nú fyrir en það er eftir að leggja það fram í prentuðu máli. Ég eftirlæt öðrum að hafa þessa hluti að gamanmáli, sagði ráðherra, en bið velvirðingar á þeim drætti sem orðið hefur. Hann minnti og á, að árlega kæmi út bók á vegum stjórnvalda um nefndir og ráð, nöfn og kostn- að. Friðrik Sophusson (S) þakkaði háttvís og hófleg svör og kvaðst skilja þau svo, að umbeðið skrif- legt svar kæmi innan fárra daga. Hann sagði rétt, að út kæmi ár- lega bók um nefndir ríkisins, en þar væri ekki að finna störf falin sérstökum sérfræðingum, né kostnað þar að lútandi, og gott væri líka að fá fram þær nýju nefndir og starfshópa þess „hressa" ráðherra, sem Þjóðvilj- inn hældi á sinni tíð fyrir að ganga á hólm við nefndafarganið og hafa sigur, að sögn! stefnubreytingu í iðnaðar- ráðuneytinu."! Gunnar Thoroddsen, núverandi forsætisráðherra, svaraði þessum Þjóðviljaskrifum í Morgunblaðs- grein. Hún bar yfirskriftina: Ára- mótaskaup iðnaðarráðherrans — „tekið til í ráðuneyti". Upphafs- orð hennar vóru: „Margt er sér til gamans gert um áramót. Hjör- leifur iðnaðarráðherra Gutt- ormsson gerði sér afrekaskrá og kom á framfæri við fjölmiðla. Fréttamenn fögnuðu skrá þessari enda eru íþróttafréttir vinsælar og hafa forgang í fjölmiðlum. Það hlaut að teljast til meiriháttar tíðinda í íþróttaheiminum þegar einn maður hefur í einni lotu lagt að velli tólf nefndir með sex tylft- Frumvarp um kirkjuráð og kirkjuþing: Kirkjuþingsfulltrúum fjölgað um fimm Kirkjumálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um kirkjuþing og kirkjuráð íslenzku þjóðkirkjunnar. Frumvarpið felur i sér eftirfarandi breytingar: 1) Kirkjuþingsmönnum er fjölg- að um fimm. Bætt verður við tveimur í Reykjavíkurprófasts- dæmi. Myndað verður nýtt kjör- dæmi, Kjalarnesprófastsdæmi, en Borgarfjarðar-, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi verða sérstakt kjördæmi. Ennfremur er lagt til að guðfræðikandidatar og prestar sem gegna föstum störfum í þágu þjóð- kirkju án þess að bera ábyrgð á prestakalli kjósi úr sínum hópi einn aðalmann og tvo varamenn til setu á kirkjuþingi. 2) Vígslubiskupar skulu eiga rétt til fundarsetu á kirkjuþingi. 3) Kirkjuþing komi saman ár hvert en ekki annaðhvort ár. Starfstími verði allt að 10 dögum. 4) Smærri breytingar er varða m.a. kosningu til kirkjuþings. Verði frumvarpið að lögum situr 21 kjörinn fulltrúi á kirkjuþingi, en það fjallar um sameiginleg málefni þjóðkirkjunnar að eigin frumkvæði og leysir úr málum, sem til þings- ins er vísað af hálfu biskups, kirkjuráðs, Alþingis og kirkju- málaráðherra. Kirkjuráð þjóðkirkjunnar er skipað fimm mönnum: biskupi, sem er forseti þess, og fjórum mönnum, tveimur guðfræðingum og tveimur leikmönnum, sem kirkjuþing kýs. Kirkjuráð fer með framkvæmd sameiginlegra málefna þjóðkirkj- unnar, þ.á m. verkefni sem lög og stjórnvaldsreglur ætla því og er- indi, sem vísað er til þess af hálfu kirkjuþings, biskups, kirkjumála- ráðherra, Alþingis, héraðsfunda sóknarnefnda eða starfsmanna sókna og þjóðkirkju. Flugleiðir/Arnarflug/Iscargo: Fjármálaráðherra biður um mat, sem fulltrúi samgönguráð herra greiddi atkvæði gegn Leyfið til Iscargo var út í hött, sagði Geir Hallgrímsson Ragnar Eiður Steingrímur Ragnar Arnalds, fjármálaráó- herra, hefur farið fram á það við stjórn Flugleiða hf., að hún fái fram og láti Alþingi í té upplýsingar um mat á eignum, sem Arnarflug hf. keypti nýlega af Iscargo hf. Hann beindi þessum tilmælum til Flug- leiða í framhaldi af þingsályktun um þetta sama efni. Sighvatur Björgvinsson (A) sagði i þessu sam- bandi Ijóst, að fjármálaráðherra hefði formlega farið fram á það við stjórn Flugleiða hf., sem fulltrúi samgönguráðherra í stjórn þessa sama félags heföi greitt atkvæði gegn! Eiður Guðnason (A) beindi fyrirspurn til samgönguráðherra, hversvegna fulltrúi hans í stjórn Flugleiða hefði greitt atkvæði gegn því í stjórn félagsins að fram yrði látið fara mat óvil- hallra manna á verðmæti þeirra eigna Iscargo sem Arnarflug hefði keypt og hvort samgöngu- ráðherra hafi verið á móti slíku mati? Steingrímur Hermannsson, sam- gönguráðherra, sagðist ekki hafa haft afskipti af þessari atkvæða- greiðslu, en tvennt hafi ráðið af- stöðu fulltrúa hans: 1) fulltrúar Flugleiða í stjórn Arnarflugs hefðu staðið öðrum betur að vígi að meta þessar eignir og 2) að stefna ekki í hættu viðræðum um visst samstarf Flugleiða og Arn- arflugs. Mjög harðar umræður urðu um þetta mál og sökuðu þingmenn Alþýðuflokks samgönguráðherra um óeðlileg afskipti af þessu máli, umræddar eignir hafi verið keyptar á 10—12 milljóna króna hærra verði en efni stóðu til og kaupin líklega tengd veitingu ráðherra á flugleyfum, m.a. til Amsterdam. Ráðherra hefði þó getað veitt Arnarflugi slíkt leyfi, án þess að Iscargo skilaði sínu leyfi, enda loftferðasamningur milli íslands og Hollands ekki skilyrtur um fjölda leyfa, þó hann hafi látið að öðru liggja. Geir Hallgrímsson (S) sagði samgönguráðherra hafa haldið óhönduglega á þessu máli. Ráð- herra hefði skilyrt stuðning við Flugleiðir, varðandi N-Atlants- hafsflugið, því að það seldi meiri- hluta sinn í Arnarflugi hf. Hvað sem liði þeirri kenningu ráðherra að hér skuli starfa tvö flugfélög í millilandaflugi, annað stórt en hitt minna, þá standi hitt eftir, að vart hafi verið verjandi að veita Iscargo flugleyfi til Amst- erdam á sinni tíð, bæði vegna fjárhagsstöðu þess félags, sem síðar hafi komið betur í ljós, og vegna þess að það hafði ekki eigin vélar til að sinna slíku flugi, en horft þá framhjá Arnarflugi, sem hafði mun traustari fjárhag, eig- in vélakost og hafði sýnt sig verð- ugt trausts. Eiður Guðnason (A) sagði svör samgönguráðherra minni en eng- in. Hann hefði vitnað til þess sem afsökunar, að fulltrúar Flugleiða í stjórn Arnarflugs væru öðrum færari um að meta gildi þessara kaupa, en þessir fulltrúar hafi einmitt tekið afstöðu gegn þeim! Það var ekki farið að þeirra vilja. Þau eru orðin mörg klúðursmál- in, sem skotið hafa upp kolli und- anfarið, og flest í tengslum við ráðherra Framsóknarflokksins. Olafur Ragnar Grimsson (Abl) sagði m.a. að ráðherrar, þ.á m. samgönguráðherra, bæru stjórn- arfarslega ábyrgð á afstöðu full- trúa, sem þeir skipuðu í stjórn stofnana og fyrirtækja, er ríkið sé eignaraðili að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.