Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 Argentína eignast kjarnorkuvopn 1983 Munu geta framleitt 10 kjarnorkusprengjur á ári ARGENTÍNllMENN eignast fyrstu plútóníum-verksmiðju sína 1983 og munu geta framleitt 10 kjarnorkusprengjur á ári að því er fram kom í fréttaþætti BBC, „Newsnight", á mánudagskvöld. Vestur-Þjóðverjar veittu Arg- entínumönnum nauðsynlega tækniþekkingu til að smíða kjarnorkuvopn að því er sagði í þættinum, en talsmaður í Bonn bar þessa ásökun til baka og kallaði hana „dylgjur“. Hann sagði að Vestur-Þjóð- verjar hefðu hjálpað Argentínu- mönnum að smíða tvo kjarna- ofna með samþykki Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín, IAEA, sem stuðlar að frið- samlegri hagnýtingu kjarnork- unnar. Argentínumenn hafa einnig fengið tæki til að koma sér . upp kjarnorkuverum frá Kanada og Sviss, en hafa betur kunnað að meta samvinnuna við Vestur-Þjóðverja. Vinnan við sjónvarpsþáttinn tók nokkra mánuði og það var tilviljun að hann var tekinn til sýningar í miðri Falklandseyja- deilunni að sögn BBC. í þættinum, sem kallast „Þýzkaland og argentínska sprengjan", er meint geta Arg- entínumanna til að framleiða kjarnorkuvopn rakin til þýzkra vísindamanna, sem tóku þátt í vígbúnaðarframleiðslu Þjóð- verja í síðari heimsstyrjöldinni. Frumkvöðull ætlunarinnar var Walter Schnurr, kunnur vís- indamaður nazista sem flúði til Suður-Ameríku 1946 og notaði til þess fölsuð skjöl. Schnurr, sem er kominn á eftirlaun og býr í Argentínu, sagði í þættinum að hann hefði viljað gera landið að kjarnorkuveldi, þar sem „það er annað föðurland mitt“. Castro Madero aðmíráll, sem er yfirmaður kjarnorkuvera Argentínu, sagði í þættinum að Argentína yrði reiðubúin að selja löndum Þriðja heimsins plútóníum. Argentína hefur neitað að undirrita samninginn um útbreiðslu kjarnorkuvopna, ásamt ísrael, Suður-Afríku og fleiri ríkjum, og hann sagði að engin breyting yrði á þeirri af- stöðu. Argentína hefur einnig neitað að undirrita Tlatelolco-sáttmál- ann frá 1967, samning ríkja Rómönsku Ameríku um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Hins vegar hafa Argentínumenn sam- þykkt tryggingar IAEA í kjarn- orkuverum þeim sem þeir eru að byggja. En Castro Madero og aðrir embættismenn hafa oft neitað því að Argentínumenn ætli að koma sér upp kjarnorku- vopnum. William Epstein, ráðgjafi SÞ í kjarnorkumálum, sagði að ef Argentína hygðist selja plútóní- um væri hætta á því að ríkis- stjórnir hryðjuverkamanna og hryðjuverkasamtök kæmust yfir kjarnorkuvopn. „Þá verður sannkölluð ringulreið," sagði hann. „Þetta gerir það að verk- um að framtíðin er miklu skuggalegri en hún er núna.“ í þættinum sást vinna við smíði kjarnorkuvers í Ezeiza, rétt hjá flugvellinum í Buenos Aires. í þættinum sagði að þar væri hægt vinna plútóníum til að nota í kjarnorkuvopn. Sagt var að vestur-þýzkir vísinda- menn veittu tækniþekkingu til að smíða verið án samráðs við bandamenn Vestur-Þjóðverja eða IAEA. Annað kjarnorkuver er í smíð- um í Atucha, norðan við Buenos Aires, og þar er einnig hægt að breyta úraníum í plútóníum, sem er nauðsynlegt efni til að smíða kjarnorkuvopn. Vestur-Þjóðverjar urðu frekar fyrir valinu en Kanadamenn til að smíða kjarnakljúfinn í At- ucha, þar sem Vestur-Þjóðverjar kröfðust ekki allra nauðsynlegra trygginga fyrir því að kjarnork- an yrði aðeins notuð í friðsam- legum tilgangi, sagði í þættin- um. Frá og með 1983 munu Arg- entínumenn geta framleitt 20 lestir af kjarnorkueldsneyti á ári, en það er nóg til að búa til 10 sprengjur. Vísindamenn hafa talið Suð- ur-Afríku og Israel í fremstu röð ríkja er kæmu til greina sem kjarnorkuveldi, en Argentínu, Taiwan og Suður-Kóreu í „ann- arri röð“. Fyrsta kjarnorkuver Argent- ínumanna var reist 1974 og sér fyrir um 8% af raforku landsins. Alls er gert ráð fyrir að sex kjarnorkuver verði tekin í notk- un fyrir næstu aldamót. Kjarnorkuáhugi Argentínu- manna hefur nokkrum sinnum valdið deilum milli þeirra og grannþjóða þeirra. Brazilíumenn hafa lengi sagt að það eina sem standi í vegi fyrir því að Argent- ína verði fyrsta kjarnorkuveldi heimshlutans sé pólitísk ákvörð- un og hafa jafnvel gefið í skyn að slík ákvörðun hafi þegar verið tekin. Bandaríkjamenn höfðu um tíma miklar áhyggjur af kjarn- orkusamvinnu Argentínumanna og Vestur-Þjóðverja. Daður Rússa við herforingjastjórnina og tal um meiriháttar kjarn- orkusamvinnu hefur einnig vak- ið ugg. Rússar hafa þegar selt Argentínumönnum þungt vatn og samþykkt að senda þeim unn- ið Úraníum. - Al*. I>aily Telegraph. Bandaríkjamenn bíða Krá Onnu KiirnnHnllur fr«>ll>rilir> Vlhl í U'nuhinxlnn Krá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. í Washin(;ton. „BRESKU herskipin myndu fara aftur á bak ef þau sigldu aðeins hægar,“ hefur verið haft eftir Bandaríkjamanni sem ásamt löndum sínum fylgist fullur áhuga með framvindu mála á Falklandseyjum. Hraði skipanna og fjarlægðin milli Bretlands og Argentínu hefur gefið Alexander Haig utanríkisráðherra tíma til að ferðast yfir 45.000 km á 12 dögum og tækifæri til að sitja fundi með ráðamönnum i London og Buenos Aires í tugi klukkustunda. Hann kom aftur til Washington aðfaranótt þriðjudags en varaði við að naumur tími væri eftir til að leysa vandann á Falklandseyjum á friðsamlegan hátt. Haig mun skýra Ronald Reagan forseta frá viðræðum sínum við Costa Mendez utanríkisráðherra Argentínu seinna í dag. Heimildir herma að Argentínumenn hafi fall- ist á sameiginlega stjórn Breta og Argentínumanna á eyjunum á meðan samningaviðræður um end- anleg yfirráð yfir þeim fara fram. Stjórnvöld í Bretlandi brugðust þegar neikvætt við tillögunum. Embættismenn í Washington sögðu að ákvörðun Haigs um að snúa heim í stað þess að halda til London hefði verið tekin í von um að fá ráðamenn í báðum löndum til að líta alvarlegum augum á afstöðu hinna og hugsa vandlega um hug- myndir um málamiðlun. Utanrík- isráðherra Breta mun ferðast til Washington síðar í vikunni til að ræða frekar við Haig. Falklandseyjar hafa fram til þessa skipt Bandaríkjamenn litlu máli. Þær þjóna engu hlutverki í öryggismálum landsins og vafi leikur á hvort olía er í námunda við eyjarnar. En deilurnar um þær og bein afskipti Haigs hafa vakið mikla athygli. Því hefur jafnvel verið haldið fram að framtíð hans í embætti sé komin undir lausn deil- unnar. Deilan hefur fengið Banda- ríkjamenn til að hugsa um hverjir raunverulegir bandamenn þeirra séu og hver dálkahöfundurinn á fætur öðrum bendir á langa og trygga vináttu Breta. Stjórn Reagans hefur til þessa verið hlutlaus í deilunni, en flestir eru sannfærðir um að hún myndi styðja Breta ef til átaka við Arg- entínumenn kæmi. Vinátta við Argentínu kólnaði í valdatíð Jimmy Carters vegna brota herfor- ingjastjórnarinnar á mannréttind- um og kornsölu til Sovétríkjanna sem stjórnvöld juku eftir innrás Sovétmanna í Afganistan. Sam- band hefur síðan aukist að nýju og stjórnvöld í Argentínu hafa verið hliðholl stefnu Bandaríkjamanna í Mið-Ameríku. Bandaríkjamenn eru Svíar finna upp nýtt hjól Stokkhólmi, 20. *príl. AP. SÆNSKT fyrirtæki heldur því fram legasta hlut frá því hjólið var fundið Þetta nýja hjól er reyndar samansafn sérhannaðra hjóla, sem gera farartæki kleift að aka út á hlið rétt eins og afturábak og áfram. Þessi uppfinning samanstend- ur af 8—12 litlum gúmmíhjólum, sem fest eru á álgrind. Stýribún- aður hvers ökutækis er fólginn í fjórum slfkum hjólum. að það hafi þróað upp einn merki- upp. Annað hjól. Tilraunir hafa verið gerðar með hjólastól, sem getur farið í hvaða átt sem er og snúist í heil- hring án nokkurra vandkvæða. Svíinn Bengt Ilon fann þetta hjól upp 1972. Hann er nú í ráði sérfræðinga hjá Mecanum Innov- ation í AB í Umeá, sem framleið- ir þessa uppfinningu. Beatrice Celest- ain Bolden, 113 ára gömul svört kona í Louisiana í Bandarikjun- um, skráir hér nafn sitt sem kjósandi í fyrsta sinn á sinni löngu ævi. Bold- en, sem á fyrsta árhundraði ævi sinnar vann á sykurreyrsekrun- um, ákvað að láta sitt litla lóð á mctaskálarnar fyrir vin sinn, Jim Bonvillain, sem býður sig fram til embætt- is í bænum Houma. Á mynd- inni sést hvar Bonvillain að- stoðar Bolden við skriftirnar. Al’-símarmnd. Franskir ráðherrar rífast í fjölmiðlum l’arís, 20. apríl. AP. FRANCOIS Mitterrand forseti greip í dag inn í meiriháttar deilu l'ierre Mauroy forsætisráðherra og sósialistaflokksins um stjórn mála í Frakklandi. Lionel Jospin flokksleiðtogi og Pierre Joxe, leiðtogi þingflokksins, hafa báðir gagnrýnt Mauroy opin- berlega. Mauroy steig það óvenjulega skref að skrifa forsíðugrein í „Le Monde", þar sem hann varði opinberar rök- ræður ráðherra um stefnumál. „Ráðherrar verða að geta tekið þátt í opinberum umræðum og geta jafn- vel örvað þær,“ sagði Mauroy. „Þeg- ar um stefnukosti er að velja verður að ræða þá frammi fyrir þjóðinni, grímulaust." Mitterrand kallaði Mauroy og Jospin fyrir sig og talaði við þá í tvo tíma, en ekkert var látið uppskátt um fundinn. „Le Monde" sagði að Jospin og Joxe hefðu túlkað skoðanir forset- ans þegar þeir gagnrýndu Mauroy. Jospin kvaðst ekki teíja að forsæt- isráðherra hefði raunverulega meint það sem hann skrifaði, en Joxe harmaði opinberar kappræður ráðherra og kallaði slíkt „algerlega nýtt stjórnarform". Mitterrand, sem hefur áður sett ofan í við ráðherra fyrir óvarkárni, átekta bundnir af Rio-samningnum sem lönd í Norður- og Suður-Ameríku undirrituðu 1947 og segir að árás á eitt land sé árás á þau öll. Argent- ínumenn fjölluðu um samninginn á fundi Sambands Ameríkuþjóða í dag en Bandaríkjamenn auk ann- arra enskumælandi þjóða í sam- bandinu eru andvígir því að sam- bandið fallist á með % hlutum at- kvæða að samningurinn nái yfir deilur Breta og Argentínumanna. Það er engin spurning með hvorri þjóðinni bandarískur al- menningur heldur í deilunni. Kona nokkur sagði fyrir skömmu: „Mikið er gaman að halda einu sinni með þeim sem eru meiri máttar með góðri samvisku." Leiðarahöfundur Washington Post benti á í morgun eins og aðrir leiðarahöfundar hafa gert undan- farnar vikur hversu mikilvægt það sé að gefa ekki vont fordæmi með því að láta Argentínumenn komast upp með að taka landsvæði eins og Falklandseyjar með hervaldi. í leiðaranum segir að bandaríska stjórnin geti nú tekið afstöðu með Bretum í deilunni ef Argentínu- menn kæri sig ekki um frekari sáttatilraunir Haigs. „Það er ekki á hverjum degi sem þessi þjóð fær tækifæri til að styðja bæði megin- regln eg vin,“ segir í lok leiðarans. vill halda þeirri hefð að stefnuum- ræður fari fram á ríkisstjórnar- fundum og að síðan verði stefnan kunngerð vafningalaust. Rimman blossaði upp í síðustu viku þegar Robert Badinter dóms- málaráðherra mótmælti harðlega tillögu Gaston Defferre innanríkis- ráðherra um eflingu lögreglunnar. Badinter vinnur að framgangi þeirrar stefnu sósialista að ógilda frumvarp fyrrverandi stjórnar um „lög og reglu“ og lýsti því yfir að hann væri hneykslaður á tillögu Defferre. Mauroy setti niður deilu ráðherr- anna með því að draga taum Badint- er og hafnaði tillögu Defferre um að lögreglan fái aukið frelsi til að beita skotvopnum og meira vald til að krefja menn um persónuskilríki á götunum. En greinin sem hann birti síðan í „Le Monde“ undir fyrirsögninni „Að stjórna á annan hátt“ leiddi til hörðustu árásanna, sem hann hefur orðið fyrir frá eigin flokki síðan hann kom til valda fyrir einu ári. Áður hafði gætt óánægju í flokkn- um með þá ákvörðun Mauroys að fresta samþykkt þingsins um ógild- ingu „laga og reglu“-frumvarpsins, eins helzta stefnumálsins úr kosn- ingunum, vegna ótta við almenn- ingsálitið. Mauroy kvað ekki tíma- bært að ógilda frumvarpið vegna árása hryðjuverkamanna og morða á lögreglumönnum. „Le Monde" sagði í dag að Mauroy virtist halda að sá háttur sósíalista í stjórnarandstöðu að ræða málin opinskátt, oft í fjölmiðlum, ætti við í ríkisstjórn. Áföll flokksins í ný- afstöðnum byggðakosningum sýndu að ríkisstjórnin yrði að sýna meiri myndugleika svo að Frakkar fyndu að þeim væri stjórnað. Umræður um kosti ættu að fara fram í flokkn- um. Óeirðir í Londonderry Belfasl, 20. apríl. Al'. BÍLSPRENGJUR sprungu í borgunum Strabane og Ballymena á Norður- írlandi i dag og óeirðaseggir börðust við öryggissveitir í Londonderry vegna dauða 11 ára drengs, sem varð fyrir plastkúlu bermanna á föstudaginn. Samkvæmt fyrstu fréttum virðist engan hafa sakað í bílsprengingun- um. Óeirðirnar eftir dauða drengsins í Londonderry hófust í gærkvöldi þegar hermenn beittu skotvopnum til að dreifa miklum mannfjölda og ein kona var flutt í sjúkrahús, en ekki alvarlega meidd. Bíll hennar rakst á bíl sem óeirðaseggir notuðu fyrir götuvígi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.