Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 5 Stykkishólmur: Miklar símaframkvæmdir ráðgerðar hér í sumar Stykkishólmi, 15. april. MIKLAR símafranikvKmdir eru nú fyrirhugaðar hér í Stykkishólmi og nágrenni í sumar. Er ákveðid að leggja sjálfvirkan síma um Helga- fellssveit og verða þá 22 símar, sem nú eru þar handvirkir, sjálfvirkir og Bændur í Öxarfirði: Hvetja ábúend- ur til að leyfa ekki rallakstur SkinnasUð, 20. apríi. TÍÐARFAR hefur verið létt hér i mars og apríl, hæg veður, snjólétt og mikið um bjartviðri, hiti oft 5 til 10 stig. Er orðið snjólítið á láglendi og hafa bændur nokkuð notað beit til að drýgja fóður. Á almennum hreppsfundi í öx- arfirði hinn 16. þ.m. var samþykkt tillaga um að hvetja ábúendur jarða í sveitinni til að leyfa ekki rallakstur á landareignum sínum. Hið svonefnda Húsavíkurrall hef- ur að nokkru leyti farið fram í Öxarfirði undanfarin sumur. Þótti sumum landeigendum sem beitt hefði verið nokkrum brögðum til að útvega leyfi sumra landeig- enda, svo sem að segja ekki rétt til um undirtektir annarra bænda og sumir ekki spurðir. Þá þykja rallbílar fara illa með bílaslóðir og einkavegi, auk þess sem mönnum og skepnum stafaði nokkur hætta af ofsafengnum akstri. Sigurvin Nýrækt á síðasta ári: 1900 hektarar á móti 2534 árið 1980 NÝRÆKT á síðastliðnu ári var 1900 hektarar lands, en það er mun minni ræktun en verið hef- ur undanfarin ár, segir í frétta- bréfi sem Morgunblaðinu hefur borist frá Upplvsingaþjónustu landbúnaðarins. I bréfinu segir svo: „Árið 1980 nam ræktunin 2534 ha sem var svipað og árið áður. Mest hefur verið ræktað á einu ári um 6000 ha. Veruleg aukning varð aftur á móti í ræktun grænfóðurs. Samtals var grænfóður ræktað í 5235 ha. Árið áður var grænfóður ræktað í tæplega 4000 ha en það er svipað og verið hefur undanfarin ár. Mjög mikil aukning varð í gerð súgþurrkunarkerfa. Súgþurrkun var sett í hlöður sem voru samtals um 33 þúsund m2 að flatarmáli, en árið 1980 voru samtals um 20 þús- und mz hlöður sem í var sett súg- þurrkun. Þá hefur einnig orðið veruleg aukning í votheysgeymsl- um. Samtals voru byggðar geymslur sem rúma um 35 þúsund m3 af votheyi, en árið áður var rúmmál nýbygginga yfir vothey um 25 þúsund m3. Mjög mikill samdráttur var í framkvæmd við skurðgröft. Grafnir voru um 2,4 milljón m3 í vélgröfnum skurðum á síðatliðnu ári, móti um 3—4 milljón m3,sem grafnir hafa verið árlega mörg undanfarin ár. Það má segja að veruleg aukn- ing hafi orðið í framkvæmdum vegna bygginga yfir hey, bæði þurrhey og vothey og einnig hefur orðið aukning í ræktun grænfóð- urs. Á flestum öðrum sviðum ræktunar- og byggingarfram- kvæmda í sveitum var samdráttur á síðastliðnu ári miðað við undan- gengin ár.“ verður það mikil bót fyrir Helgfell- inga. Þá hafa verið lagðir 4 simar frá símstöðinni í Stykkishólmi gegn- um loftsamband til Flateyjar og eru þeir allir sjálfvirkir. Stefnt er að því að fleiri sjálfvirkir símar verði lagðir í Flatey frá símstöð- inni í Stykkishólmi og verður þá póst- og símstöðin í Flatey lögð niður í núverandi mynd, en bréf- hirðing sett þar á fót eins og víða er í fámennum byggðarlögum. Þá eru milli 20—30 á biðlista hér eftir að fá síma, en símstöðin er löngu sprungin og stendur til að bæta hér við 100 númerum sem ekki standa lengi við ef að líkum lætur, þegar tekið er tillit til þeirra sem bíða og eins þegar símarnir í Helgafellssveit verða tengdir hingað. Seinasta stækkun stöðvar- innar hér um 100 númer var 1979 og eru þeir símar löngu uppgengn- ir. Þá er fyrirhugað 'að tengja stöðvarnar Árnarstapa í Breiðu- víkurhreppi og Furubrekku í Stað- arsveit við Stykkishólm einhvern næstu daga með því að þær stöðv- ar verða þá lagðar niður. Áður hefir Hjarðarfell í Miklaholts- hreppi verið tengt símstöðinni í Borgarnesi. Þegar búið er að tengja fyrrnefndar stöðvar Stykk- ishólmi, er ákveðið að tengja þær næturþjónustu í Búðardal, en sú stöð er opin allan sólarhringinn eins og stendur. Verður þá sól- arhringsþjónusta fyrir þessa not- endur í stað 6 klst. áður og er það mikil hagræðing. Þá verður línu- kerfið hér bætt og talsímarásir gerðar betur í stakk til að skila meiri afköstum og tengingar auknar. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.