Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 19 Um „ íþrótt- ir og „slæmar u eftir Ómar Þ. Ragnarsson Nú nýlega hafa heyrst raddir um það, hve slæmt athæfi rall- akstur sé. Þessi íþrótt er ekki nema nokk- urra ára gömul hér á landi, og það er því ekkert óeðlilegt, að það geti vafist fyrir mönnum, hvað hér sé á ferð. Hingað til heg ég ekki hirt um að elta ólar við ýmsar fullyrð- ingar, sem komist hafa á kreik, en ég á þó erfitt með að sitja þegj- andi undir þeim stóryrðum, sem Gísli Bjarnason, gegn og góður maður á Selfossi, viðhafði um rall- akstur í lesendabréfi í Morgun- blaðinu síðastliðinn fimmtudag. Ætli maður verði ekki að bera hönd fyrir höfuð sér, þegar maður er sakaður um að stunda „fyrir- litlegasta uppátæki í akstri," eins og Gísli kallar rallakstur í grein sinni. Munurínn á bíl og keppnisbíl Gísli og fleiri virðast eiga erfitt með að gera greinarmun á ai- mennum akstri og akstursíþrótt- um. Þessi munur er þó töluverður, og verður bezt lýst með einföldum samanburði: í almennri umferð aka íslendingar á venjulegum bíl- um á allt að 70—80 kílómetra hraða á vegum, þar sem þeir mæta bílum af svipuðu sauðahúsi. Al- mennt aka menn án þess að nota bílbelti. Rekist bíll á annan, sem kemur á móti, getur höggið sam- svarað árekstri bíls á 140—160 kílómetra hraða á kyrrstæðan hlut. í rallkeppni er hins vegar ek- ið á leiðum, oftast afskekktum, sem lokaðar eru annarri umferð á meðan, og hæfilegt bil er á milli keppnisbíla. Skylt er, að bílarnir séu með sterkar veltigrindur, sem standast strangar alþjóðlegar kröfur, tvö stór slökkvitæki, tvo aðvörunarþríhyrninga, enginn hlutur laus í bílnum, ökumenn njörvaðir niður í fjögurra punkta öryggisbelti, sem liggja yfir báðar axlir og mitti og hafi hjálma á höfði. Flestir keppnisbílarnir eru styrktir yzt sem innst með sér- stakan rofa til að rjúfa allan straum, jafnvel með benzíngeyma, flutta innar í bílinn og sérstaklega varða. Fleira mætti nefna, en ætti ég að velja á milli þess að aka á hinn venjulega íslenzka hátt án þess að spenna bílbelti í umferðinni eða aka i keppni á fullkomnum rallbíl á lokaðri keppnisleið, þá er ég ansi hræddur um, að ralibíllinn yrði ofan á. „Góðar“ íþróttir og „slæmar“ En nú koma Gísli og félagar og segja, að það sé slæmt fordæmi, sem gefið sé með akstrinum í rallkeppni, og Gísli á erfitt með að skilja, að akstur geti verið íþrótt. Jæja, Gísli minn, ég er hræddur um, að margar viðurkenndar íþróttagreinar yrðu lagðar niður, ef menn legðu þennan skilning i iðkun þeirra. Þannig gætu Júdó og glímur hvers konar og fangbrögð, þar sem hvers kyns brögðum, „hengingum" og fantatökum er beitt, verið álitnar fordæmi fyrir líkamlegu ofbeldi samkvæmt þessum skiln- ingi. Sem betur fer, sjá flestir, að þessu er ekki svo farið, enda gæti þá orðið brátt um „þjóðaríþrótt- ina", glímuna; að maður nú- ekki tali um skylmingar og spjótkast, sem hvort tveggja eru íþrótthr, sem til hafa orðið upp úr vopna- burði og manndrápum. Raunar er allur sé öryggis- búnaður, sem notaður er við skylmingar, sem er Ólympíu- íþrótt, hliðstæður við þau öryggis- tæki, sem notuð eru í rallbílnum. Og dettur engum í hug, að skylm- ingar verði til þess, að menn fari að vaða um og leggja fólk í gegn, eða að keppni í skotfimi hvetji menn til manndrápa. Hver er munurínn á skíðum og hestum, bobsleðum og bílum? Ég skal nefna aðra hliðstæðu: keppni í bruni á skíðum. Sé farið að alþjóðlegum öryggiskröfum, sem sjást á brunmótum, sem sýnd eru í sjónvarpinu, þarf brun ekki að vera hættulegri íþrótt en til dæmis knattspyrna. í rallbílum er fylgt alþjóðlegum öryggiskröfum, sem hafa leitt til þess, að rallakst- ur er hættuminni íþrótt en til dæmis knattspyrna og skíða- íþróttir. Margir eiga erfitt með að átta sig á því, að akstur geti verið íþrótt. Þó er kappakstur viður- kennd íþróttagrein erlendis, og ég man ekki betur en að íþrótta- fréttamenn hafi kjörið Jackie Stewart íþróttamann ársins hér um árið. Er einhver afgerandi munur á því, hvort menn eru á skíðum, hestum, bobsleðum eða bílum? Meðan gæðingar eru til, verður þeim hleypt Segjum sem svo, að bílar væru ekki komnir til sögu, og hesturinn væri enn „þarfasti þjónninn". Þá væru í gildi umferðalög aldamót- anna um ákveðinn hámarkshraða hesta í umferðinni og fleiri atriði, sem spornuðu gegn slysum og árekstrum á götum og vegum. Auðvitað yrði fyrir hendi áhugi ýmissa á því að hleypa gæðingum og stunda alls kyns hestaíþróttir, og það fengju menn náttúrulega að gera á lokuðum brautum, eftir ákveðnum öryggisreglum, til dæmis um notkun hjálma o.s.frv. Það skyldi þó aldrei vera, að upp risu menn og andmæltu hesta- íþróttum á þeirri forsendu, að þetta væri auðvirðileg sóun á kröftum og fóðri og æsti menn til þess að hleypa hestunum í um- ferðinni? Eða að banna ætti hestaíþróttir, vegna þess, að hestar ættu stóran þátt í ofbeit landsins? Ég sagði í upphafi, að bíla- íþróttir væru ungar hér á landi. Margir hafa enn ekki áttað sig til fulls á því, að bíllinn hefur komið til skjalanna, ýmist í stað hestsins eða sem hliðstæða. Slys, jafnvel dauðaslys á hest- um, þykja vart fréttnæm. Þau eiga sér 1100 ára hefð. Ein bílvelta verður hins vegar að þremur, þeg- ar dagblað segir frá Tommaralli, og smávægileg meiðsl verða að hryggbroti. Hversu mjög, sem menn vilja, að íþróttir, sem þeir hafa skömm á, verði útlægar gerar, verða menn að horfast í augu við raunveru- leikann, þann raunveruleika, að mcðan gæðingar eru til, verður þeim hleypt, og í nútímaþjóðfélagi, hafa margir yndi af því að efla leikni eða afl sitt á einhverju sviði. Eftir að bílaíþróttir komu til sögunnar hér á landi, hefur dregið mjög úr því, að sögn lögreglunnar i Reykjavík, að menn hafi stundað kappakstur á götum borgarinnar til stórhættu fyrir sjálfa sig og aðra. Piltar með áhuga á bílaíþróttum eyðanú tómstundum sínum vikum og mánuðum saman I að endur- bæta og gera við bíla sína til þess að geta hleypt þeim á lokuðum brautum og vegum, í samræmi við nauðsynlegar öryggiskröfur. Þótt ef til vill væri æskilegra, að þeir læsu Islendingasögurnar eða góðskáldin, þá eru þeir ekki verr komnir liggjandi undir bílum sín- um í viðgerðargailanum á kvöldin heldur en í mörgu öðru, sem aðrir ungir menn stunda. Sú kunnátta, sem þeir öðlast á bílum við þessa iðju skilar sér oft í góðum verkmönnum til bílavið- gerða þegar fram líða stundir. Ég held, að ekki sé meira benz- íni eytt í akstri þessarra keppnis- bíla heldur en eytt er í flugferða- kostnað með íþróttafolk, sem stundar „viðurkenndar" íþróttir. Og margur dreifbýlisjeppinn eyðir meiru yfir árið en þessir bíl- ar gera. Eru laxveiðar „vont" sport, vegna orkueyðslunnar, sem fylgir þeim? Með þekkingu og skiln- ingi má leysa málin Erlendis er rallakstur gróin og vinsæl íþrótt, jafnt austan tjalds sem vestan. Omar Þ. Ragnarsson „Ætti ég að velja á milli þess að aka á hinn venjulega íslenska hátt án þess að spenna bíl- belti í umferðinni eða aka í keppni á fullkomn- um rallbíl á lokaðri keppnisleið, þá er ég ansi hræddur um að rallbíllinn yrði ofan á.“ Innan vébanda akstursíþrótta- félaga landsins eru nú um þrjú þúsund manns. Þetta er ung íþrótt hérlendis, og eðlilega þarf að leysa ýmis vanda- mál, sem upp koma, vegna þess, að ekki er á gróinni hefð að byggja. Nokkrum sinnum hefur komið í minn hlut að ræða við menn í hér- aði um framkvæmd rallkeppni til þess að leysa vandamál, sem kom- ið hafa upp á síðustu stundu í sambandi við framkvæmd keppni. í öllum tilfellum hefur sam- komulagsvilji, tillitssemi og skiln- ingur orðið til þess að leysa málin, enda hafa málsaðilar lagt sig fram um það að kynna sér aðstæður all- ar til þess að geta uppfyllt eðli- legar óskir hver annars. Með ósk um slíkan anda erfi ég ekki skrif vinar míns, Gísla Bjarnasonar, um rallakstur, held- ur virði þau til betri vegar. Ég virði áhuga hans á auknu umferðaröryggi, en bendi honum á, að þekking á akstursíþróttum og öryggisatriðum í sambandi við þær geta glöggvað skilning manna á mikilvægum þáttum umferðar- öryggis, sem er sameiginlegt áhugamál okkar beggja. Við, þessi þrjú þúsund, sem grípum í akstursíþróttir í stopul- um tómstundum, gerum ekki kröf- ur til lýsingarorða eins og „göfug þjóðaríþrótt". Við æskjum aðeins þekkingar og skilnings; að fá að sitja við sama borð og aðrir hliðstæðir hópar áhugafólks, og ekki myndi saka, þótt senn yrðu settar langþráðar reglur um akstursíþróttir og framkvæmd þeirra. Þá yrði minni hætta á misskiln- ingi og atvikum á borð við það í Flóanum um daginn. Ómar Þ. Ragnarsson Einangrun og pússning aö utan á steinhús, hlaðin hús og timburhús Eigiö þér alkali-skemmt hús? „Einn af möguleikunum á viögerö" sam- kvæmt skýrslu frá Rannsóknarstofnun byggingariönaöarins. Eigiö þér gamalt hús? Hægt er aö lækka K-töluna(kólnunartalan minnk- ar hitatap). Þá er þetta lausnin. Eruð þér aö byggja nýtt hús? Þá er þetta lausnin. 1, Gömlu pússninguna á ekki aö taka i burtu. 2Festingar fyrir ullina, netiö og ■ pússninguna. Einangrun; ull, óbrennanleg, rakavarin í A-gæðaflokki, 50 mm—125 mm. Sýruhelt ryöfrítt stálnet. Grunnpússning til aö halda viö i netinu. 6Sprittpússning, hraunpússning ■ eða sléttpússning eftir vali. Vindþétt, vatnsþétt, frostþoliö. 36 mismunandi litir eftir vali. Viöurkennt af Statens Planverk (byggingayfirvaklinu) í Svíþjóö. Viöurkennt af Boligministeriet (byggingayfirvaldinu) í Danmörku. — Geymið auglýsinguna- Allar upplýsingar veitir Vinnustofan Verkhönnun í síma 84749, ettir kl. 19.00 virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.