Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
d, TIL FÖSTUDAGS
UJt* H
Þjóðaratkvæðagreiðsla
Magni Guðmundsson skrifar.
„Velvakandi.
Mér hefir verið ailtíðrætt um
stjórnarskrármálið — bæði hér í
Morgunblaðinu og Tímanum.
Vert er að vekja athygli á því,
að kjördæmaskipun er ekki einka-
mái alþingismanna eða pólitísku
flokkanna, heldur mál allrar þjóð-
arinnar. Þess vegna er hlálegt að
heyra því fleygt, að stjórnmála-
flokkunum hafi tekizt að „sernja"
um það. Þegar meira kapp er lagt
á það að ná samkomulagi um
lausn en að finna réttu lausnina,
er ekki von á góðu.
Breyting kjördæmaskipunar á
skilyrðislaust að ákvarðast að und-
angenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
T.d. mætti biðja kjósendur að
krossa við eina af þrem spurning-
um: Viljið þér (I) fá, stór kjör-
dæmi með hlutfallskosningu,
listakjöri og uppbótarsætum, (II)
landið allt eitt kjördæmi, eða (III)
smá einmenningskjördæmi, til-
tölulega jöfn að atkvæðafjölda og
óhlutbundnar kosningar? í leið-
inni mætti spyrja, hvort Alþingi
ætti að starfa áfram í tveim deild-
um eða einni, hvort fjölga skuli
þingmönnum, fækka þeim eða
hafa tölu þeirra óbreytta.
Á grundvelli niðurstaðna er
auðvelt að ráða fram úr þessu
máli, ella mun ófriður um það
haldast."
En svo átti þetta að
opnast og útskýrast
— á sínum tíma
Eb. Eb. skrifar:
„„Hver vill skrifa?" Svo var
spurt í Velvakanda 16. þ.m. Ég er í
lúthersku kirkjunni og hef sterk-
lega í huga, að það sé Guðs vilji,
að á íslandi sé þjóðkirkja, þangað
til Drottinn kemur og lætur verða
vart við sig svo um munar. (Op. 6,
12-17.)
Þessir hringdu . .
Fyrirmyndin
Ellen Stefánsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
„—Mig langar til að þakka sjón-
varpinu fyrir bresku kv.ikmyndina
um Oregon-ríki í Bandaríkjunum,
sem sýnd var í síðustu viku. Við
íslendingar getum margt af
Oregon-búum lært, m.a. virðingu
fyrir umhverfi og verðmætum. í
myndinni var sýnt, hvernig hvers
konar plast- og glerumbúðir voru
endurunnar og nýttar og þannig
unnið gegn mengun, svo og með
strangara eftirliti með bílum og
öðrum vélknúnum farartækjum
en almennt gerist. Einu sinni voru
hér fleyg orðin: Hreint land —
fagurt land, og Hrein borg — fög-
ur torg. En okkur hefur miðað
skammt. Hvað getum við gert til
þess að almenningur sjái sóma
sinn í að ganga betur um umhverfi
sitt, jafnt úti sem inni, en raun
ber vitni um nú.
Hvetjum einstaklinga og fyrir-
tæki til að hreinsa og fegra kring-
um hús og lóðir hjá sér og fáum
börnin og unglingana í lið með
okkur. Við sáum það í Oregon-
myndinni, að umhverfisvernd get-
ur borið ríkulegan ávöxt."
Það var samþykkt á Alþingi á
sínum tíma, að íslendingar ættu
að vera kristin þjóð.
Kristur notar oft útvalda menn,
þegar eitthvað fer úrskeiðis í ríki
hans hér á jörðu, til að leiðrétta.
Og þessir menn þurfa stundum að
vera ráðríkir, samanber Lúther og
á okkar landi þá Helga Hálfdán-
arson, Friðrik Friðriksson og Sig-
urbjörn Einarsson. Allir þessir
hafa verið kristni íslands til mik-
illar blessunar.
Mörg áru eru liðin siðan Sigur-
björn var að kenna prestaefnum
Opinberunarbókina og kenndi eins
og lengi hafði kennt verið, svo að
Friðrik í KFUM var ánægður. —
En til er Islendingur, sem bæði
hefir skrifað og talað um ísrael
opinberlega. Það er Einar Gísla-
son í blaðinu Afturelding. Hann
hefir lýst því, hvernig óvinirnir,
allt um kring ísrael, gátu ekki
komið sínum vilja fram.
Mér skilst að Einar og Sigur-
björn séu vinir í anda. Þegar ég
starfaði sem sjálfboðaliði í kristi-
legum félögum, kynntist ég Sigur-
birni sem sanngjörnu ljúfmenni
og hann er vís til að reiðast ekki,
þótt Einar túlki Opinberunarbók-
ina öðruvísi en hann gjörði á sín-
um tíma. Jónas spámaður og
margir aðrir hafa reiðst, þegar
guð í kærleika sínum þurfti að
hnika til því sem þeir áður sögðu,
sem samt hafði borið tilætlaðan
árangur.
Undir niðri vissu aldamóta-
guðfræðingar, að Jóhannesi Zebe-
deussyni var trúað fyrir móður
Jesú, og að hann fór frá Jerúsalem
til Litlu-Asíu með hana. Þau urðu
að vitna að svo mörgu sem Lúkas
og Páll skrifuðu, og þau áttu að
lifa lengi og Jóhannes að læra
grísku og einnig að skrifa grísku.
(Op. 1,11.)
Daníel spámanni var sýnt svo
margt hryllilegt sem illmenni
jarðar myndu gera hinum útvöldu
um næstkomandi aldir. Þetta átti
hann að innsigla. En svo átti þetta
að opnast og útskýrast á sínum
tíma. Jóhannes varð gamall mað-
ur og hafði margt að segja til upp-
fyllingar, eftir að allt hitt var rit-
að.
Einar er að útskýra þetta um
opnun innsigla.
ísland þarfnast margra frels-
aðra manna. Og svo lengi lærir
sem lifir.
Því ritar þú ekki fullt nafn þitt?
Af því ég er smámenni, en hinir,
sem ég rita um, eru ekki smá-
menni. En Kristur þarf stundum á
smámennum að halda, þegar mik-
ið liggur við, og hann getur glaðst
í þeim og þeirra vegna. (Lúk. 10,
20-21.)“
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum
um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja
milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstudaga. Bréf þurfa
ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að
skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur
orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilis-
föng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að
höfundar þess óski nafnleyndar.
S\G6A V/GGA £ ý/LVEftAU
HUS-
BYGGJENDUR
Til afgreiðslu af lager:
Niðurfallsrör
Rennubönd
Þakrennur
Þakgluggar
Þaktúður
Gaflþéttilistar
Kjöljárn
Klippt og
beygt járn af
ýmsum gerflum.
Öll almenn
blikksmíflL
'S
BREIÐFJÖRÐS
BLIKKSMIÐJAHF
LeltiðnénmriupQlýsinga
mðSfgtónir Sémii29022
TRQ41LU-
/IÍOIOR4R
Mjög nákvæmir og hljóðlátir.
Sterkbyggðir og sjálfsmyrjandi, - engin olíuskipti.
Þetta eru þær gæðakröfur sem INTERROLL
tromlumótorar uppfylla skilyrðislaust.
Mjög hagstætt verð.
Tromlumótorar eru rétta lausnin í færibönd.
215 mm. Þvermál
164 mm.
113 mm.
Kröfuhörðustu vélahönnuðir
velja INTERROLL.
HARALD ST. BJÖRNSSON
UMBOÐSOG HEILDVERSUW
hsfa
185222 1ÁGMÚIA 5
887 REYKJAVÍK
m\ vfAMHMI m\ ALVF6 mWA
Bs fe/\mwi H4NN Á <báL6Ö$bÁU 06]
Áimi VÁ £KKI m AA/NA9 Bu M LÁNA
yeTrA LíliLtW*