Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 ptaqp Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakið. Barist við rangan aðila Sé litið á alþjóðlegar samanburðartölur um þann tíma á ári hverju, sem fer til spillis í atvinnustarfsemi einstakra þjóða vegna verkfalla og átaka á vinnumarkaðinum, á ísland metið, ef litið er til þróunarinnar undanfarin ár á Vesturlöndum. Á þessu stigi er ekki ástæða til að fjalla um það, hvað veldur þessu íslenska meti. Sérfróðum aðilum í útlöndum finnst mörgum hverjum þessi staðreynd jafn undarleg og hve lengi við getum búið við þá miklu verðbólgu, sem hér hefur skekkt allt verðmætamat undanfarinn áratug. Enn einu sinni sýnast aðilar vinnumarkaðarins vera að búa sig undir hörð átök. „Finnist ekki einhver annar flötur á samninga- viðræðum en núverandi kaupkröfugerð, þá stefnir í stórkostleg átök ...“ sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands hér í blaðinu í gær. Því stutta samningstímabili, sem samstaða náðist um í nóvember síðastliðnum, lýkur 15. maí næstkomandi og nú hefur svokölluð 72-manna nefnd Alþýðusambandsins skorað á verkalýðsfélög að afla sér verkfallsheimildar fyrir 15. maí. Þorsteinn Pálsson lítur þannig á, að sé einhver alvara á bak við þessa verkfallshótun strax í upphafi samningaviðræðna, þá stefni í „stórkostleg átök“, svo að notuð séu hans eigin orð. Ummæli forvígismanna Alþýðusambands- ins, raunar allt frá því fyrir áramót, hafa bent til þess, að þeir líti á kjaraviðræðurnar nú sem miklu meira átakamál en slíkar viðræður undanfarin ár, raunar allt frá því eftir kosningarnar 1978. Hvers vegna líta forystumenn verkalýðshreyfingarinnar þær við- ræður, sem nú fara fram, alvarlegri augum en kjarasamninga und- anfarin fjögur ár? Svarið við þessari spurningu er margþætt, en hér skulu nefndar þrjár ástæður: í fyrsta lagi er augljóst, að þeir, sem sigruðu í kosningunum 1978 undir slagorðinu „samningana í gildi", það er kjarasamningana frá 1977, hafa síður en svo staðið við loforð sitt. Tökum eitt dæmi: Frá 1979 hefur framfærsluvísitalan hækkað um 262% eða 28% meira en verðbótavísitalan, það er sú vísitala, sem mælir verðbætur á laun, en hún hækkaði á þessum þremur árum um 182%. Grunnkaups- hækkanir vega að nokkru upp á móti þessum mun, en þær hafa að meðaltali numið um 18% frá miðju ári 1979, heldur meira hjá launþegum innan ASÍ, eða 19,7%, en 14,3% hjá opinberum starfs- mönnum. í öðru lagi er til þess að líta, að á undanförnum fjórum árum hefur verið skipt um forystu í Alþýðusambandinu. Hinir nýju for- ystumenn telja sig nú hafa náð þeirri stöðu, að þeir geti blásið í herlúðra án þess að eiga á hættu undanbrögð meðal umbjóðenda sinna. Þeir sömdu með leiftursókn í nóvember síðastliðnum en sýnast nú vera að búa sig undir langvinna baráttu. Síðast en ekki síst hefur Alþýðubandalagið leikið tveim skjöldum í kjaramálum síðan 1978. Forystumenn þess líta á sig sem pólitíska leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar. Þeir eru svo bíræfnir, að þeir ætla að ganga til sveitarstjórnarkosninga undir sömu merkjum og 1978 og segja eins og þá, að kjörseðillinn sé vopn í kjarabaráttunni. Þeim er ljóst, að þessi áróður dugar skammt nema þeir sýni jafn- framt vígtennurnar. Þótt verkföll hafi verið meiri hér en í öðrum vestrænum löndum á undanförnum árum, er alls ekki unnt að segja, að lífskjörin séu þeim mun betri hér en annars staðar, hefur í því efni heldur hallað á okkur en hitt. Það eru ekki átök, sem skila bestum árangri í kjarabaráttu launþega, heldur raunhæfir og skynsamlegir samning- ar. Allt bendir til samdráttar í þjóðarbúskapnum og það er mikill misskilningur, að verkföll leiði til aukinnar verðmætasköpunar og betri kjara. Vilji þeir, sem nú hvetja til átaka á vinnumarkaðinum, tryggja afkomu umbjóðenda sinna ættu þeir frekar að segja skammsýnni og ráðlausri ríkisstjórn stríð á hendur en atvinnurek- endum. Sækjast sér um líkir Adolf Hitler og Jósep Stalín gerðu með sér griðasáttmála 1939 og þar með féllust alræmdustu einræðisseggir þessarar aldar í faðma. Þessa dagana bendir allt til þess, að kærleikar séu að aukast á milli einræðisherranna í Kreml og hinna einráðu herforingja, sem stjórna Argentínu. Meira að segja „þjóðfrelsishetjan" Fidel Castro er farinn að gera hosur sínar grænar fyrir herforingjunum í Buenos Aires. Nú er svo komið, að Sovétmenn kaupa 80% af því korni, sem Argentínumenn selja úr landi. Þá hafa Sovétmenn nýlega samið um að kaupa 100 þúsund lestir af nautakjöti frá Argentínu á ári næstu 5 ár. I staðinn fá Argentínumenn úraníum frá Sovétríkjunum, sem þeir nota til að þróa kjarnorku hjá sér. Sovéskir kafbátar eru á sveimi í nágrenni Falklandseyja og er ekki talið ólíklegt, að þeir reyni að njósna um ferðir bresku kafbátanna þar og miðli upplýs- ingum til Árgentínumanna. Kremlverjar færa sér í nyt hvert það tækifæri, sem þeim gefst, finni þeir snöggan blett á Vesturlöndum. Þessi hlið Falklandseyja- deilunnar er síður en svo léttvæg — Sovétmönnum er kærast, að deilan dragist sem mest á langinn. Helgafell gefur út afmæliskveðju til Halldórs Laxness: Bráðum kemui „BRÁÐUM kemur betri tíö“ nefn- ist nýútkomin bók frá Helgafelli, sem hefur að geyma úrval úr Ijóð- um Halldórs Laxness. Kristján Karlsson bókmenntafræðingur valdi kvæðin, en myndskreytingu og hönnun bókarinnar annaðist Ragnheiður Jónsdóttir myndlistar- maður. Bókin kemur út í tilefni áttræðisafmælis Halldórs Laxness hinn 23. apríl, og er afmæliskveðja Helgafells, sem gefið hefur út flestar bækur Laxness, til skálds- ins. I formálsorðum sínum að bók- inni segir Kristján Karlsson svo meðal annars: „í formála að Kvæðakveri 1930 getur Halldór Laxness þess að mörg ljóðin séu hermiljóð. Sum eru vissulega skopstælingar, önnur fremur það sem kalla mætti lofstælingu, ort til heiðurs fyrirmyndinni; eitt augljósasta dæmi þess, að vísu yngra, er kvæðið Frændi þegar fiðl- an þegir. Einstöku kvæði má jafn- vel kalla þýðingu af einni íslenzku yfir á aðra, til dæmis Alþingshátíð- ina. í næstu útgáfu Kvæðakvers 1949 (og 1956), bættust allmörg kvæði við, til dæmis eftirhermur á harð- snúnum rím- og glymkveðskap (úr Sjálfstæðu fólki). Önnur eru ein- Iæg lýrík, og þá ber hæst þrjú kvæði í orðastað Ólafs Kárasonar, úr Ljósi heimsins: Hjarta mitt, Spegillinn, Þótt form þín hjúpi graf- lín. Þau eru meðal dýrgripa tung- „— meðal annars til að minna á þýðingu hans sem Ijóðskálds“ unnar. Fleira er merkilegt um þessi kvæði; bæði vegna stöðu sinnar í skáldsögunni, og í sam- ræmi við ljóðagerð Halldórs yfir- leitt, má skoða þau sem lofsöng til skáldskaparins sjálfs. Fyrir utan hreina skemmtun er gildi hermiljóða venjulega fólgið í því að þau koma upp um eitthvað sem er slitið, staðnað, hégómlegt eða marklaust í ríkjandi skáld- skap. Hitt er miklu einkennilegra þegar saman fer í ljóði bæði skopstæling og endursköpun. í flestum kvæðum Halldórs er þessi samleikur hefðar, eftirhermu og nýbreytni til staðar í margskonar hlutföllum, svo að honum bregður jafnvel fyrir í sumum einlægustu ljóðunum. Áhrif þessa frjálsræðis getur að líta víðsvegar í skáldskap samtímans. Sem fyrirmynd merk- ir þessi samleikur sjálfstæði til að nota hefð í stað þess að láta hana nota sig.“ Sem fyrr segir ber bókin heitið „Bráðum kemur betri tíð ...“ sem er upphaf fyrsta ljóðsins í Kvæða- kveri Halldórs Laxness. Kvæða- kverið kom fyrst út 1930 en auk þess geyma ýmsar skáldsögur hans eins og Sjálfstætt fólk, Heimsljós og Atómstöðin, margs konar kveðskap og hafa mörg þessara ljóða birst í síðari útgáf- um Kvæðakversins. „Þó að Halldór hafi að sjálfsögðu lagt meiri stund á aðrar greinar bókmennta en ljóðlist, leyfir Helgafell sér að minna á þýðingu hans sem ljóð- skálds með þessari vönduðu af- mælisútgáfu," segir meðal annars í fréttatilkynningu sem dreift var til blaðamanna á blaðamanna- fundi í Norræna húsinu í gær, í tilefni útgáfunnar. „Það er engin lína í vali kvæð- anna í bókina," sagði Kristján Karlsson á blaðamannafundinum í gær, „aðeins eigin sérviska." Mun- inn á þessari bók og Kvæðakverinu sagði hann einkum vera þann, að hér væru kvæðin myndskreytt, og vonandi hefði valið einnig tekist j þannig að hér væri að finna bestu ( kvæðin. í bókinni eru alls 25 ljóð. j „Ljóðin eru mjög myndræn og það var afar spennandi að fást við þetta verkefni," sagði Ragnheiður. „Tíminn sem ég hef unnið að þessu hefur ekki verið langur, en ég hefði gjarna viljað halda áfram, og það var í rauninni afmælið sjálft, og það að bókin átti að koma út þá, sem varð til þess að ég varð að hætta. Annars væri ég vafalaust enn að! Umgjörð um myndirnar I j bókinni er alls staðar svipuð, þar , sem ég nota glugga sem eins konar ramma. Gluggana hef ég fengið j víða að, ofan úr Árbæjarsafni, I Dillonshúsi, austan frá Skógum, I úr Unuhúsi og víðar. Ljóð Laxness i sé ég sem glugga er skáldið leyfir s Á hverfanda hveli Bókmenntir Jónas H. Haralz Gylfi Þ. Gíslason: 1‘jóðhagfræði. Bókaútgáfan Iðunn 1981. Á að skrifa kennslubækur í fræðigreinum á íslenzku, eða á að nota erlendar bækur? Kost- irnir við notkun erlendra bóka eru miklir. Fjöldi vandaðra bóka er til á tungumálum, sem flestir Islendingar eiga auðvelt með að lesa. Notkun slíkra bóka veitir lesandanum beinan aðgang að þeim hugtökum og orðaforða, sem stuðzt er við í fræðigrein- inni um víða veröld. Þar við bæt- ist, að erlendar handbækur koma í nýjum og nýjum útgáf- um, jafnvel árlega, og geta því ætíð gefið nýlega mynd af grein- inni. Á hinn bóginn þurfa ís- lendingar að geta talað saman um þau málefni, sem fræðigrein- arnar fjalla um. íslendingar hafa sett sér háleit markmið sem sjálfstæð menningarþjóð og að þeim markmiðum verður ekki keppt nema að sinna eftir getu öllum greinum þekkingar á eigin tungu. Gylfi Þ. Gíslason er einn þeirra manna, sem mestan skiln- ing hafa á sérkennum íslenzkrar menningar og þeim kröfum, sem íslendingar hljóta að gera til sjálfra sín. Hann hefur skrifað og talað um þessi mál af miklu innsæi bæði við landa sína og við erlenda menn, sem vilja fræðast um íslenzk málefni. Hann hefur einnig sýnt áhuga sinn í verki, með því að skrifa kennslubækur í þeim greinum, sem hann hefur kennt í háskólanum, í bókhaldi, rekstrarhagfræði, fiskihagfræði, og nú síðast í þjóðhagfræði, sem raunar hefur ekki beinlínis verið kennslugrein hans. í þessu efni hefur hann verið manna ötulast- ur. Allt, sem frá hans hendi kemur, er ljóst og skýrt og um efnið fjallað af þekkingu og skilningi. Jafnframt hefur Gylfi þann næmleika fyrir íslenzku máli, sem er forsenda þess, að sá árangur náist, sem til var ætl- azt. Yfirlit það, sem Gylfi hefur nýlega samið um þjóðhagfræði, er ætlað sem kennslubók í menntaskólum, en er jafnframt að sjálfsögðu handhægur leið- arvísir fyrir hvern þann, sem vill kynna sér viðfangsefni þessarar fræðigreinar. Fjallað er um eðlismun og innbyrðis tengsl hagfræði, efnahagsmála og stjórnmála, um hagkerfi og hagfræðikenningar og markmið og leiðir í efnahagsmálum. Þá er gerð grein fyrir þeim megin- hugtökum, sem hagfræðin beitir og því verkfæri, sem notadrýgst hefur reynst hagfræðingum og stjórnmálamönnum á undan- förnum áratugum, þjóðhags- reikningum. Gefið er yfirlit um efnahagsstarfsemina eins og hagfræðingar líta á hana í meg- indráttum, og fjallað sérstaklega um opinber fjármál, peninga- mál, utanríkisviðskipti og vinnu- markaðinn. Rætt er um hag- sveiflur, verðbólgu og hagvöxt og um möguleika og aðferðir til stjórnar efnahagsmála. Hér er því víða komið við sögu og eðli- legt, að lesanda finnist, að hann hafi ekki fundið nema reykinn af réttunum. En tilgangur bókar sem þessarar getur auðvitað ekki verið annar er sá að glæða áhuga lesandans og greiða götu hans að flóknum viðfangsefni. Þess vegna hefði verið fengur að bæði orðalista og skrá yfir hent- ugt lesefni, en hvorugt af þessu fylgir bókinni. Nú má spyrja, hvort nokkur ástæða sé til að kenna hagfræði og aðrar greinar þjóðfélags- fræða í menntaskólum. í mínum huga leikur enginn vafi á því, að þeir sem ætla að leggja þessar fræðigreinar fyrir sig nota tíma sinn í menntaskóla bezt með því að einbeita sér að stærðfræði, eðlis- og efnafræði og að tungu- málum, þar með talin íslenzka, latína og gríska. í háskóla geta þeir á orskömmum tíma tileink- að sér þann undirstöðufróðleik í hagfræði og öðrum þjóðfélags- fræðum, sem kennsla í mennta- skóla veitir þeim. En þeir geta ekki síðar meir með auðveldum hætti öðlast þá þekkingu og því síður meðtekið þann þroska, sem nám í grundvallarreglum ber með sér. En á þá að kenna hag- fræði og önnur þjóðfélagsfræði í því skyni að veita mönnum al-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.