Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 Sr. Grímur Gríms son - sjötugur Eg hygg að þeir séu ekki margir, nema þá þeir, sem umgangast síra Grím Grímsson náið, er geti látið sér til hugar koma að hann sé sjötugur á degi þessum. Mannin- um hefir. gefið verið óvenju ung- legt og frítt yfirbragð auk þeirrar snyrtimennsku, sem hann ber með sér. Síra Grímur er fæddur hér í Reykjavík og var tvíburi. Systir hans samaldra, Hildur Hald er búsett í Kaupmannahöfn. Faðir síra Gríms var Grímur Jónsson, guðfræðingur á Isafirði, hinn gjörfulegasti maður og gáfaður. Voru honum falin ýmis- leg ábyrgðarstörf á Isafirði. Skólastjóri var hann við barna- skólann um skeið. Settur var hann sýslumaður um nær hálfs árs tíma. Organisti var hann við kirkjuna og mikill tónlistarunn- andi, en lengst af vann hann skrif- stofustörf við Asgeirsverzlun á Isafiröi. Móðir síra Gríms var Kristín Eiríksdóttir, ráðskona Gríms Jónssonar mikil ágætiskona, dug- leg og æðrulaus. Hún var ættuð frá Hóli í Önundarfirði. Síra Grímur ólst upp í foreldra- húsum á ísafirði og átti þar bernsku sína til ellefu ára aldurs, er móðir hans flutti með börnin hingað suður. Var þá Grímur Jónsson látinn fyrir fjórum árum. Síðan hefir síra Grímur Grímsson átt hér heima nema þann áratug, sem hann var sóknarprestur í Sauðlauksdal. Séra Grímur Grimsson varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1933 og var svo við nám í Háskólanum vetrarlangt. Að því búnu hélt hann til náms til Danmerkur og settist þar í einn ágætasta skóla Dana, Niels Brocks Handelsskole í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hann prófi í verzlunar- fræðum vorið 1935 og að því búnu hóf hann fulltrúastörf við toll- stjóraskrifstofuna í Reykjavík. Þarna vann hann í nær tvo ára- tugi, þar til, er hann að námi loknu í guðfræði, gerðist sókn- arprestur í Sauðlauksdalspresta- kalli sumarið 1954. Sóknarprestur í Ásprestakalli í Reykjavík verður hann frá nýjári 1964 og þjónaði þar i sextán ár, en að því búnu þjónaði hann sem settur prestur í Staðarprestakalli í Súgandafirði um eins árs skeið. Prestsþjónustu hefir því síra Grímur Grimsson haft á hendi í 27 ár. Sér rýnt í ártöl, þá sést, að síra Grímur hefir setzt í guðfræðideild meðan hann enn starfaði hjá toll- stjóranum í Reykjavík og lokið námi á fjórum árum. Þetta ber vott um, að síra Grímur hefir ver- ið ágætur námsmaður, enda heyrði eg það eitt sinn, er einn af prófessorum guðfræðideildar tal- aði um óvenju góða greind síra Gríms og nokkuð var það, að hann lauk prófi með mjög góðum vitn- isburði. Síra Grímur er kvæntúr Guð- rúnu Jónsdóttur (Gunnlaugsson- ar, stjórnarráðsfulltrúa frá Kiðja- bergi). Þau eiga þrjú börn: Soffíu, hjúkrunarkennara í Stokkhólmi, Hjört, verktaka og Jón, flugmann. Það er á vettvangi prestsþjón- ustunnar, sem leiðir okkar síra Gríms hafa legið saman. Ég minn- ist þess, er fundum okkar bar fyrst saman vestur í Sauðlauksdal fyrir rúmum tveim áratugum. Við hjónin og börn okkar vorum á ferðalagi og komum þar á prests- setrið með sameiginlegum vini okkar síra Gríms. Hann vildi gjarnan, að við kynntumst síra Grími og konu hans, því að hann hafði mætur á prestshjónunum. Þegar þar var komið heim á hlað, veitti eg því fyrst athygli hvílíka snyrtimennsku þar var að sjá, svo og innandyra og hve þau hjónin vor.u vinsamleg í viðmóti og gestrisni. Þarna bjuggu þau ágætu búi á þeirrar tíðar vísu. Höfðu þau reist þar nýtt fjós, votheyshlöður og brotið og ræktað tún. Undraði mig hve staðurinn var vel setinn, því að ekki hugði eg að maður úr kaupstað, sem stund- að hafði skrifstofuvinnu kynni svo vel til verka við búsumsýslu. Seinna komst eg að raun um það, að á æskuárum hafði síra Grímur lært að taka til hendinni. All nokkur sumur hafði hann á æsku- árum unnið sveitavinnu og kunni því til þeirra verka. Auk þessa hafði hann lagt aðra vinnu fyrir sig bæði byggingarvinnu og síld- arvinnu í verksmiðjum. Erfiðis- vinna var honum því ekki fram- andi. Þar að auki var maðurinn vel á sig kominn, e.t.v. vegna þess, í og með, að hann hafði sem ungur maður iðkað íþróttir og var af- reksmaður í þeim efnum. Fjöld- ann alian hefur hann hlotið af verðlaunapeningum á íþróttamót- um hér í Reykjavík og annars staðar og megin hlutann úr gulli og silfri. Eg varð þess var, að síra Grím- ur naut mannhylli í prestakalli sínu og einnig á Barðaströndinni, því að um sex ára skeið þjónaði hann einnig Brjánslækjarpresta- kalli. Eg hygg að mannhylli þá, er síra Grímur og þau hjón bæði hlutu í Sauðlauksdal, megi rekja til viðmóts þeirra, mannskilnings og þeirrar gestrisni er sóknarfólk- ið naut þar. Af afspurn veit eg, að eftir messu á staðnum og við önn- ur tækifæri var öllum boðið í bæ- inn til að þiggja góðgjörðir. Starfsvettvangur síra Gríms var ekki auðveldur á þessum ár- um, því að yfirferð var mikil og ferðlög erfið og kostnaðarsöm. Eins og áður var nefnt tók síra Grímur við prestsþjónustu í Ás- prestakalli um nýjár 1964. Ásprestakall var eitt nokkurra nýrra prestakalla, sem þá voru sett á laggirnar vegna fólksfjölg- unarinnar í borginni. Ekki er víst að allir geri sér þess grein við hvað er að etja í slíkum presta- köllum, sem enga aðstöðu geta lagt til, og presturinn á slíkum stað verður að hafa forgöngu og útsjónarsemi til að sjá þjónust- unni farborða. Eg veit að í Ás- prestakalli var mikið lagt á herðar síra Grími og konu hans. Heimili sitt lögðu þau til, svo að hægt væri að sinna fermingarfræðslu og öðr- um athöfnum. Þar fóru fram skrifstofustörf og viðtöl við sókn- arfólk. Messustaðir voru óhentug- ir og samfara þessu var svo það mikla starf að vinna að kirkju- byggingunni og félagsstarfi í sókninni. Þau hjónin lögðu geysi- mikið af mörkum í þessum efnum. Áður en síra Grímur lét af störf- um í Ásprestakalli var Áskirkja komin undir þak. Sé svo vikið að prestsþjónustu síra Gríms, þá fer hún honum vel úr hendi. Maðurinn er ekki aðeins smekkmaður og snyrtimaður í ytri ásýnd, heldur þekki eg hann einn- ig sem andlegt snyrtimenni, ef svo má að orði kveða. Honum hefir gefið verið tónlistarnæmi, og því gat hann flutt tón sitt hreint og af smekkvísi. Ræður sínar vildi hann vanda. Því lagði hann sig fram um eðlilegt og vandað íslenzkt málfar. Auk þess er hann í ræðum sinum laus við trúmálaþras, laus við ásakanir á hendur stéttarbræðr- um eða öðrum mönnum, en reynir að vera uppbyggilegur, vinsamleg- ur og það að geta staðið við það, sem hann er að flytja. Sjálfsagt má ætla það, að málvísi hans hafi mótazt að einhverju leyti af því, sem hann hefir lesið og les. Þar ber hæst sígildar íslenzkar bók- menntir og norðurlanda-bók- menntir. I viðræðum okkar vitnar síra Grímur oft til þess, sem hann hefir lesið og á skemmtilegan hátt, sem mér þykir birta nærgæt- inn mannskilning hans og næmi fyrir hinu broslega. Kunningsskapur okkar síra Gríms Grimssonar hófst við um- breytni okkar, er við fluttum til Reykjavíkur samtímis að kalla, til nýrrar prestsþjónustu. Þessi kynni jukust við það, að fljótlega vorum við báðir kjörnir í vara- stjórn Prestafélags Islands og nokkru síðar í aðaistjórn félags-; ins. Síra Grímur árinu fyrr. í stjórn Prestafélags íslands var hann í tólf ár samfleytt og for- maður í ellefu ár. Við áttum mikið samstarf um málefni prestastétt- arinnar og þetta samstarf þróað- ist í vináttu. Verður að segja það eins og það er, að á þessum árum, undir formennsku síra Gríms, ávannst það mikið í viðurkenn- ingu á starfi prestastéttarinnar og í kjaraefnum, að sambærilegur ávinningur hefir ekki orðið síðan. Síra Grími fór formennskan ágæt- lega úr hendi. Hann stjórnaði fundum öllum með velvilja, laus við forustuhroka, en var glöggur á aðalatriði málefna. Nokkrum sinnum sóttum við saman og ásamt öðrum norræn prestaþing. Þar kom síra Grímur fram á veg- um íslenzkra presta, meðan hann var formaður prestafélagsins. Flutti þá ávörp eða ræðu við messu. Allt var það gjört á þægi- legan smekkvísan og skemmtileg- an hátt. Þegar eg virði fyrir mér í hug- anum samneyti okkar síra Gríms Grímssonar, þá er mér efst í huga nærgætni hans og velvilji, hversu hann skynjar og virðir manninn i manninum, hve skemmtilegur og greindur hann er í viðræðum og þau hjónin gestrisin. Eg er mjög þakklátur fyrir hina tryggu og hreinskilnu vináttu og kynni við þau hjónin. Eg og mitt fólk óskum síra Grími, konu hans og fjöl- skyldu þeirra, heilla og guðlegra gæða á degi þessum og um allar lífsstundir. Arngrímur Jónsson Sjötugur er í dag sr. Grímur Grímsson, fyrrum sóknarprestur í Ásprestakalli í Reykjavík. Hann er fæddur á ísafirði 21. apríl árið 1912, sonur Gríms Jónssonar cand. theol. og Kristínar Eiríksdóttur. Eftir stúdentspróf vorið 1933 stundaði sr. Grímur nám við kunnan verslunarskóla í Kaup- mannahöfn og lauk þaðan prófi vorið 1935 og gerðist fljótlega eftir það starfsmaður Tollstjóra- embættisins í Reykjavík og starf- aði þar allt til ársins 1954. Síðustu ár starfstíma síns hjá Toilstjóra lagði sr. Grímur stund Öllum er sýndu mér vinsemdarvott og virð- ingar 6. apríl síðastliðinn, í tilefni áttræðis- afmælis, þakka ég af heilum hug. Ég man heillaskeytin öll og árnaðaróskir, blómasend- ingar og hlýhug allan. Bið ykkur Guðs bless- unar í bráð og lengd. Þórgnýr Guðmundsson. á nám við guðfræðideild Háskóla íslands og lauk þaðan prófi með mjög góðum vitnisburði. Það eru þeim engin tíðindi, sem þekkja til hæfileika hans, en ber ekki síður þeirri alúð vitni sem hann lagði við námið og þeirri alvöru, sem köllun hans til þjónustu í kirkj- unni var honum. 20. júní árið 1954 vígðist sr. Grímur til Sauðlauksdalspresta- kalls í Vestur-Barðastrandar- sýslu. Það brauð var afskekkt og örðugt yfirferðar, þar eð vegir voru ekki upp á marga fiska og þeir háskalegir, einkum að vetr- arlagi. En sr. Grímur vílaði það ekki fyrir sér, enda vel íþróttum búinn og vestfirsku fjöllin ægi- fögru honum kær frá bernskudög- um, jafnt þegar um þau gnauðar sem er þau skapa meiri kyrrð og frið í faðmi sinum en annars stað- ar verður fundinn á landi hér. Sr. Grímur sat Sauðlauksdal af reisn og hóf snemma búskap á prestssetursjörðinni. í fjölþættum verkahring sínum sem sóknar- prestur afskekktra sókna, var prestinum ómetanlegur styrkur eins og jafnan ella að dugmikilli hjástoð eiginkonu sinnar, frú Guð- rúnar S. Jónsdóttur, en þau giftust á þessum degi árið 1939 og eiga þrjú börn. Kvað verulega að þeim hjónum í félags- og menningarlífi byggðarlagsins, enda þau félags- lynd svo af ber og nutu mikilla vinsælda sóknarbarna og virð- ingar, sem og mennilegt heimili þeirra í Sauðlauksdal. Sr. Grímur var kostgæfinn um embætti sitt og ekki síður sóknirnar sunnar Kleifaheiðar, en hann þjónaði Brjánslækjarprestakalli á Barða- strönd lengst af prestsskap sínum vestra. Á jólaföstu árið 1963 urðu mikil tímamót í lífi þeirra hjóna, en þá hlaut sr. Grímur veitingu fyrir nýstofnuðu Ásprestkalli í Reykja- vík, sem hann tók við 1. janúar 1964. Flutti fjölskyldan að nýju á Hjallaveg 35, þar sem heimili hennar hafði staðið áður en leiðin lá vestur á firði. Hér syðra biðu prestsins mikil verkefni í nýjum söfnuði sem enga kirkju átti né neina starfsaðstöðu. Kom það í hlut hans að hafa forgöngu um byggjngu yfir starfsemi safnaðar- ins. Áður en langt um leið var ráð- ist af stórhug í byggingu þeirrar kirkju, sem nú er risin í Laugar- ásnum. í brautryðjendastarfi í nýju prestakalli naut þess, að sr. Grím- ur átti fjölþætta reynslu að baki og hann gæddur mikilli hæfni til að laga sig að óhægum aðstæðum og hann þess umkominn að glæða helgar stundir safnaðarins hátíð- leik þó ekki væri fyrir að fara stuðningi af húsakosti eða öðrum búnaði. Prédikanir hans og ræður bera því vitni að hann er fróður vel og víðlesinn og þær virðulega fluttar af þeim næma smekk, sem einkennir prestsverk hans öll. Það er margur, sem minnist þakklát- um huga þess trausts, sem per- sóna hans og orð reyndust á við- kvæmum stundum og þar, sem huggunar var þörf og einnig þar, sem gleðin ríkti. Enda er sr. Grím- ur gæddur ríkri kímnigáfu og spaugsemi honum létt á tungu, en fáa þekki ég græskulausari. En hitt dylst ekki kunnugum, að hann er alvörumaður og gæddur við- kvæmu þeli og örlátur á hlýju. Þess nutu ekki síst þau sóknar- börn hans, sem á Hrafnistu búa. Það fjölmenna dvalarheimili lét hann sér jafnan annt um og vitj- aði heimamanna tíðum. Einnig annaðist hann reglulega kvöldvök- ur, þar sem slegið var á léttari strengi og helgistundir, sem frú Guðrún fylgdi honum ávallt til og annaðist undirleik og söngstjórn af mikilli alúð eins og við mörg önnur prestsverk hans. Heimili þeirra hjóna á Hjalla- vegi skipaði mikinn sess í lífi safn- aðarins og þau fjölmörg börnin, sem þar hafa verið borin til skírn- ar og brúðhjónin, sem þar eru vígð og minnast þeirrar hlýju, sem prestsheimilið og viðmót húsráð- enda veitti sóknarbörnum á þess- um hátíðarstundum og endranær. Jafnframt annasömum prests- störfum lét sr. Grímur að sér kveða í félagi stéttar sinnar og sat í stjórn Prestafélags Islands frá 1967 til ársins 1974. Var hann formaður þess um fimm ára skeið og veitti félaginu örugga forystu. Hlutur hans er ekki veigalitill í því, að á þeim árum þokaði ýmsum baráttumálum presta verulega fram. Síðla árs 1980 sagði sr. Grímur embætti sínu í Ásprestakalli lausu. Þó starfsaldur væri orðinn hár og aldur nokkur, bar hann þess fá merki. Því settist hann ekki í helgan stein, heldur tók að sér embætti sóknarprests að Stað í Súgandafirði, þaðan sem hann á margra æskustunda að minnast og dvaldi þar vestra þar til í haust leið. Á þessum hátíðisdegi í lífi sr. Gríms færi ég honum og frú Guð- rúnu og börnum þeirra, Soffíu, Hirti og Jóni og ástvinum öðrum hugheilar hamingjuóskir fyrir hönd sóknarbarna og samstarfs- manna í Ásprestakalli. Jafnframt flyt ég honum einlægar þakkir fyrir störf hans í þágu sóknar og safnaðar. Þá vil ég einnig þakka honum bróðurlegan stuðning við mig eftir að ég tók við starfi hans og drenglyndi allt. Guð blessi hann og heimili hans í dag og alla daga. Árni Bergur Sigurbjörnsson 50 nýir félagsmenn gengu í KRFÍ í fyrra KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands hélt aðalfund sinn 22. mars 1982. Formaður félagsins, Esther Guð- mundsdóttir, flutti skýrslu stjórnar. Á sl. ári gengu um 50 nýir félags- menn í KRFÍ og er tala félagsmanna nú um 360. Aðildarfélög eru 45. Á síðasta starfsári gekkst félag- ið fyrir ráðstefnu um „konur og kosningar". Nokkrir opnir fundir voru haldnir, bæði félagið eitt og í samvinnu við önnur félagasamtök. Á síöasta vori hóf félagið tilraun með námskeiðshald um félagsmál og framsögu. Áhugi reyndist mik- ill og var þátttaka mjög góð. Nokkrir starfshópar hafa starf- að innan félagsins, þar á meðal fjölmiðlahópur, sem undirbýr nú ráðstefnu um konur og fjölmiðla. Fréttabréf KRFÍ var sent út 6 sinnum á árinu og ársrit félagsins „19. júní“ kom að vanda út í júní- mánuði, ritstjóri þess er Jónína Margrét Guðnadóttir. Smávægilegar breytingar urðu á stjórn félagsins. Varaformaður- inn, Berglind Ásgeirsdóttir, tók við starfi erlendis á sl. ári og Guð- rún Sigríður Vilhjálmsdóttir, sem gegndi störfum hennar út kjör- tímabilið, gaf ekki kost á sér leng- ur í stjórn. Varaformaður var kos- in Guðrún Gísladóttir, aðrir í að- alstjórn eru Esther Guðmunds- dóttir, formaður, Jónína M. Guðnadóttir, ritari, Oddrún Kristjánsdóttir, gjaldkeri, Ást- hildur Ketilsdóttir, Arnþrúður Karlsdóttir, Ásdís Rafnar, María Ásgeirsdóttir og Hlédís Guð- mundsdóttir. I varastjórn voru kosnir Erna Indriðadóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. í stjórn KRFÍ eiga sæti auk formanns og varaformanns, 7 að- alfulltrúar, þar af eru 4 kosnir á landsfundi fjórða hvert ár og 10 varafulltrúar, þar af 8 kosnir á landsfundi. KRFÍ hélt upp á 75 ára afmæli sitt þann 27. janúar sl. og bauð i tilefni þess til kaffisamsætis á Hótel Borg. Til þessa hófs mættu hátt á þriðja hundrað manns og bárust félaginu margar góðar gjafir og kveðjur víðsvegar að. Ákveðið var að stofna sjóð til ritunar sögu félagsins, og runnu peningar sem félagið fékk í af- mælisgjöf í þann sjóð. Undirbún- ingur að ritun sögu félagsins er þegar hafinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.