Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 23 Rússar hafa mikinn áhuga á umsvifum brezka flotans iNeiirJJorketntes Brezkir landgönguliöar á (lugþilfari flugmóöurskipsins Hermes á Suöur-Atlantshafi. Þeir bíöa eftir aö fara upp í þyrlu af geröinni Sea King. Brezki flotinn nálgast nú Falklandseyjar. efiir Dreiv Middleton RÚSSAR viröast sýna hugsan- legum hernaöarátökum Argent- ínumanna og Breta út af Falk- landseyjum mikinn áhuga, því þeir hafa sent tvo kafbáta til eft- irlits í suövesturhluta Atlants- hafs. Þessi áhugi Rússa á sér efna- hagslegar rætur, aö sögn sér- fræðinga. Sovétríkin kaupa rúm- lega 80% alls þess korns og hveitis sem Argentínumenn selja úr landi, og nýlega geröu Rússar samninga viö Argentínumenn um kaup á eitthundraö þúsund smá- lestum af nautakjöti á ári næstu fimm árin. í staöinn fá Argentínu- menn hreinsaö úraníum, sem þá sárvantar vegna kjarnorkuáætl- unar sinnar. Brezkir embættismenn spá því aö efnahagsbönd Argentínu- manna og Rússa eigi eftir aö aukast meö árunum, m.a. vegna innflutningsbanns Efnahags- bandalagsríkjanna. Brezkur ráö- herra lét svo um mælt, að sér kæmi ekki á óvart þótt Rússar legðust á sveif meö hægri sinn- aöri stjórn í Argentínu í Falk- landseyjadeilunni, slíkur væri áhugi þeirra fyrir bandamönnum í Suöur-Ameríku. „Þegar haft er í huga aö Stalín gat samiö um Pólland viö Hitler, hví skyldu Rússar sýna hlutleysi nú? Og vert er aö hafa hugfast, aö tveir þriöju hlutar sjóhersins eru á leiö til Falklandseyja." Fulltrúar í varnarmálaráöu- neytinu brezka hafa ekkert viljaö fjalla um tilveru rússnesku kaf- bátanna. Heimildir innan NATO herma aö hér sé um aö ræöa kafbáta af geröinni Echo II, sem jafnan hafast viö á Indlandshafi og hafsvæöinu suöur af Góörar- vonarhöföa. Echo ll-kafbátar eru kjarnorkuknúnir og 5.800 smá- lestir. Þeir eru óhemju vel búnir vopnum, meö átta SS-N-12- stýriflaugar og 20 tundurskeyti innanborðs. Sérfræðingar Atlantshafs- bandalagsins telja, aö rússnesku kafbátunum sé ætlaö aö staö- setja brezku kafbátana fjóra, sem sagöir eru viö eftirlitsstörf vestur af Falklandseyjum, og koma upplýsingum um feröir þeirra til argentínskra yfirvalda. Auk þessa hefur þaö kvisazt út í höfuöstöövum Atlantshafs- bandalagsins í Brussel, aö braut sovézkra gervihnatta hafi veriö breytt til þess aö afla upplýsinga um feröir brezka flotans, sem stefnir til Falklandseyja. Þegar flotadeildin lagöi úr höfn var henni fljótt veitt eftirför af sovézka njósnaskipinu „Prim- orye“. Brezkir sérfræöingar telja njósnaskipiö útbúiö til aö fylgjast meö og greina skilaboð, sem berast milli flotadeildarinnar og stjórnstöövar hennar í London. Hernaöarsérfræöingar segja Rússa ekki aðeins hafa áhuga á feröum brezka flotans vegna sí- vaxandi stuönings þeirra viö Arg- entínumenn, heldur hafi þeir ekki hvaö sízt áhuga á aö fylgjast meö hvernig Bretum muni til takast viö aö beita hernaöarmætti sín- um til aö endurheimta eyjarnar. Þeir hafi ekki fengið annaö eins tækifæri til að fylgjast meö hvort tilraun af þessu tagi muni takast eöa ekki. Franskir embættismenn halda því fram, aö flotajafnvægið í austurhiuta Atlantshafsins hafi raskazt verulega, Sovétmönnum í vil, viö siglingu brezka flotans til Falklandseyja. Tveir þriöju hlutar brezka flotans hafi siglt á brott, og því séu kafbátavarnir Atl- antshafsbandalagsins viö Evr- ópustrendur „verulega veikari". Meöan brezki flotinn væri i 8.000 sjómílna fjarlægö frá hefö- bundnu gæzlusvæöi sínu á Erm- arsundi og þar í kring, væri skipakostur Atlantshafsbanda- lagsríkja ekki þess megnugur aö veita skipalestum þær varnir, sem nauösynlegar væru á stríðstíma. Ungverski njósnarinn í Augusta: Gilbert hugsan- lega lltill hlekkur í stórtækri keðju Krá ()nnu BjarnadóUur, fréUariUra Mbl. í Wa*hington. BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, handtók um helgina fimmtugan Ungverja, Otto Attilla Gilbert aö nafni, í Augusta, Georgiu, og hann hefur verið ákærður fyrir njósnir. Talsmaður FBI sagði, að hér væri um meiri háttar njósnamál að ræða, en fulltrúi dómsmálaráðuneytisins vildi ekki gera mikið úr málinu. Þykir það benda til að ráðuneytið hafi verið á höttunum eftir stórbrotnari njósnara en Gilbert. Yfirheyrslur yfir honum hefjast 30. apríl. Hann á yfir höfði sér lifstiðarfangelsi ef hann verður fundinn sekur. Gilbert er sakaður um að hafa reynt að kaupa leynilegar hern- aðarupplýsingar af Janos Mihaly Szmolka, sem er fæddur í Ung- verjalandi en starfar sem her- maður í skjalasafni bandariska hersins í Fort Gordon, Georgiu. Ungverska leyniþjónustan reyndi að fá Szmolka til liðs við sig þeg- ar hann heimsótti fjölskyldu sína í Budapest fyrir fjórum árum. Hann sagði bandarísku leyni- þjónustunni frá því og sættist á að starfa fyrir hana. Szmolka hitti Lajos Perlaki, fulltrúa úr ungversku leyniþjón- ustunni, í Vín 1979. Perlaki sagði honum að hann gæti auðveldlega unnið sér inn 100.000 dali með því að útvega leynileg bandarísk skjöl um vopnakerfi, aðsetur herfylkja, leyniletur, hernaðar- áætlanir og þess háttar. Szmolka skrifaðist á við Perlaki með hjálp yfirmanns FBI í Augusta í nokkra mánuði og seldi honum filmur sem FBI útbjó þegar þeir hittust á ný í Vín í mars 1981. Stefnumótið í Augusta á laug- ardag var undirbúið með löngum fyrirvara. Szmolka lofaði að af- henda fulltrúa Perlakis mikilvæg skjöl þá. Hann fór með falið seg- ulband á fundinn og þekkti Gil- bert á leynilegri setningu sem þeir höfðu komið sér saman um. Þeir fóru síðan saman í bifreið Szmolka nokkra stund en FBI handtók Gilbert eftir að Szmolka hafi yfirgefið bifreiðina. í fórum Gilberts fundust leynileg skjöl og filmur sem Szmolka hafði afhent honum. F.innig fannst miði með nafni Perlakis. Ungverska sendiráðið í Wash- ington vildi ekkert segja um mál- ið. Þegar það var spurt hvor KGB gæti verið viðriðið, var svarið: „KGB er KGB, Ungverjaland er Ungverjaland. Ítalíustjórn riðar Kóm, 20. apríl. Al\ FORSÆTISRÁDHKRRA ftalíu, Giovanni Spadolini, barðist i dag við að halda rikisstjórn sinni á floti eftir heiftúðlegar deilur á milli sósíalista og kristilegra demókrata. Eftir áreiðanlegum heimildum er það haft, að Spadolini hafi farið þess á leit við fjármálaráðherra landsins, Beniamino Andreatta, að hann bæðist afsökunar á um- mælum sem hann viðhafði um sósíalistaflokkinn á laugardag er hann sagði flokkinn aðhyllast stefnu fasista. Tilraun Spadolini til sátta kann þó að fara út um þúfur ef sósíal- istar halda þeirri kröfu sinni til streitu, að Andeatta segi af sér. Undanfarið hafa verið harðvít- ugar deilur á milli kristilegra demókrata og sósíalista vegna ým- iskonar málefnalegs ágreinings. Nú síðustu vikurnar hafa magnast upp deilur um valdahlutföll flokk- anna í 5 flokka samsteypustjórn landsins, sem hefur verið við völd í 10 mánuði. Noregur: Verkfalli afstýrt Krá Jan Krik Lauré í Oslo, þrirtjudag. VERKFALLI var afstýrt í Noregi á síðustu stundu þar sem samkomulag tókst í nótt um samninga 57.000 járn- og málm- verkamanna. Þeir fá að jafnaði tveggja króna launahækkun á klukkustund, eða um 4,5%. Upphafleg krafa þeirra var 13%. Auk þess fá þeir rétt til að hljóta svokallaða staðbundna launahækkun árlega og engin takmörk verða fyrir þeim staðar- uppbótum sem þeir geta fengið. Vinnuveitendur kvarta yfir því að launahækkunin verði dýrkeypt fyrir mörg fyrirtæki, m.a. skipa- smíðastöðvar, sem eiga erfitt upp- dráttar. Horfur eru á að verðhækkun verði 12,5% í Noregi og rauntekjur margra munu lækka þrátt fyrir ýmsar launauppbætur. Ekki er al- veg ljóst hvort launasamningarnir verða samþykktir í atkvæða- greiðslum verklýðsfélaganna. Þó eru landsmenn almennt fegnir því að samningar hafa tek- izt, þar sem flest verkalýðsfélög taka mið af samningum járn- og málmverkamanna og ósamið er við mörg verkalýðsfélög. Hefðu járn- og málmverkamenn farið í verkfall hefðu aðrir siglt í kjölfar- ið og þá hefði komið til fyrstu stórverkfalla í Noregi í marga áratugi. Einni klukkustundu eftir að samningar tókust við járn- og málmverkamenn var einnig samið við flugtæknifræðinga og þar með var afstýrt flugverkfalli. Lestunar- áætlun . j Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Amarfell .03/05 Arnarfell 17/05 Arnarfell 31/05 ROTTERDAM: Arnarfell 21/04 Pia Sandved 29/04 Arnarfell 05/05 Arnarfell 19/05 Arnarfell 02/06 ANTWERPEN: Arnarfell 22/04 Arnarfell 06/05 Arnarfell 20/05 Arnarfell 03/06 HAMBORG: Helgafell 23/04 Helgafell 13/05 Helgafell 31/05 Helgafell 17/06 HELSINKI: Zuidwal 18/05 Skip 15/06 LARVIK: Hvassafell 26/04 Hvassafell 10/05 Hvassafell 24/05 Hvassafell 07/06 GAUTABORG: Hvassafell 27/04 Hvassafell 11/05 Hvassafell 25/05 Hvassafell 08/06 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell 28/04 Hvassafell 12/05 Hvassafell 26/05 Hvassafell 09/06 SVENDBORG: Helgafell 26/04 Hvassafell 13/05 Helgafell 15/05 Hvassafell 27/05 Helgafell 01/06 Hvassafell 10/06 LENINGRAD: Skip 19/05 GLOUCESTER, MASS.: Skaftafell 27/04 Skaftafell 26/05 HALIFAX, KANADA: Skaftafell 29/04 Skaftafell 28/05 ft^ * SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.