Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 Frá Henrik Lund á Grænlandi: bbjominn, yfírskyggir allt um Aka Hoegh listakonu og Ivar Silis landkönnuð Frá frétUriUr* Morgunblaösins í (irænlandi, Henrik Lund: í LITLU húsi í Qaqortoq (Juli- aneháb) búa og starfa hjónin Aka Hoegh og Ivars Silis. Hún er græn- lenskur listamaður, gerir kirkju- skreytingar og sýnir grafikverk sín um heim allan — tvisvar í Reykjavík til þessa. Silis, sem er leiðangurs- maður,' Ijósmyndari og blaðamaður, fsddur í Lettlandi og uppalinn í Danmörku, flakkar um Norður- heimsskautslandið í ferðum fyrir vísindastofnanir og alþjóðleg tíma- rit. Enda þótt þau séu sjaldan heima hjá sér samtímis, hefur þeim orðið tveggja barna auðið og nýlega gátu hjónin af sér fallega bók um Norður- heimsskautiö sem gefín er út hjá Vindrose-forlaginu, dótturfyrirtæki Gyldendals, í Kaupmannahöfn. fsbirnir í nyrstu byggöum Alaska sækja gjarnan í öskuhauga eins og sjá má, en það þykir ekki mikil reisn yfir slíku hjá þessu tignar- lega dýri. Þjóðleikhúsið frum- sýnir Meyjarskemmuna ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir nk. laugardag söngleikinn Meyjar- skemmuna í leikgerð leikstjóra sýn- ingarinnar, Wilfrieds Steiners. Sin- fóníuhljómsveit íslands leikur tón- list Eranz Schuberts við leikinn undir stjórn Páls P. Pálssonar. Sig- urjón Jóhannsson hannaði leik- mynd og búninga, en lýsingu ann- aðist Páll Kagnarsson. Björn Franz- son þýddi leikinn. Um 50 manns koma fram í sýn- ingunni. Með helstu sönghlutverk fara Sigurður Björnsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kristín Snædal Sigtryggsdóttir, Katrín Sigurð- ardóttir og Elísabet F. Eiríks- dóttir. Má geta þess að Júlíus er sérstaklega kominn hingað til lands til að taka þátt í sýning- unni, en hann stundar söngnám á Ítalíu. Er þetta frumraun hans á fjölum Þjóðleikhússins. Katrín sem nemur sönglist í Svíþjóð, kemur einnig fram í Þjóðleikhús- inu í fyrsta sinn í Meyjarskemm- unni. Með önnur veigamikil söng- hlutverk í leiknum fara Guð- mundur Jónsson, Þuríður Páls- dóttir, Kristinn Hallsson, Hall- dór Vilhelmsson, Bergþór Páls- son og Anna Júlíana Sveinsdótt- ir. Hins vegar fara Jón S. Gunn- arsson, Kristján Viggósson, Árni Tryggvason, Erlingur Gíslason, Myndin er tekin á blaðamannafundi i vegum Þjóðleikhússins. Frá vinstri: Sigmundur Örn Arngrímsson, Sigurjón Jóhannsson, Wilfried Steiner, Páll P. Pálsson og Árni Ibsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.