Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 Koma 20—25 pólsk- ir flóttamenn hing- að á næstunni? RÍKI8STJÓRNIN samþykkti fyrir nokkru að taka á móti 20 til 25 pólskum flóttamönnum og fól Rauöa krossi íslands að sjá um fram- kvæmd málsins. Undirbúningur vegna hugsanlegrar komu Pólverjanna hingað til lands er kominn vel á veg og gætu fyrstu pólsku flóttamenn- irnir komið hingað til lands á næstu vikum. Samkvæmt upplýsingum Jóns Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Rauða kross íslands, er talið að um 50 þúsund Póiverjar séu nú í Austurríki og mikill hluti þeirra flóttamenn. 12 þúsund þeirra hafa óskað eftir að komast til Kanada, en stjórnvöld þar hafa sett há- mark við 6 þúsund. Einhver hluti Pólverjanna fer væntanlega til Norðurlandanna og hafa Norð- menn lýst yfir vilja til að taka við 200 Pólverjum. Þegar í ágúst á síðasta ári, er ýmsar blikur voru á lofti í Pól- landi, kaliaði RKÍ á sinn fund þá íslendinga, sem tala pólsku og síð- an þá hefur undirbúningur í raun staðið yfir, að sögn Jóns, þó svo að skriður hafi komist á málið síð- ustu vikur. Jón sagði að enn væri eftir að ganga frá atvinnu- og hús- næðismálum, en ekki væri auðvelt að gera það fyrr en vitað væri hvort og þá hvaða Pólverjar kæmu til landsins. Formaður undirbún- ingsnefndar vegna þessa máls er Ólafur Mixa, formaður Rauða kross íslands. Einstaklingar 20 ára og eldri á árinu 1982: Hefur fjölgað um 6,4% í Reykjavík frá 1978 — meðaltalsfjölgunin í kaupstöðum er 10,18% Bílainnflutningur jókst um 82% fyrstu 3 mánuðina Mikill hluti bátaflotans út af Suðurlandi sækir nú á grunnmið eins og sja ma á þessari mynd sem Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins tók í gær, miðsvæðis á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar. Bátaflotinn er nú með veiðarfæri sín allþétt á svæðinu frá Grindavík og til Vestmannaeyja og víða var aðeins steinsnar á milli báta eins og sjá má. Næst landi á myndinni er Albert úr Grindavík, en fremst á myndinni er Áskell frá Húsavík. Á milli þeirra sýnist okkur vera Már úr Grindavík. ALLS eru 133.698 einstaklingar 20 ára og eldri á þessu ári i kaupstöð- um og þeim kauptúnahreppum, þar sem sveitarstjórnakosningar eiga að fara fram 22. maí nk. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar árið 1978 voru á kjörskrá 120.663 manns. Fjölgunin á þessu fjögurra ára tíma- bili er því liðlega 10,8%. I kaupstöðum eru einstakl- ingarnir því 116.167 í vor, saman- borið við 105.431 einstakling við síðustu sveitarstjórnakosningar. Einstaklingum í kaupstöðum hef- ur því fjölgað um 10,18%. I kauptúnahreppum eru ein- staklingarnir hins vegar 17.531, en árið 1978 voru einstaklingarnir 15.232. Aukningin er því um 15,1% í kauptúnahreppum, eða nokkru meiri en í kaupstöðum. Fjölgun einstaklinga í kaup- stöðum var eins og áður sagði um 10,18%, en hins vegar kemur í ljós, að fjölgunin í Reykjavík á kjör- tímabilinu er ekki nema 6,4%, en einstaklingar á kjörskrá 1978 voru 55.791, en á þessu ári eru þeir 59.371. í Kópavogi hefur einstaklingum fjölgað um 14,7%, eða úr 7.877 ár- ið 1978 í 9.033 á þessu ári. í Hafn- arfirði hefur einstaklingum fjölg- að um 8,3%, eða úr 7.192 í 7.790. Fjölgunin hefur hins vegar orð- ið mun meiri á stöðum eins og Seltjarnarnesi, þar sem einstakl- ingum hefur fjölgað um tæplega 32% frá síðustu sveitarstjórna- kosningum, eða úr 1.598 í 2.105, og í Garðabæ, en þar hefur einstakl- ingum fjölgað úr 2.323 í 3.097, eða um liðlega 33,3%. í Keflavík er fjölgunin tæplega 11,4%, eða úr 3.811 í 4.244 og á ísafirði hefur fjölgað um liðlega 16%, eða úr 1.867 árið 1978 í 2.167. Þá hefur einstaklingum á Akur- eyri fjölgað um 13,3%, eða úr 7.581 árið 1978 í 8.588 á þessu ári. ALLS voru fluttir 2.913 bílar hingað til lands fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 1.599 bíla á sama tímabili í fyrra. Aukningin milli ára er því liðlega 82%. Á þessu tímabili voru fluttir inn 2.498 fólksbílar, samanborið við 1.420 bíla árið 1980 og er aukningin þar því tæplega 76%. — Skýringuna á þessari miklu aukningu er m.a. að finna i mikilli gengishræðslu, sem greip um sig fyrir síðustu áramót, en fólk banka- borgaði þess vegna mikinn fjölda bíla, sem það hefur verið að leysa út allar götur síðan, sagði Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir ástæð- um þessar mikla innflutnings. Á fyrstu þremur mánuðum ársins var mest flutt inn af Volvo-bílum, eða 345, sem eru um 11,84% af inn- flutningnum. í öðru sæti listans yfir mest innfluttu bílana fyrstu þrjá mánuði ársins er Mazda, en af þeim Mest var flutt inn af Volvo, þá Mazda og Toyota voru fluttir inn 318 bílar, eða um 10,92% heildarinnflutningsins. í þriðja sæti kemur svo Toyota með 208 bíla, sem eru um 7,14% heildar- innflutningsins. Fjórði í röðinni er SAAB, en inn var fluttur 191 bíll fyrstu þrjá mán- uðina, sem eru um 6,56% heildar- innflutningsins. í fimmta sæti er Mitsubishi með 181 bíl, sem er um 6,21% heildarinnflutningsins og sjötti í röðinni er Lada, en inn voru fluttir 169 bílar af þeirri gerð, sem eru um 5,80% heildarinnflutnings- ins. I sjöunda sæti er BMW, en inn voru fluttir 158 slíkir bílar fyrstu þrjá mánuði ársins, sem eru um 5,42% heildarinnflutningsins. í átt- unda sæti er Subaru með 154 bíla, sem eru um 5,29% heildarinnflutn- ingsins. í níunda sæti er svo Volks- wagen með 120 bíla, sem eru um 4,12% heildarinnflutningsins og loks er Daihatsu í tíunda sæti með 104 bíla, eða um 3,57% heildarinn- flutningsins. Ef nýir fólksbílar eru skoðaðir sérstaklega kemur í ljós, að mest er flutt inn af Mazda, eða 298 bílar. í öðru sæti er Volvo með 292 bíla. í þriðja sæti er SAAB með 186 bíla, þá Lada í fjórða sæti með 168 bíla. I fimmta sæti er BMW með 155 bíla og í sjötta kemur Mitsubishi með 141 bíl. Þá kemur Subaru með 131 bíl í sjöunda sæti og Toyota með 127 bíla í áttunda sæti. Daihatsu er í níunda sæti með 102 bíla og loks Volkswagen með 96 bíla. Mest seldi einstaki bíllinn fyrstu þrjá mánuði ársins er Volvo 244 GL, en alls var fluttur inn 191 slíkur bíll. Utanríkisráðherra um Falklandseyjadeiluna: Getum lítið annað gert en fylgzt með KKKI hefur verið rætt um það innan íslenzku ríkisstjórnarinnar að gefa út opinbera yfirlýsingu vegna Falk- landseyjadeilunnar. En eins og kunn- ugt er hafa Efnahagshandalagið og Noregur sett viðskiptabann á Argent- ínu vegna málsins. Utanríkisráðherra, Ólafur Jó- hannesson, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ákvörðun um viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna þessa hefði ekki verið tekin fyrir, enda væru viðskiptatengsl Islands og Argentínu sáralítil eða engin. Því væri lítið, sem íslenzka ríkis- stjórnin gæti gert hvað varðaði Falklandseyjadeiluna, annað en að fylgjast með framvindu mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.