Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 17 % Konungur norðursins, ísbjörninn, veiddur í net til rannsóknar, vigtunar o.fl., en síöan er dýrunum sleppt. I bjarma blikandi norðurljósa fylgir Ivars Silis lesendum um ís- auðnina meðfram íshafinu. Hann ferðast heimakominn meðal hug- aðra rostungsveiðimanna eski- móa, meðal líffræðinga, ágengra landnema í Kanada, meðal sér- vitra loðskinnsveiðimanna og kaldrifjaðra veiðivarða og áræðnir íslenskir flugmenn flytja hann til veðurathugunarstöðva í Norð- austur-Grænlandi og sleðavarð- sveitarinnar Siriusar. En hvort sem mennirnir hnipra sig saman í snjóhúsum ellegar dorma við eldstæðið eða skekjast um á ís- flogum sem klofna í dimmu næt- urinnar, eiga þeir eitt sameigin- legt áhugamál sem yfirskyggir allt annað — ísbjörninn. Þeir tala um, þá dreymir um og fá martrað- ir um Nanok, en það er hið græn- lenska heiti ísbjarnarins og jafn- framt titill bókarinnar. Varla hefur nokkuð annað dýr verið umvafið leyndarhjúpi, for- dómum og ótta í sama mæli og þessi einmana flakkari sem að óvörum birtist fram úr frostþoku íshafsins með grýlukerti í feldin- um. Ýmist fótgangandi, á hunda- sleða, báti, snjósleða eða í þyrlu hefur Silis verið á hælum þessa stærsta landrándýrs jarðarinnar í tíu ár — eða það á hælum hans. í tólf mergjuðum frásögnum úr raunveruleikanum opinberast heimur sem maður hélt að heyrði til fortíðarinnar. Maður verður reynslunni ríkari um hina ómet- anlegu þýðingu sem ísbjörninn hefur fyrir menningu heims- skautsþjóðanna og fylgist náið með baráttunni fyrir varðveislu þessarar stórbrotnu skepnu sem ekki er lengur ógnað af rányrkju — heldur ásókn tækninnar í norð- urátt. Spennan í bókinni, sem er í ætt við Jack London, hinar fjölmörgu, næmu teikningar og sannfærandi litmyndir sem og áhyggjur höf- undar af framtíð íbúanna og um- hverfisins á Norðurheimsskautinu hafa vakið verðskuldaða athygli út fyrir landsteina Danmerkur. Þegar eru fyrirhugaðar útgáfur í Grænlandi og í fleiri löndum. En hjónin baða sig ekki aðgerð- arlaus í frægðarljómanum, ný verkefni bíða úrlausnar. Aka mun leggja sitt af mörkum til hinna miklu afmælishátíðahalda í Juli- aneháb í tilefni 1000 ára afmælis landnáms Eiriks rauða á Suður- Grænlandi með sýningu á grafík- verkum og Silis með því að halda ljósmyndasýningu og gefa út myndabók um Grænland nútím- ans. Henrik Lund og Herdís Þorvaldsdóttir, með stærstu leikarahlutverk. Aðstoð- arleikstjóri er Sigmundur Örn Arngrímsson. Texta Meyjarskemmunnar sömdu A.M. Willner og Heinz Reihert, en ungverska tónskáldið Heinrich Berté lagaði tónlist Schuberts að sviðsgerðinni. Meyjarskemman, sem var frumsýnd í Vínarborg 1915, fjall- ar í stuttu máli um ástir tón- skáldsins Franz Schuberts. Þó er verkið öldungis ekki reist á sannsögulegum atburðum, heldur lýtur það flestum lögmálum skáldskapar. En vissulega voru ýmsar persónur leiksins til á dög- um Schuberts, svo að sum atvik gætu hæglega átt stoð í veruleika 18. og 19. aldar. Á blaðamannafundi sem efnt var til á vegum Þjóðleikhússins í tilefni frumsýningar Meyjar- skemmunnar kom m.a. fram að leikurinn var fyrst sýndur hér á landi 1934 í Iðnó. Síðan hefur hann verið settur á svið víða um land, enda eru mörg sönglög úr Meyjarskemmunni vinsæl meðal landsmanna. Leikstjórinn, Wilfried Steiner, sem er austurrískur að uppruna, kvaðst hafa lagt sig í líma við að draga upp samúðarfulla mynd af Schubert í leikgerðinni. Að hans sögn hefur Schubert verið gerður að hinum mesta hugleysingja í sumum uppfærslum á Meyjar- skemmunni erlendis. Það sem hefði vakað fyrir honum og Sig- urði Björnssyni, sem leikur Schu- bert í leiknum, hafi verið að gefa trúverðuga lýsingu á tónskáldinu sem kvað hafa verið óframfærið og hlédrægt með afbrigðum. Sveinn Einarsson, Þjóðleikhús- stjóri, kvað aðstandendur sýn- ingarinnar hafa leitast við að halda tryggð við aldaranda söng- leiksins en einnig sett sér það markmið að gera hann aðgengi- legan nútímafólki. Að lokum má geta þess að önn- ur sýning á Meyjarskemmunni verður sunnudaginn 25. apríl. Þad nýjasta í sportskóm, eru skórnir meö vasa. hgoROC^ Aldrei glæsilegra úrval af striga- og sportskóm á börn og fulloröna. QEísíP Auglýsing um áburðarverð sumarið 1982 Heildsöluverö fyrir hverja smálest eftirtalinna áburöartegunda er ákveöiö þannig: Viö skipshliö á ýmsum hötnum Afgrsitt é bíla i umhverfis land Gufunasi Ammonium nitrat 34,5%N kr. 3.200,00 kr. 3.260,00 Kjarni 33%N kr. 3.040,00 kr. 3.100,00 Magni 1 26%N+9%Ca kr. 2.500,00 kr. 2.560,00 Magni 2 20%N+15%Ca kr. 2.180,00 kr. 2.240,00 Græöir 1 14%N-18%P205-18%K20+6%S samsvarar 14%N-8%P-15%K+6%S kr. 3.680,00 kr. 3,740,00 Græöir 1A 12%N-19%P205-19%K20+6%S samsvarar 12%N-8,4%P-15,8%K+6%S kr. 3.620,00 kr. 3.680,00 Græöir 2 23%N-11%P2Os-11%K20 samsvarar 23%N-4,8%P-9,2%K kr. 3.460,00 kr. 3.520,00 Græðir 3 20%N-14%P2O5-14%K2O samsvarar 20%N-6%P-11,7%K kr. 3.480,00 kr. 3.540,00 Græöir 4 23%N-14%P205-9%K20 samsvarar 23%N6%P-7,5%K kr. 3.620,00 kr. 3.680,00 Græðir 4A 23%N-14%P205-9%K20+2%S samsvarar 23%N-6%P-7,5%K2%S kr. 3.680,00 kr. 3.740,00 Græöir 5 17%N-17%P205-17%K20 samsvarar 17%N-7,4%P-14%K kr. 3.560,00 kr. 3.620,00 Græöir 6 20%N- 10%P2O5- 1°0/<>K2O+4%Ca+1%S samsvárar 20%N-4,3%P-8,2%K+4%Ca+1%S kr. 3.400,00 kr. 3.460,00 Græöir 7 20%N-12%P2O5-8%K2O+4%Ca+1%S samsvarar 20%N-5,2%P-6,6%K+4%Ca+1%S kr. 3.460,00 kr. 3.520,00 Græðir 8 18%N-9%P205-14%K20+4%Ca+1%S samsvarar 18%N-3,9%P-11,7%K+4%Ca+1%S kr. 3.320,00 kr. 3.380,00 NP 26-14 26%N- 14%P205 samsvarar 26%N-6,1%P kr. 3.560,00 kr. 3.620,00 NP 23-23 23%N-23%P205 samsvarar 23%N-10%P kr. 3.960,00 kr. 4.020,00 Þrífosaft 45%P2Os samsvarar 19,6%P kr. 3.100,00 kr. 3.160,00 Kalíklóríö 60%K2O samsvarar 50%K kr. 2.140,00 kr. 2.200,00 Kalísúlfat 50%K2O samsvarar 41,7%K+17,5%S kr. 2.660,00 kr. 2.720,00 Aburöarkalk 4%N+32%Ca kr. 580,00 kr. 640,00 Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifalið í ofangreindu verði fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og afhendingargjald er hins vegar innifalið í ofangreindu veröi fyrir áburö, sem afgreiddur er á bíla í Gufunesi. Áburöarverksmiöja ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.