Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 Halldór Hafliðason flugstjóri - Minning Fæddur 12. mars 1935 Dáinn 13. apríl 1982 I dag verður gerð frá Dómkirkj- unni útför Halldórs Hafliðasonar flugstjóra, Lynghaga 1. Halldór var fæddur á Siglufirði 12. marz 1935, sonur hjónanna Þórunnar Sveinbjörnsdóttur og Hafliða Halldórssonar. Fjölskyldan flutt- ist til Reykjavíkur í ársbyrjun 1940, eftir að faðir hans hafði, ásamt fleirum keypt Gamla bíó af Bio-Petersen. Þar ólst hann upp ásamt Sveinbirni bróður sínum, gekk í Miðbæjarskólann og út- skrifaðist frá Verslunarskólanum 1953. Hann vann næstu árin í Út- vegsbanka Islands, en áður hafði hann dvalið í Eindhoven hjá Philips-verksmiðjunum hollensku. Halldór starfaði síðan jafnframt í Gamla bíói sem sýningarmaður, en til þess hafði hann full réttindi. I Útvegsbankanum kynntist hann konu sinni, Ólöfu Ingu Klemens- dóttur. Þau giftust 1959. Dætur eignuðust þau tvær, Þórunni, gifta Jóhanni Steinssyni. Þau eiga einn son, Halldór, og Hrafnhildi, sem býr með Halldóri Þ. Þórhallssyni. Þau eiga eina dóttur, Ólöfu Ingu. Við Halldór kynntumst árið 1958, þegar við vorum báðir að læra flug og keyptum saman flugvél, ásamt sameiginlegum vini. Halldór var mér frá því fyrsta minnisstæður. Hann var með glæsilegri mönnum í sjón, fíngerður og sviphreinn. Hann innri maður var álíka grómlaus. Hann var hlédrægur, nokkuð inn- hverfur og dulur, svo jaðraði við feimni. En bak við rólegt yfirborð- ið leyndist ótrúleg seigla og ákveðni, sem ég átti oft eftir að reyna. — Hvorki skilaði útgerð okkar á flugvélinni neinum ábata né flýtti fyrir námi, óhöpp komu fyrir og skemmdir, ásamt ýmsum bilunum. En Halldór fór okkar mýkstu höndum um Stinsoninn. Við fórum mörg flugin saman á þessum árum, og betri ferðafé- laga, var ekki hægt að hugsa sér. Þótt hægt sæktist námið hjá okkur, virtist tíminn bíða eftir okkur. Árið 1%1 var mikið þenslu- ár í íslenskum flugmálum. Flugfé- lag íslands og Loftleiðir réðu flug- menn í stórum stíl, og í lok þess árs var búið að ráða alla tiltæka flugmenn í vinnu, þá sem réttindi höfðu, og mun slíkt einsdæmi í okkar flugsögu. Það var því algert happdrætti hjá hvoru félaginu við lentum, en þó fór svo, að Flugfé- lagið auglýsti eftir mönnum í byrjun þessa árs. Við sóttum um og allir umsækjendur voru sendir til Kaupmannahafnar, prófaðir af sænskum sálfræðingi, sem einnig starfaði fyrir SAS. Þetta var strembið próf og tók tvo daga. Ég man eftir einni þraut, sem varðaði uppsetningu og skipulag ákveð- innar skýrslu. Ekki minnist ég þess að nokkrum okkar tækist að leysa þrautina, nema Halldóri. Hans lausn var einföld, en hann einn fann lykilinn. Eftir þetta próf, var strax ákveðið að ráða Halldór, en í maí voru fjórir ráðn- ir í viðbót. Við hófum því báðir störf um sama leyti hjá Flugfélag- inu. Halldór hafði þvi starfað rúm tuttugu ár, þegar hin óvæntu KKAMBOÐSLISTI AlþýAuflokksins við bæjarstjórnarko.sningarnar í Garðabæ 22. maí nk. hefur verið sam- þykktur og er þannig skipaður: 1. Orn Eiðsson, fulltrúi, Hörgslundi 8. 2. Uaukur Helgason, skólastjóri, Uraunhólum 10. 3. Erna Aradóttir, fóstra, Smáraflöt 35. 4. Karl Ó. Guðlaugsson, starfslok hans urðu í ágúst sl. ár. Ég held, að Halldór hafi virzt öll- um samstarfsmönnum sínum vel, og hjá mörgum var hann í sér- stöku uppáhaldi. Fas hans og framkoma styggði engan. Sérstæð kímni hans, sem stundum nálgað- ist gálgahúmor, sýndi mönnum oft tilveruna í sérstæðu ljósi. Upptalning á störfum Halldórs er sem þverskurður af flugsögu okkar á þessu tímabili. Hann hóf störf á DC-3, þristinum, næsta ár, 1962, var hann þjálfaður á DC-4, Skymaster, og á fjarkanum flaug hann mikið í Grænlandi. Árið 1964 fékk hann réttindi á DC-6B. M.a. flaug hann hjá Loftleiðum á DC-6B árið 1965. Honum líkaði sérlega vel við Douglasinn, ekki síst „sexuna", en frá 1967 flaug hann eingöngu á Boing 727. Hann var aðstoðarflugmaður á Gullfaxa við komu hans 24. júní 1967, og sótti Sólfaxa ásamt Antoni G. Ax- elssyni 1971. Árið 1973 varð hann flugstjóri á Fokker F-27 Friend- ship, og flaug eftir það hið hefð- bundna innanlandsflug, Færeyja- og Grænlandsflug, ásamt flugi í Líbýu á sl. ári. Við Halldór flugum eðlilega lít- ið saman eftir að við hófum okkar flugmannsstörf. Þó er mér minn- isstætt síðasta þjálfunarflugið, sem við fórum saman í maí 1977. Ég minnist þess hve afslappaður Halldor var í þessari þjálfunar- flugferð, og hve flugvélin lék í hans höndum. Var þó Ingimar K. Sveinbjörnsson ekki með neitt barnaprógram handa okkur. í júni sl. hittumst við síðast við störf í Líbýu. Ekki duldist að „Bleik var brugðið". Ekki lá skýr- ing á lausu, en sögur voru um margt. Halldór tók sér frí í lok júní sl. Það var augljóst, að hann var örþreyttur. Eg hitti hann nokkrum sinnum í júlí. Hann naut hvíldarinnar sem svaladrykks, en kvartaði yfir litlu úthaldi og þreki við garðvinnu sína. Skyndilega í ágúst „brá sól sumri“. Krabbamein hafði heltek- ið hann. Á Landakotsspítala var allt hugsanlegt reynt til að hefta sjúkdóminn. Það tókst að nokkru. Æðruleysi hans gleymir enginn, sem þyí kynntist. Hann hafði spaugsyrði á vör við þá sem hann heimsóttu, svo þeir fóru hressari af hans fundi en þeir komu. Þó þekkti hann út í hörgul sjúkdóm sinn og útskýrði með sömu ná- kvæmni sem hann væri að lýsa kerfi í flugvél. Eftir tæpa tvo mánuði á Landa- koti fékk hann að fara heim. Þar dvaldist hann að mestu sl. vetur. Þriðjudag í dymbilviku gekkst hann undir uppskurð öðru sinni. Viku seinna var hann allur. Læknum og hjúkrunarfólki skulu færðar sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun og nær- gætni í veikindum hans. Einstök umönnun Ólafar konu hans verður aldrei þökkuð sem skyldi, en hún reyndist Halldóri ómetanleg hjáparhella og styrkur. þegar mest reyndi á. Ég votta henni, foreldrum hans og öllum ástvinum, mína dýpstu samúð. Ámundi H. Olafsson borgarstarfsmaður, Garðaflöt 1. 5. Valborg S. Böðvarsdóttir, borgarstarfsmaður, Breiðási 9. 6. Hilmar Hallvarðsson, yfirverkstjóri, Aratúni 3. 7. Kristinn Þórhallsson, sölumaður, Hofslundi 17. 8. Magnús Árnason, kjötiðnaðarmaður, Hofslundi 3. 9. Magnús Stephensen, by ggi ngatækn i f ræði ngu r, Halldór, bróðir minn, sem lést hin 13. þ.m. og jarðsunginn verður í dag, var borinn í þennan heim hinn 12. dag marsmánaðar 1935 í Siglufirði, eldri sonur foreldra okkar, Þórunnar Sveinbjarnar- dóttur, Kristjánssonar kaup- manns og konu hans Danielínu Brandsdóttur og Hafliða Hall- dórssonar, Jónassonar, kaup- manns og konu hans Kristínar Hafliðadóttur. Halldór átti sín bernskuár í Siglufirði þar til for- eldrar okkar fluttu búferlum til Reykjavíkur í ársbyrjun 1940, er faðir okkar gerðist meðeigandi og forstjóri fyrir Gamla Bíói hf., en því starfi gegndi faðir okkar þar til nú skömmu fyrir sl. áramót að fyrirtækið var selt og breytt í óperuhús, með kvikmyndasýn- ingar sem aukagetu. Það er ekki ætlun mín að rita lofgerðarrullu um bróður minn, slíkt hefði ekki verið honum að skapi, heldur rekja helstu atriði allt of stuttrar ævi hans. Hér í Reykjavík ólst Halldór upp í foreldrahúsum sem voru í Gamla Bíói við Ingólfsstræti. Skólagöngu hóf hann í Isaksskóla, sem þá var til húsa í Grænuborg. Síðan lá leiðin í Miðbæjarskólann. Að loknu barnaprófi sótti hann gagnfræðadeild sama skóla, en hélt síðan í Verzlunarskóla ís- lands og lauk þaðan fjórðabekkj- arprófi vorið 1953. Að loknu verzlunarskólaprófi starfaði hann um hríð á skrifstofu Flugfélags íslands í Lækjargötu 4. Halldór aflaði sér frekari mennt- unar, m.a. dvaldi hann veturlangt í London við verzlunarskólanám, það var árið 1954. Hann lauk einn- ig prófi sem sýningarstjóri og sótti framhaldsnám á því sviði hjá Philips-verksmiðjunum í Eind- hoven í Hollandi. Um þetta leyti hóf hann störf hjá Útvegsbanka Islands sem gjaldkeri og gegndi því starfi fram á mitt ár 1958. Jafnframt starfi sínu í Útvegs- bankanum var hann sýningarmað- ur í afleysingum í Gamla Bíói. Reyndar sýndi hann alltaf af og til í því ágæta bíói fram á síðustu ár. Þrátt fyrir ofangreindar at- hafnir í námi og starfi, stóð hugur Halldórs frá því á unglingsárum til flugnáms. Mig minnir að hann hafi „stolist" í sinn fyrsta flug- tíma 16 ára gamall. Flugnámið með atvinnumennsku í huga hóf hann þó ekki fyrir alvöru fyrr en hann var iiðlega tvítugur. Starf sem flugmaður hóf Hall- dór í apríl árið 1961 hjá Flugfélagi Islands hf. Um svipað leyti og Flugfélagið og Loftleiðir samein- uðust í Flugleiðum árið 1973 varð Halldór flugstjóri. Á um það bil 20 ára ferli sem flugmaður og flugstjóri flaug Halldór á öllum venjulegum leið- um félags síns bæði innan lands Þrastarlundi 8. 10. María E. Gestsdóttir, húsmóðir, Goðatúni 15. 11. Óli Kr. Jónsson, múrari, Lindarflöt 46. 12. Helga Kristín Möller, kennari, Hlíðarbyggð 44. 13. Páll Garðar Ólafsson, læknir, Melási 8. 14. Helga Sveinsdóttir, húsmóðir, Görðum. og milli landa. Auk þess flaug hann á ýmsum framandi slóðum, t.d. um tíma árið 1964 fyrir dönsku landsstjórnina á Græn- landi, og fyrir félag sitt til Lýbíu á sl. ári. Hann var einn af þeim sem flutti þotuöldina til íslands sem flugmaður á Gullfaxa, B-727-100, frá og með komu þeirrar vélar ár- ið 1967. Halldór var sá gæfumaður að skila ávallt farþegum, áhöfn og farkosti heilum í höfn, þrátt fyrir oft erfið skilyrði og aðstæður á frumstæðum lendingarstöðum hér heima og á framandi slóðum er- lendis. Um mitt sl. ár kenndi Halldór þess sjúkdóms, sem leiddi hann til dauða. Þá gekkst hann undir upp- skurð og geislameðferð þar á eftir, en allt kom fyrir ekki, og í annað sinn var hann skorinn upp nú þriðjudaginn fyrir páska. Þá varð fullvíst að hverju stefndi. Að framan er þess getið hver gæfumaður Halldór var í starfi sínu. Hann varð einnig þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast góðan lífsförunaut, Ólöfu Ingu Klem- enzdóttur, Þorleifssonar og Her- dísar Sigfúsdóttur, og eignuðust þau tvær dætur, Þórunni, sem gift er Jóhanni Seinsson, og Hrafn- hildi Ingu, sem býr með Halldóri Þór Þórhallssyni. Barnabörnin eru Halldór og Ólöf Inga. Heimili Halldórs og Ölafar stóð fyrst að Kjartansgötu 3 hér i borg, svo að Barðaströnd 20, Seltjarnarnesi, og nú síðustu árin að Lynghaga 1, Reykjavík. Það var ávallt gott að heimsækja Halldór, hvort sem var á Kjartansgötunni eða Lynghag- anum. Við sem eftir lifum huggum okkur við minninguna um góðan dreng, sem kallaður hefur verið á vit forfeðra sinna fyrr en við öll vildum, — en deyja þeir ekki ungir sem guðirnir elska? Sveinbjörn. í dag er til moldar borinn Hall- dór Hafliðason, flugstjóri, Lyng- haga 1, Reykjavík, sem lést í Landakotsspítala þann 13. apríi síðastliðinn. Halldór var fæddur 12. mars 1935, en fluttist barn að aldri til Reykjavíkur með foreldrum sín- um. Hann lauk flugnámi snemma árs 1961 og var þá fljótlega ráðinn til flugmannsstarfa hjá Flugfélagi Islands hf. og starfaði á hinum ýmsu flugvélategundum félagsins, og frá 1973 var hann flugstjóri á Fokker Friendship-flugvélum Flugfélags íslands hf. og Flugleiða hf. þar til hann á síðastliðnu sumri varð að láta af störfum vegna sjúkdóms þess, sem nú hefir dregið hann til dauða. Halldór var prúður maður í framgöngu, hógvær og hlédrægur en gæddur ríkri kimnigáfu og þessir eiginleikar hans, ásamt kunnáttu og hæfni í starfi, öfluðu honum verðskuldaðra vinsælda hjá öllum þeim sem með honum störfuðu. Hið þunga sjúkdómsok bar hann af einstakri karlmennsku, heyrðist aldrei kvarta undan hlutskipti sínu en hafði ávallt spaugsyrði á hraðbergi svo að við, sem heilbrigðir megum teljast, fórum jafnan ögn hressari af hans fundi. Stjórn Félags íslenskra at- vinnuflugmanna og félagsmenn allir þakka góðum dreng fyrir samfylgdina og senda eftirlifandi eiginkonu, foreldrum, dætrum og öllum öðrum ættingum hugheilar samúðarkveður. G.H.G. Hratt fara örlögin. Það er ekki svo langt síðan við sátum saman, unglingar í Verzlunarskóla ís- lands. Nú er hann allur, langt um aldur fram, ungur maður. Margar bjartar minningar eru frá þessum dögum. Halldór var sérlega háttvís og prúður maður, snyrtimenni fram í fingurgóma og nærgætinn gagnvart tilfinningum annarra. Fremur var hann feim- inn og hlédrægur á yngri árum og átti það sinn þátt í að efla félags- skap okkar. Halldór átti til lunk- inn „húmor“, sem var eins og hann sjálfur, góðlátlegur en særði eng- an. Réttlætistilfinningu átti hann sterka, rólyndi og jafnaðargeð. Áhugi hans á flugi kom snemma fram og hann fræddi okkur skóla- bræður sína um margt, sem hann hafði lesið sér til og sannfærði okkur um að flugið væri lang ör- uggasti ferðamátinn, sem völ væri á. Hann sannfærði okkur enn bet- ur í starfi sínu. Skrifstofumaður hjá Flugfélagi Islands, sagði einu sinni við mig þegar Halldór barst í tal, að menn eins og Halldór væru sómi félags- ins út á við. Þetta eru réttmæt orð um mann sem var bæði hæfur flugmaður og glæsilegur maður. Eftir að hann hóf störf hjá Flugfélaginu, hittumst við minna, en þó öðru hvoru í kaffi að Banka- stræti 11, eða í flugvél sem hann stjórnaði, eða á förnum vegi. Allt- af voru endurfundirnir jafn ánægjulegir, hversu langur tími sem leið á milli þeirra. Hlýlegt bros og varfærin framkoma yljuðu alltaf hugi viðmælenda hans. Aldrei metur maður menn nægilega meðan þeirra nýtur við, en eftir á að hyggja, finnst mér ég alltaf hafa fundið hlýhug og ná- lægð Halldórs, hvort sem við hitt- umst eða ekki. Mér finnst dauðinn ekki geta breytt þessu, og mun geyma vin- áttu hans meðal dýrustu minn- inga. Jóhann J. Olafsson. Það er alltaf hastarlegt, þegar menn á besta aldri, hraustir og fullir af starfsorku, verða að hlíta þeim örlögum að verða óvígir og síðan að fullu herfang hins mikla óvinar lífsins. Fammi fyrir þess- ari staðreynd stöndum við þó nú, þegar Halldór Hafliðason er allur. Því dómsorði tjáir ekki að mót- mæla, en hitt er víst að alltaf er eftirsjá mikil að góðum mönnum. Kynni mín af Halldóri hófust þegar hann var enn á barnsaldri. Ég á margs góðs að minnast um hann frá þeim árum og um bernskuheimili hans. Það var mér mikil gæfa að eignast foreldra hans að vinum. Þeim á ég margt að þakka, og aldrei hefur nokkurn skugga borið á samband þeirra og mitt. Marga ágæta kosti sinna góðu foreldra erfði Halldór, enda var hann mannkostamaður, sem vinir hans munu lengi minnast. Snemma fékk Halldór áhuga á flugmálum og ákvað að gera flugið að ævistarfi sínu. Þetta varð einn- ig til að auka og styrkja vináttu- böndin okkar í milli, því að þetta áhugamál var okkur sameiginlegt. Ég fylgdist því með ferli hans í atvinnufluginu og vissi vel hve prýðilegur starfskraftur hann var á þeim vettvangi. En oft bregður sól sumri með skjótari hætti en ætla mætti. 111- vígur sjúkdómur lamaði starfs- þrek Halldórs, og síðustu mánuð- ina háði hann harða baráttu vð þennan óvin. Þar ætlaði Halldór sannarlega ekki að láta undan síga, þótt nú sé raunin orðin önn- ur. Ekki alls fyrir löngu átti ég með honum kvöldstund, en þá hafði bráð af honum í bili, eins- konar vopnahlé. Þá sagði hann mér, að hann ætlaði sér sannar- lega að vinna sigur á sjúkdómi sínum og ekkert væri fjær sér en að gefast upp. Þessi ólgandi lífs- vilji hans og karlmennska hafa nú samt orðið að lúta í lægra haldi fyrir þeim óvini, sem dauðlegum mönnum er ekki unnt að sigrast á. Ég mun ávallt minnast Halldórs með virðingu og hlýjum hug og er þakklátur fyrir öll okkar kynni fyrr og síðar. Hugur min, konu minnar og fjölskyldu leitar einnig til ykkar, ástvina hans, eiginkonu, barna og foreldra. Við sendum ykkur hjartanlegar samúðarkveð- ur í sorg ykkar. Lífið er vissulega óútreiknanlegt, en minnist þess, að enginn missir neinn frá sér sem hann ann. Látið því Guð helga ykkur hinar bestu minningar sem þið eigið um Halldór. Samkvæmt okkar trú gistir hann nú þann heim, sem við öll vonumst til að gista um síðir. Hinum eina sanna græðara alla meina felum við Halldór og alla sem hann syrgja. Ólafur Jónsson. Garðabær: Listi Alþýðuflokksins lagður fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.