Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRIL 1982 Toppbaráttan í Eyjum: Sigurjón á Þórunni nálgast 1100 tonn TOPPBARÁTTAN í Eyjum á vetr- arvertíðinni fer nú harðnandi en Sigurjón á l'órunni Sveinsdóttur heldur enn rýmilegri forystu. Ilörður á Suðurey hefur hins vegar sótt á undanfarna daga, en nú munar 70 tonnum á þessum tveim- ur aflaklóm. 1‘órunn er komin með 1086 tonn og Suðurey með 1016 tonn. Torfi Haraldsson á Friðar- hafnarviiítinni og Ásmundur Friðriksson sögðu í spjalli við okkur í gær að það hefði verið reytingsafli hjá bátunum sem landa hjá'þeim, Helga Jó og Is- leifur voru með 26 tonn hvor úr Bugtinni, en aflinn á bát til jafn- aðar var 15—20 tonn. Mestan afla hjá- þeim voru þeir með Valdimar Sveinsson með 67 tonn og Gjafar með 64 tonn úr Bugt- inni. Á Fiskiðjuvigtinni sagði Gísli Óskarsson okkur að aflinn færi heldur minnkandi þótt dágóður væri, bátaflotinn væri nú að fara úr Kantinum austur á bóginn, en hins vegar virtist tregt vestur um. Mikill afli hefur borist á land í Vestmannaeyjum að undanfornu og þeir á horkatli Birni hafa ekki farið varhluta af því, þeir fylltu bátinn með 20 tonnum fyrir skömmu í aðeins 42 net, allt rígaþorskur. Skipstjóri er Óli Guðjóns, sonur hins fengsæla skipstjóra, Gaua heitins frá Miðhúsum í Kyjum. LjÓNm. Mbl. Sigurgeir. VSÍ sendir mótmæli til norrænu ráðherranefndar- innar vegna fjárveitingar VINNUVEITENDASAMBAND íslands hefur með bréfi til Norrænu ráðherranefndarinnar og Friðjóns Pórðarsonar, dómsmálaráðherra, fulltrúa íslands í nefndinni, mótmælt 400 þúsund króna fjárveitingu úr hinum samnorræna sjóði til fjögurra einstaklinga til rannsókna á sviði vinnumarkaðsmála og leggur Vinnuveitendasambandið áherzlu á, að slíkar rannsóknir séu unnar í nánu samráði við aðila vinnumark- aðarins. I>eir fjórir einstaklingar, sem fengið hafa þessa fjárveitingu, eru Einar B. Baldursson, Gylfi Páll Hersir, Jónas Gústafsson og Siguriaug Gunnlaugsdóttir og nefna þau sig „vinnuverndarhópinn“. Forsaga þessa máls er sú, að á fundi Norrænu ráðherranefndar- innar í lok síðasta árs var sam- þykkt að veita um 400 þúsund krónum til rannsóknar í Dan- mörku og á íslandi og á markmið könnunar þessarar fyrst og fremst að vera að afla upplýsinga meðal iðnverkakvenna um hvaða afleið- ingar afkastahvetjandi launakerfi hafi á stöðu kvenna á vinnumark- aðnum og á þróun jafnréttis. Fjór- menningarnir hafa leitað eftir frekari fjárhagsaðstoð frá ís- lenzka ríkinu og hjá verkalýðsfé- lögum og samböndum hafa undir- tektir verið jákvæðar, meðal ann- ars hjá ASÍ, VMSÍ og Iðju. Vinnuveitendasamband Islands frétti hins vegar fyrst af þessari könnun er „vinnuverndarhópur- inn“ ritaði VSÍ í febrúarmánuði og óskaði athugasemda. Athuga- semdir Vinnuveitendasambands- ins voru þær að rita ráðherra- nefndinni og dómsmálaráðherra og mótmæla fjárveitingu til slíks verkefnis án þess að haft væri samband við báða aðila vinnu- markaðarins. samnorræna sjóði sem og öðrum sjóðum hins opinbera til rann- sókna á sviði vinnumarkaðsmála, sem ekki eru undirbúnar og unnar í samræmi við það, sem hér er sagt.“ I fréttatilkynningu frá „vinnu- verndarhópnum" segir, að sá þátt- ur, sem snýr að jafnrétti, beinist einkum að mismun á vinnutíma og launum kynjanna, uppsögnum og ólíkum tengslum við börn og heimili. Reynt verði að meta hvaða áhrif ákvæðisvinna hafi á atvinnuþátttöku kvenna. Þá verði heilsufar verkafólks kannað svo og streita og aðbúnaðarvandamál. Byggt verður á spurningalista- könnun og er nú verið að útbúa slíka lista. Fáist ekki frekari fjár- stuðningur mun könnun þessi ein- skorðuð við suðvesturhorn lands- ins, segir í frétt hópsins. Hækkunarbeiðn- um var vísað til ráðherranefndar RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sinum í gær að vísa beiðnum Hitaveitu Reykjavíkur, Rafmagns- veitu Reykjavíkur og Landsvirkjun- ar um gjaldskrárhækkun til sér- stakrar ráðherranefndar. Eru hækk- unarbeiðnir þessar á bilinu 15 til 35%. í ráðherranefndinni eiga sæti þeir Gunnar Thoroddsen forsæt- isráðherra, Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra og Tómas Árnason viðskiptaráðherra. Sam- kvæmt upplýsingum Mbl. hefur verið deilt um það á fundum gjaldskrárnefndar og ríkisstjórn- ar hvaða meðferð hækkunarbeiðn- ir þessar eiga að hljóta. Helguvík: Framkvæmdir ganga samkvæmt áætlun FRAMKVÆMDIR Orkustofnunar í Helguvík ganga samkvæmt áætlun. Að sögn orkumálastjóra, Jakobs Björnssonar, á Orkustofnun að skila skýrslu um rannsóknir sínar 15. maí og ekki er búizt við öðru en það standist. Að sögn Svavars Jónatanssonar, framkvæmdastjóra Almennu verkfræðistofunnar, verður verk- fræðistofan áfram með ýmsar rannsóknir á Helguvíkursvæðinu, sem undirverktaki Bernard John- son Incorporated í Bandaríkjun- um, sem er aðalverktaki gagnvart bandaríska hernum. Sagði hann, að Hafnarmálastofnun ætti eftir að gera ýmsa hluti fyrir verk- fræðistofuna svo og Hafrann- sóknastofnun og myndu athuganir þeirra hefjast í byrjun maí. Að því loknu yrði unnið úr niðurstöðum rannsóknanna og farið að frum- hanna þau mannvirki, sem á staðnum ættu að rísa. Allt þetta ár færi í hönnun og mætti þá fyrst reikna með að byggingarfram- kvæmdir hæfust á næsta ári. Samkomulag Vöku og umbótasinna FÉLAG umbótasinnaðra stúdenta við Iláskóla íslands og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hafa komist að samkomulagi um skipt- ingu embætta innan Stúdentaráðs, en þau mynda meirihluta i Stúdenta- ráði. Félag umbótasinna samþykkti á fundi í gærkvöldi verkaskipting- una, sem Vaka hafði áður samþykkt, og er hún sem hér segir: Frá Félagi umbótasinna koma ritstjóri Stúdentablaðsins, 2 stúd- entafulltrúar í stjórn Félagsstofn- unar stúdenta, aðalfulltrúi og varafulltrúi í stjórn Lánasjóðsins, formaður menntamálanefndar, formaður funda- og menningar- málanefndar, fulltrúi og vara- fulltrúi í æskulýðsnefnd og 3 full- trúar í stjórn Stúdentaráðs. Frá Vöku: formaður Stúdentaráðs, 1 stúdentafulltrúi í stjórn Félags- stofnunar stúdenta, formaður hagsmunanefndar, formaður utanríkismálanefndar og 3 full- trúar í stjórn Stúdentaráðs. Hlekktist á í lendingu á ísafjarðarflugvelli TWIN Otter-flugvél frá Flugfélagi Norðurlands hlekktist lítillega á við lendingu á ísafjaröarflugvelli í gær- morgun. Sextán farþega vélarinnar sakaði ekki né flugmenn, en væng- endi skemmdist er hann rakst í flugbrautina. Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri FN tjáði Mbl. að Twin Otter-vélin hefði verið að koma til lendingar inn Skutuls- fjörðinn í nokkuð góðu veðri. Fjörðurinn væri erfiður vegna sviptivinda, en vindur var þó undir mörkum er yfirvöld krefjast. Er vélin var komin lágt yfir brautar- endann hefði skyndilegt niður- streymi þrýst henni niður öðrum megin. Gafst flugstjóra ekki ráð- rúm til að rétta vélina af eða gefa henni aukið afl. Hefði hún því lent á öðru hjólinu og vængendinn einn- ig rekist niður og skemmst lítil- lega. Hitt aðalhjólið snerti síðan brautina og lendingin tókst að öðru leyti vel. Flugvirkjar FN eru nú á ísafirði og annast bráðabirgðavið- gerð. Vélinni verður síðan flogið til Akureyrar til fullnaðarviðgerðar. Samningurinn í ríkisverksmiðjimum samþykktur: Starfsfólk fær rúmar 3 þús. kr. í orlofsuppbót í sumar Dollaraverð hefur hækkað um 0,8% á viku SÖLUGENGI Bandaríkjadollara hefur hækkað um 0,8% á einni viku, þ.e. frá 13. apríl sl., þegar gengiö var skráð 10,288 krónur, en í gærdag var það skráð 10,370 krónur. Frá 4. marz sl., en þann dag hófst formlegt gengissig sam- kvæmt heimild ríkisstjórnar- innar, hefur sölugengi Banda- ríkjadollara hækkað um 5,5%', en þann dag var það skráð 9,829 krónur. Frá áramótum hefur sölu- gengi Bandaríkjadollara svo hækkað um 26,7%, en síðasta dag ársins var það skráð á 8,185 krónur. í bréfi VSÍ til Friðjóns Þórðar- sonar segir meðal annars: „Jafn- framt vill Vinnuveitendasam- bandið leggja áherslu á nauðsyn þess, að kannanir á sviði vinnu- markaðsmála séu unnar í nánu samráði við aðila vinnumarkaðar- ins og af þeim, er til þess njóta trausts þeirra og viðurkenningar. Er það nauðsynlegt, ef slíkar kannanir eiga að ná markmiði sínu og koma að tilætluðum not- um. Með' vísan til þessa hlýtur Vinnuveitendasambandið að mót- mæla fjárveitingum úr hinum Vitni vantar AÐFARANÓTT sunnudags varð banaslys á Reykjanesbraut, skammt fyrir sunnan Bústaðaveg, svo sem fram hefur komið í fréttum. Lög- reglan í Reykjavík biður þá, sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu, vinsamlega að gefa sig fram. SAMNINGIIR sá, sem fulltrúar starfsfólks í ríkisverksmiðjunum og vinnumálanefnd rikisins undirrituðu með fyrirvara aðfaranótt sunnudags, var samþykktur í Sementsverk- smiðjunni á Akranesi og Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi í gær með öllum þorra greiddra atkvæða. Samningurinn verður borinn undir atkvæði í Kísiliðjunni við Mývatn í dag. Samningar náðust klukkan 4 að- faranótt sunnudags, 20 tímum áð- ur en verkfall átti að skella á. Þau tvö atriði, sem mest var deilt um, voru varðandi gildistíma samn- ings og orlofsuppbótar. Sátta- nefnd kom með „innanhússtillögu" í þessum málum, sem aðilar féll- ust á. Samið var um 3,25% kauphækk- un frá 1. desember, en samningar runnu þó ekki út fyrr en um ára- mót. Samningurinn gildir til 30. apríl á næsta ári og viidi Vinnu- málanefnd rikisins að samið yrði til lengri tíma. Stærsta atriði samningsins var orlofsuppbótin, en samið var um greiðslu tveggja vikna launa samkvæmt byrjunar- launum í 7. flokki. Starfsmenn fá samkvæmt þessu tveggja vikna laun er þeir fara í sumarleyfi eftir 1. maí. I sumar verður orlofsupp- bótin þó aðeins sem nemur 10 dög- um, eða röskar 3 þúsund krónur, en tvær vikur á næsta orlofsári. Samið var um nokkrar tilfærsl- ur í störfum, t.d. hjá matráðskon- um, álag verkstjóra hækkar um 6% og byrjunartími breytist hjá starfsmönnum í Kísiliðjunni svo dæmi séu nefnd. Þá er í samkomu- laginu fyrirvari um breytingar á samningum, sem kunna að verða hjá ASI-félögum í sumar. I þess- um samningi var unnið að sam- ræmingu við það sem gerist í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.