Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 3 Samninganefnd flugmuu skipt, frá vinstsri: Ingi Olsen, Árni Sipnkswn, Kristján Egilsson, Geir Garðarsson, formaður FÍA, Tryggvi Baldursson og Jóhann Sigfússon. Viðsemjendur flugmanna eru, frá vinstri: Leifur Magnússon, Þorsteinn Pálsson, Erling Aspelund og Jóhannes Óskarsson. Ljó»m. Köu. Fyrstu samningafundirnir með flugmönnum FYRSTU samningafundir fulltrúa Félags ísl. atvinnuflugmanna og viðsemjenda þeirra voru haldnir hjá sáttasemjara ríkisins í gær og fyrradag. Einkanlega er rætt um ýmis atriði varðandi leiguflugs- verkefni erlendis. Fundurinn hjá ríkissátta- semjara stóð frá því í gær- morgun og fram yfir kvöldmat. Fyrir utan kjaraatriði vegna leiguflugsverkefna er einnig rætt um hvernig skipuleggja beri .áhafnaþörf Flugleiða, en ekki er rætt um beinar kaup- hækkanir ennþá. Á þessum samningafundum FÍA og við- semjenda eru nú einnig þeir flugmenn er áður voru í Félagi Loftleiðaflugmanna, en sem kunnugt er gengu Loftleiða- flugmenn í FIA fyrir nokkrum misserum og eru því allir flugmenn Flugleiða nú samein- aðir í einu félagi. Ungir sjálfstæðismenn með skoðanakönnun um málefni borgarinnar UNGIR sjálfstæðismenn í Reykja- vík gengust fyrir skoðanakönnun um borgarmál í Reykjavík um síð- ustu helgi. Náði könnunin til fólks á aldrinum 20 til 25 ára. Tekið var 500 manna handahófskennt úrtak úr þjóðskrá, sem síðan var flokk- að niður eftir aldursskiptingu, hverfaskiptingu og kynjaskipt- ingu. Síðan var aiiað upplýsinga Olíustuld- ur í Þing- eyjarsýslu Húsavík, 20. apríl. MARGT ber að varast í hinni miklu umferð sem nú er um héruð, því að meira ber á stuldi brennsluolíu á farartæki en áður hefur þekkst. Um páskana var brotinn upp bensíntankur við Tjörn í Aðaldal og einhverju úr honum dælt, en ekki fullkannað hvað miklu. Þegar vegagerðarmenn urðu vegna ótíð- ar að hætta verki við varanlegt slitlag á veg í Aðaldalshrauni skildu þeir eftir tæki og olíubirgð- ir í maiargryfju. Nú fyrir nokkru kom í ljós að 1500 lítrar af hráolíu hafa verið teknir ófrjálsri hendi. Þetta ætti að vera mönnum til að- vörunar um að gæta vel olíubirgða sinna. Fréttaritari um símanúmer þessa fólks, hringt í það og spurt hvort ekki mætti koma með spurningalistann til þess. Árni Sigfússon, formaður Heimdaliar, sagði í samtali við Morgunbiaðið, að fólk hefði tekið þessu mjög vel og aðeins einn aðili hefði ekki viljað taka við spurn- ingalistanum. Þannig gerðu menn sér vonir um ná út úr þessu um 380 svörum. Spurningarnar voru 21 ails og fjölluðu um borgarmál, fjölgun borgarfulltrúa, um Stræt- isvagna Reykjavíkur, skipulags- mál, æskulýðs- og íþróttamál og ýmislegt fleira og yfirleitt gert ráð fyrir að spurningum sé svarað með já eða nei. Auk þess er gert ráð fyrir því að menn geti rökstutt svarið. Árni sagði að þessi könnun væri fyrst og fremst gerð til að kanna hvort stefna ungra sjálf- stæðismanna ætti hljómgrunn meðal fólks á þessum aldri og hvort þeir væru á réttri leið. Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær á bls. 2 þar sem skýrt var frá bana- slysi, er varð í Reykjavík aðfara- nótt sunnudagsins, var rangt farið með aldur mannsins, sem lézt. Hann hét eins og sagði í fréttinni Reynir Guðmundur Jónasson og var fæddur 1955, en ekki 1952 eins og sagði í fréttinni. Hann var því 27 ára. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu ranghermi. Skipulagsstjórn samþykkir byggð í Sogamýrinni SAMÞYKKT hefur verið hjá skipulagsstjórn ríkisins skipu- lag íbúöarbygginga í Sogamýri í Reykjavík. Verður heimilt að reisa um 120 íbúðir, en skipu- Sýnt frá 12 leikjumáHM „ÁKVÖRÐUN hefur ekki verið tekin um hvort bein útsending verður frá heimsmeistarakcppn- inni í knattspyrnu í júlí. Hins veg- ar hefur verið ákveðið að sýna um 12 leiki frá undankeppninni í júní, ekki í beinni útsendingu heldur mun danska sjónvarpið senda filmur af leikjum hingað,“ sagði Pétur Guðfinnsson, framkvæmda- stjóri sjónvarpsins í samtali við Mbl. Meirihluti útvarpsráðs hefur lýst vilja sínum til þess að sýna úrslitaleikina í beinni útsend- ingu. „Þetta er ekki aðeins spurning um viija útvarpsráðs, heldur er þetta fjárhagsspurs- mál líka. Það er mín skoðun, að úr því sjónvarpið er á annað borð lokað einn mánuð á ári, júlímánuð, þá þurfi ríka ástæðu til þess að opna. Það skapar for- dæmi ef opnað verður vegna HM. Síðan kemur að Olympíu- ieikum og þarf þá ekki að sýna beint frá þeim og einnig frá merkum innlendum atburðum. Þetta mál verður að skoða í víð- ara samhengi, en á þessu stigi vil ég engu spá hvort sjónvarp- að verður beint úrslitaleikjun- um í júlí,“ sagði Pétur Guð- finnsson. Þá sagði Pétur, að mjög hefði komið til tals, að ráða einn fréttamann til viðbótar á fréttastofu sjónvarps og þá fréttamann í erlendar fréttir. Nú eru 8 fréttamenn á sjón- varpinu og auk þess er þing- fréttaritari í hálfu starfi. lagið er að mestu byggt á verð- launahugmyndum Ormars Þórs Guðmundssonar. Ráðgert er að Suðurlandsbraut verði lögð niður á þessum kafla og byggð verði hús á hluta þess svæðis sunnan Gnoðarvogar, sem nú er autt. Ibúar við Gnoðarvog, sem eru óánægðir með hugmyndir þessar, hafa myndað með sér hagsmuna- samtök. Telja þeir að íbúðir þeirra rýrni í verði vegna hinnar fyrirhuguðu byggðar framan við hús sín, en samkvæmt fyrra aðal- skipulagi átti ekki að byggja á þessu svæði. Árni Bergur Eiríksson, sem sæti á í stjórn hagsmunasamtak- anna, tjáði Mbl. í gær að mögu- legt væri að farið yrði út í máls- höfðun vegna þessa. Væri þarna um að ræða 90 íbúðareigendur og sagði hann að yrðu eigendum dæmdar skaðabætur vegna þess- arar nýju byggðar gæti kostnað- ur borgarinnar skipt milljónum. Á svæðinu eru nú hafnar mæl- ingar og aðrar undirbúnings- framkvæmdir vegna bygginga. Gæzlu- varðhald framlengt GÆZLUVARÐHALD var í gær framlengt yfir pilti þeim, sem setið hefur inni vegna innbrotsins í Gull & Silfur á Laugavegi. RLR gerði kröfu um, að gæzlu- varðhald yrði framlengt tii 5. maí, en Sakadómur úrskurðaði piltinn í gæzluvarðhald til 28. apríl. Piltur- inn neitar staðfastlega allri aðild að þjófnaðinum. Nýi Daihatsu Charmant sameinar íburð og hagkvæmni Þaö kann aö viröast ótrúleg blanda aö eitt farartæki bjóöi upp á hagkvæmni smábílsins og iburö stóra bilsins. En nýi CHARMANTINN frá Daihatsu sannar aö hagnýtur bíll getur veriö nægilega rúmur og þægilegur. Nýi CHARMANTINN er 9 cm lengri og 9,5 cm breiöari en fyrri árgeröir, sem öölast hafa frábærar vinsældir Þetta þýöir breiöari sæti, lengra bil og jafnframt rými fyrir íburöarmikla innréttingu, sem fram til þessa hefur aöeins fengist í dýrum lúxusvögnum. DAIHATSU CHARMANT býr yfir frábærum aksturseiginleikum viö granna eldsneytiseyöslu, einkum ef þú velur 1300 cc-vélina. Ef þú vilt enn meiri kraft velur þú 1600 cc-vélina. Kraftur, sparneytni, rými, íburöur og frábært nýtt útlit, er samnefnari fyrir DAIHATSU CHARMANT. DAIHATSU CHARMANT býöur upp á alla stóru hlutina, sem þig langar í og litlu hlutina sem þú þarfnast. OAIHATBU CHARMANT Til afgreiðslu strax Verö frá kr. 113.600 meö ryövörn og fullum benzíntanki. Daihatsuumboðið Ármúla 23. símar 85870 - 39179 Place your name and address here

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.