Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAI 1982 NÁLASTUNGU- AÐFERÐIN ara afla heilsu og hreysti, en lang- tímaröskun sjúkdóm. Ég vil leggja áherslu á að hér er ekki um trúar- leg hugtök að ræða fremur en plús og mínus í rafmagnsfræði — eftir að hafa kynnt mér þetta kerfi og rannsakað það í áratug hef ég kom- ist að þeirri niðurstöðu að það er gjörsamlega laust við öll hindur- vitni. Raunverulega minnir það mjög á nútíma rafmagnsfræði hvað.uppbyggingu varðar. Það fel- ur í sér lokað kerfi lífsstraumsins „Kí“ er greinist í yin og yang, og er innan síns ramma tiltölulega ein- falt og náttúrulegt. Og það sem miklu máli skiptir, afköst ein- stakra rása í þessu kerfi eru mæl- anleg. Með tækinu sem ég hef smíðað er unnt að „tékka“ á ein- stökum einingum kerfisins og finna þannig út hvort það starfar eðlilega. Þannig er oft hægt að greina sjúkdóminn með tiltölulega auð- veldum hætti en uppræta hann með því að örfa eða letja starfsemi viðkomandi rásar eða líffæris með því að beita tækinu á viðkomandi nálastungupunkta. Að meðferð lok- inni er svo hægt að ganga úr skugga um hvort aðgerðin hafi bor- ið árangur með tiltölulega einfaldri og öruggri aðferð." Nú skilst mér að árangur af lækningum með þessu tæki hafi stundum orðið hreint ótrúlegur. Er eftir nokkru að bíða með að koma þessu tæki í notkun, þannig að sjúklingar geti notið góðs af? Nálastungulækningar á Vesturlöndum „Það tekur alltaf nokkurn tíma að venjast nýjungum, sérstaklega ef þær eru byltingarkenndar. En ég held samt að skoðanir almennings á nálastungulækningum séu að breytast, einfaldlega vegna þess að nú er orðið algengt að það fréttist af fólki, sem hlýtur bót meina sinna með þessum hætti. í fréttaskeyti frá fréttastofunni Reuter í desember 1980 segir, að WHO (Alþjóða heilbrigðismála- stofnunin) mæli eindregið með að læknar taki kínversku nálastungu- aðferðina alvarlega og fylgir listi yfir 43 sjúkdóma, sem hægt er að nota hana gegn. — Taldir eru upp kvillar svo sem kvef, asthma, tannpína, höfuðverkur o.fl., sem væru við hæfi nálastunguaðferðar- innar, eftir því sem sagði í mánað- arriti aðalstöðva WHO í Genf. Þar kom einnig fram að sérfræðingar mæltu með stöðlun hugtaka og að það þyrfti að upplýsa vestræna lækna og almenning um nála- stunguaðferðina." Þó kínverska hugmyndakerfið, sem liggur að baki nálastunguað- ferðinni, sé harla umfangsmikið og framandi, ákveðum við að gera til- raun til að draga upp heildstæða mynd af því, þannig að lesandinn geti gert sér einhverja hugmynd um hvernig því er háttað. Að sjálfsögðu er hér alls ekki um tæm- andi úttekt að ræða og mörgum þýðingarmiklum atriðum varð að sleppa með öllu. Ef helstu grund- vallaratriði komast til skila er takmarkinu náð, en að öðru leyti verða menn að taka viljann fyrir verkið." Kínverska hug- myndakerfið „Það sem gerir þetta kínverska hugmyndakerfi svo einkennilegt í okkar augum er held ég fyrst og fremst það, hversu líffæri og líf- færastarfsemi mannslíkamans er skilgreind með ólíkum hætti innan þess, en tíðkast í vestrænum læknavísindum," segir Marinó. „Að hluta til er skýringin sú, að þegar talað er um líffæri, s.s. hjarta, í þessu kerfi er átt við áhrifin af starfsemi þess, en ekki stykkið sjálft, ef svo mætti að orði komast. Þá hafa Kínverjar í sínum fræðum nokkur líffæri sem ekki fyrirfinn- ast í vestrænni „anatómíu" og verður maður þá aftur að hafa í huga að líffærisheitið höfðar til starfsemi en ekki hlutar. Þessi líf- færi tengjast svo rásum sem liggja utanvert um líkamann eins og sýnt er á nálastungukortum. Grunnlíffærin eru tólf að tölu og tengjast jafn mörgum rásum. Þau skiptast upp í yin-líffæri, sem varðveita en flytja ekki, og yang- líffæri, sem flytja en varðveita ekki. Þessi líffæri skiptast þannig; Yin-iíffæri 1. Lungu 4. Milta 5. Hjarta 8. Nýru Yang-líffæri 2. Ristill 3. Magi 6. Smágirni 7. Þvagblaðra Lögmál yin og yang, og lögmál edlislíkinganna fímm, eru algild grunn- lögmál austrænnar heimspeki, en á þeim byggist hefdbundin kínversk læknislist. Skýringar við myndina er að fínna í textanum. Y A N G N G Henriur• Ilöluð 1 r jór.tLol. FVrtur r-A-r —X— * U • V- « U L 'C' c • U •rt jz (3 * tí c U) u <-> ♦H 3 u bc r-H V cf •c u r o A *- o • 71 4 \Tj » • c. O —« í ' * Y\ \ K •«ð V. u u: u V L, v; % u u 1? r-H • e~t c; — cí >> tJ 3 t —• cf l, rl ■« > ’V': »4 r c* 4 • , • eo *T X 4-H V V Y 1 N Hinar 12 aðalrásir. Flæðið í yin-rásum er frá yin til yang, og fara þær eftir innri hfíð útlima. Flæðið í yang-rásum er frá yang til yin, og fara þær eftir ytri hlið útlima. 9. GoIIurhús 10. Þríhiti 12. Lifur 11. Gallblaðra Þessi 12 líffæri tengjast saman samkvæmt tiltölulega einföldu kerfi sem auðveldast er að skýra með mynd. Kerfi þetta byggir á svonefndu fimm eðlislíkinga lög- máli.“ EÖlislík- ingarnar fimm „í kínverskri heimspeki eru hlut- ir greindir upp í líkingarnar fimmr eld, jörð, málm, vatn og tré. Hjarta, þríhiti, gollurhús og smá- girni er líkt við eld, vegna þess að svo var litið á að hitarayndun (bruni) og dreifing ættu sér stað í þessum líffærum. Þannig er lifr- inni líkt við tré, lungunum við „Þar sem sérhver hinna tólf rása fer eftir sinni ákveðnu braut, munu breytingar á starfsemi rás- arinnar sýna sig á stöðum, sem rásin fer yfir. Til dæmis geta truflanir á maga eða ristilsrás orsakað tannverk, vegna þess að leiðir beggja þessara rása liggja um góminn. Tannverkur í neðri góm tengist magarás, vegna þess að magarásin liggur um neðri góm, en tannverkur í efri góm tengist ristilsrás, þar sem hann liggur um efri góm. Með öðrum orðum sjúkdómseinkenni á ákveðnum stað líkamans endur- spegla sjúkdóm á ákveðinni rás.“ 'P.ISÍlls réx-S málm o.s.frv. eins og sést á mynd- inni. Þessar eðlislíkingar ætti ekki að líta á sem nöfn á efnum, þegar fjallað er um lífsorkuna, heldur sem nöfn á þróunarstigum hennar eða formi. Ein sjúkdómsgrein- ingaraðferðin byggir á þessu lík- ingakerfi með hugvitsamlegum hætti, en það yrði of langt mál að rekja hér. Örvarnar réttsælis um hringinn sýna hvernig orkan streymir milli líffæra en orkuþurrð verður í gagn- stæða átt. Örvarnar inni í hringn- um sýna í hvaða átt gagnstætt orkuástand flyst milli líffæra. Eigi heilbrigði að ríkja í líkamanum verður jafnvægi að ríkja milli orkuástands þessara líffæra — verði eitt eða fleiri um of orkuhlað- ið á kostnað hinna, kemur fram sjúkdómur í líkamanum." Takmark aðgerðar er jafnvægi „Og þá komum við að sjálfri lækningaraðferðinni. Eins og ég vék að áðan tengjast þessi 12 aðal- líffæri 12 rásum sem liggja utan- vert um líkamann og liggja þær óslitið niður og upp eftir líkaman- um, og um útlimi. A þessum rásum eru punktar, nálastungupunktarn- ir, en með ýmiskonar ertingu í þessum punktum er hægt að hafa áhrif á afköst viðkomandi rásar og þar með orkuhleðslu þess líffæris sem henni tengist. Hafa verður hér í huga að lífsorkan „Kí“ flæðir samfellt um rásirnar og líffærin tólf þannig að t.d. aukin afköst til- tekinnar rásar er eykur orku- hleðslu viðkomandi líffæris, leiðir til orkuvíxlunar milli líffæranna innbyrðis, sem aftur hefur áhrif á afköst hinna rásanna. Takmark aðgerðar er jafnvægi. Að aðgerð lokinni er þvi brýnt að ganga úr skugga um hvort orku- jafnvægi líffæranna hafi náðst. Reynist svo hefur aðgerðin tekist. Ef jafnvægi hefur hins vegar ekki náðst fullkomlega, verður að meta hvort halda skuli aðgerðinni áfram á öðrum nálastungupunktum þar til orkuhleðslur líffæranna 12 hafa náð jafnvægi." Kínverskar sjúkdóms- greiningaraðferðir „Bezta og öruggasta aðferðin sem völ er á í þessu kerfi, til að sjúkdómsgreina og þar með einnig til að kanna hvort sjúkdómur hefur verið upprættur, er að mæla púlsa hinna tólf líffæra, en þannig finnst hvort þau starfa eðlilega. Tölu- verða þjálfun þarf hins vegar til að finna þessa púlsa svo óyggjandi sé og hafa Kínverjar því ýmsar aðrar sjúkdómsgreiningaraðferðir til stuðnings. I mínum tilraunalækningum hef- ur sjúkdómsgreining á vestræna vísu nær undantekningarlaust leg- ið fyrir, og ég hef því venjulega ekki þurft annað en að finna við- komandi nálastungupunkt eða punkta og örva þá eða letja með tækinu. Tækið gerir mér fært að finna punktana auðveldlega og örva eða letja viðkomandi rásir að vild. Það merkilega er að þegar sjúkdómurinn hefur verið yfirunn- inn, hverfur svörun að mestu eða öllu úr viðkomandi punktum, og getur maður auðveldlega ráðið árangur aðgerðar af því. Það er áríðandi að nákvæm greining liggi fyrir, því sú hætta er alltaf fyrir hendi að viðkomandi sé haldinn fleiri sjúkdómum, og manni sjáist yfir þá. Ég vinn nú að tæki, sem gæti auðveldað greiningu á ójafnvægi í líffærunum og byggir það á kin- versku „púlsa“-aðferðinni. Það eru samt ýmis tæknileg vandamál varðandi gerð þessa greiningar- tækis og óneitanlega töluverð vinna eftir við smíði þess.“ Nálastungupunktar Þú talar um að stundum þurfi aðeins að fást við einn nálastungu- punkt til að lækna sjúkdóm — nú skilst mér að Kínverjar noti venju- lega margar nálar samtímis? „Liggi nákvæm sjúkdómsgrein- ing fyrir er oft nóg að fást við einn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.