Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 VERWLD FORNARLÖMBl Konan sem neit- aði að biðj- ast griða Um þessar mundir er verið að sýna i Jerúsaiem kistu með líkams- leifum stórhertogaynjunnar Kliza- betar Feodorovna, mágkonu síðasta Rússakeisara, sem rússneskir bylt- ingarmenn myrtu fyrir 64 árum með því að kasta niður um námagöng. Elizabet Feodorovna var ömmu- barn Viktoríu Englandsdrottn- ingar, systir Alexöndru keisara- ynju og ekkja eftir Sergei Alex- andrvich stórhertoga, sem var myrtur árið 1905. Kistan með líki hennar og önnur með líki Barböru, þjónustustúlkunnar, sem lét lífið með henni, eru nú hafðar til sýnis í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni í Jerúsalem, við Getsemane-garð- inn, en þar hafa þær verið geymd- ar í kjallarahvelfingu síðan 1920 að breskt herskip flutti þær frá Rússlandi. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan á sína áhangendur utan landa- mæra Sovétríkjanna, fólk, sem út- lægt er úr heimalandinu fyrir andstöðuna við kommúnismann, og þegar yfirmenn hennar tóku þá ákvörðun að opna kisturnar og sýna þær var það gert til að minn- ast þeirra milljóna manna, sem létu lífið í byltingunni og í hreins- unum Stalins. Kistuna opnaði faðir Anthony Grabbe, yfirmaður rétttrúnaðar- kirkjunnar í Jerúsalem, en á sín- um tíma voru ættmenn hans hátt- Elizabet var systir Alexöndru keisaraynju, sem bér sést með manni sínum, Nikulási keisara. Þau og börn þeirra voru líka líflátin og líkamarnir brenndir til ösku. settir í lífverði Rússakeisara. Seinna sagði hann sögu stórher- togaynjunnar. Arið 1918 voru Nikulás keisari, keisaraynjan og nánustu ættingj- ar þeirra tekin af lífi og líkamar þeirra brenndir til ösku. Önnur ættmenni þeirra voru hins vegar flutt til bæjarins Alapayevsk í Ur- alfjöllum, þar sem þau áttu að bíða dauða síns. Meðal þessa fólks var Elizabet stórhertogaynja og þjónustu- stúlka hennar, Barbara. Að því er faðir Anthony segir, buðust bolsé- vikar til að sleppa stórhertogaynj- unni af því að hún væri ensk en ekki rússnesk en hún neitaði og sagði: „Orlog Rússlands eru mín örlög.“ Átjánda júlí 1918 voru þær svo teknar af lífi, stórhertogaynjan og þjónustustúlkan hennar. Þeim var kastað niður um námagöng og handsprengjum á eftir þeim. Þremur mánuðum seinna náðu hvítliðar bænum og fengu upplýs- ingar um afdrif kvennanna frá bruggara nokkrum, sem sagðist hafa séð þær og aðra fanga syngja sálma og verða fyrir barsmíð með lurkum, áður en liflátsdómunum var fullnægt. ÓJÖFNUÐURl Kvenfólkið er ósköp aumt í Liechtenstein Á tímum sívaxandi jafnréttis kynjanna, lætur furðulega í eyrum, að í cinu Evrópuríki skuli konur engin borgararéttindi hafa. Eigi að síður er þetta staðreynd, og öll barátta kvenna fyrir rétti sínum hefur hingað til veríð unnin fyrír gýg. Ríki þetta er litla fustadæmiö Liechtenstein sem liggur á milli Sviss og Austurríkis. Æðsti dómstóll furstadæmisins vísaði í síðasta mánuði frá kæru 25 kvenna á hendur yfírvöldum fyrir að hafa neitað þeim um atkvæðisseðla við síðustu þingkosningar í landinu í febrúar síðast- liðnum. Þessi úrskurður gerði langvinna baráttu að engu. Liechtenstein er aðeins 160 fer- mílur að stærð. Þar búa 25.000 manns og þar af er þriðjungur af erlendu bergi brotinn. Árin 1971 og 1973 vísuðu kjósendur á bug þjóð- aratkvæðagreiðslu, sem tryggt gæti konum kosningarétt. Þar gengu karlmennirnir ötulir fram gegn óskum eiginkvenna sinna og dætra. Á þessu ári reyndu konur að fara hina lagalegu leið til að freista þess að ná fram kosningarétti. í stjórn- arskrá Liechtenstein segir að allir borgarar séu jafnir gagnvart lög- um, en í kosningalögunum er sér- staklega tekið fram að „aðeins þeir borgarar í Liechtenstein, sem eru karlmenn hafa rétt til að greiða atkvæði'. Kvenréttindakonurnar reyndu að fá það sannað að þessi ákvæði stönguðust á. Tveir lægri dómstólar fjölluðu um málið, áður en því var vísað til stjórnarskrárréttarins. Úrskurður hans var á þá lund, að á þeim tím- um, er stjórnarskráin var sam- þykkt, þ.e. 1921, hafi orðið borgari yfirleitt eingöngu átt við karlmenn, og engin ástæða væri að breyta þessari túlkun núna. En sjálfsagt býr ýmislegt fleira að baki þessarar málsmeðferðar, en virðast kann við fyrstu sýn. I Liechtenstein er landlæg íhaldsemi og þar ríkir innbyrðis barátta tveggja stjórnmálaflokka, sem standa nánast jafnir að vígi en hvor um sig óttast að verða undir. Þá er mikið útlendingahatur í rik- inu, en vegna þess hversu íbúarnir eru fáir, hafa margir karlar gengið að eiga erlendar konur. Af þessum ástæðum hafa andstæðingar kvenna stundað mikinn áróður í skúmaskotum. Handan Rínar eru konur einnig órétti beittar. Árið 1971 fengu svissneskar konur að vísu kosn- ingarétt til þingkosninga, en í kantónunni Appenzell hafa þær enn ekki fengið kosningarétt til héraðsstjórna. Þeim var enn á ný synjað hans einmitt í sömu viku og úrskurðurinn í Liechtenstein var kveðinn upp. Karlmennirnir í Appenzell segja, að ógerningur sé að veita konum aðgang að hinu árlega þingi, „landsgemeinde”, sem er haldið undir beru lofti og þar sem greidd eru atkvæði um öll almenn mál með handauppréttingu. Þeir segja að konur beri ekki sverð, en að gamalli hefð eru sverð einskonar aðgangskort að þessum samkund- um. Þessi röksemdafærsla er að sjálfsögðu gengin ser til húðar, enda hafa aðrar kantónur í Sviss veitt konum atkvæðisrett í „lands- KOMMARAUNIRI BYSSUVALDIÐI Þar sem rík- ið stjórnar með morð- sveitum Amnesty International hefur hvatt til, aó aftökum utan dóms og laga verði hjett um allan heim, en að sögn samtakanna voru á síðasta iratug tekin af lífi hundruð þúsunda manna án þess að þeim væri gefinn kostur á að bera bönd fyrir höfuð sér eða svara sakargiftum. Amnesty International hélt nú fyrir nokkru þriggja daga ráð- stefnu í Amsterdam í Hollandi og sóttu hana fjölmargir kunnir bar- áttumenn fyrir mannréttindum, lögfræðingar og þjóðfélagsfræð- ingar. í lok hennar var samþykkt að fordæma mjög harðlega grimm- úðlegar og gjörræðislegar aftökur á fólki, sem hefði ekki annað til saka unnið en hafa eða vera grunað um að hafa ákveðnar skoðanir í stjórnmálum og trúarbrögðum eða tilheyra einhverjum minnihluta- hópi. Þessi manndráp eru ýmist framin að skipun stjórnvalda eða með þeirri vitund og réttarfarsleg málsmeðferð algerlega sniðgengin. Sem dæmi um þessi morðverk var t.d. minnt á ógnarstjórn Amins í Uganda, fjöldamorðin í Kambódíu á stjórnartíma Pol Pots, manns- hvörfin í Argentínu og dauðasveit- irnar í sumum Mið- og Ameríku- ríkjum. Ekki ein báran stök austur þar Með aftökunni á Vladimir Rytov, aðstoðarsjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna, var til lykta leitt það hneykslismál í Sovétríkjunum, sem mesta athygli hefur vakið að undanförnu. Aftakan þykir benda til þess að sovézk yfírvöld hafí í sívaxandi mæli áhyggjur af glæpa- verkum kerfískarla og hirðuleysi í meðferð opinbcrs fjár. IDI AMIN: Ógaaratjóra hans er sígilt dæmi um opinber gbepaverk. A ráðstefnu AI kom fram, að þeir, sem annast þessar aftökur, eru hermenn og lögreglumenn, sér- stakar dauðasveitir eins og fyrr er sagt og morðingjar, sem sendir eru út af örkinni til að drepa andstæð- inga stjórnvalda í öðrum löndum. Til að gera sér auðveldara fyrir við glæpaverkin, tíðka stjórnvöld í þessum löndum að nema lögbundin stjórnarskrárréttindi úr gildi, grafa undan réttarkerfinu, ógna vitnum og taka ekkert tillit til niðurstöðu hlutlausrar rannsókn- ar. — ROGEROMOND Rytor var dæmdur til dauða og líflátinn vegna þess að hann þáði mútur frá starfsmönnum sovézka sjávarútvegsráðuneytisins sem voru viðriðnir ólöglega sölu á styrjuhrognum í stórum stíl. Talið er, að hinn þungi dómur, sem hann var látinn sæta, sýni að sovézk stjórnvöld hyggist ekki taka nein- um vettlingatökum á þeim embætt- ismönnum, sem falla fyrir freist- ingum. Tvenns konar glæpir eru mest áberandi í Sovétríkjunum. í fyrsta lagi glæpir, sem menn fremja undir áhrifum áfengis, og í annan stað fjármálahneyksli, og er hvort tveggja algengara í Sovétríkjunum en annars staðar. Svo virðist sem báðar þessar tegundir glæpaverka færist í vöxt. Ibúar Sovétríkjanna neyta meira áfengis en nokkur önnur þjóð sé miðað við höfðatölu. Háttsettur sovézkur embættismaður skýrði nýlega frá því að neyzla áfengis, þar á meðal samogon eins og þeir kalla heimabruggið, færðist stöðugt í vöxt. Allir, sem lesið hafa 19. aldar skáldverk eftir rússneska höfunda, vita, að ásókn Rússa í áfengi er eng- in ný bóla. Hins vegar virðist Ijóst vera, að hið nýja sovézka þjóðfélag hefur ekkert gert til þess að upp- ræta þennan þjóðarlöst. En fjár- málaglæpir virðast aftur á móti í beinum tengslum við sovézka kerf- ið, þar sem allt byggist á áætlun- arbúskap í stað arðsemissjónar- miða. Slíkir glæpir eru mjög algengir í allri Austur-Evrópu. í ágúst 1980 kom Samstaða því til leiðar að ferill margra pólskra embættismanna var kannaður og í Ijós kom, að tugir þeirra höfðu óhreinan skjöld í með- ferð opinbers fjár. Innanrikisráð- herra Tékkóslóvakíu skýrði nýlega frá því, að þjófnaður færi minnk- andi í landinu, en aftur á móti hefði „glæpsamlegt athæfi í meðferð fjármála“ færzt gríðarlega í vöxt og hefði það kostað þjóðina tvo millj- arða króna á síðasta ári. Þeir fjármálaglæpir, sem upp- skátt verður um í Sovétríkjunum, virðast mjög gjarnan vera afleiðing af einhvers konar skorti. Hafi menn yfir einhverju að ráða, sem eftir- sóknarvert þykir, en er af skornum skammti, gerast þeir oft sekir um mútuþægni. Fyrir tveimur árum komst upp um mikið mútuhneyksli í Grúsíu. Þar sannaðist, að borgar- stjóri hafði haft samband við fólk, sem var á höttunum eftir íbúðum, og boðizt til þess að útvega því þær gegn þóknun. Þessi auka þóknun nam 100—200 þúsundum og miðað- ist upphæðin við stærð íbúðanna. Með þessu móti hafði borgarstjór- inn hagnazt um tvær milljónir króna, áður en allt komst upp. Þá var hann leiddur fyrir dóm, dæmd- Spilling á jcðri stöðum og heimsmet i áfengisneyzlu. ur til dauða og dauðadómnum full- nægt. í öðrum tilvikum virðist skortur stuðla að ólögmætu einkaframtaki. Einkaframtakið virðist geta komið ýmsu til leiðar. Til að mynda tókst nokkrum framtakssömum mönnum að yfirtaka hluta af prjónaverk- smiðju í Bakú. Þeir gátu útvegað sér hráefni á ólöglegan hátt, en starfsemin gekk svo vel, að þeir þurftu að innleiða vaktakerfi í verksmiðjunni. Framleiðslan var seld undir borðið í ríkisverzlunum, þar á meðal stærstu verzluninni í Bakú. Starfsemi þessi var ólögleg frá upphafi til enda. Hráefnið, sem verktökunum tókst að verða sér út um, var að andvirði 40 milljónir króna. — MARK FRANKLANI)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.