Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 89 \fik?AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI FÖSTUDAGS Þessir hringdu ... þetta eru menn en ekki skepnur Jón Örn Guðraundsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér finnst yfirgangur vakt- mannanna á Hlemmi gagnvart mönnum sem kallaðir eru alkóhól- istar eða bara drykkjumenn vera úr öllu hófi. Þeir láta unglingana meira og minna afskiptalausa, þótt þeir veifi vínflöskum og hagi sér illa, en þegar inn koma drykkjumenn, sem hvergi eiga höfði sínu að halla og ætla aðeins að tylla sér og rabba saman, er lögreglan óðara komin á staðinn. Þeir eru svo umsvifalaust settir inn eða a.m.k. reknir út úr húsinu. Ég skal viðurkenna það, að þessir menn eru ekki alltaf vel útlítandi, og það er e.t.v. engin staðarprýði að þeim, en þetta eru þó menn en ekki skepnur — já, og oft rólyndis- menn sem engum gera ónæði eða ama. Óréttlátar reglur um ekknabætur 56 ára gömul ekkja hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Þegar ég missti manninn minn var ég 50 ára gömul og voru mér ákvarðaðar ekknabætur eftir aldri mínum. Ef ég hefði verið 56 ára gömul þegar þetta varð, hefði ég fengið talsvert hærri bætur, að því er mér var tjáð. Þess vegna kynnti ég mér það núna hjá Trygginga- stofnun ríkisins, sex árum seinna, hvort ég kæmist nú ekki upp í þennan hærri flokk (það munar um hálfu þúsundi nýkróna). Nei, var mér tjáð. Ég hefði verið fimmtug þegar eiginmaður minn dó, og ég yrði því áfram í sama flokknum. Er eitthvert vit í svona reglum? Sér ekki hver maður að þær eru óréttlátar? Ökuljós allan ársins hring B.H. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að vekja athygli alþingismanna okkar á því, að löngu er tímabært að lögfesta fulla notkun ökuljósa allan ársins hring. Það hefði raun- ar átt að gerast á undan lögleið- ingu öryggisbeltanna, því að ljósin eru ekki síðra öryggisatriði í um- ferðinni en beltin, og ber þar margt til. Svíar og Finnar eru þeg- ar búnir að þessu og finnst mér það miður, að við skulum ekki hafa orðið á undan þeim, með okkar moldarvegi, fjalllendi og landslag sem býður heim akstri ýmist á móti eða undan sól. Benda má á þá staðreynd að lögleiðing fullra ökuljósa allan ársins hring hefur sáralítinn aukakostnað í för með sér, kannski perur tvisvar á ári, en rafgeymirinn endist betur en ella vegna þess að hann síhleð- ur sig. Við Islendingar hefðum tvímælalaust átt að vera braut- ryðjendur á þessu sviði meðal bræðraþjóða okkar á Norðurlönd- um, en ekki eftirbátar. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstudaga. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilisföng þurfa að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar þess óski nafnleyndar. Hver á hjólið? Guðmundur Ingason, Stóragerði 6, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég vildi gjarna að rautt Vela Schauff-kvenmannsreiðhjól, sem staðið hefur hérna við bíl- skúrana hjá okkur í um hálfan mánuð, kæmist í hendur rétts eig- anda. Hnakkurinn á því er svartur að lit og lítið eitt skemmdur. Ég vona að eigandinn hafi samband við mig og vitji hjólsins sem allra fyrst. Því hespan er gull Þórunn Kristinsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að biðja þig, Velvakandi minn, að grafast fyrir um þær Kinnarhvolssystur. Þetta var saga eða leikrit og eldri systirin spann og spann, man ég. Hún var svo ágjörn, og kvað: I gær var ég fátck meA vergang á vörum, nú vil ég ei skipU á konungakjðnim. Ék hjólið skal stiga og hvíli mig eigi, því bespan er gull og lopann ég teygi... En ágirndin fór með hana. Hún gleymdi sér og varð gömul, en systir hennar giftist og eignaðist börn og buru. Eg man þetta mjög óljóst að öðru leyti, en þætti gam- an að fá að vita meira. - O - Leikritið Kinnarhvolssystur er eftir Carsten Hauch. Það hefur verið flutt þrisvar sinnum sem út- varpsleikrit hér, í þýðingu Indriða Einarssonar. Leikstjóri var Soffía Guðlaugsdóttir. Fyrst var leikritið flutt 1933, öðru sinni 1947 og í þriðja sinn 1942. „Leikritið er því miður ekki til á bandi hjá okkur," sagði Óskar Ingimarsson á leik- listardeild útvarpsins, „það var ekkert farið að taka upp fyrr en eftir 1950, svo að þetta hefur verið flutt beint í öll skiptin. Höfundur- inn, Carsten Hauch, er fæddur ár- ið 1790 í Fredrikshald í Noregi, þar sem nú heitir Halden, en dó í Róm 1872. Hann ólst upp í Noregi en stundaði dýrafræðinám í Kaup- mannahöfn. Honum gekk erfið- lega fyrst á ritmennskuferlinum, en fann sjálfan sig er hann dvald- ist í Róm ungur maður og gekk betur eftir það. Eftir hann liggja bæði skáldsögur, leikrit og ljóð, einkum þó ljóð, því að hann var fyrst og fremst ljóðskáld, og ljóð- rænn í öllum verkum sínum. Kinnarhvolssystur komu fyrst á svið 1849. Þetta er ævintýraleikur um systur tvær, sem heita Ulrikka og Jóhanna. Þær eru ákaflega ólíkar bæði í skapi og útliti, ný- trúlofaðar þegar sagan hefst. Ul- rikka hugsar fyrst og fremst um að eignast sem mesta peninga til að hafa nóg, þegar hún giftir sig, og situr við rokkinn og spinnur. Einn daginn kemur öldungur í heimsókn til þeirra. Ulrikka biður hann að færa sér fiársjóð frá bergkonunginum. Oldungurinn kemur svo til hennar með silfur- bikar af gullpeningum, en biður hana um leið að hitta bergkonung- inn. I helli hans geti hún spunnið rauðagull og megi eiga allt sem hún komist yfir að spinna. Hún tekur boðinu og gleymir sér alveg við spunann í 25 ár, en rankar við sér er hún heyrir sálmasöng leggja upp í hellinn til sín, en þar var þá systurdóttir hennar að gifta sig. Hún staulast út en er aðframkomin og sér nú að hún hefur eytt öllum sínu bestu árum í blinda eftirsókn eftir peningum. Og skömmu síðar deyr hún.“ Valdaskiptin í borgar- stjórn fara fram í dag VALDASKIPTIN í borgarstjórn Reykjavíkur fara fram á aukafundi borgar Vísa vikunnar Gengur fólk um göturnar og geislum böðuð torgin. Allir brosa alls staðar, enda frelsuð borgin. Hákur GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þeir fóru inn í sitthvort húsið. Rétt væri: Þeir fóru inn í sitt húsið hvor. 53? SIGGA V/öGÁ g \iLVtMH MATBORÐIÐ SF. - Skipholti 25 - - Sími21771 - BJ0ÐUM UPP A MAT í hitabökkum, til fyrirtækja og starfshópa Fyrsta flokks þjónusta og ávallt besta fáanlegt hráefni FJÖLBREYTTUR MATSEÐILL Matreidslumeistarar ^derí AL-GRODURHÚS og sólreitir fyrir heimagarða Stærðir: 3,17x3,78 (10x12 fet) m/gleri, kr. 10.850,- 2,55 x 3,78 ( 8x12 fet) m/gleri, kr. 7.900,- 2,55x3,17 ( 8x10 fet) m/gleri, kr. 7.100,- Vegghús: 1,91x3,78 ( 6x12 fet) m/gleri, kr. 6.700,- Ýmsir fylgihlutir fyrirliggjandi: Hillur, sjálfvirkir gluggaopnar- ar, borð, rakamælar, rafmagnsblásarar o.fl. o.fl. Sólreitirnir eru af nýrri gerð, með plastgleri (óbrjótanlegt) og innbyggðum, sjálfvirkum opnunar- og lokunarbúnaði, sem vinnur á sólarorkunni. Stærð 120x92x38. Eden garðhúsin eru nú fyrirliggjandi, en við höfum yfir 10 ára reynslu í þjónustu við ræktunarfólk. Engin gróðurhús hafa náð sömu útbreiðslu hérlendis. Þau lengja ræktunartímann og tryggja árangur. Sem fyrr bjóð- um við lægsta verð, ásamt frábærri hönnun Eden álgróðurhúsa. Sterk- byggð og traust hús. Sýningarhús á staðnum Kynnisbækur sendar ókeypis KLIF HF. Grandagarði 13 Reykjavík — Sími 23300 ^ ÍG V&8) A9 , y\T4 OQOll) '<tíL\T/V ‘bl&viótttivwl- 'Lt6A V/PZl ALIUK WOMOÍ?- \w/$) vm 'Mmm ttL'® S/rrVfBV S1/0-1 s^ÖtfUlÍO 06 ^Ltfm a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.